Trúmál

Allt sem þú vissir ekki um sóknargjöld
Í starfi mínu sem framkvæmdastjóri Siðmenntar fæ ég mjög reglulega sömu spurningarnar aftur og aftur um sóknargjöld og eðli þeirra. Þá rekst ég einnig ítrekað á sömu mýturnar um þau í umræðunni. Nú þegar 1. desember er handan við hornið, uppgjörsdagur sóknargjalda, datt mér í hug að reyna að tækla þessar spurningar og mýtur allar í eitt skipti fyrir öll.

Að sá efasemdarfræjum í umræðunni til að afvegaleiða hana
Áður en lengra er haldið vil ég þakka Pétri G. Markan, biskupsritara, kærlega fyrir grein hans, „Gögnin liggja fyrir”, sem hann birti í kjölfarið á minni grein um sama efni, en það er nokkuð óvanalegt að kirkjunnar fólk sé tilbúið að taka svona opna og hreinskipta umræðu um kirkjujarðasamkomulagið og forsendur þess.

Forréttindablind kirkja í bata
Þjóðkirkjan hefur verið forréttindastofnun í samfélaginu í yfir 1000 ár. Ekki að það sé með öllu slæmt, saga kirkju og þjóðar er samofin, kirkjan gegnir enn mikilvægu menningarlegu hlutverki og leggur sig fram um að þjóna öllum sem til kirkjunnar leita, óháð lífssýn.

Gagnrýnir samkomulag ríkis og kirkju harðlega: „Sannarlega óhagstæðustu samningar sem ríkið hefur gert“
Siggeir F. Ævarsson, framkvæmdastjóri lífsskoðunarfélagsins Siðmenntar, telur að samkomulag ríkis og kirkju frá árinu 1997, iðulega kallað kirkjujarðasamkomulagið, séu óhagstæðustu samningar Íslandssögunnar. Þeir muni að endingu kosta ríkið yfir 100 milljarða og skila litlu sem engu til baka.

Tengir aukinn kvíða ungs fólks við að heil kynslóð hafi ekki lesið biblíusögur
Skoða þarf aukinn kvíða hjá ungu fólki í samhengi við að undanfarin tuttugu ár hafi heil kynslóð hvorki lært biblíusögur né fengið kristindómsfræðslu, að mati vígslubiskups á Hólum. Hún segir vanþekkingu fólks á starfi Þjóðkirkjunnar skýra lítið traust til hennar.

Kirkjujarðasamkomulagið - Sannarlega óhagstæðustu samningar Íslandssögunnar
Haustið 2019 skrifaði ég grein sem birtist hér á Vísi um kirkjujarðasamkomulagið svokallaða, sem ég kallaði óhagstæðustu samninga Íslandssögunnar. Á þeim tímapunkti var um hálfgerðan leynisamning að ræða.

Frestaði aðalmeðferð í máli Zuism fram í febrúar
Héraðsdómur Reykjavíkur frestaði aðalmeðferð í máli á hendur forsvarsmönnum trúfélagsins Zuism fram í febrúar í dag. Tveir bræður sem stýrðu félaginu eru ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti.

Bein útsending: Loftslagskreppan og aðgerðir í þágu framtíðar
Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti, er heiðursgestur á málþingi um loftslagskreppuna og framtíðina sem er haldið í Þjóðminjasafni Íslands í dag. Hægt er að fylgjast með þinginu í beinu streymi hér á Vísi.

Stór hluti presta „innheimti ekki nema brot af því sem er í boði“
Sóknarprestur í stærstu sókn landsins telur að prestar séu almennt sammála um að afnema eigi gjöld fyrir aukaverk, þó að deilt hafi verið um málið á kirkjuþingi í gær. Hún er bjartsýn á að gjöldin verði afnumin í náinni framtíð.

