Fjölmiðlar

Fréttamynd

Blaðamenn greiða atkvæði um verkfallsaðgerðir

Blaða- og fréttamenn og myndatökumenn á fjölmiðlum sem eiga aðild að Samtökum atvinnulífsins greiða atkvæði á morgun um boðun verkfalla sem hefjast hinn 8. nóvember hafi samningar ekki tekist fyrir þann tíma.

Innlent
Fréttamynd

Um störf fjölmiðlanefndar

Tilkynnt var í síðustu viku að mennta- og menningarmálaráðherra hafi skipað fjölmiðlanefnd til næstu fjögurra ára. Af því tilefni sköpuðust umræður um nefndina í fjölmiðlum, þar sem nokkuð bar á rangfærslum um störf nefndarinnar.

Skoðun
Fréttamynd

„Ljóst að téð húsleit var á vitorði margra“

Seðlabanki Íslands segir að ekkert liggi fyrir um það að upplýsingum um húsleit hjá Samherja hf. og tengdum aðilum í mars 2012 hafi verið lekið frá Seðlabankanum enda ljóst að téð húsleit var á vitorði margra, eins og segir í tilkynningu sem birt hefur verið á vef bankans.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Meintum leka Seðlabankans til RÚV vísað til lögreglu

Forsætisráðherra hefur vísað máli vegna ætlaðs upplýsingaleka frá Seðlabankanum til RÚV í aðdraganda húsleitar hjá Samherja til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem lekinn kunni að fela í sér refsivert brot. Þetta kemur fram í bréfi forsætisráðuneytisins til lögreglunnar. Rannsókn innri endurskoðanda Seðlabankans leiddi í ljós að framkvæmdastjóri gjaldeyriseftirlits Seðlabankans var í tölvupóstsamskiptum við starfsmann RÚV í rúman mánuð áður en ráðist var í húsleitina 27. mars 2012. Frétta- og myndatökumenn RÚV voru mættir við skrifstofur Samherja áður en húsleitin hófst.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Var­huga­verð veg­ferð

Vegurinn til heljar er oftast varðaður góðum ásetningi og vafalaust hefur Íslandsbanki hin ágætustu markmið með því að "kveðja auglýsingar hjá fjölmiðlum sem bjóða upp á afgerandi kynjahalla,“ svo vitnað sé í markaðs- og samskiptastjóra bankans.

Skoðun
Fréttamynd

Efast um að seðlabankastjóri hafi haft lagaheimild

Bankaráð Seðlabanka Íslands hefur óskað eftir skýringum bankans á samningi sem Már Guðmundsson, þáverandi seðlabankastjóri, gerði fyrir hönd bankans við Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, þáverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans.

Innlent
Fréttamynd

Ritstjórnarvald ríkisins

Útspil Íslandsbanka um að úthýsa fjölmiðlum sem fullnægja ekki skilyrðum bankans um kynjajafnrétti vekur athygli. Ákvörðunin byggir á sjónarmiðum um samfélagsábyrgð.

Skoðun
Fréttamynd

Kona Magnúsar skip­stjóra skrifar

Fyrir ykkur sem vitið ekki hver ég er... þá er ég gift honum Magnúsi Guðjóns skipstjóra og kennara við Tækniskólann og svo er ég dóttir hans Árna Vill rafvirkja.

Skoðun
Fréttamynd

Hús­bónda­valdið

Það voru vonbrigði að lesa yfirlýsingu menntamálaráðherra í vikunni þar sem tilkynnt var um að skipað hefði verið í nýja fjölmiðlanefnd til næstu fjögurra ára.

Skoðun
Fréttamynd

Stofnanir dragi lærdóm af málinu

Umsjónarmaður meistaranáms í blaða- og fréttamennsku við Háskóla Íslands segir upplýsingaleynd of ríkjandi í stjórnsýslunni. Lærdóm þurfi að draga af máli Seðlabankans gegn blaðamanni.

Innlent