Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Innritun í framhaldsskóla hefur verið ofarlega í opinberri umræðu undanfarið, ekki síst eftir að gerðar voru breytingar á lögum sem heimila að horft sé til fleiri þátta en lokaeinkunna við innritun og mat á því hvort bjóða eigi nemanda skólavist. Þar á meðal er þátttaka í félagsstarfi og árangur í óformlegu námi. Skoðun 19.12.2025 12:01
Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Tveir kennarar við Ingunnarskóla í Grafarholti í Reykjavík urðu fyrir árás nemanda á miðstigi á jólaskemmtun í íþróttahúsi skólans í gær. Foreldrar hafa verið upplýstir um málið en hluti nemenda í fimmta til sjöunda bekk varð vitni að árásinni og var brugðið. Innlent 19.12.2025 10:27
Magnús Þór sjálfkjörinn Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, var sá eini sem bauð sig fram til formanns. Hann gegnir áfram embættinu, sjálfkjörinn. Innlent 18.12.2025 23:13
Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Úthlutun Matargjafa Akureyrar og nágrennis og NorðurHjálpar byrjar á morgun og stendur í viku. Sigrún Steinarsdóttir, framkvæmdastýra Matargjafar Akureyrar, segir fjölgun beiðna. Sorglegt sé að sjá fjölgun lífeyrisþega meðal þeirra sem þiggja aðstoð. Innlent 14. desember 2025 21:31
Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Samtök atvinnulífsins, SA, telja nýja skýrslu aðgerðahóps forsætisráðherra um brúun umönnunarbilsins ekki svara mikilvægum spurningum sem varða helstu ástæður þess að sveitarfélögum hefur ekki tekist að veita leikskólaþjónustu að fæðingarorlofi loknu þrátt fyrir vilja og yfirlýsingar þar um. Því sé ekki tímabært að ræða lögfestingu leikskólastigsins. Innlent 14. desember 2025 07:00
Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Allt að helmingur barna sem eru á leikskólum í borginni hefur verið fjarverandi síðustu vikur vegna veikinda. Leikskólastjóri segist ekki muna eftir öðru eins á rúmlega þrjátíu ára starfsferli. Innlent 11. desember 2025 22:30
Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða Kostnaðurinn við kaup og uppbyggingu á leikskólanum Brákarborg er kominn yfir þrjá milljarða. Mál leikskólans hefur spannað þrjá borgarstjóra og eru leikskólabörnin enn ekki snúin aftur í húsnæðið. Innlent 11. desember 2025 11:18
Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Þingmenn stjórnarandstöðunnar kölluðu eftir sérstakri umræðu um málefni framhaldsskóla og skólameistara á Alþingi í dag. Þingflokksformaður Framsóknarflokksins óskaði formlega eftir því að menntamálaráðherra gæfi skýrslu um málið fyrr í vikunni en í millitíðinni er ráðherrann farinn í veikindaleyfi. Beiðni um að staðgengill ráðherrans tæki það að sér að taka þátt í slíkri umræðu á þingi er til skoðunar hjá forseta þingsins en þingmenn annarra stjórnarandstöðuflokka kalla eftir því að forsætisráðherra verði til svara um málið. Innlent 10. desember 2025 14:08
Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ekki króna fékkst upp í 2,6 milljarða króna gjaldþrot ítalska verktakafyrirtækisins Rizzani de Eccher Ísland ehf. sem kalla mætti martröð Kópavogsbæjar eftir deilur við byggingu Barnaskóla Kársness. Undirverktakar sitja eftir með sárt ennið og ógreidda reikninga. Kópavogsbær undirbýr skaðabótamál á hendur móðurfyrirtækinu. Viðskipti innlent 10. desember 2025 13:40
Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Ég er grunnskólakennari og vinn á hverjum degi með mikilvægustu íbúum Reykjavíkur: börnunum okkar. Veruleiki þeirra hefur breyst mikið síðustu ár – ekki bara síðan ég var sjálfur í þeirra sporum heldur líka síðan ég byrjaði að kenna! Skoðun 10. desember 2025 09:32
Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Líf Magneudóttir, formaður stýrihóps um leikskólaleiðina og oddviti Vinstri grænna í Reykjavík, segir stýrihópinn enn að vinna úr umsögnum um Reykjavíkurleiðina svokölluðu. Líf segir hópinn stefna á að kynna breytingar Reykjavíkurleiðinni eftir áramót. Innlent 10. desember 2025 06:30
Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Háskólanum á Akureyri barst tilkynning í október um lokaðan Snapchat-hóp lögreglunema á öðru ári við skólann, þar sem þeir eiga að hafa dreift óviðeigandi myndum af líkamspörtum bekkjarsystra sinna. Málið er til rannsóknar hjá fagráði háskólans á Akureyri, en embætti Ríkislögreglustjóra bíður niðurstöðu þeirrar vinnu áður en ákvörðun verður tekin um næstu skref. Innlent 9. desember 2025 18:37
Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum, ME, gagnrýnir í opnu bréfi að ekki eigi að framlengja skipun skólameistarans og að mennta- og barnamálaráðuneytið hafi hvorki haft samráð við nefndina þegar ákvörðun var tekin um að framlengja ekki skipun skólameistarans, Árna Ólasonar, né um víðtækar skipulagsbreytingar á framhaldsskólakerfinu. Innlent 9. desember 2025 13:16
Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Nú fer að líða að jólum og skólarnir fara bráðum í verðskuldað frí. Það er mikilvægt að staldra reglulega við og þakka kennurum og öllu starfsfólki skólanna fyrir ómetanlegt starf. Á hverjum einasta degi treystum við þeim fyrir börnunum okkar og það er ekki sjálfsagt. Skoðun 9. desember 2025 06:31
Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Menntamálaráðherra bað skólameistara afsökunar á fundi sínum með Skólameistarafélagi Íslands nú í morgun vegna orðræðu um skólameistara í kjölfar frétta af því að skipunartími skólameistara verði ekki framlengdur hér eftir. Þá hét hann frekara samráði um fyrirhugaðar breytingar á framhaldsskólastigi. Innlent 8. desember 2025 15:39
Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Umboðsmaður Alþingis hefur komist að þeirri niðurstöðu að Hafnarfjarðarbær hafi brotið gegn stjórnsýslulögum með því að afturkalla ráðningu Óskars Steins Ómarssonar stjórnmálafræðings í stöðu deildarstjóra tómstundamiðstöðvar Hraunvallaskóla, þremur vikum eftir að hann var ráðinn. Óskar Steinn telur að gagnrýni hans í garð kjörinna fulltrúa bæjarins hafi orðið til þess að hætt var við ráðninguna og segir gott að geta skilað skömminni til síns heima, í ráðhús Hafnarfjarðar. Innlent 8. desember 2025 14:41
Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Stjórnvöld verða að bregðast við þegar í stað og opna á samtöl við stjórnvöld á hinum Norðurlöndunum um nýtt samráðskerfi varðandi nám sérgreinalækna, ellegar verður innan tíðar skortur á læknum í ákveðnum sérgreinum hér á landi. Þetta segir formaður Læknafélagsins sem segir ugg í læknastéttinni vegna stöðunnar. Innlent 8. desember 2025 12:00
Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Kennslustjóri sérnáms segir hættu á að skortur verði á læknum í ákveðnum sérgreinum bregðist stjórnvöld ekki við breyttum reglum í Svíþjóð og Noregi. Hann hefur miklar áhyggjur af stöðunni. Innlent 7. desember 2025 14:02
Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Formaður Skólameistarafélags Íslands segir vendingar síðustu daga hafa fengið skólameistara víðs vegar um landið til að íhuga stöðu sína. Félagið á fund með mennta- og barnamálaráðherra og krefst formaðurinn skýringa á boðuðum breytingum sem voru rökstuðningur ráðherrans fyrir því að auglýsa tvö embætti skólameistara laus til umsóknar. Innlent 6. desember 2025 16:56
Framtíðarsýn Ég er svo heppinn að framtíðin hefur alltaf staðið mér ljóslifandi fyrir hugskotssjónum. Eftir að hefðbundnum æskuhugmyndum um að verða lögga eða slökkviliðsmaður sleppti var ég lengi harðákveðinn í að verða rafeindavirki. Skoðun 6. desember 2025 08:30
Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Íbúar í Laugardal ætla að koma upp eigin ljósastýringarbúnaði við gatnamót í dalnum þar sem þrisvar sinnum hefur verið ekið á börn í haust. Þau gagnrýna borgina fyrir seinagang en borgin segir íbúana með engin leyfi til gjörningsins. Innlent 5. desember 2025 23:00
„Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Formaður Flokks fólksins furðar sig á því að lögmaður skólameistara Borgarholtsskóla vilji leiða sig og forsætisráðherra fyrir dóm í tengslum við þá ákvörðun menntamálaráðherra að auglýsa stöðu skólameistarans lausa til umsóknar. Innlent 5. desember 2025 18:50
Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Skólameistari Menntaskólans á Egilsstöðum segist hafa heyrt í útvarpsfréttum í dag að til stæði að auglýsa stöðu hans. Hann segir leikrit í gangi en hann sé ekki farinn að gráta. Of mikið sé að gera í skólanum. Innlent 5. desember 2025 17:24
Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Mennta- og barnamálaráðherra segir tilviljun hafa ráðið því að skólastjóri Borgarholtsskóla hafi verið fyrstur í röð framhaldsskólastjóra að fá þau tíðindi að starf hans yrði auglýst. Hann hafnar því með öllu að ákvörðunin tengist Ingu Sæland eða gagnrýni skólastjórans. Hann þrái þvert á móti gagnrýni og hugmyndir. Innlent 5. desember 2025 12:27