Reykjavík

Fréttamynd

Víða ó­gerningur að fá bókaðan tíma hjá lækni

Bið eftir tímum hjá heimilis­læknum hefur sjaldan verið lengri á höfuð­borgar­svæðinu og eru sumar heilsu­gæslu­stöðvar hættar að taka við tíma­bókunum. Ó­bókuðum komum fólks á heilsu­gæsluna hefur fjölgað gríðar­lega milli ára.

Innlent
Fréttamynd

Von á á­gætis­veðri á Menningar­nótt

Veðurspáin lítur ágætlega út fyrir þá sem ætla sér að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu á laugardaginn. Engin úrkoma er í kortunum og nokkuð bjart og fínt veður verður framan af degi.

Veður
Fréttamynd

Hrifinn af tillögum Sjálfstæðismanna

Oddvita Framsóknarflokksins í Reykjavík líst vel á bráðatillögur Sjálfstæðismanna í leikskólamálum. Ekkert sé því til dæmis til fyrirstöðu að koma á fót bakvarðarsveit til að tryggja mönnun leikskólanna. Meirihlutinn kynnir eigin tillögur á morgun - sem að sumu leyti muni svipa til tillagna Sjálfstæðismanna.

Innlent
Fréttamynd

Haust­boðinn ljúfi

Einhver sagði að það væru bara tveir hlutir sem ekki klikka í lífinu, dauðinn og skattarnir. Við sem búum í Reykjavík myndum mögulega bæta biðlistum reykvískra barna við þennan lista.

Skoðun
Fréttamynd

Hver þorir að eignast barn í Reykja­vík?

Árið 1991 var mamma vinar míns að opna fyrirtæki þegar hún varð ólétt af honum. Hún gat leyft sér mánaðarfrí í kjölfar fæðingarinnar en síðan varð hún að taka barnið með í vinnuna þar til hann varð nógu gamall til að fara til dagforeldris. Börn byrjuðu þá yfirleitt ekki á leikskóla fyrr en um 2 ½ - 3 ára og einungis einstæðir foreldrar fengu leikskóladvöl í heilan dag. Fyrir foreldra í sambúð eða hjúskap bauðst bara hálfur dagur, sem segir sitt um þær væntingar sem gerðar voru til foreldra eða réttar sagt, mæðra.

Skoðun
Fréttamynd

Skýjaborgir í boði Samfylkingarinnar

Samfylkingin, með borgarstjóra í fararbroddi, lofuðu fyrir borgarstjórnarkosningarnar vorið 2014 að börn sem náð hefðu 18 mánaða aldri fengju leikskólavistun. Það loforð var ekki efnt. Sama var upp á teningnum fyrir borgarstjórnarkosningarnar vorið 2018 nema þá laut svikna kosningaloforðið að dagvistunarplássum barna sem hefðu náð 12 til 18 mánaða aldri.

Skoðun
Fréttamynd

Dauðadæmt loforð um leikskólapláss

Loforð um leikskólapláss fyrir öll tólf mánaða börn í Reykjavík var dauðadæmt frá byrjun, að mati leikskólastjóra sem ekki hefur getað boðið neinu barni fæddu 2021 pláss. Það sé enn fremur ekki endilega börnunum fyrir bestu að byrja á leikskóla 12 mánaða.

Innlent
Fréttamynd

Tæmdi Le­bowski með prumpu­sprengju

Óprúttinn aðili notaðist við einhverskonar prumpusprengju á Lebowski bar á laugardaginn og tæmdi staðinn á svipstundu. Eigandi barsins hvetur aðilann til að stunda iðjuna heima hjá sér frekar en á skemmtistöðum og börum. 

Innlent
Fréttamynd

Borgin hafi dregið foreldra á asnaeyrunum

Borgin hefur dregið okkur á asnaeyrunum , segir faðir tæplega tveggja ára barns sem hefur enn ekki komist inn á leikskóla. Hann vill að foreldrar í sömu stöðu fái bætur, enda hafi margir nýtt sumarfrí næsta árs og tekið launalaust leyfi til að sjá um börnin.

Innlent
Fréttamynd

Skærin sett í frost

Hárgreiðslumeistarinn Ásgeir Hjartarson hefur sett skærin í frost í bili eftir að hafa tekið að sér nýtt verkefni við að hanna og reka veitingastaðinn Black Dragon Rvk við Hafnartorg. Kokkarnir Hjörtur Saithong Ingþórsson og Guðmundur Ágúst Heiðarsson koma til með að standa vaktina í eldhúsinu.

Lífið
Fréttamynd

Hvaða kaldi pottur höfuð­borgar­svæðisins er bestur?

Stóraukinn áhugi Íslendinga á köldum böðum síðustu ár hefur gert það að verkum að kaldir pottar eru nú orðnir staðalbúnaður í sundlaugum landsins. Á höfuðborgarsvæðinu er nú til að mynda kaldur pottur í hverri einustu laug.

Lífið
Fréttamynd

Vilja bið­lista­bætur í borginni

Sjálf­stæðis­menn vilja koma á svo­kölluðum bið­lista­bótum í Reykja­vík fyrir for­eldra þeirra barna sem eru eldri en 12 mánaða en hafa ekki fengið pláss á leik­skóla. Bæturnar myndu hljóða upp á 200 þúsund krónur á mánuði á hvert barn. Meiri­hlutinn tekur ekki illa í hug­myndirnar en segir megin­á­hersluna þá að fjölga leik­skóla­plássum.

Innlent
Fréttamynd

Leik­skóla­mál í lama­sessi

Ástandið í leikskólamálum borgarinnar er óásættanlegt. Enginn mótmælir því, ekki einu sinni meirihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur.

Skoðun
Fréttamynd

Lortur beið lög­reglu eftir inn­brot í Árbæ

Nóg var um að vera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt. Lögreglan var til að mynda kölluð til vegna innbrots í fyrirtæki í Árbæ. Í stað þess að mæta innbrotsmanninum við komuna á vettvang tók lortur á gólfi fyrirtækisins á móti lögreglunni og innbrotsmaðurinn hvergi sjáanlegur.

Innlent
Fréttamynd

„Hústökuleikskóli“ í Ráðhúsinu

Móðir sautján mánaða gamals barns sem ekki fær leikskólapláss í borginni ætlar að setja upp hústökuleikskóla í Ráðhúsi Reykjavíkur í næstu viku. Hún segir algjört neyðarástand ríkja meðal foreldra barna á leikskólaaldri. Svör borgarinnar til foreldra séu kæruleysisleg.

Innlent
Fréttamynd

Sá sem var stunginn er sextán ára gamall Íslendingur

Þrír unglingspiltar eru í haldi lögreglu eftir að hafa stungið þann fjórða í bakið í miðbæ Reykjavíkur í gær. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var um alvarlega árás að ræða og var blæðingin veruleg. Fórnarlambið, sextán ára gamall Íslendingur, fór á gjörgæslu og svo á Barnaspítala Hringsins í nótt, en hefur verið útskrifaður.

Innlent