
Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal

Manndráp í Mosfellsdal: Úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald
Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði Svein Gest Tryggvason í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna en hann er grunaður um að hafa orðið Arnari Jónssyni Aspar að bana við heimili hans í Mosfellsdal í júní.

Rannsókn lögreglu á manndrápi í Mosfellsdal lokið
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir Sveini Gesti Tryggvasyni sem grunaður er um að hafa orðið Arnari Jónssyni Aspar að bana við heimili hans í Mosfellsdal í júní síðastliðnum.

Ritstjóri DV nú forsíðumynd á Facebook-reikningi Sveins Gests
Kristjón Kormákur túlkar breytingar á síðu Sveins Gests ekki sem hótun.

Rannsókn lögreglu á manndrápsmáli í Mosfellsdal lýkur fljótlega
Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á manndrápi í Mosfellsdal miðar vel og í raun er mjög lítið eftir í rannsókninni að sögn Ævars Pálma Pálmasonar, lögreglufulltrúa.

Jón Trausti Lúthersson farinn úr landi
Jón Trausti var látinn laus úr gæsluvarðhaldi í vikunni. Lögregla veit ekki til þess að aðrir tengdir málinu séu farnir úr landi.

Snapchat-upptökur af árásinni í Mosfellsdal
Hálstak er talinn aðalþátturinn í því sem leiddi Arnar Jónsson Aspar til dauða, samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum krufningar.

Jón Trausti laus úr gæsluvarðhaldi
Hæstiréttur féllst ekki á áframhaldandi gæslu.

Úrskurðaðir í gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna
Þeir Jón Trausti Lúthersson og Sveinn Gestur Tryggvason voru í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 21. júlí á grundvelli almannahagsmuna.

Manndráp í Mosfellsdal: Telja atburðarásina liggja nokkuð ljósa fyrir
Farið verður fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir tveimur þeirra grunuðu í dag.

Nabakowski-bræðurnir saklausir hvort sem fólki líki betur eða verr
Það hefur auðvitað verið mjög þungbært fyrir þá að vera í gæsluvarðhaldi í þennan tíma, vitandi að fjallað væri um þá á óvæginn hátt í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum, segir Þórður Már Jónsson, lögmaður bræðranna.

Manndráp í Mosfellsdal: Fjórum sakborninganna sleppt úr haldi
Fjórum sakborningum af sex, sem handteknir voru grunaðir um aðild að manndrápinu í Mosfellsdal í síðustu viku, var sleppt úr haldi lögreglu skömmu eftir hádegi í dag.

Manndráp í Mosfellsdal: Búið að yfirheyra alla sakborninga aftur
Búið er að yfirheyra alla sakborninganna í manndrápsmálinu í Mosfellsdal aftur að sögn Gríms Grímssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Lögreglan skynjar ekki aukna hörku í undirheimunum
Lögregla segir að þrátt fyrir að svo megi virðast sé ekki að færast aukin harka í undirheima Reykjavíkur. Harkan hafi þó aukist sé horft yfir mjög langt tímabil.

Sexmenningarnir voru ekki yfirheyrðir í dag
Ekki er vitað hver tilgangur árásarinnar var og vildi Grímur ekki staðfesta að um handrukkun væri að ræða. Upp undir einn tugur vitna hefur setið yfirheyrslur undanfarið og búið er að yfirheyra þau öll.

Sexmenningarnir mega búast við yfirheyrslum í dag
Lítið var yfirheyrt um helgina í manndrápsmálinu í Mosfellsdal.

Einn grunuðu yfirheyrður í morðmálinu
Lítið var um yfirheyrslur yfir þeim sex sem grunuð eru um að tengjast láti Arnars Jónssonar Aspar.

Manndráp í Mosfellsdal: Lögregla efast um að öll hin grunuðu hafi þekkt hinn látna
Engar yfirheyrslur hafa farið fram yfir sexmenningunum sem grunuð eru um að hafa orðið Arnari Jónssyni Aspar að bana á miðvikudagskvöld.

Einn hinna handteknu ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot
Sveinn Gestur Tryggvason, einn hinna sex sem grunaðir eru um aðild að manndrápi í Mosfellsdal á miðvikudagskvöld, sætir ákæru vegna stórfellds fíkniefnabrots á árinu 2014.

Bein útsending: Aukafréttatími á Stöð 2 klukkan 12
Aukafréttatími verður klukkan tólf á hádegi í dag á Stöð 2, Bylgjunni og Vísi.

Í einangrun á Hólmsheiði
Engar yfirheyrslur fóru fram yfir sex einstaklingum sem sitja nú í gæsluvarðhaldi, grunaðir um manndráp í Mosfellsdal á miðvikudagskvöld, í gærkvöldi eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp úrskurði sína varðandi varðhald.

Kaldrifjuð líkamsárás endaði í morði
Fjölskylda unnustu Arnars Jónssonar Aspar, sem var myrtur við heimili sitt á miðvikudag, gagnrýnir að hún hafi enga áfallahjálp fengið. Unnustan og aðrir fjölskyldumeðlimir urðu vitni að hrottafenginni árás sex manns sem leiddi til dauða Arnars.

Stofnaður styrktarreikningur fyrir fjölskyldu Arnars
Stofnaður hefur verið styrktarreikningur fyrir fjölskyldu Arnars Jónssonar Aspar sem lést í kjölfar líkamsárásar í Mosfellsdal í gær.

Grunuð um manndráp
Líkamsárásin í Mosfellsdal í gær sem leiddi til dauða manns um fertugt er rannsökuð sem manndráp.

Manndráp í Mosfellsdal: Jón Trausti í gæsluvarðhaldi til 23. júní
Jón Trausti Lúthersson hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 23. júní vegna gruns um aðild að hrottalegri líkamsárás í Mosfellsdal í gærkvöldi sem leiddi til dauða manns á fertugsaldri.

„Þetta er ekki fíkniefnaskuld, það er alveg hundrað prósent“
Arnar Jónsson Aspar, og Heiðdís Helga Aðalsteinsdóttir, unnusta hans, höfðu boðið afa Heiðdísar í mat. Hann horfði upp á árásina en hann missti eiginkonu sína fyrr á árinu og hefur verið hjartveikur.

Manndráp í Mosfellsdal: Farið fram á gæsluvarðhald yfir fimm körlum og einni konu
Fimm karlmenn og ein kona verða leidd fyrir dómara í dag vegna gruns um aðild að hrottalegri líkamsárás í Mosfellsdal í gærkvöldi sem leiddi til dauða manns á fertugsaldri.

Áfrýjun til Hæstaréttar ástæða þess að bræðurnir ganga lausir
Bræðurnir Marcin Wieslaw Nabakowski og Rafal Marek Nabakowski sem eru í haldi lögreglu grunaðir um aðild að manndrápi í Mosfellsdal í gærkvöldi hlutu í febrúar dóm fyrir skotárás í Breiðholtinu í ágúst síðastliðnum.

Manndráp í Mosfellsdal: Lögreglan krefst gæsluvarðhalds
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun krefjast gæsluvarðhalds vegna manndráps í Mosfellsdal í gærkvöldi.

Manndráp í Mosfellsdal: Upp undir tíu vitni verið yfirheyrð
Upp undir tíu vitni hafa verið yfirheyrð vegna manndrápsins í Mosfellsdal í gærkvöldi.

Manndráp í Mosfellsdal: Andrea Kristín afar ósátt við slúður og nafnbirtingu
Andrea Kristín Unnarsdóttir er afar ósátt við að hún sé sögð meðal hinna handteknu í manndrápsmálinu í Mosfellsdal í gæ