Enn fjölgar hneykslismálum í sex ára sögu Flokks fólksins Kjörnir fulltrúar Flokks fólksins hafa ýmist neyðst til að segja af sér eða verið hvattir til þess í tengslum við erfið mál sem dunið hafa á flokknum á til þess að gera stuttum líftíma hans. Nú síðast sökuðu þrjár konur innan flokksins samflokksmenn sína um lítilsvirðandi framkomu í sinn garð. Innlent 15. september 2022 07:01
Katrín boðar bann við olíuleit í lögsögu Íslands Forsætisráðherra segir Íslendinga í einstakri stöðu til að ná fram orkuskiptum í almannaþágu, meðal annars vegna þess að tryggt hafi verið að orkufyrirtæki í eigu ríkisins verði ekki seld. Lagt verði fram frumvarp um bann við olíuleit í efnahagslögsögunni. Innlent 14. september 2022 19:52
Bein útsending: Stefnuræða forsætisráðherra og umræður Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, flytur stefnuræðu sína á Alþingi í kvöld. Að henni lokinni fara fram umræður um ræðuna. Innlent 14. september 2022 19:06
Brynjólfur telur ásakanir á hendur sér með svæsnustu persónuárásum íslenskrar stjórnmálasögu Brynjólfur Ingvarsson geðlæknir, oddviti Flokks fólksins á Akureyri, er ómyrkur í máli í samtali við fréttastofu þar sem hann svarar ásökunum á hendur sér frá flokkssystrum sínum nyrðra. Hann segir aðeins tvennt í stöðunni, annað hvort fari hann frá eða konurnar. Innlent 14. september 2022 16:37
Bíður enn eftir afsökun á að hafa verið tekin upp Kona sem varð fyrir því að myndbandi var deilt af henni á samfélagsmiðlum án hennar samþykkis segist aldrei hafa fengið neina afsökunarbeiðni frá þeim sem tók myndbandið upp. Henni hefði þótt vænt um að fá hana. Hún segir það ekki eiga að líðast að svona myndböndum sé deilt án samþykkis. Innlent 14. september 2022 15:01
„Það verða færri verkefni og mögulega með minni stuðningi“ Frestun fjárfestingarátaks í kvikmyndagerð þýðir einfaldlega færri verkefni og minni stuðningur að sögn Laufeyjar Guðjónsdóttur, forstöðumanns Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. Í nýju fjárlagafrumvarpi er lagt til að fjárframlög til Kvikmyndamiðstöðvar Íslands og Kvikmyndasjóðs lækki um tæpan þriðjung. Innlent 14. september 2022 14:28
Keppnis- og afreksíþróttafólk lifir ekki á loftinu Keppnis- og afreksíþróttafólk á oft og tíðum erfitt með að fá vinnu við hæfi samhliða íþróttaiðkun vegna þess að fyrirtæki veigra sér við að ráða starfsmenn sem þurfa að vera frá vegna tíðra æfinga eða keppnisferða. Afleiðingarnar eru að keppnis- og afreksíþróttafólk stendur frammi fyrir því erfiða vali hvort það vilji halda áfram að æfa og keppa í sinni íþrótt með tilheyrandi óvissu um framfærslu. Skoðun 14. september 2022 11:30
Um 380 milljónum deilt til 25 einkarekinna fjölmiðla 25 einkareknir fjölmiðlar deila með sér rúmlega 380 milljónum króna samkvæmt niðurstöðu úthlutunarnefndar um rekstrarstuðning til einkarekinna fjölmiðla. Þremur umsóknum var hafnað þar sem umsóknirnar uppfylltu ekki skilyrði fyrir rekstrarstuðning en í heildina sóttu fjölmiðlarnir 28 um rekstrarstuðning að fjárhæð 917,5 milljónir króna. Viðskipti innlent 14. september 2022 11:27
Dapurt að ásökunum um kynferðislegt áreiti hafi verið slengt fram Formaður Flokks fólksins þvertekur fyrir að nokkur í forystusveit flokksins á Akureyri hafi verið sakaður um kynferðislegt áreiti. Hún segir dapurt að því hugtaki hafi verið slengt fram í ásökunum þriggja kvenna innan flokksins því nú liggi allir undir grun. Innlent 14. september 2022 11:03
