Borgarfulltrúar spyrja: Hefur lögregla heimild til að fara á svig við lög? Fulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar í umhverfis- og skipulagsráði segja óheppilegt að lögregla lýsi því yfir hvað eftir annað að ekki verði sektað fyrir notkun nagladekkja áður en nagladekkjatímbilið hefst. Innlent 11. nóvember 2022 11:58
Biðin eftir leigubíl Við viljum meira frelsi á leigubílamarkaði. Það sýnir nýleg könnun Maskínu. Hún sýnir líka að stórnotendur þjónustunnar eru þeir sem helst vilja sjá breytingar. Skoðun 11. nóvember 2022 09:01
Satt, hálfsatt og ósatt í umræðu um læsiskennslu á Íslandi: Hvað er læsi? Læsismenntun er ofarlega á forgangslista í menntamálum flestra þjóða en að sama skapi umdeilt viðfangsefni í skólastarfi. Ísland er þar engin undantekning. Skoðun 11. nóvember 2022 07:00
Vill bjóða Jóni í skoðunarferð til Grikklands Haraldur Þorleifsson hefur boðist til þess að borga flugmiða og gistingu fyrir dómsmálaráðherra ef hann fylgir honum til Grikklands að skoða aðstöðu flóttafólks þar í landi. Innlent 10. nóvember 2022 21:41
„Þurfum að fylgja vísindunum í notkun hugvíkkandi efna“ Formaður læknaráðs Landspítalans er ánægður yfir auknum áhuga á geðheilbrigðismálum sem lýsi sér m.a. í nýrri þingsályktunartillögu um sílósíbín sem finnst í ofskynjunarsveppum. Það sé hins vegar mikilvægt að bíða eftir frekari rannsóknum um efnið. Íslendingar hafi þegar fengið tilboð um að taka þátt í síðasta fasa stórrar rannsóknar á gagnsemi efnisins. Innlent 10. nóvember 2022 21:01
Jólabónus á þriðja farrrými Farþegaskipið glæsta Titanic sökk eins og frægt er fyrir 110 árum. Slysið var afar mannskætt. Aðeins 705 manns björguðust af 2224. Langflestir þeirra farþega sem björguðust voru á fyrsta farrými en flestir farþeganna sem létust voru á þriðja farrými. Þaðan var löng leið og torsótt upp á þilfar og björgunarbátar allt of fáir þegar loks kom að þeim. Skoðun 10. nóvember 2022 16:01
SOS allt í neyð Í þessari viku mælti ég fyrir tillögu minni til þingsályktunar um fyrirkomulag matvælaframleiðslu til neyðarbirgða. Með tillögunni er matvælaráðherra falið af Alþingi að útfæra fyrirkomulag vegna neyðarbirgða landbúnaðarafurða sem hægt er að framleiða hér á landi við endurskoðun búvörusamninga árið 2023 þar sem markmiðið yrði að tryggja lágmarksbirgðir af landbúnaðarafurðum í landinu á hverjum tíma. Skoðun 10. nóvember 2022 15:30
Umræðan verði að fara fram á grundvelli staðreynda – ekki tilfinningu Helga Vala Helgadóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í allsherjar-og menntamálanefnd Alþingis, er undrandi að loknum nefndarfundi með ráðherra og Útlendingastofnun um hælisleitendur. Hún segir fjölmörgum spurningum ekki svarað þrátt fyrir að gestir nefndarinnar hafi fengið þær fyrir fram. Skortur á upplýsingum og heildarsýn sé ekki góð því umræðan verði að fara fram á grundvelli staðreynda - ekki tilfinningu. Innlent 10. nóvember 2022 14:37
25 íbúðir á besta stað á Flúðum Skrifað var undir verksamning milli Hrunamannahrepps og fyrirtækisins Gröfutækni ehf. í dag. Þar með er hafin uppbygging á fyrsta áfanga íbúðahverfisins Byggða á Bríkum á Flúðum. Alls verða byggðar 25 íbúðir. Innlent 10. nóvember 2022 14:14
100 þúsund króna högg fyrir hátíðirnar Tekjulægstu einstaklingar landsins hafa fengið vel yfir 100 þúsund króna högg þetta árið. Öryrkjar- og ellilífeyrisþegar á grunnlífeyri eru með um 300 þúsund krónur á mánuði í óskertar tekjur. Langar greinar mætti skrifa um uppsafnaða skuld við þessa samborgara okkar, hvernig pólitísk ákvörðun hefur verið tekin um að fylgja ekki lögum um almannatryggingar og auka ójöfnuð á kostnað örorku- og ellilífeyrisþega. Skoðun 10. nóvember 2022 13:02
