Heilbrigðismál

Fréttamynd

Á tánum þrátt fyrir ekkert staðfest nýsmit

Hvert nýtt tilfelli mislinga færir viðbragðsstöðu heilbrigðisyfirvalda aftur um þrjár vikur. Svo virðist sem ekki séu til miklar birgðir af bóluefni í Evrópu. Sóttvarnalæknir segir alla hafa staðið sig vel í að berjast gegn faraldri.

Innlent
Fréttamynd

Á leið í annað húsnæði sem reyndist vafasamt

Börn í Fossvogsskóla fá ekki kennslu í Kópavogi frá og með mánudegi eins og tilkynnt var. Þar reyndust rakaskemmdir sem er einmitt það ástand sem verið er að flýja í Fossvogi. Tíðindin valda miklum vonbrigðum segir skólastjórinn.

Innlent
Fréttamynd

Tæp 95 prósent vilja bólusetningarskyldu

Könnun fyrirtækisins Zenter rannsókna leiðir í ljós yfirgnæfandi stuðning við að lögfest verði skylda til bólusetninga og að þær verði gerðar að skilyrði fyrir leikskólavist.

Innlent
Fréttamynd

Dósent í taugavísindum telur aðgengi að lyfjum þurfa að vera betra

Engar beiðnir hafa borist frá læknum til lyfjastofnunar um nýtt lyf við MND sjúkdómnum, lyfið er leyft í Bandaríkjunum og Japan. Dósent í taugavísindum segir að aðgengi sjúklinga sem glíma við slíka sjúkdóma að lyfjum eigi að vera frjálst og auðvelt í nánu samstarfi við lækna. Fjármagn til rannsókna á taugahrörnunarsjúkdómum er af skornum skammti hér á landi.

Innlent
Fréttamynd

Bólusetningar gengu vel í dag

Bólusetningar á heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu gengu vel í dag en hægt var að fá mislingabólusetningu frá klukkan 12:00 til 15:00.

Innlent
Fréttamynd

Andvíg þvingunum en ekki bólusetningum

Ein af fyrstu ræðum Halldóru Mogensen á þingi fjallaði um bólusetningar og hafa margir staðið í þeirri trú að hún sé þeim andvíg. Hún segir það ekki rétt. Var að verja rétt fólks til að tjá sig. Er á móti því að skylda fólk

Innlent
Fréttamynd

Enn bið eftir nýjum sjúkrabílum

Ástandið óásættanlegt að mati umsjónarmanna sjúkrabíla. Sjúkrabílaflotinn eldist hratt og útboði vegna kaupa á nýjum bílum er ítrekað frestað.

Innlent
Fréttamynd

Segir heilann hafa svikið sig eftir endurtekin áföll

Kona með áfallastreituröskun segir samfélagið þurfa að huga betur að fólki sem veikist. Henni hafi alltaf verið hrósað fyrir dugnað, styrk og metnað. þar til heilinn sveik hana og sjálfsmyndin brotnaði. Fyrstu niðurstöður áfallasögu kvenna voru kynntar í dag.

Innlent
Fréttamynd

Fimmta mislingatilfellið staðfest

Í dag staðfesti veirufræðideild Landspítala nýtt mislingatilfelli og er það fimmta tilfellið sem staðfest hefur verið frá því 18. febrúar síðastliðinn.

Innlent
Fréttamynd

Óttast að mæðiveiki berist í fé

Doktor í sameindaerfðafræði telur varasamt að leyfa innflutning á hráu kindakjöti. Óttast auknar líkur á að mæðiveiki berist til landsins. Framkvæmdastjóri Krónunnar segir yfirleitt nægt framboð af innlendu kjöti sem Íslendingar kjósi.

Innlent
Fréttamynd

Hátt í fjörutíu leikskólabörn í sóttkví vegna gruns um mislingasmit

Enn hafa engin ný smit komið fram en þrjátíu sýni hafa verið tekin á síðustu dögum. Sóttvarnalæknir segir að fleiri gætu átt eftir að greinast. Þá vinni hann nú að því að senda út upplýsingar til lækna um það hvernig eigi að túlka niðurstöður úr mislingaprófi en mistök á túlkun urðu til þess að smitað átján mánaða gamalt barn fór á leikskólann.

Innlent
Fréttamynd

Heilbrigðisstarfsmenn mistúlkuðu mislingapróf

Heilbrigðisstarfsmenn gerðu mistök við túlkun á mislingaprófi á ungu barni sem nú er með mislinga að sögn sóttvarnalæknis og því fór barnið á leikskóla í góðri trú. Hann harmar mistökin. Tugir eru nú í sótthví vegna mögulegs smits.

Innlent
Fréttamynd

Fyrstu þúsund dagarnir mikil­vægastir

Í meltingarvegi okkar eru flestar örverur líkamans, örverur sem telja trilljónir. Þessar örverur köllum við þarma­flóru en um 10.000 tegundir hafa verið skilgreindar á og í mannslíkamanum. Af þeim eru sumar heilnæmar fyrir líkamann en aðrar ekki.

Innlent