Fimmtán ferðamenn ferjaðir með snjóbílnum Tinna Björgunarsveitir á Suðurlandi komu fimmtán ferðamönnum til bjargar í dag eftir að þeir höfðu fests inni á bílastæði vegna fannfergis. Innlent 17. desember 2022 19:08
„Um leið og þú losar einn þá festist annar“ Björgunarsveitir hafa haft í nógu að snúast í snjóbyl í dag. Bílar eru fastir frá Borgarfirði og austur fyrir Selfoss þar sem ofankoman er einna mest. Þá hafa tafir orðið á flugi á Keflavíkurflugvelli vegna veðurtepptrar áhafnar og mikið púður hefur farið í snjómokstur á flugbrautum. Innlent 17. desember 2022 15:53
Miklar tafir hjá Strætó vegna ófærðar Miklar tafir eru á ferðum strætisvagna í úthverfum borgarinnar vegna ófærðar. Viðskiptavinir eru beðnir að fylgjast með rauntímakortinu og heimasíðu Strætó til að sjá stöðuna á vögnum og leiðum. Innlent 17. desember 2022 13:29
„Þetta er lífshættulegt ástand“ Heimilislaus karlmaður á Granda segir Reykjavíkurborg hafa ætlað að henda fólki út úr gistiskýli á Granda í snjóþungri og ískaldri borginni. Gistiskýli eru alla jafna lokuð á milli tíu og fimm á daginn. Reykjavíkurborg hafði þó opið í sólarhring í gær vegna kuldans og sagði að staðan yrði áfram metin. Innlent 17. desember 2022 12:06
Björgunarsveitir frá öllu Suðvesturhorninu við störf Mikið fannfergi hefur leikið landann grátt síðastliðinn sólarhring og hefur mörgum helstu vegum á Suðurlandi verið lokað. Hátt í hundrað björgunarsveitarmenn eru við störf á Suðvesturhorninu. Innlent 17. desember 2022 12:01
Þrjátíu bílar fastir á Grindavíkurvegi Verið er að kalla út allar björgunarsveitir á Suðurnesjum og ræsa þar aðgerðarstjórn vegna þrjátíu bíla sem fastir eru á Grindavíkurvegi. Innlent 17. desember 2022 11:29
Gular viðvaranir í gildi til hádegis Búist er við snjókomu sunnan- og vestanlands fram yfir hádegi. Gular viðvaranir á höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa, Breiðafirði og Suðurlandi gilda til hádegis. Innlent 17. desember 2022 09:09
Búið að loka fyrir umferð um Hellisheiði og Þrengsli Lokað hefur verið fyrir umferð um Hellisheiði, Sandskeið og Þrengsli vegna veðurs. Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar. Innlent 16. desember 2022 23:24
Veðrið orðið vitlaust á Suðurnesjum og ökumenn varaðir við Veður er orðið vitlaust á Suðurnesjum og færð farin að spillast verulega. Aðalvarðstjóri segir orðið afar blint á mörgum vegum en engum hefur verið lokað enn sem komið er. Innlent 16. desember 2022 21:48
Skíðaveturinn hafinn fyrir norðan: Frostinu fagnað í fjallinu Frostið hefur verið ríkjandi á landinu og ekki er útlit fyrir að það breytist á næstunni. Von er á snjókomu þannig að reikna má með hvítum jólum víða um land. Í Hlíðarfjalli við Akureyri er frostinu fagnað. Innlent 16. desember 2022 20:36
Lægðin færir höfuðborgarbúum líkast til hvít jól Lægð nálgast nú óðfluga vestur af landinu sem Veðurstofan varar við vegna strekkings suðaustanáttar og snjókomu. Útlit er fyrir að kuldakastið, sem verið hefur, muni vara áfram næsta hálfa mánuðinn. Snjókoman sem fylgir lægðinni í kvöld er verður þannig þess valdandi að höfuðborgarbúar og fleiri vestan til á landinu fá að öllum líkindum hvít jól. Innlent 16. desember 2022 15:32
Allur Vestmannaeyjabær þakinn snjó Ekki er hægt að segja að veturinn hafi verið snjóþungur hingað til en þó virðist það eitthvað vera að breytast á næstu sólarhringum. Á vefmyndavélum í Vestmannaeyjum má nú sjá snævi þakta jörð hvert sem litið er. Innlent 16. desember 2022 11:45
Gular viðvaranir suðvestanlands vegna vinds og snjókomu Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir á suðvestanverðu landinu vegna suðaustanáttar og snjókomu. Viðvaranirnar taka gildi í kvöld og gilda til um hádegis á morgun. Veður 16. desember 2022 10:35
Snjókoma væntanleg í nótt og á morgun Miklu frosti er spáð á landinu í dag og getur frost orðið meira en tuttugu stig í innsveitum. Þá gæti ofankoma gert vart við sig. Veður 16. desember 2022 09:22
Mjög kalt og frostið gæti farið niður fyrir tuttugu stig Mjög kalt verður á landinu í dag þar sem algengar frosttölur verða á bilinu sjö til fjórtán stig. Frostið gæti þó orðið undir tuttugu stigum á stöku stað og sé líklegast að það gerist í innsveitum norðaustanlands. Veður 16. desember 2022 08:26
Blésu af æfingar yngri barna vegna kuldans Knattspyrnuæfingum yngri flokka var aflýst hjá Þrótti í Reykjavík vegna kuldans í dag. Yfirþjálfari segir að búast megi við að gripið verði til frekari slíkra ráðstafana vegna veðurs á morgun. Innlent 15. desember 2022 21:28
