Óútskýranleg mannvonska Í gær felldu ríkisstjórnarflokkarnir tillögu Flokks fólksins um 66.381 kr skatta og skerðingalausan jólabónus handa eldra fólki í sárri neyð. Sambærilegan jólabónus og greiddur er til öryrkja þriðju jólin í röð. Skoðun 15. desember 2023 08:31
Fjórtán vændisbrot til rannsóknar á árinu Fjórtán vændisbrot hafa komið inn á borð lögreglu til rannsóknar á árinu sem er að líða. Þetta kemur fram í svörum dómsmálaráðherra við fyrirspurn Brynhildar Björnsdóttur, varaþingmanns VG. Innlent 15. desember 2023 07:26
Hvers vegna svelta ráðamenn Samkeppniseftirlitið? Á þeim fákeppnismarkaði sem Ísland er sökum smæðar sinnar og samþjöppunar eignarhalds er Samkeppniseftirlit lykill að því að almenningur geti treyst því að leikreglum og ráðdeildarsemi sé fylgt. Skoðun 14. desember 2023 21:00
Geta átt von á um mörg hundruð þúsunda endurgreiðslu Foreldrar barna 18 mánaða og eldri geta átt von á mörg hundruð þúsunda endurgreiðslu eftir áramót frá Reykjavíkurborg vegna greiddra dagforeldragjalda. Ný gjaldskrá og aukinn stuðningur við foreldra voru samþykkt á fundi borgarráðs í dag. Alls eru um 100 til 200 börn á þessum aldri enn hjá dagforeldrum. Innlent 14. desember 2023 20:01
Heims um ból, friðsælt skjól Ísland hefur varið titilinn um friðsælasta land í heimi síðan árið 2008. Hér er gott að vera, hér eigum við flest öll von á því að börnin okkar geti alist upp í friðsælu umhverfi með aðgang að öllu því sem hugurinn girnist. Allt samfélagið er stillt inn á það að aðstoða þau, vinna fyrir því að mannréttindi þeirra og aðgengi að heiminum sé betra en það sem fullorðna fólkið ólst upp við. Skoðun 14. desember 2023 19:01
Vopnahlé strax Vopnahlé strax. Í tveimur orðum er þetta krafan sem við öll verðum að halda á lofti. Í tvo mánuði hefur eldi og brennisteini rignt yfir íbúa Gaza. Afleiðingin er sú að um tuttugu þúsund hafa dáið, um helmingurinn börn. Ástandið er óbærilegt og svo alvarlegt að aðalritari Sameinuðu þjóðanna metur stöðuna þannig að heimsfriði sé ógnað og óskaði eftir að öryggisráðið myndi grípa inn í. Skoðun 14. desember 2023 14:00
Samþykktu breytingar á dagforeldrakerfinu Borgarráð samþykkti tvær megin breytingar á dagforeldrakerfinu á fundi sínum í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Innlent 14. desember 2023 13:18
Segir það ekki þjóna hagsmunum Palestínu að Ísland slíti stjórnmálasambandi Utanríkisráðherra segir það ekki þjóna hagsmunum neins, og ekki heldur Palestínu, að Ísland slíti stjórnmálasambandi við Ísrael vegna framgöngu þeirra á Gasa. Ráðherrann flutti munnlega skýrslu um stöðuna fyrir botni Miðjarðarhafs á Alþingi fyrir hádegi. Innlent 14. desember 2023 12:46
Trölli fær ekki að stela hjólajólunum Þegar umhverfisráðherra segist ekki vilja senda börnunum reikninginn af mistökum samtímans hefðu flest haldið að hann ætti við reikninginn af aðgerðaleysi ráðandi kynslóða í loftslagsmálum, sem mun verulega skerða lífsgæði komandi kynslóða. Skoðun 14. desember 2023 11:01
Ekki forsendur til skólahalds í Grímsey Upplýsingaöflun bæjarráðs Akureyrarbæjar hefur leitt í ljós að ekki séu forsendur til skólahalds í Grímsey. Skólahald var fellt niður árið 2019 en foreldrar þriggja barna óskuðu eftir því að það yrði endurvakið. Innlent 14. desember 2023 10:01
