
Sýrland

Bandaríkjamenn drápu tugi kvenna og barna í loftárásum
Bandaríkjamenn drápu að minnsta kosti 64 konur og börn í mannskæðum árásum á Íslamska ríkið í mars árið 2019. Reynt var að afmá ummerki um árásirnar.

Sýrlendingur fannst látinn á landamærum Póllands og Hvíta-Rússlands
Lík ungs sýrlensks karlmanns fannst í dag í skóglendi á landamærum Póllands og Hvíta-Rússlands. Ófremdarástand ríkir á landamærunum þar sem gríðarlegur fjöldi flóttamanna hefur verið sendur þangað af hvít-rússneskum stjórnvöldum.

Rúmlega fjörutíu milljónir við dauðans dyr vegna matarskorts
Þörfin fyrir mannúðaraðstoð er orðin mest í Afganistan.

Danir og Þjóðverjar sækja ellefu konur með tengsl við Ríki íslams og 37 börn
Yfirvöld í Þýskalandi og Danmörku hafa með aðstoð Bandaríkjahers sótt ellefu konur, sem áður höfðu gengið til liðs við hryðjuverkasamtökin Ríki íslams, og 37 börn, frá norðurhluta Sýrlands. Konurnar og börnin komu til Þýskalands og Danmerkur í gærkvöldi og í nótt.

Kanadískur ISIS-liði fer fyrir dóm í Bandaríkjunum
Kanadamaðurinn Mohammed Khalifa var nýlega fluttur frá Sýrlandi til Bandaríkjanna þar sem hann verður látinn svara til sakar fyrir þáttöku sína í voðaverkum Íslamska ríkisins.

Rauði krossinn fagnar komu kvótaflóttafólks til landsins
Sex fjölskyldur komu til landsins frá Líbanon. Von er á þremur fjölskyldum þaðan til viðbótar.

Átján sýrlenskir flóttamenn komu til landsins í dag
Síðdegis í dag komu átján sýrlenskir flóttamenn frá Líbanon til Íslands og er von á 21 til viðbótar á morgun. Um er að ræða hluta þess hóps sem átti upphaflega að koma í fyrra en tafir urðu móttöku þeirra vegna faraldursins.

Tuttugu og tvær fjölskyldur sameinaðar það sem af er ári
Í dag er alþjóðadagur þeirra horfnu. Mestur fjöldi týndra einstaklinga er frá Afganistan, Írak, Sómalíu, Sýrlandi og Eritreu.

Tólf ára borðtennisspilari sú yngsta á Ólympíuleikunum
Hin 12 ára gamla Hend Zaza er yngst keppenda á Ólympíuleikunum sem hefjast í Tókýó í Japan í dag. Hún er fimmti yngsti Ólympíufari sögunnar.

Óléttri konu með smábarn vísað úr landi
Sýrlensk fjölskylda segir að ekkert bíði sín annað en örbirgð og vonleysi á götum Grikklands, eftir að Útlendingastofnun tilkynnti þeim í síðustu viku um að umsókn þeirra um hæli verði ekki tekin til meðferðar. Hjónin óttast um framtíð tveggja ára dóttur sinnar og ófædds barns sem konan ber undir belti.

Rússnesk kosning í Sýrlandi
Bashar al-Assad sór embættiseið sem forseti Sýrlands í fjórða sinn í dag. Hann hlaut 95 prósent atkvæða. Erlend stjórnvöld efast um gildi kosninganna.

Hjálparstarf kirkjunnar hlýtur styrk til mannúðaraðstoðar í Sýrlandi
Styrkurinn er hluti af samstarfi utanríkisráðuneytisins við íslensk félagasamtök í þróunarsamvinnu og mannúðaraðstoð.

Vilja hafa upp á bréfritara úr utanríkisráðuneytinu
Fjölskylda Hauks Hilmarssonar sem talið er að hafi fallið í Sýrlandi reynir nú að hafa upp á óþekktum bréfritara sem heldur því fram að einstaklingur í utanríkisráðuneytinu hafi unnið að því að þagga málið niður.

Tyrkland komið á lista yfir ríki sem tengjast barnahermennsku
Tyrklandi var bætt við lista Bandaríkjanna yfir ríki sem hafa tengingu við notkun barnahermanna á undanförnu ári. Þetta er fyrsta skiptið sem Tyrkland, sem er í Atlantshafsbandalaginu, hefur komist á slíkan lista. Talið er að þetta muni flækja samskipti ríkjanna, sem þegar eru nokkuð slæm, umtalsvert.

Gerðu loftárásir á skotmörk á landamærum Íran og Sýrlands
Bandaríkjaher gerði í gær loftárásir á landamærum Íraks og Sýrlands. Skotmörkin voru bækistöðvar og vopnabúr vígamanna sem halda til á svæðinu og njóta stuðnings Íransstjórnar.