Bjarni segir stjórnvöld ekki eiga að tryggja öllum sömu niðurstöðu í lífinu Matvælaráðherra segir að málaferli gegn Samherja vegna meintrar spillingar hafi skaðað orðspor íslensks sjávarútvegs og fjármálaráðherra telur að stjórnvöld eigi að tryggja að allir hafi sömu tækifæri en eigi ekki einu sinni að reyna að tryggja öllum sömu útkomu í lífinu. Þetta kom fram í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. Innlent 10. nóvember 2022 12:18
Að dansa í kringum gullkálfinn Íbúar þessa lands hafa á síðustu misserum og árum tekist á við fordæmalausa tíma og aðstæður. Alheimsfaraldur skall á með harkalegum afleiðingum fyrir ríki heims þar sem fjölskyldur, heimili og fyrirtæki kljást enn við afleiðingarnar Skoðun 10. nóvember 2022 08:31
Fleiri konur undir fertugt greinast með krabbamein í brjósti en leghálsi Á síðustu tuttugu árum hafa 215 konur undir fertugt greinst með brjóstakrabbamein á sama tíma hafa 156 konur undir fertugt greinst með leghálskrabbamein. Skoðun 10. nóvember 2022 08:00
Þverpólitísk sátt um ofskynjunarsveppi Þingmenn úr öllum flokkum standa að baki þingsályktunartillögu sem var mælt fyrir á Alþingi í dag um að heimila notkun efnisins sílósíbín í geðlækningaskyni. Efnið er svokallað hugvíkkandi efni og er virka efnið í 250 mismunandi sveppategundum, sem stundum eru nefndir ofskynjunarsveppir. Innlent 9. nóvember 2022 20:21
Bættari heilsa með góðu heilsulæsi Heilbrigðisráðherra hefur boðað til heilbrigðisþings fimmtudaginn 10. nóvember á Hilton Reykjavík Nordica. Að þessu sinni er heilbrigðisþingið helgað lýðheilsu og er öllum opið Skoðun 9. nóvember 2022 18:31
Viðreisn og báknið Margt áhugavert má finna í gögnum Evrópusambandsins í tengslum við misheppnaða umsókn Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs um inngöngu í sambandið frá 2009. Ekki sízt um það hvað það hefði haft í för með sér fyrir Ísland að ganga þar inn. Skoðun 9. nóvember 2022 15:00
Byggjum lífsgæðaborg Í lok síðustu viku fór fram kynningarfundur Reykjavíkur um húsnæðisuppbyggingu í borginni. Þessi árlegi fundur hefur nú farið fram síðustu 10 ár og var upphaflega hugsaður sem vettvangur til upplýsingagjafar um stöðu skipulagsmála og íbúðauppbyggingar í Reykjavík og til að blása lífi í koðnaðan byggingariðnað eftir þunga tíð eftirhrunsáranna. Skoðun 9. nóvember 2022 14:31
Á Íslandi missa um 100 börn foreldri í ár Á hverju ári verða um 100 börn á Íslandi fyrir því þunga áfalli að missa foreldri. Á árunum 2009–2018 misstu 1.007 börn á Íslandi foreldri samkvæmt tölum Hagstofunnar. Á því tímabili létust 649 foreldrar barna undir 18 ára aldri; 448 feður og 201 móðir. Um 40% foreldranna létust úr krabbameinum. Það er sárt til þess að hugsa á hverju ári upplifi svo mörg börn þá sáru sorg að missa mömmu sína eða pabba. Skoðun 9. nóvember 2022 07:00
Gervilimur skilinn eftir í Hopp-deilibíl Bleikur gervilimur fannst í hanskahólfi Hopp-deilibíls í gær. Eigandinn hefur enn ekki gefið sig fram en framkvæmdastjórinn segir fundinn vera þann skemmtilegasta hingað til. Innlent 8. nóvember 2022 13:03
Rangfærsluþrenna Diljár Mistar Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið umtalsvert í almennri umræðu undanfarin misseri. Hvort sem þar er um að ræða landsfund flokksins, brottvísanir eða umdeild lagafrumvörp. Skoðun 8. nóvember 2022 13:00
„Nýr formaður boðaði breytingar og þetta er hluti af þeim breytingum“ „Nýr formaður boðaði breytingar og þetta er hluti af þeim breytingum.“ Þetta segir Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, um þá ákvörðun Kristrúnar Frostadóttur, nýs formanns flokksins, að gera Loga Einarsson að nýjum þingflokksformanni. Innlent 8. nóvember 2022 12:58
Alvarlegar athugasemdir gerðar við að ráðherra hafi ekki mætt Fulltrúar frá stoðdeild ríkislögreglustjóra sátu fyrir svörum um framkvæmd ákvarðana um fjöldabrottvísun á fundi allsherjar og menntamálanefndar í morgun. Fundurinn fór ekki eins og vonir margra nefndarmanna stóðu til en þeir höfðu vonast til þess að fulltrúi frá Útlendingastofnun og dómsmálaráðherra kæmu fyrir nefndina til að sitja fyrir svörum um það verklag sem var viðhaft við umdeilda fjöldabrottvísun í síðustu viku. Innlent 8. nóvember 2022 12:13
Vísir á landsfundi: Ofsakæti í bland við taugaveiklun og mikla spennu Fyrir allt áhugafólk um stjórnmál var síðasta helgi æsispennandi. Risavaxin lýðræðisveisla, segja sanntrúaðir Sjálfstæðismenn: Sú langstærsta, meðan aðrir segja að flokkurinn hafi sýnt stálhnefann. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins var haldinn með pompi og prakt í Laugardalshöll. Vísir fór á landsfund. Innlent 8. nóvember 2022 07:01
Borgin komin í „snúna stöðu“ og getur ekki reitt sig á viðsnúning í hagkerfinu Hlutfall launakostnaðar A-hluta Reykjavíkurborgar hefur farið stigvaxandi á undanförnum árum og verður 89 prósent í ár af samanlögðum útsvars- og Jöfnunarsjóðs tekjum. Hagfræðingur segir að launahlutfall Reykjavíkurborgar hafi hækkað hraðar en almennt á sveitarstjórnastiginu og ljóst sé að veltufé frá rekstri, sem hefur minnkað hratt síðustu ár, muni ekki duga fyrir afborgunum langtímalána og lífeyrisskuldbindinga í ár og fyrr en árið 2025. Innherji 8. nóvember 2022 07:01
Verum fyrirmyndir – berjumst gegn einelti! 8. nóvember ár hvert er helgaður baráttunni gegn einelti. Dagurinn var fyrst haldinn formlega hérlendis árið 2011 og hefur verið haldinn árlega síðan. Einelti kemur okkur öllum við og það er góð hugmynd að huga sérstaklega að því, til dæmis á eigin vinnustað, hvort forvarnir og viðbragðsáætlanir gegn einelti séu til staðar og uppfærðar. Þá vil ég einnig hvetja vinnustaði til þess að standa fyrir fræðslu og viðburðum sem hvetja til jákvæðra samskipta og efla vináttu og samstöðu í tilefni dagsins. Skoðun 8. nóvember 2022 07:01
Dalabyggð – samfélag í sókn Dalabyggð er þátttakandi í samstarfsverkefni með Byggðarstofnun sem tengt er við brothættar byggðir. Í Dölum er vinnuheiti þessa verkefni DalaAuður. Skoðun 7. nóvember 2022 21:30
Þjarmaði að félagsmálaráðherra vegna fjöldabrottvísunar Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, þjarmaði að Guðmundi Inga Guðbrandssyni félagsmálaráðherra, vegna fjöldabrottvísunar sem átti sér stað í síðustu viku og hefur verið harðlega gagnrýnd. Innlent 7. nóvember 2022 16:47
Logi kjörinn þingflokksformaður Samfylkingarinnar Logi Einarsson var í dag kjörinn þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Logi tekur við af Helgu Völu Helgadóttur sem hefur gegnt stöðunni frá því að kosið var til Alþingis í september á síðasta ári. Innlent 7. nóvember 2022 14:56
Bóluefni gegn kommúnisma og enga framsóknarmenn takk Hlaupskot merkt sem bóluefni gegn kommúnisma og skilti þar sem framsóknarmenn eru beðnir um að yfirgefa svæðið voru meðal þess sem selt var á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í Laugardalshöll um helgina. Uppboð ungra sjálfstæðismanna á fundinum sló rækilega í gegn. Innlent 7. nóvember 2022 14:31
Borgarfulltrúar í Reykjavík - velkomin í spilatíma! Málefni tónlistarskólanna hafa verið áberandi í fjölmiðlum undanfarið enda biðlistar víða langir. Hlutfallslega eru mun færri nemendur á neðri stigum í tónlistarnámi í Reykjavík samanborið við önnur sveitarfélög og stuðningur borgarinnar við tónlistarnám lakari. Skoðun 7. nóvember 2022 10:31