Leggja til verulega fækkun presta á landsbyggðinni
Tillaga um fækkun stöðugilda presta hjá Þjóðkirkjunni um 10,5 verður lögð fyrir kirkjuþing sem fram fer í um helgina og í byrjun næstu viku. Flest stöðugildin sem lagt er til að verði aflögð eru á landsbyggðinni. Samkvæmt tillögum verða stöðugildi presta á landinu þá alls 134,7 og fækkar þeim um 10,5.

Fundu sverð krossfara á hafsbotni við Ísrael
Áhugakafari fann sverð sem er talið hafa tilheyrt riddara sem tók þátt í einni krossfaranna fyrir um 900 árum undan ströndum norðanverðs Ísraels um helgina. Sverðið er sagt í nær fullkomnu ástandi þrátt fyrir að það hafið verið hjúpað sjávarlífverum.

Enn er 691 skráður í trúfélag Zúista
Enn er 691 einstaklingur skráður í trúfélag Zúista, samkvæmt nýjum tölum frá Þjóðskrá Íslands um skráningu í trúfélög og lífsskoðunarfélög.

Á þriðja hundrað þúsund börn misnotuð af kaþólskum prestum
Um það bil 216 þúsund börn hafa verið misnotuð af kaþólskum prestum í Frakklandi frá árinu 1950. Óttast er að fjöldi barna gæti náð 330 þúsund þegar misnotkun af hálfu annarra meðlima kirkjunnar er tekin inn í myndina. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknarskýrslu sem birt var í dag.

Fækkaði um þrjá í þjóðkirkjunni
Alls voru 229.714 einstaklingar skráðir í þjóðkirkjuna þann 1. september síðastliðinn samkvæmt skráningu Þjóðskrár Íslands. Hefur skráðum í þjóðkirkjuna fækkað um þrjá einstaklinga frá 1. desember.

Páfi hafnar fréttum um að hann ætli að segja af sér
Frans páfi segir ekkert hæft í fréttum ítalskra fjölmiðla um að ætli að segja af sér á næstunni. Hann lifi nú fullkomulega eðlilegu lífi eftir ristilaðgerð sem hann gekkst undir í júlí.

Grænt ljós á mosku við Suðurlandsbraut
Borgaryfirvöld hafa veitt Félagi múslima á Íslandi leyfi til að reisa mosku við Suðurlandsbraut 76. Bænahúsið verður á tveimur hæðum og rúmir 677 fermetrar að stærð.

Blessaður leigusamningurinn veiti heimild fyrir merkingunum
Formaður Flokks fólksins kannast ekkert við að sóknarnefnd Grafarvogskirkju sé ósátt með merkingar flokksins á kirkjunni og við hana. Hún telur skýra heimild fyrir merkingunum í leigusamningi milli flokksins og kirkjunnar en flokkurinn leigir kjallara hennar undir skrifstofur sínar.

Grafarvogskirkja merkt Flokki fólksins
Sóknarnefnd Grafarvogskirkju ætlar að fara fram á að Flokkur fólksins fjarlægi áberandi merkingar sínar úr gluggum kjallara kirkjunnar sem hann leigir undir skrifstofur sínar. Sóknarprestur segir flokkinn eins og hvern annan leigjanda sem komi kirkjunni ekki við.

Ítalskur dulmálssérfræðingur grefur eftir „hinum heilaga kaleik“ við Skipholtskrók
Enn leita menn að hinum heilaga kaleik á Íslandi, nú síðast við Skipholtskrók, þar sem grafin var fjögurra metra djúp hola án árangurs. „Niðurstaðan var neikvæð, það var engar vísbendingar að finna þarna,“ segir Þórarinn Þórarinsson arkitekt.

Fólk yfirleitt sterkara en það heldur
„Sumir einstaklingar hafa ákveðinn þroska og þrautseigju og ákveðið lífsviðhorf líka sem vinna með þeim þannig að fólk kemst í gegnum ótrúlegustu aðstæður sem maður getur ekki einu sinni ímyndað sér,“ segir Séra Vigfús Bjarni, fyrrum sjúkrahússprestur í hlaðvarpinu 24/7.