Óvenjulegt kuldaskeið hefur víða gríðarleg áhrif Heimilislaus maður vonar að borgin hafi neyðarskýli fyrir heimilislausa opin allan sólarhringinn meðan kuldakastið sem nú er varir. Borgin hefur virkjað neyðaráætlun og ætlar að minnsta kosti hafa skýlin þannig opin á morgun. Ískuldinn sem nú ríkir kemur líka afar illa niður á smáfuglum. Innlent 15. desember 2022 20:31
Ekki ákjósanlegar horfur fyrir þá sem vilja jólasnjó en getur allt gerst Neyðaráætlun Reykjavíkurborgar vegna heimilislausra hefur verið virkjuð vegna fimbulkulda sem gert hefur vart við sig að undanförnu, en skárra veður er ekki í kortunum. Á morgun getur frostið farið niður í tuttugu stig inn til landsins segir veðurfræðingur. Spurður um hvít eða rauð jól segir hann stöðuna í veðurkerfinu ekki ákjósanlega fyrir þá sem vilja jólasnjó. Innlent 15. desember 2022 12:00
Neyðarskýli í Reykjavík verða opin á morgun Neyðarskýlin í Reykjavík verða öll opin á morgun, föstudag. Neyðarskýlin eru þrjú, tvö fyrir karlmenn, við Grandagarð og á Lindargötu, og eitt fyrir konur, Konukot í Eskihlíð. Innlent 15. desember 2022 10:27
Frost að fimmtán stigum í dag og kuldatíðin helst út næstu viku Veðurstofan spáir norðlægri átt í dag, fimm til þrettán metra á sekúndu. Má reikna með frosti þrjú til fimmtán stig og jafnvel enn kaldara á stöku stað. Veður 15. desember 2022 07:00
Afhendingaröryggi heits vatns Í yfirstandandi kuldakasti flagga Veitur viðvörun um hugsanlegan skort á heitu vatni og væntanlegri lokun sundlauga. Á undanförnum árum hafa Veitur og fleiri aðilar bent á að hitaveitur víða um land séu komnar að þolmörkum og að á höfuðborgarsvæðinu er spáð að hitaveitueftirspurn gæti tvöfaldast á næstu 40 árum. Skoðun 14. desember 2022 14:00
Sögulega mikil notkun á heitu vatni í kuldanum: „Þetta er ekki óþrjótandi auðlind“ Kuldinn sem landsmenn hafa fundið fyrir síðustu daga er áfram í kortunum næstu daga. Forstöðumaður hitaveitu hjá Veitum segir álagið mikið vegna aukinnar uppbyggingar og fólksfjölgunar á ákveðnum svæðum. Notkun á heitu vatni náði sögulegu hámarki í gær og er fólk hvatt til að fara sparlega með auðlindina. Innlent 14. desember 2022 11:23
Tveggja stafa frosttölur munu sjást á mælum í flestum landshlutum Veðurstofan spáir austlægum og norðlægum vindum á landinu í dag þar sem vindhraði verður yfirleitt fremur hægur. Það er helst að það muni blása með austurströndinni þar sem vindhraði verður í kringum tíu metra á sekúndu. Veður 14. desember 2022 06:59
Skoða að loka fimm sundlaugum á höfuðborgarsvæðinu Fimbulkulda er spáð á öllu landinu út vikuna og getur hann haft áhrif á sundlaugar landsins. Forsvarsmenn Veitna íhuga nú hvort loka þurfi Vesturbæjarlaug, Sundhöll Reykjavíkur, Dalslaug, Suðurbæjarlaug og Ásvallalaug vegna áskorana í flutningskerfum. Innlent 13. desember 2022 16:57
Norðankaldi og dálítil él á Norður- og Austurlandi Veðurstofan spáir norðankalda og dálitlum éljum á Norður- og Austurlandi og síðar einnig allra syðst. Annars verður léttskýjað að mestu. Veður 13. desember 2022 07:30
Mikilvægt að huga að réttri orkunotkun í frostinu „Við stöndum öll í þessum saman og hlúum að þessu,“ segir Hrefna Hallgrímsdóttir forstöðumaður Veitna en frosthörkur á landinu undanfarna daga hafa haft áhrif á upphitun húsa. Hrefna segir ekki ástæðu til að fara sparlega með heita vatnið en mikilvægt sé að fólk fari vel yfir stillingar á heimilum sínum. Innlent 12. desember 2022 17:36
Hæg norðlæg átt og frost að tíu stigum Veðurstofan gerir ráð fyrir fremur hægri norðlægri eða breytilegri átt á landinu í dag. Víða verður léttskýjað, en á Austurlandi verða lítilsháttar él. Veður 12. desember 2022 06:51
Skítakuldi í kortunum en sólin gleður Það er óhætt að segja að kalt veður sé í kortunum hjá landsmönnum í flestum landshlutum nú þegar innan við tvær vikur eru til jóla. Sem betur fer ætlar sólin að kíkja reglulega í stuttar heimsóknir. Innlent 11. desember 2022 17:57
Allt að tíu stiga frost Frost verður frá núll til tíu stigum í dag en sums staðar verður frostlaust við ströndina. Norðlæg eða breytileg átt 5-13 m/s og víða léttskýjað, en lítilsháttar él á Austurlandi. Víða verður léttskýjað í dag. Veður 11. desember 2022 08:07
„Kannski ágætt fyrir letingja“ en getur valdið miklu tjóni Framkvæmdastjóri verslunar í bílavörubransanum segir stórvarasamt að nota heitt vatn til að bræða hrím af bílrúðum. Viðskiptavinir hans hafi margir orðið fyrir talsverðu tjóni við slíkar tilraunir. Innlent 9. desember 2022 09:01
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent