Reykjavík

Vegfarandinn er látinn
Gangandi vegfarandi sem var ekið á laust eftir miðnætti á Sæbraut við Vogabyggð er látinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni.

Ekið á gangandi vegfaranda við Sæbraut
Laust eftir miðnætti var ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut við Vogabyggð og sjúkraflutningafólk og lögregla kölluð út vegna þessa. Um alvarlegt umferðarslys var að ræða.

Hafði „útdraganlega kylfu“ meðferðis
Lögregla hafði afskipti af manni sem hafði„útdraganlega kylfu“ meðferðis í miðbænum í nótt.

Skálda opnar: „Kannski ekki margir nógu vitlausir til að framkvæma þessa hugmynd“
Bókabúðin Skálda opnar í dag á Vesturgötu 10a. Einar Björn Magnússon, bóksalinn tilvonandi, telur vera eftirspurn eftir bókabúð sem leggur raunverulega áherslu á bækur og hyggst hann gera Skáldu að miðpunkti bókmenntalífs borgarinnar.

Draumurinn að fríbúðir skjóti upp kollinum um alla borg
Loftvifta, fondúpottur, rifjárn og kertalukt er meðal þess sem finna má í nýrri fríbúð í Bókasafninu Gerðubergi. Búðin verður opin næsta árið og býðst fólki að koma með dót sem það er hætt að nota og taka það sem því sýnist.

Listamaðurinn Jón Gnarr hættir og pólitíkusinn tekur við
Jón Gnarr, grínisti og fyrrverandi borgarstjóri, segist hafa lagt listamanninn Jón Gnarr á hilluna og nú sé hann að verða stjórnmálamaðurinn Jón Gnarr.

Líf segir söguna um stóladans Mörtu og Hildar dagsanna
Upp er komið hið undarlegasta mál í tengslum við borgarstjórnina í Reykjavík. Líf Magneudóttir borgarfulltrúi Vg staðfestir sögu Ólafar Skaftadóttur um stóladans Mörtu Guðjónsdóttur og Hildar Björnsdóttur borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.

Marta hafnar því alfarið að hafa ítrekað sest í stól Hildar
Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks segir frásögn af því að hún hafi lagt undir sig sæti Hildar Björnsdóttur í Ráðhúsinu uppspuna og fjarstæðu, bull og firru.

Þegar Joe Camel varð jafngóður vinur barnanna og Mikki mús
Við sem erum komin yfir fertugt munum vel þann tíma þegar víða var reykt, bæði á kennarastofum og í flugvélum.

Hvers vegna er skiltið í Kúrlandi svo hátt uppi?
Skilti í Reykjavík fá almennt að standa algjörlega óáreitt að sögn skrifstofustjóra hjá borginni. Frægur skiltastuldur olli því ekki að skiltið við Kúrland var hækkað verulega.

Umdeilt uppáhald arkitekts við Austurvöll
Arkitekt segir mikilvægt að hafa söguna til grundvallar þegar ný hús eru byggð. Hann telur þó málflutning doktors í umhverfissálfræði, sem var í viðtali í Íslandi í dag í síðustu viku, einföldun á margslungnu fyrirbæri.

Tölum íslensku
Því miður grípa allt of margir ósjálfrátt og án mikillar hugsunar til enskunnar þegar talað er við fólk af erlendum uppruna sem sest hefur hér að. Þar með er þjálfun viðmælandans í íslensku varpað fyrir róða.

Sjö Rúmenar gefa ekkert uppi um tugmilljóna króna þýfi
Þýfi að verðmæti tugmilljóna króna úr tveimur verslunum Elko á höfuðborgarsvæðinu er enn ófundið. Sjö voru handteknir í tengslum við málið en um er að ræða Rúmena sem hafa ekki búsetu hér á landi.

Tuttugu lyklar í Árbæjarlaug horfnir
Um tuttugu lyklar að skápum í karlaklefa Árbæjarlaugar er horfnir, en það er um fimmtungur lyklanna. Þetta staðfestir Vala Bjarney Gunnarsdóttir, forstöðumaður Árbæjarlaugar, í samtali við fréttastofu.

Jón Gnarr skráður í Viðreisn og ætlar á Alþingi
Jón Gnarr ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Viðreisn í komandi Alþingiskosningum. Þetta herma heimildir Vísis. Jón hefur skráð sig í flokkinn sem heldur haustþing um helgina.

Pilturinn áfram bak við lás og slá
Sextán ára piltur sem grunaður er um að hafa banað sautján ára stúlku með hnífi við Skúlagötu í miðbæ Reykjavíkur á Menningarnótt hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 22. október. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu.

Gripnir á leið upp í flugvél en tugmilljóna þýfi ófundið
Þýfi að verðmæti tuga milljóna króna úr innbrotum í tvær verslanir Elko á höfuðborgarsvæðinu er ófundið. Litlu mátti muna að þeir sem grunaðir eru um innbrotin slyppu úr landi. Öryggiskerfi í annarri verslun Elko virkaði ekki vegna framkvæmda.