Jónas Þórir Þórisson er látinn
Jónas Þórir Þórisson kristniboði lést á Landspítalanum sunnudaginn 8. ágúst, 77 ára að aldri. Jónas starfaði sem kristniboði í Eþíópíu ásamt eiginkonu sinni, Ingibjörgu Ingvarsdóttur, á árunum 1973 til 1987.

Átta ára drengur í lífshættu eftir að hafa verið ákærður fyrir guðlast
Átta ára drengur er nú undir öryggiseftirliti lögreglu í Pakistan, eftir að hafa verið handtekinn fyrir að pissa á mottu í íslömskum skóla. Drengurinn, hvers fjölskylda er hindúatrúar, er yngsta manneskjan í sögu landsins til að vera ákærð fyrir guðlast.

Enn fækkar í þjóðkirkjunni
Samkvæmt nýjustu tölum Þjóðskrár fækkaði meðlimum Þjóðkirkjunnar um 75 á tímabilinu 1. desember 2020 - 1. júlí 2021. Ásatrúarfélagið bætti við sig flestum meðlimum.

Fleiri kirkjur brenna á landi innfæddra í Kanada
Tvær kaþólskar kirkjur til viðbótar hafa brunnið til grunna í vesturhluta Kanada. Kirkjurnar voru báðar staðsettar á landi innfæddra og talið er að brunana hafi borið að með saknæmum hætti.

Rannsaka kirkjubruna á landi frumbyggja
Tvær kaþólskar kirkjur brunnu til grunna á landi frumbyggja í Bresku-Kólumbíu í Kanada í gærmorgun. Lögregla á svæðinu segir brunana til rannsóknar en talið er líklegt að eitthvað misjafnt hafi leitt til eldanna.

Vilja setja Biden út af sakramentinu vegna þungunarrofs
Bandarískir biskupar kaþólsku kirkjunnar virtu vilja páfa að vettugi þegar þeir samþykktu tillögu sem gæti leitt til þess að Joe Biden forseta yrði neitað um fá að ganga til altaris í messu vegna þess að hann styður rétt kvenna til meðgöngurofs. Íhaldsmönnum innan kirkjunnar vex nú ásmegin vestanhafs.

Þú hlýtur nú að trúa á eitthvað
Stundum lendi ég í samræðum við trúað fólk um lífsskoðun mína, sem er sú að langbest sé að leita svara við lífsins spurningum í vísindum, frekar en í hindurvitnum.

Ákærður fyrir hryðjuverk vegna árásarinnar í Ontario
Ríkissaksóknari Kanada hefur gefið út ákæru vegna hryðjuverka á hendur tvítugum karlmanni sem drap fernt þegar hann ók vísvitandi á fólkið í Ontario í síðustu viku. Lögregla telur að maðurinn hafi ráðist á fólkið sem tilheyrði allt sömu fjölskyldu vegna þess að það var múslimar.

Krefst þess að Páfagarður biðjist afsökunar á ofbeldi í heimavistarskólum
Forsætisráðherra Kanada segir það mikil vonbrigði að kaþólska kirkjan hafi ekki beðist formlega afsökunar á ofbeldi gegn börnum af frumbyggjaættum, sem fór fram í skólum í Kanada um áraraðir. Hann kallar eftir því að kirkjan taki ábyrgð á ofbeldinu eftir áralanga þöggun.

Banna prestum að misnota fullorðna
Kynferðisbrot presta gegn fullorðnum verða nú sérstaklega bönnuð með breytingum sem Frans páfi hefur fyrirskipað á lögum kaþólsku kirkjunnar. Þá verður einnig hægt að refsa leikmönnum sem starfa fyrir kirkjuna fyrir kynferðisbrot.