Subway-deild karla

Subway-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Skórnir hans Hreggviðs upp á hillu

    Hreggviður Magnússon er hættur í körfubolta en þetta staðfesti ÍR-ingurinn við Karfan.is í kvöld. Hreggviður er að glíma við hnémeiðsli og ákvað að segja þetta gott.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Keflvíkingar unnu Íslandsmeistarana

    Keflavík og Tindastóll unnu leiki sína í Lengjubikar karla í körfubolta í kvöld en bæði lið eru saman í A-riðli keppninnar. Stólarnir unnu 24 stiga sigur á Valsmönnum á Króknum, 109-85, en Keflvíkingar unnu á sama tíma tíu stiga sigur á Íslandsmeisturum Grindavíkur, 85-75, í TM-höllinni á Sunnubraut.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Shouse í stuði

    Justin Shouse var í miklu stuði í kvöld er Stjarnan vann sannfærandi sigur á Skallagrími í Fyrirtækjabikar karla í körfubolta.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    KRTV safnar fyrir eigin búnaði

    KR-ingar hefja í dag söfnun til handa KRTV en KR-ingar hafa undanfarin ár sýnt frá heimaleikjum liðsins í gegnum netið. Nú ætla forráðamenn KRTV að hætta að leigja búnaðinn sem þarf í útsendingarnar og stefna nú að því festa kaup á eigin búnaði. Þetta kemur fram á heimasíðu KR.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Keflvíkingar stríða gömlum liðsfélaga

    Grindavík vann tíu stiga sigur á Keflavík í fyrsta leik Ljósanæturmóts Geysis í gær, 83-93, en þetta var jafnframt fyrsti leikur Keflavíkurliðsins undir stjórn bandaríska þjálfarans Andy Johnston.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Sömu bandarísku leikmennirnir hjá Val og í fyrra

    Ágúst Björgvinsson, þjálfari karla- og kvennaliðs Vals í körfubolta, gerir engar breytingar á erlendu leikmönnum sínum frá því á síðasta tímabili en það kemur fram á karfan.is í dag að Chris Woods og Jaleesa Butler spili áfram á Hlíðarenda.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Stephenson til Grindavíkur | Myndband

    Íslandsmeistarar Grindavíkur í körfuknattleik hafa gengið frá ráðningu erlends leikmanns fyrir komandi átök. Liðið hefur samið við Chris Stephenson, sem lék með NC Ashville Bulldogs í 1. deild háskólaboltans, fyrir valinu.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Jakob á leið í hundrað þrista klúbbinn

    Íslenska körfuboltalandsliðið leikur í kvöld lokaleik sinn í sínum riðli í undankeppni EM 2015 þegar Rúmenar koma í Laugardalshöllina og hefst leikurinn klukkan 19.15. Liðið var hársbreidd frá því að vinna Búlgara á þriðjudagskvöldið en Búlgarar tryggðu sér þar sæti í umspilinu.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Hlynur: Margt mjög furðulegt

    "Það var einn dómari sem dæmdi allar villurnar held ég, hverja eina einustu. Ég veit ekki hvað liggur þar að baki. Það var margt af þessu mjög furðulegt og maður á að trúa því að þetta sé sæmilega hreint og það er það kannski ekkert, ég veit það ekki,“ sagði Hlynur Bæringsson allt annað en sáttur við franska dómarann Eddie Viator.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Lengi dreymt um fulla Höll

    Jón Arnór Stefánsson og félagar í íslenska körfuboltalandsliðinu spila í kvöld einn stærsta leikinn í sögu landsliðsins þegar Búlgarar koma í heimsókn í Laugardalshöllina. Með sigri lifir EM-von Íslands góðu lífi.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    FIBA-menn minnast Ólafs

    Ólafur Rafnsson, forseti íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, var jarðsunginn í gær. Hans er minnst víða. Ólafur var bráðkvaddur í Sviss á dögunum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Ævintýraþráin enn til staðar

    Jón Arnór Stefánsson ætlar að klára næsta tímabil með CAI Zaragoza á Spáni en heldur svo á ný mið. Hann er stoltur af nýliðnu tímabili á Spáni en ætlar að vera sókndjarfari á því næsta.

    Körfubolti