Hei! Jó! Þingheimur! Nú er rúmur mánuður liðinn frá því að tæplega fjögur þúsund manns þurftu að flýja heimili sín úr litla bænum á suðvesturhorninu. Margt undarlegt og óvænt hefur á daga okkar drifið síðasta mánuðinn og eftirleikur þess að þurfa að yfirgefa öryggi sitt í snarhasti hefur reynst mörgum mikil og sár þrautaganga. Skoðun 14. desember 2023 09:01
Glimmermálið komið á borð héraðssaksóknara Atvik þar sem rauðu glimmeri var hellt yfir Bjarna Benediktsson utanríkisráðherra í síðustu viku, er komið á borð héraðssaksóknara. Brot af þessu tagi varðar allt að sex ára fangelsisvist. Innlent 14. desember 2023 08:52
Aukin skattheimta á íbúa þegar síst skyldi Fyrir liggur að hækkun fasteignamats íbúðahúsnæðis í Reykjanesbæ nemur 17,5% á milli áranna 2023 og 2024 sem er töluvert umfram verðlagshækkanir. Þessi hækkun þýðir auknar tekjur fyrir Reykjanesbæ og um leið auknar álögur á íbúa, þegar síst skyldi. Skoðun 14. desember 2023 07:01
Bein útsending: Kynna tillögur starfshóps um vindorku Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, skipaði í júlí 2022 þriggja manna starfshóp sem fékk það hlutverk að skoða og gera tillögur til ráðherra um drög að lögum og reglugerð um vindorku, með það að markmiði að einfalda uppbyggingu vindorkuvera til framleiðslu á grænni orku, jafnframt því að tekið verði tillit til sjónrænna áhrifa, dýralífs og náttúru. Starfshópurinn hefur nú skilað ráðherra tillögum sínum. Innlent 13. desember 2023 15:00
Sagði frið ekki nást án réttlætis Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra lagði áherslu á að friður í Úkraínu myndi ekki nást án réttlætis. Hún sagði íslensk stjórnvöld vinna að því með öðrum innan Sameinuðu þjóðanna að koma sérstökum glæpadómstól vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Innlent 13. desember 2023 12:53
Bein útsending: Forsætisráðherrarnir ræða við blaðamenn í Osló Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fundar með forsætisráðherrum hinna Norðurlandanna í Osló í dag. Innlent 13. desember 2023 11:44
Glæpurinn kynlífsmansal Við Íslendingar höfum sýnt það með löggjöf og samfélagslegri sátt að við lítum kynferðisbrot sérstaklega alvarlegum augum. Kynlífsmansal er alvarlegasta kynferðisbrot sem hægt er að fremja og því þurfa valdhafar hvers tíma að leggja sig fram við að endurspegla vilja þjóðarinnar í þessum efnum. Skoðun 13. desember 2023 11:00
Undirstaða friðar og farsældar Um nýliðna helgi var því fagnað að 75 ár eru frá samþykkt mannréttindayfirlýsingarinnar á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Skoðun 13. desember 2023 09:30
Það er ekki of seint að sýna gæsku Í dag verða greidd atkvæði um breytingartillögu Flokks fólksins um skatta og skerðingalausan jólabónus handa eldra fólki í sárri neyð. Um er að ræða sambærilegan jólabónus og greiddur verður til öryrkja nú þriðju jólin í röð. Upphæðin nú, 66.381 kr. Skoðun 13. desember 2023 08:31
Selenskí á leiðtogafundi Norðurlandanna í Osló Volodómír Selenskí Úkraínuforseti kom í óvænta heimsókn til Noregs í morgun en hann hefur síðustu daga verið í Bandaríkjunum til að afla Úkraínu stuðnings í stríðinu gegn Rússum. Erlent 13. desember 2023 07:26
Á tæpasta vaði: Deilur og drama á stjórnarheimilinu Viðburðaríkt ár er að baki á sviði stjórnmálanna og ólga er kannski orð sem nær ágætlega utan um það. Ólga vegna kjaramála, verðbólgu, hvalveiða, laxeldis, stríðsreksturs á Gasa, bankasölu og í sjálfu stjórnarsamstarfinu. Við förum yfir liðið ár sem einkennist af deilum og dramatík. Innlent 13. desember 2023 07:02