Þurfa að skila útprentuðum eyðublöðum því ekki tókst að uppfæra Völu
Sú breyting var gerð hjá Reykjavíkurborg í haust að ætli foreldrar að hafa börn sín í leikskóla í haust- og vetrarfríi grunnskóla og jólafríi þurfa foreldrar að skrá börnin sérstaklega í vistun. Foreldrum var tilkynnt um þessa breytingu um miðjan september.

„Við getum ekki treyst Hagkaup í Skeifunni fyrir unglingunum“
Foreldrar barna í hverfum 104, 105 og 108 kalla eftir því að opnunartími félagsmiðstöðva og sundlauga verði rýmkaður. Þá vilja þau að starf félagsmiðstöðva sé eflt. Fjölmennur foreldrafundur fór fram í kvöld í Safamýri. Þar kom einnig fram vilji til að efla foreldrarölt og foreldrasamstarf.

„Þegar ég hugsa til baka þá fæ ég bara kökk í hálsinn“
Kona sem þurfti að bíða í næstum ár eftir NPA-þjónustu segir brotið á mannréttindum fatlaðs fólks, barna þeirra og fjölskyldu. Biðin bitnaði illa á manni hennar og dóttur og hún finnur til með þeim sem hafa þurft að bíða enn lengur. Hún er þakklát fyrir þá þjónustu sem hún fær nú, sem þó dugar ekki til.

Erlend glæpagengi fá Íslendinga til að ræna reiðhjólaverslanir
Brotist hefur verið inn í fjölmargar reiðhjólaverslanir á árinu, síðast fyrir helgi. Lögreglumaður segir innbrot í slíkar verslanir nokkuð ný af nálinni. Algengt sé að erlendir glæpahópar greiði Íslendingum fyrir að ræna verslanir og dæmi um að reynt hafi verið að senda þýfið úr landi.

Fjögur í varðhaldi vegna innbrota í Elko
Fjögur voru í dag úrskurðuð í gæsluvarðhald til næsta föstudags vegna innbrota í tvær verslanir á höfuðborgarsvæðinu seint á sunnudagskvöld og aðfaranótt mánudags. Auk þeirra eru þrjú í haldi. Öll eru þau erlendir ríkisborgarar.

Tveir hafa játað sök í stóra fíkniefnamálinu sem fer ekki fet
Aðalmeðferð umfangsmikils fíkniefnamáls, sem hefur verið kennt við skemmtiferðaskip en líka verið kallað stóra fíkniefnamálið, mun fara fram í sal 101 í Héraðsdómi Reykjavíkur dagana 28. október til 6. nóvember.

Segir gagnrýni kvenna á leikskólastefnu Kópavogs tvískinnung
Þingkona Sjálfstæðisflokksins furðar sig á að konur sem segist tala fyrir kvenréttindum gagnrýni breytingar sem flokkur hennar gerði í leikskólamálum í Kópavogi. Hún sakar gagnrýnendur breytinganna um tvískinnung.

Einn á slysadeild eftir árekstur tveggja hlaupahjóla
Einn var fluttur á slysadeild eftir að tvö rafmagnshlaupahjól skullu saman á göngubrúnni yfir Hringbraut við Njarðargötu í Reykjavík.

Seldu Kolbeini Sigþórs og keyptu í miðbænum
Hjónin Einar Örn Benediktsson, listamaður og fyrrverandi borgarfulltrúi Besta flokksins, og Sigrún Guðmundsdóttir dansari, festu kaup á húsi við Suðurgötu 31 í Reykjavík.

Brotist inn í tvær verslanir sömu nóttina
Brotist var inn í verslanir Elko í Lindum og Skeifunni í nótt og farsímum stolið. Unnið er að því að komast að fjölda þeirra síma sem voru teknir, og að gera þá óvirka. Framkvæmdastjórinn segir engan símaskort í uppsiglingu þrátt fyrir innbrotið.

Tóku hraðanum misalvarlega en hlupu fyrir langveik börn
Yfir þrjátíu barþjónar tóku sig saman og hlupu þrjá hringi í kringum Austurvöll með Negroni í hönd síðastliðinn föstudag. Barþjónarnir keyptu hlaupanúmer til styrktar Mía Magic samtökunum á Íslandi sem styðja við þjónustu langveikra barna.

Ebba Katrín og Oddur keyptu hús í miðbænum
Leikaraparið Ebba Katrín Finnsdóttir og Oddur Júlíusson hafa fest kaup á fallegu 126 fermetra parhúsi í hjarta miðborgarinnar. Parið greiddi 111,5 milljónir fyrir eignina.

Máttu vita að eiturlyfjasalinn þeirra væri að flytja inn eiturlyf
Fjórir hlutu heldur þunga fangelsisdóma á dögunum fyrir innflutning mikils magns amfetamínsbasa. Höfuðpaurinn í málinu fékk viðskiptavini sína til þess að sækja fyrir sig flöskur sem innihéldu efnin. Fólkið var talið hafa mátt vita að flöskurnar innihéldu eiturlyf, enda hafi maðurinn verið eiturlyfjasali þess.