Kjaramál

Fréttamynd

Launa­þróun æðstu em­bættis­manna eigi að fylgja öðrum launum

Forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson, segir það forgangsmál ríkisstjórnarinnar að vinna bug á verðbólgu og skapa Seðlabankanum skilyrði til að lækka vexti. Til að það gangi eftir verði forsendur nýgerðra kjarasamninga að standast og forðast þurfi launaskrið „sem endar í höfrungahlaupi á vinnumarkaði með þekktum afleiðingum.“

Innlent
Fréttamynd

Samið um kjara­skerðingu í 4 ár?

Forystusveit Sameykis hefur samið við ríkið um kjarabreytingar næstu fjögur ár. Samningsdrögin voru kynnt trúnaðarmönnum stéttarfélagsins á net-fundi í morgun. Sérhver félagi á kost á því að kynna sér samninginn á Mínum síðum Sameykis og greiða atkvæði um þau. Atkvæðagreiðslan hófst klukkan 11 í dag, en lýkur klukkan 14 mánudaginn 24. júní.

Skoðun
Fréttamynd

Mikil­vægi Vaxtamálsins -lántakar verjist

Árið 2021 fengu Neytendasamtökin fulltingi VR til að stefna bönkunum vegna skilmála og vaxtaákvarðana lána með breytilegum vöxtum. Að mati samtakanna eru skilmálarnir óskýrir, verulega matskenndir og ógegnsæir og þess vegna ekki hægt að sannreyna hvort vaxtaákvarðanir séu réttmætar.

Skoðun
Fréttamynd

Leitt ef ríkis­stjórn er ekki treystandi í kjara­­samnings­við­ræðum

Forseti ASÍ segir áríðandi að frumvarp innviðaráðherra um bætta stöðu leigjenda verði samþykkt fyrir þinglok. Þingmaður Pírata, Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, segir frumvarpið fast í nefnd því ríkisstjórnin geti ekki komið sér saman um þinglok. ASÍ skorar á Alþingi að ljúka málinu fyrir þinglok.

Innlent
Fréttamynd

Margt þarf að ganga eftir svo hægt sé að segja samningana góða

Byrjað var að undirrita kjarasamninga á opinbera vinnumarkaðnum í gærkvöldi og nótt en í þeim felast kjarabætur sambærilegar þeim sem gerðir voru á almenna vinnumarkaðnum. Samningarnir gilda í fjögur ár og segir varaformaður BSRB margt þurfa að ganga eftir svo hægt sé að fullyrða að samningarnir hafi verið góðir.

Innlent
Fréttamynd

Hin hljóða milli­stétt

Um þessar mundir standa yfir kjarasamningsviðræður ýmissa stéttarfélaga háskólamenntaðra. Koma þær í kjölfar samninga Breiðfylkingarinnar og SA. Fyrrnefndar samningaviðræður fara ekki hátt í fjölmiðlum og þykja greinilega ekki nógu mikið fréttaefni. Ætla má að áhugaleysi fjölmiðla endurspegli það álit, sem er furðu almennt, að ekki þurfi að hækka launin hjá háskólamenntuðum, sem geti fullvel þegið það sama og aðrir hafa samið um.

Skoðun
Fréttamynd

Láglaunaþrælar, Samsæriskenning

Núna á vordögum skrifaði breiðfylkingin undir kjarasamning, stuttu seinna fylgdi VR með ólund á eftir, þetta voru hógværar kröfur til höfuðs verðbólgunni, enn á ný tóku láglaunastétti á sig kjaraskerðingu til að laga verðbólguástandið í landinu.

Skoðun
Fréttamynd

Skýra þurfi stöðu ríkis­sátta­semjara

Taka þarf skýrari afstöðu til stjórnsýslulegrar stöðu ríkissáttasemjara að mati umboðsmanns Alþingis. Nauðsynlegt sé að skýra hvort að um sjálfstætt stjórnvald sé að ræða eður ei. 

Innlent
Fréttamynd

Mein­semdir á vinnu­markaði

Útgáfa læknisvottorða hefur verið gerð að umfjöllunarefni í viðtali Vísis við þá félaga Fiskikónginn og svo framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda 5.júní síðastliðinn.

