Leiðtogarnir glíma við pólitískt púsluspil í dag Leiðtogar stjórnmálaflokkanna eiga í óformlegum viðræðum sínum á milli um möguleika á myndun ríkisstjórnar og hafa flestir ekki látið ná í sig í morgun. 7.11.2017 12:30
105 þingmenn hætt á þingi á átta árum Hundrað og fimm þingmenn hafa hætt eða fallið af þingi frá og með kosningunum árið 2009. Kostnaður Alþingis vegna biðlauna þeirra er tæplega hálfur milljarður króna. 7.11.2017 09:15
Katrínarstjórnin mun henda fjármálaáætlun fyrri ríkisstjórnar Katrín Jakobsdóttir segir það koma í ljós á næstu dögum hvort flokkarnir fjórir sem nú reyna stjórnarmyndun nái saman um öll helstu mál og hvaða málum verði ýtt til hliðar. 3.11.2017 19:30
„Það er engin ein ríkisstjórn sem getur leyst öll heimsins ágreiningsmál“ Leiðtogar stjórnarandstöðuflokkanna bjartsýnir á framhaldið. 2.11.2017 18:59
Úrslitafundur leiðtoga gömlu stjórnarandstöðunnar í hádeginu Leiðtogar Vinstri grænna, Samfylkingar, Framsóknarflokks og Pírata kemur saman til fundar í hádeginu þar sem það ræðst væntanlega hvort þessir flokkar hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður. 2.11.2017 11:59
Ræðst fyrir hádegi á morgun hvort gamla stjórnarandstaðan fer í meirihlutaviðræður Formaður Samfylkingarinnar telur að það liggi fyrir seinnipartinn á morgun hvort stjórnarandstöðuflokkarnir frá síðasta kjörtímabili nái nægjanlega vel saman til að hefja formlegar viðræður um myndun ríkisstjórnar. 1.11.2017 19:30
Hugmynd Sigurðar Inga um sex flokka ríkisstjórn andvana fædd Katrín Jakobsdóttir vill reyna til þrautar að mynda ríkisstjórn gömlu stjórnarandstöðuflokkanna en formaður og varaformaður Framsóknarflokksins virðast hafa ólíkar áherslur þegar kemur að stjórnarmyndun. Töluverðar líkur eru á stjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks, Miðflokks og Flokks fólksins. 1.11.2017 12:07
Framsókn ræður miklu um mögulegt stjórnarsamstarf til hægri og vinstri Afstaða Framsóknarflokksins til samstarfs við Viðreisn og Samfylkinguna gæti ráðið miklu um hvort fyrrverandi stjórnarandstöðuflokkar ná saman um myndun ríkisstjórnar, en forystufólk þessara flokka hefur rætt saman óformlega í dag. 31.10.2017 19:45
Óttarr segir Bjarta eiga framtíðina fyrir sér Stefna Bjartrar framtíðar eigi enn ríkt erindi en þegar menn séu farnir að þvælast fyrir sé rétt að þeir dragi sig í hlé. 31.10.2017 19:30
Kosningabaráttunni lokið og valdið komið til fólksins Leiðtogar stjórnmálaflokkanna sögðu í kosningaþætti Stöðvar 2 í gærkvöldi að hugmyndafræði skipti enn máli í íslenskum stjórnmálum. 27.10.2017 20:30