Stjórnmál

Stjórnmál

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingis og stjórnmálum almennt.

Fréttamynd

Tíma­bundinn kúfur sem þarf að komast í gegnum

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir erfiða stöðu á Landspítalanum og öðrum heilbrigðisstofnunum vegna fjölgunar sjúklinga með Covid-19 vera kúf sem komast þurfi í gegnum. Sem hingað til þurfi að treysta á „þolgæði okkar takmarkaða mannauðs í heilbrigðiskerfinu“.

Innlent
Fréttamynd

Ingibjörg Gréta sækist eftir 5. sæti

Ingibjörg Gréta Gísladóttir, nýsköpunarfræðingur og leikkona, hefur ákveðið að gefa kost á sér í 5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sem fram fer 18. og 19. mars næstkomandi.

Innlent
Fréttamynd

Tökum til borginni

Breyttir tímar eru framundan og skýrt ákall er um raunverulegar aðgerðir eftir kyrrstöðu undanfarinna ára. Það tímabil hefur sýnt okkur hvaða verkefni borgaryfirvalda skipta mestu máli – grunnþjónusta við borgarbúa.

Skoðun
Fréttamynd

Úti­lokar ekki að slitið verði á tengslin við vina­borgina Moskvu

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, segir ekkert útilokað í þeim efnum hvort slitið verði á tengsl Reykjavíkurborgar og vinaborgarinnar Moskvu. Í Danmörku bárust fréttir af því í gær að bæði Árósir og Álaborg hafi slitið á tengslin við rússneskar vinaborgir sínar vegna innrásar Rússa í Úkraínu.

Innlent
Fréttamynd

Karen í Kópa­vogi kærð til Per­sónu­verndar

Karen Elísabet Halldórsdóttir, sem sækist eftir því að leiða Sjálfstæðisflokkinn í Kópavogi, hefur verið kærð af trúnaðarmanni innan flokksins til Persónuverndar vegna dreifingar á gögnum um nefndan trúnaðarmann.

Innlent
Fréttamynd

Hvaða laun hafa hækkað?

Það hefur stundum verið sagt að það sé ekki hægt að bæði borða kökuna og eiga hana. Samtök atvinnurekenda bregðast gjarnan harkalega við þegar kemur að kjaraviðræðum og samtök launþega leggja fram sínar kröfur. Sérstaklega þegar kemur að lægstu launum og óskað er eftir leiðréttingu á þeim.

Skoðun
Fréttamynd

Fals­spá­menn frelsisins

Sumir þingmenn eru stórorðir um aukið frelsi. Frelsi til athafna og verslunar, líka með áfengi og lausasölulyf, frelsi til að velja sér nafn án afskipta ríkisins, frelsi til að keppa í hættulegum íþróttum. Frelsi einstaklingsins til að athafna sig svo lengi sem hann skaðar ekki aðra.

Skoðun
Fréttamynd

Halldóra Fríða oddviti Framsóknar í Reykjanesbæ

Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir varabæjarfulltrúi og varaþingmaður mun leiða lista Framsóknarflokksins í Reykjanesbæ fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Framboðslistinn var samþykktur samhljóða á almennum félagsfundi í dag.

Innlent
Fréttamynd

Einar Þorsteinsson borgarstjóraefni Framsóknar

Einar Þorsteinsson, fyrrverandi fréttamaður á RÚV, leiðir lista Framsóknarflokksins í borginni fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Árelía Eydís Guðmundsdóttir, dósent við Háskóla Íslands, skipar annað sætið á listanum, sem var samþykktur á aukakjördæmaþingi á Hótel Hilton í kvöld.

Innlent
Fréttamynd

Kjal­nesingar vilja slíta sig frá Reykja­­vík á ný

Kjal­nesingar vilja nú margir slíta sig frá Reykja­víkur­borg og annað­hvort endur­heimta sjálf­stæði sitt eða sam­einast sveitar­fé­lagi sem er stað­sett nær hverfinu. Krafa er uppi um að fá að kjósa um þetta sam­hliða næstu sveitar­stjórnar­kosningum.

Innlent
Fréttamynd

Þurfum að hlaupa miklu hraðar í orkumálum

Samtök iðnaðarins segja hækkanir á heimsmarkaðsverði á eldsneyti setja enn meiri þrýsting á stjórnvöld að hraða orkuskiptum. Þörf sé á gríðarlegum fjárfestingum í orkuiðnaði. Iðnaðarráðherra segir mikilvægt að stjórnvöld þvælist ekki fyrir atvinnulífinu í málinu.

Innlent
Fréttamynd

Guð­mundur hættur störfum í bæjar­stjórn Kópa­vogs

Guðmundur Gísli Geirdal er hættur störfum sem bæjarfulltrúi í Kópavogi. Bæjarstjórn samþykkti beiðni Guðmundar um lausn frá störfum bæjarstjórnar og annarra trúnaðarstarfa fyrir bæjarstjórn Kópavogs til loka kjörtímabils á fundi sínum síðdegis á þriðjudag.

Innlent
Fréttamynd

Biður forsætisnefnd um hvítan Monster á Alþingi

Gísli Rafn Ólafsson þingmaður Pírata hefur sent forsætisnefnd Alþingis formlegt erindi þess efnis að orkudrykkurinn Monster Ultra Energy White, betur þekktur sem hvítur Monster, verði gerður aðgengilegur í mötuneyti Alþingis.

Innlent
Fréttamynd

Vísbendingar um undanþágur fyrir of ungar brúðir vegna trúar

Þingmaður Pírata hefur fengið ábendingar um að beiðnir um undanþágur til dómsmálaráðuneytisins vegna of lágs giftingaraldurs hafi komið til vegna trúarlegra ástæðna. Margir kristnir söfnuðir líta á kynlíf fyrir hjónaband sem synd og því giftast safnaðarmeðlimir oft nokkuð ungir. Von er á skýrslu um undanþágurnar á næstu vikum.

Innlent