Skoðun
Fréttamynd

Læknar sagðir út­býta vott­orðum eins og sæl­gæti

Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri félags atvinnurekenda tók upp þann þráð sem Kristján Berg Fiskikóngur hóf um brottrekna starfsmenn í viðtali í Bítinu. Helst var á honum að skilja að læknar séu ævintýralega glaðir að skrifa út vottorð.

Innlent
Fréttamynd

Mis­notkun veikindaréttar á vinnu­markaði?

Þann 5. Júní 2024 kom út grein á visir.is þar sem rætt er meint misnotkun launtaka á veikindaréttindum sínum og var þá sérstaklega rætt um launtaka sem nýta sér veikindarétt sinn í uppsagnarfresti sínum.

Skoðun
Fréttamynd

AGS leggur til skattahækkanir

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn leggur til að stjórnvöld hækki tiltekna skatta og dragi úr aðkomu sinni að kjarasamningum á almennum vinnumarkaði. Ákvarðanir um útgjöld eigi að vera í höndum ríkisstjórnarinnar og Alþingis.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Deginum ljósara að það verði ekki veitt í sumar

Matvælaráðuneytið hefur enn ekki svarað umsókn Hvals hf. um veiðileyfi í sumar. Um hálfur mánuður er þar til veiðitímabilið hefst. Formaður Verkalýðsfélags Akraness segist viss um að með þessu baki ráðuneytið íslenska ríkinu skaðabótaskyldu og telur ómögulegt að úr sumarvertíðinni rætist.

Innlent
Fréttamynd

Hverjir bera á­byrgð á að halda launum kvenna niðri?

Undanfarið hef ég fylgst af aðdáun með umfjöllun um kvenlækna sem flettu ofan af launamun kynja á Landspítalanum. Umfjöllunin hefur reyndar ekki farið nógu hátt, en þær komust að því að karlkyns sérfræðilæknar sem voru ráðnir seinna en þær fengu allir hærri laun en þær. Þær virðast hafa haft þó nokkuð fyrir því að grafa þessar upplýsingar upp og eiga mikið hrós skilið fyrir að taka þennan slag.

Skoðun
Fréttamynd

Þolin­mæði saminganefnda á þrotum

Félagsmenn VM og Rafiðnaðarsambands Íslands hafa nú verið samningslausir í fjóra mánuði og segir Guðmundur Helgi Þórarinsson, formaður VM, að þolinmæðin sé á þrotum. Komi til aðgerða af þeirra hálfu gæti það haft rafmagnsskort í för með sér.

Innlent
Fréttamynd

Ráð­herrar hafi verið í­trekað varaðir við gjöf Haraldar

Stjórn Lögreglustjórafélags Íslands varaði Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, þáverandi dómsmálaráðherra, við því að starfslokasamningar Haraldar Jóhannessen ríkislögreglustjóra við nokkra undirmenn væru líklega ólögmætir. Sömu sögu er að segja um ráðuneytisstjóra dómsmálaráðuneytis og sérfræðinga innan fjármálaráðuneytis.

Innlent
Fréttamynd

Hníf­jöfn at­kvæða­greiðsla sem gæti endað fyrir dómi

Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja íhuga að láta reyna á niðurstöðu í atkvæðagreiðslu um kjarasamning við Samtök atvinnulífsins fyrir Félagsdómi. Afar jafnt var á munum í atkvæðagreiðslu sem lauk í dag. SA telja meirihluta hafa samþykkt samninginn en SSF telur að samningurinn hafi verið felldur.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fá allir sama or­lof?

Frjósemisvandi er eitthvað sem 1 af hverjum 6 pörum glímir við og fer sú tala hækkandi. Fyrir aðra er erfitt að setja sig í stöðu þeirra sem standa í þessum bardaga. Þessi vandi reynir mikið á andlega fyrir fólk en ferlið felur í sér óvissu, streitu og kvíða svo eitthvað sé nefnt.

Skoðun
Fréttamynd

Að leysa vandann með quick fix

Nú liggur það fyrir að Seðlabankinn lækkar ekki vexti í þetta sinn þrátt fyrir að verðbólga sé komin í 6%. Okkur er því áfram boðið upp á 9,25% stýrivexti. Þetta þýðir að fólk mun halda áfram að greiða 11-12% vexti af lánum sínum, 13% af bílalánum og 17% af yfirdráttarlánum.

Skoðun