Landspítalinn

Fréttamynd

Óttast um gæði þjónustunnar á Landspítalanum

Formaður hjúkrunarráðs Landspítalans telur ástandið mun alvarlega nú en fyrir fjórum árum þegar einn af hverjum fimm hjúkrunarfræðingum á spítalanum upplifði alvarleg einkenni kulnunar. Það komi að því að þetta bitni á gæðum þjónustunnar, margir telji að það sé farið að gera það.

Innlent
Fréttamynd

Einkenni kulnunar meðal hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra algengari en áður

Fimmtungur hjúkrunarfræðinga upplifir alvarleg einkenni kulnunar á Landspítalanum samkvæmt nýbirtri rannsókn sem fór fram í lok árs 2015. Fram kemur að mönnun er ábótavant og þá ætluðu tvöfalt fleiri en í fyrri rannsóknum að hætta í núverandi starfi á næstu 12 mánuðum . Rannsakandi telur að ástandið hafi síst batnað síðan þá.

Innlent
Fréttamynd

Yfirlæknir óttast stórslys á bráðamóttöku Landspítalans

Yfirlæknir smitsjúkdómalækninga hjá Landspítalanum segir að stórslys sé í uppsiglingu á bráðamóttöku spítalans verði ekkert að gert. Fjöldi inniliggjandi sjúklinga hafi þrefaldast á tveimur árum og mikill þrýstingur sé að útskrifa sjúklinga.

Innlent
Fréttamynd

Mikil eftirspurn eftir magaaðgerðum vegna offitu

Eftirspurn eftir aðgerðum vegna offitu hefur aukist hér á landi. Á fyrstu níu mánuðum ársins voru gerðar hátt í fimm hundruð skurðaðgerðir á maga vegna offitu en langflestar voru gerðar á einkastofum.

Innlent
Fréttamynd

Taka hagræðingu út á fólkinu á gólfinu

Formaður Læknafélags Íslands vonar að læknar á Landspítalanum grípi ekki til uppsagna vegna kjaraskerðingar sem þeir standa frammi fyrir. Mikil óánægja sé á meðal lækna, ekki síst í ljósi þess að yfirstjórn spítalans hefur ekki svarað því hvort sömu skerðingar muni ná til stjórnenda.

Innlent
Fréttamynd

Mikil óánægja á BUGL

Mikil starfsmannavelta er á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans vegna lélegra launa og álags. Fagfólk segir ástandið ganga í berhögg við vilja stjórnvalda um að bæta þjónustu við börn og unglinga.

Innlent
Fréttamynd

Lækkun framlaga tefur ekki verklok

Framkvæmdastjóri Nýs Landspítala segir að enn þá sé gert ráð fyrir því að meðferðarkjarninn verði tilbúinn árið 2024 þrátt fyrir boðaða lækkun á fjárheimildum næsta árs. Meirihluti fjárlaganefndar leggur til 3,5 milljarða króna lækkun framlaga.

Innlent
Fréttamynd

Burknagata opnuð fyrir umferð

Burknagata verður opnuð fyrir umferð á morgun en um er að ræða hluta af gömlu Hringbrautinni sem lokað var vegna framkvæmda við nýja Landspítalann.

Innlent
Fréttamynd

Fleiri hálkuslys geta orðið frysti aftur í kvöld

Vel á fjórða tug þurft að leita sér aðhlynningar á slysadeild á höfuðborgarsvæðinu vegna hálkuslysa sem hefur orsakaði mikið álag á bráðamóttöku. Viðbúið að fleiri slys verði frysti aftur í kvöld.

Innlent
Fréttamynd

Landspítalinn þarf um milljarð í launabætur frá ríkinu

Launabætur ríkisins til Landspítalans eru vanáætlaðar um allt að milljarði á ári að sögn forstjórans. Hann segir að aðhaldsaðgerðir spítalans eigi að skila um tveimur og hálfum milljarði í sparnað á næsta ári. Þá verður fólki fækkað í einhverjum tilvikum í gegnum starfsmannaveltu.

Innlent