Halló! Er einhver heima? Matvælaráðherra, Svandís Svavarsdóttir! Hversu langt er hægt að láta skepnuníð viðgangast? Skoðun 14. september 2022 09:30
Ljóstýran einkavædd Frá því að raunverulegt þéttbýli hóf að myndast í Reykjavík hefur verið litið svo á götulýsing væri samfélagslegt verkefni – þótt illu heilli sé útlit fyrir að það kunni að vera að breytast nú í ljósi nýjustu fregna. Skoðun 14. september 2022 08:01
Barði í borðið en kannast ekki við ásakanir um kynferðislega áreitni Jón Hjaltason, þriðji maður á lista Flokks fólksins á Akureyri, segist telja að sá illvilji sem þrjár konur í forystu flokksins fyrir norðan hafa talað um sé vísun í atvik sem átti sér stað þegar forystan ræddi mögulegt veikindafrí oddvitans á fundi. Innlent 14. september 2022 07:06
Stjórnvöld fresta fjárfestingarátaki í kvikmyndagerð Fjárfestingarátak í kvikmyndagerð hér á landi er eitt af því sem fjármálaráðherra hefur lagt til að verði frestað til ársins 2024 til að stemma stigu við verðbólguna. Samkvæmt nýju fjárlagafrumvarpi er gert ráð fyrir lækkun fjárheimilda til Kvikmyndamiðstöðvar um rúmar 50 milljónir króna. Innlent 14. september 2022 06:59
Fólki fjölgar í Skagafirði, lóðir rjúka út og tugir íbúða í smíðum Gróska er í húsbyggingum í Skagafirði og eru yfir fimmtíu íbúðir í smíðum um þessar mundir víðsvegar um sveitarfélagið. Hitaveita, ljósleiðari og leikskólapláss eru galdurinn, að sögn sveitarstjórans. Innlent 13. september 2022 23:13
Málið sé yfirgripsmeira en nokkur bjóst við Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir stjórn flokksins harmi slegna og sorgmædda vegna frásagna kvenna innan flokksins sem lýst hafa lítilsvirðandi framkomu í sinn garð og í sumum tilfellum kynferðislegri áreitni. Mennirnir sem ásakanirnar beinast að ætla að fara fram á lögreglurannsókn á málinu. Inga fagnar því, og segir málið afar yfirgripsmikið. Innlent 13. september 2022 22:05
Takk fyrir ekkert, segja andvaka veitingamenn Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði hafa sent frá sér harðorða yfirlýsingu þar sem þau lýsa yfir gríðarlegum vonbrigðum með fyrirhugaða hækkun áfengisgjalda. Neytendur 13. september 2022 20:44
Takk fyrir ekkert Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, SVEIT, lýsa yfir gríðarlegum vonbrigðum með fyrirhugaða hækkun áfengisgjalda í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2023. Það er með ólíkindum að hæstu áfengisskattar í Evrópu dugi ekki sitjandi ríkisstjórn, sem í orði kveðst styðja atvinnulífið í allri sinni fjölbreytni. Skoðun 13. september 2022 20:00
Forsetinn telur bagalegt að Siri skilji ekki íslensku Forseti Íslands gerði stöðu íslenskunnar og fortíðarþrá meðal annars að umtalsefni þegar hann setti Alþingi í dag. Tryggja þyrfti stöðu tungumálsins í stafrænum heimi og sýna þeim sem hingað flyttu og vildu læra íslensku umburðarlyndi. Innlent 13. september 2022 19:20
Varaþingmenn viðriðnir hrossamálið segja af sér Mæðgur sem bendlaðar hafa verið við meint dýraníð í Borgarfirði hafa sagt af sér varaþingmennsku fyrir Flokk fólksins. Innlent 13. september 2022 18:36
Litagleði á setningu Alþingis 153. setning Alþingis fór fram fyrr í dag. Eins og fjallað var um hér á Vísi flutti Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, ávarp fyrir alþingismenn. Tíska og hönnun 13. september 2022 17:37