Assad endurkjörinn með 95,1 prósent atkvæða
Bashar al-Assad mun áfram gegna embætti Sýrlandsforseta næstu sjö árin eftir að tilkynnti var í gærkvöldi að hann hafi hlotið 95,1 prósent atkvæða í forsetakosningunum sem fram fóru á fimmtudag.

Assad gefur lítið fyrir gagnrýni vesturlanda á kosningar
Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, segir gagnrýni vestrænna ríkja á kosningar í Sýrlandi vera marklausa. Bandaríkin og Evrópusambandið hafa, auk annarra, gagnrýnt framkvæmd kosninga í Sýrlandi og segja þær hvorki frjálsar né sanngjarnar.

Danir byrja að sparka sýrlenskum flóttamönnum úr landi
Ríkisstjórn sósíaldemókrata í Danmörku er byrjuð að svipta suma sýrlenska flóttamenn sem fengu hæli vegna borgarastríðsins í heimalandinu landsvistarleyfi með þeim rökum að öruggt sé fyrir þá að snúa heim. Sérfræðingar vísa því mati danskra stjórnvalda á bug.

Sýrland: Bóluefnin ljós í myrkri eftir áratuga stríð
Sýrland fékk i gær afhenta fyrstu skammtana af bóluefnum gegn kórónaveirunni.

Strandaglópur snýr loks heim eftir fjögurra ára einveru
Sjómaðurinn Mohammed Aisha hefur undanfarin fjögur ár þurft að dvelja einn í skipinu MV Amman við strendur Egyptalands en hefur nú loks verið frelsaður og er floginn heim til Sýrlands. Hann segist finna fyrir miklum létti enda ekki auðvelt að vera einn í fjögur ár.

Ísland leggur fram mannúðaraðstoð vegna Sýrlands
Tæplega 700 milljónir króna verða lagðar fram til aðstoðar Sýrlandi.

„Átökin í Sýrlandi varða okkur öll“
Rauði krossinn á Íslandi hefur með dyggum stuðningi utanríkisráðuneytisins og Mannvina Rauða krossins stutt við starf Alþjóðaráðs Rauða krossins í Sýrlandi.

Sex milljónir barna í Sýrlandi þekkja ekkert nema stríð
Á þeim tíu árum sem Sýrlandsstríðið hefur staðið yfir hafa sex milljónir barna fæðst í Sýrlandi og í flóttamannabúðum í nágrannaríkjunum. Þau þekkja ekkert nema stríð.

Sýrland: Stríðsátök í heilan áratug
Milljónir sýrlenskra barna hafi þurft að flýja heimili sín og að efnahagur og innviðir landsins eru í molum eftir stríðsátök undanfarinna ára.

Assad-hjónin sögð smituð af kórónuveirunni
Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, og Asma eiginkona hans greindust smituð af kórónuveirunni. Í opinberri yfirlýsingu forsetaembættisins segir að forsetahjónin þjáist aðeins af vægum einkennum.

Gleymdist að geta Hauks í skýrslu þjóðaröryggisráðs
Stjórnvöld hafa beðist afsökunar vegna villu í skýrslu þjóðaröryggisráðs þar sem fjallað er um hryðjuverkaógn. Í skýrslunni var ranglega tekið fram ekki sé vitað um neina Íslendinga sem hafi tekið beinan þátt í aðgerðum bandamanna gegn ISIS-hryðjuverkasamtökunum í Írak og Sýrlandi.

ISIS-brúður fær ekki að snúa aftur til Bretlands
Hæstiréttur Bretlands hefur komist að þeirri niðurstöður að Shamima Begum gekk til liðs við Íslamska ríkið þegar hún var fimmtán ára gömul, megi ekki snúa aftur til Bretlands til að berjast fyrir ríkisborgararétti sínum.

Bandaríkjaher gerir loftárás í austurhluta Sýrlands
Bandaríkjaher gerði í gærkvöldi loftárásir á mannvirki við landamærastöð í Sýrlandi sem notuð er af fjölda vígasamtaka sem nýtur stuðnings stjórnvalda í Íran. Enn sem komið er hafa engar fregnir borist um mannfall.

Berjast þarf fyrir hverju einasta barni í heiminum
117 milljónir barna í heiminum þurfa á mannúðaraðstoð að halda til að lifa af árið 2021. Flest þeirra búa í Jemen eða um tæplega 11 milljón börn.

Fimm konur og átján börn flutt úr ISIS-búðum til Finnlands og Þýskalands
Fimm konur og átján börn sneru aftur til Þýskalands og Finnlands úr búðum sem hafa verið heimili fjölskyldna vígamanna hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki (ISIS) í Sýrlandi.