Bretland

Fréttamynd

Blaðamenn gengu út af fundi í Downingstræti 10

Blaðamenn sem komnir voru til blaðamannafundar í Downingstræti 10 í dag gengu út af fundinum eftir að Lee Cain, einn nánasti samstarfsmaður Boris Johnson, forsætisráðherra, meinaði blaðamönnum tiltekinna fjölmiðla að vera viðstaddir fundinn.

Erlent
Fréttamynd

Klofin þjóð í óvissu

Útganga Bretlands úr Evrópusambandinu skilur eftir sig klofna þjóð en ekki sameinaða, eins og Boris Johnson forsætisráðherra vonar að verði.

Skoðun
Fréttamynd

Maður sak­felldur fyrir að reyna að stela Magna Carta

Maður á fimmtugsaldri var sakfelldur fyrir að hafa gert tilraun til að stela afriti af Magna Carta frá dómkirkjunni í Salisbury í Bretlandi. Magna Carta er enskur lagabálkur frá árinu 1215 sem takmarkaði völd konungs og er elsti vísir að þingræði sem til er.

Erlent
Fréttamynd

Réðust á hús Ed Woodward

Ed Woodward, framkvæmastjóri Manchester United, er afar óvinsæll maður hjá stuðningsmönnum Manchester United en nú staðan orðin mun alvarlegri, eftir skemmdarverk í gærkvöldi.

Enski boltinn
Fréttamynd

Fórnarlömb Jeffrey Epstein hneyksluð á Andrési prins

Lögmenn á snærum meintra fórnarlamba barnaníðingsins og viðskiptamannsins Jeffrey Epstein hvetja nú Andrés prins, hertogann af York, til þess að sýna samstarfsvilja í rannsókn bandarískra yfirvalda á meintum kynferðisbrotum Epstein.

Erlent
Fréttamynd

Liverpool fjórða liðið til að leika 40 leiki án þess að tapa

Sigur Liverpool á Wolves var þeirra 22 sigurleikur á leiktíðinni í ensku úrvalsdeildinni, í aðeins 23 leikjum. Liðið er með 16 stiga forystu á Manchester City ásamt því að eiga leik til góða. Sigurinn þýðir einnig það að Liverpool hefur nú leikið 40 leiki í röð án þess að bíða ósigur. Eru þeir aðeins fjórða liðið til að ná þeim árangri í efstu deild á Englandi.

Enski boltinn