Svíþjóð

Fyrrum forsætisráðherra Svíþjóðar svarar Trump vegna A$AP Rocky
Carl Bildt, fyrrum forsætisráðherra Svíþjóðar, ítrekaði sjálfstæði dómstóla Svíþjóðar í færslu á Twitter-síðu sinni í dag.

Fyrsti erlendi landsliðsþjálfari Brasilíu verður Svíi
Pia Sundhage er að skrifa nýjan kafla í fótboltasögu Brasilíu nú þegar hún tekur við landsliði Brasilíumanna.

Handtóku aðdáanda A$AP Rocky í sænska sendiráðinu fyrir mótmæli, eignaspjöll og hótanir
Rebecca Kanter, sem var handtekin í sænska sendiráðinu, er alls ekki sú eina sem hefur mótmælt því sjálfur Bandaríkjaforseti hefur undanfarna daga reynt að fá A$AP Rocky lausan úr haldi.

Fimm daga kyrrsetningu aflétt
Flugmálayfirvöld afléttu í gærkvöldi kyrrsetningu á GA8 Airvan flugvélum, sem kyrrsettar voru fyrir tæpri viku vegna flugslyss í Umeå í Svíþjóð.

Trump ósáttur með aðgerðaleysi Löfven í máli A$AP Rocky
Bandaríkjaforseti, Donald Trump, lýsti í dag yfir vonbrigðum sínum með aðgerðaleysi forsætisráðherra Svíþjóðar, Stefan Löfven í máli rapparans bandaríska A$AP Rocky sem situr í gæsluvarðhaldi í Svíþjóð

A$AP Rocky ákærður fyrir líkamsárás í Svíþjóð
Sænskur saksóknari segir að myndband af meintri árás sé alls ekki eina sönnunargagnið í málinu.

Móðir A$AP Rocky segir Svía vilja refsa syni sínum öðrum til viðvörunar
Renee Black, móðir rapparans A$AP Rocky, segist vera orðin ráðþrota. Hún hefði haldið að ákall forseta Bandaríkjanna nægði til þess að leysa Rocky úr haldi. Hún hefur aðeins einu sinni náð að tala við Rocky síðan hann var handtekinn en hún segir að hann hafi verið í góðu jafnvægi.

Trump bauðst til að ábyrgjast A$AP Rocky persónulega
Fjölmiðlafulltrúi sænska forsætisráðherrans greindi frá því að Löfven hafi í samtali sínu við Trump lagt áherslu á sjálfstæði sænska dómskerfisins og að stjórnvöld geti ekki reynt að hafa áhrif á framgöngu málsins.

Ætlar að hringja í „hinn hæfileikaríka“ forsætisráðherra Svíþjóðar til að fá A$AP Rocky lausan
Donald Trump Bandaríkjaforseti hyggst setja sig í samband við Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, og reyna að fá bandaríska rapparann A$AP Rocky lausan úr fangelsi í Stokkhólmi. Rapparinn var handtekinn í byrjun júlí grunaður um líkamsárás.

Gæsluvarðhald yfir A$AP Rocky framlengt
A$AP Rocky er grunaður um líkamsárás í Stokkhólmi í lok júní.

Krefjast þess að fá að halda A$AP Rocky lengur í gæsluvarðhaldi
Saksóknarar í Svíþjóð munu að öllum líkindum leggja fram ákæru á hendur rapparanum næsta fimmtudag.

Ósáttur með að mega ekki breyta nafninu sínu í Tottenham
Sænskur stuðningsmaður Tottenham vill heita eftir félaginu.

Vona að snjalltæki farþega gagnist rannsókninni
Rannsóknarnefnd sænskra samgönguslysa mun meðal annars reiða sig á upplýsingar úr snjallsímum þeirra sem voru um borð í flugvélinni sem fórst í við borgina Umeå í gær.

Níu látnir í flugslysi í Svíþjóð
Níu eru látnir eftir að lítil flugvél brotlenti á eyjunni Storsandskär í grennd við sænsku borgina Umeå skömmu eftir klukkan tvö að sænskum tíma í dag.

Svíþjóð afgreiddi England og hirti bronsið í þriðja sinn
Fjörugur fyrri hálfleikur en England endar í fjórða sæti deildarinnar.

Tveir látnir eftir þrjár skotárásir í Stokkhólmi
Þrjár skotárásir voru gerðar í Stokkhólmi í gær á aðeins fimm klukkustunda tímabili.

Svíþjóð skellti Þýskalandi og mætir Hollandi í undanúrslitunum
Svíþjóð gerði sér lítið fyrir og skellti Þjóðverjum.

Nyamko Sabuni verður sjálfkjörin hjá Frjálslynda flokki Svíþjóðar
Frjáslyndi flokkurinn er annar þeirra flokka sem verja minnihlutastjórn Jafnaðarmanna og Græningja falli.

Berjast við mikla kjarrelda við Arlanda-flugvöll
Slökkvilið í Stokkhólmi berst nú við mikla kjarrelda í grennd við Arlanda alþjóðaflugvöllinn, helsta flugvöll Svíþjóðar. Talið er að eldar logi á um fimm hektara svæði en eldarnir hafa ekki haft teljandi áhrif á starfsemi á flugvellinum.

Ný ABBA lög væntanleg í nóvember
Sænska hljómsveitin ABBA vinnur nú hörðum höndum að nýrri tónlist sem gefin verður í byrjun nóvember.

Ógagnsemi fangelsunar rædd í Svíþjóð
Alþjóðaráð Sameinuðu þjóðanna um vímuefnastefnu sendir frá sér sína þriðju ályktun í dag.

Öflug sprenging í fjölbýlishúsi í Linköping
Öflug sprenging varð í sænsku borginni Linköping í morgun.

Fyrrum forseti UEFA látinn
Svíinn Lennart Johansson, fyrrum forseti UEFA, lést í morgun 89 ára að aldri. Johansson hafði verið að glíma við veikindi og lést í svefni.

Héldu fimm börnum sínum í einangrun frá umheiminum um árabil
Fréttir af sænskum foreldrum sem héldu fimm börnum sínum í einangrun frá umheiminum um árabil hafa vakið mikinn óhug í Svíþjóð.

Gæsluvarðhaldskröfu á hendur Assange hafnað
Saksóknarar höfðu vonast til þess að fá Assange framseldan frá Bretlandi.

Segir Asssange fórnarlamb „sálfræðilegra pyntinga“
Sérfræðingur Sameinuðu þjóðanna í pyntingum hitti stofnanda Wikileaks í fangelsi fyrr í þessum mánuði.

Tók til fótanna þegar hún heyrði hvellinn
Auður Elín sem er búsett í Malmö brá þegar hún varð vitni að því þegar eldur kom upp í strætisvagni í hverfinu hennar.

Býr í smábæ sem minnir á hæli: „Allt þetta tal um samvinnu og menningartengsl er mont“
Leikarinn Hjalti Rögnvaldsson hefur undanfarin 14 ára búið í Svíþjóð í smábænum Sala sem er um 100 kílómetra norðan við Stokkhólm og 60 kílómetrum austan við Uppsala.

Fer frá eftir Downs-ummæli um Gretu Thunberg
Á Facebook-síðu sænsk forstjóra stóð um Thunberg að hún væri eins nálægt því að vera með Downs-heilkennið og hægt væri að komast. Forstjórinn hefur nú látið af störfum.

Leggja fram formlega beiðni um handtöku
Saksóknari í Svíþjóð hefur farið fram á það við þarlenda dómstóla að gefin verði út handtökuskipun á Julian Assange, stofnanda Wikileaks.