Stefna á tuttugu þúsund íbúðir á næstu fimm árum Flýta þarf uppbyggingu íbúða eigi rammasamningur ríkis og sveitarfélaga um aukið framboð húsnæðis á næstu árum að ganga eftir. Þetta kom fram á fyrsta fundi um framkvæmd samningsins í dag. Innlent 13. september 2022 16:19
Sögulegt minni megi hvetja okkur til dáða Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson ávarpaði alþingismenn við 153. setningu Alþingis nú fyrr í dag. Hann sagði vel vera hægt að tryggja framtíð íslenskunnar en mikilvægt væri að sýna þeim sem hana vilji læra umburðarlyndi. Innlent 13. september 2022 15:35
Leggja til breytingu á nafni Samfylkingarinnar Tveir fyrrverandi þingmenn Samfylkingarinnar munu leggja fram tillögu á komandi landsfundi Samfylkingarinnar í næsta mánuði sem felur í sér að nafni flokksins verði breytt í Jafnaðarflokkurinn. Þeir segja að tími sé kominn til að nafn flokksins vísi beint til stefnu hans. Innlent 13. september 2022 14:28
„Miðað við efnahagsþróunina hefði verið æskilegt að ganga lengra“ Minnkandi hallarekstur ríkissjóðs ber þess merki að ríkisstjórnin og Seðlabanki Íslands gangi í takt en í ljósi verðbólguþróunar og þenslu í hagkerfinu hefði verið æskilegt að stíga stærri skref í átt að því að eyða hallanum. Þetta kemur fram í umsögnum viðmælenda Innherja um fjárlagafrumvarpið fyrir ári 2023 sem var kynnt í gær. Innherji 13. september 2022 14:24
Bein útsending: Setning Alþingis Alþingi verður sett í dag og hefst þingsetningarathöfnin klukkan 13:30 með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Hægt verður að fylgjast með útsendingunni í spilara að neðan. Innlent 13. september 2022 13:01
Ríkisstjórnin rifar seglin í fjárlagafrumvarpi vegna verðbólgu Forsætisráðherra segir fjárlagafrumvarpið taka mið af því að nú séu snúir tímar með verðbólguþróun sem verði að takast á við. Aukning framlaga til einstakra málaflokka sé því minni en áður. Alþingi verður sett með hefðbundnum hætti klukkan hálf tvö í dag. Innlent 13. september 2022 12:56
Hafna alfarið ásökunum um einelti og kynferðislegt áreiti Atburðarásin hefur verið hröð í röðum Flokks fólksins í morgun og virðist starf flokksins á Akureyri í algjöru uppnámi. Jón Hjaltason sem skipar þriðja sæti listans segir ásakanir sem fram hafa komið í morgun mannorðsskemmandi og tilhæfulausar. Innlent 13. september 2022 12:53
Telur óvíst að heimila eigi flutning barna með valdi Alþingi þarf að taka alvarlega umræðu um hvort aðfararheimild í forsjármálum sé réttlætanleg og börnum fyrir bestu, að mati þingmanns Samfylkingar. Hann gagnrýnir skoðanaleysi barnamálaráðherra á máli þar sem barn var flutt með valdi milli foreldra á barnaspítalanum. Innlent 13. september 2022 12:33
Bein útsending: Þingsetningarathöfn Siðmenntar Hin árlega þingsetningarathöfn Siðmenntar fer fram í dag og hefst klukkan 11:30. Innlent 13. september 2022 11:00
Þrjár konur í Flokki fólksins stíga fram og lýsa óásættanlegri framkomu í sinn garð Þær Málfríður Þórðardóttir, Tinna Guðmundsdóttir og Hannesína Scheving Virgild Chester, sem allar hafa starfað í Flokki fólksins á Akureyri, hafa nú stigið fram og lýst lítilsvirðandi framkomu í sinn garð og í sumum tilfellum kynferðislegri áreitni. Innlent 13. september 2022 10:52