Ekkert spurst til Navalní og Þórhildur Sunna krefst upplýsinga Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingkona Pírata og aðalfulltrúi pólitískra fanga á Evrópuráðsþinginu hefur gefið frá sér yfirlýsingu þar sem hún krefur rússnesk yfirvöld um að upplýsa lögmenn Navalní, pólitísks andstæðings Pútín, um staðsetningu hans og leyfa þeim að hitta hann. Erlent 13. desember 2023 00:16
Vopnahléstillagan samþykkt og Ísland kaus með Atkvæðagreiðslu á neyðarfundi allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna um kröfu um tafarlaust vopnahlé er nú lokið. Tillagan var samþykkt með 153 atkvæðum gegn tíu en 23 þjóðir sátu hjá. Ísland var meðal þeirra þjóða sem samþykktu tillöguna. Erlent 12. desember 2023 22:11
Stjórnarslit skárri kostur en orkuskortur Formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins segir að víkja þurfi með lögum öllu því úr vegi sem hindri eðlilega orkuuppbyggingu í landinu. Hann segir að kosti það stjórnarslit að leysa vandann, sé það gjaldið fyrir lausn hans. Innlent 12. desember 2023 21:31
Telur að stjórnvöld ættu að stíga inn í deiluna Flugsamgöngur lömuðust þegar flugumferðarstjórar lögðu niður störf í morgun. Frekari verkfallsaðgerðir eru fyrirhugaðar á fimmtudag og í næstu viku. Fundi var slitið nú síðdegis án þess að samningar næðust. Forstjóri Play segir furðulegt að svo lítill hópur geti sett svo mikið úr skorðum og telur að stjórnvöld ættu að stíga inn í deiluna. Innlent 12. desember 2023 20:52
Útlendingastofnun setur fjölskyldusameiningar Palestínumanna í forgang Utanríkisráðherra segir að Ísland og Norðurlöndin muni styðja tillögu Egyptlands og Máritáníu um tafarlaust vopnahlé á Gaza og jafnvel vera meðflutningsmenn á tillögunni. Stjórnvöld hafi aukið framlög til neyðaraðstoðar við Palestínu og Útlendingastofnun sett sameiningu fjölskyldna fólks frá Palestínu í sérstakan forgang. Innlent 12. desember 2023 19:30
Neyðarlegt raforkulagafrumvarp Það er meiri eftirspurn eftir rafmagni á Íslandi en framboð. Það er ekki í fyrsta skipti en vegna þess hvað eftirspurnin eftir okkar verðmætu sjálfbæru orku vex hratt gæti þetta orðið raunin um hríð. Skoðun 12. desember 2023 17:31
Stólaskiptin höfðu mikil áhrif á traustið Landsmenn bera mest traust til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra en minnst til Bjarna Benediktssonar utanríkisráðherra í nýrri könnun Maskínu þar sem spurt er út í traust til ráðherra þjóðarinnar. Traust til ráðherra er lítið heilt yfir. Innlent 12. desember 2023 14:25
Fækkum rauðu rósunum Það var afar áhrifamikið að vera á Austurvelli á laugardaginn en þar var aðgerðarleysi stjórnvalda í garð fólks með fíknisjúkdóm mótmælt. Erfiðast var að fylgjast með aðstandendum fólks sem hefur látist leggja rósir á tröppurnar við Alþingishúsið. Skoðun 12. desember 2023 12:30
Eru Fljótsdælingar fjarri hlýju hjónasængur? Enn einu sinni finn ég mig knúinn til þess að svara Innviðaráðuneytinu vegna úttektar á fámennustu sveitarfélögum landsins. Ég veit að ég er ekki einn um þessa skoðun enda var hvatinn að því að gera þetta hér og nú símtal frá kollega. Skoðun 12. desember 2023 12:00