
Norðurþing

Þýsks ferðamanns leitað í Flateyjardal
Björgunarsveitir leita nú aldraðs þýsks ferðamanns í Flateyjardal milli Skjálfanda og Eyjafjarðar á Norðurlandi. Eiginkona mannsins heyrði síðast frá honum 14. júlí.

Í erfiðleikum með að greiða upp strandveiðibát vegna ósanngjarns kerfis
Smábátasjómaður á Raufarhöfn segir strandveiðikerfið ógna byggðum á Norðaustur- og Austurlandi. Sonur hans keypti bát fyrir tímabilið í sumar en gat lítið sem ekkert veitt og á nú í miklum erfiðleikum með að greiða hann upp.

Ilmur og Magnús giftu sig í Ásbyrgi
Ilmur Kristjánsdóttir leikkona og Magnús Viðar Sigurðsson framleiðandi giftu sig um helgina við fallega athöfn í Skúlagarði í Ásbyrgi þar sem veðrið lék við gesti og dansað var fram á bjarta nóttina.

Katrín nýr sveitarstjóri í Norðurþingi
Katrín Sigurjónsdóttir hefur verið ráðin í starf sveitarstjóra Norðurþings. Alls voru sautján sem sóttu um stöðuna.

Sautján vilja bæjarstjórastólinn í Norðurþingi
Sautján sóttu um stöðu bæjarstjóra Norðurþings. Þar á meðal eru Glúmur Baldvinsson og Helgi Jóhannesson lögmaður.

Landsvirkjun hefur föngun koltvísýrings
Landsvirkjun ætlar að fanga og dæla niður koldíoxíði frá Þeistareykjastöð og jafnframt draga úr losun koldíoxíðs frá Kröflustöð með stýringu á vinnslu þar. Það er hluti af ætlun fyrirtækisins að verða algjörlega kolefnishlutlaust árið 2025.

Meirihluti myndaður í Norðurþingi
Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn undirrituðu í dag málefnasamning um meirihlutasamstarf flokkanna í Norðurþingi. Flokkarnir hlutu samtals fimm fulltrúa af níu í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum.

Ómögulegt að segja hvað er í bígerð á einu helsta skjálftasvæði landsins
Svæðið sem jarðskjálftarnir tveir í nótt og í morgun mældust við mynni Eyjafjarðar á Norðurlandi er eitt af helstu skjálftasvæðum landsins. Jarðeðlisfræðingur segir erfitt að meta hvort búast megi við frekari jarðskjálftum á svæðinu en sagan sýni að þarna geti stærri skjálftar orðið.

Vonast til að kynna nýjan meirihluta í Norðurþingi eftir helgi
Hjálmar Bogi Hafliðason, oddviti Framsóknar í Norðurþingi, segist vona til að hægt verði að kynna málefnasamning nýs meirihluta í sveitarfélaginu strax eftir helgi. Framsókn og Sjálfstæðismenn hafa síðustu daga átt í viðræðum um myndun nýs meirihluta.

Útskrifast með tíu í meðaleinkunn
Elín Anna Óladóttir er dúx Framhaldsskólans á Húsavík árið 2022. Brautskráning var á laugardaginn og gleðin allsráðandi, sér í lagi hjá Elínu Önnu enda árangurinn ekkert smáræði: Hún útskrifast með tíu í öllum áföngum og þar með tíu í meðaleinkunn.

Tvöfalda fiskeldi Samherja í Öxarfirði
Samherji stendur nú að stækkun Silfurstjörnunnar, landeldisstöðvar sinnar í Öxarfirði. Stefnt er að því að tvöfalda eldisrými og framleiðslu þannig að framleiðslan verði um þrjú þúsund tonn á ári.

Lokatölur úr Norðurþingi: Meirihlutinn heldur
Meirihluti Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Samfylkingar heldur í Norðurþingi.

Sjö starfsmönnum HSN sagt upp: „Þarna er verið að ráðast á tekjulægsta fólkið“
Stéttarfélagið Framsýn mótmælir harðlega útboði á ræstingum og þrifi hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands, sem leitt hefur til þess að sjö félagsmenn Framsýnar hafa misst starfið hjá stofnuninni. Forstjórn HSN telur líklegt að fólkinu bjóðist störf hjá stofnuninni á næstu misserum.

Oddvitaáskorunin: Spilaði fótboltamót í sundbol
Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2022 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í sveitarfélögum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum.

Oddvitaáskorunin: Festist í handmokaðri gröf
Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2022 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í sveitarfélögum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum.

Skoða að stækka jarðgufuvirkjun á Þeistareykjum um 45 megavött
Landsvirkjun skoðar nú þann möguleika að stækka Þeistareykjavirkjun í Þingeyjarsýslum um 45 megavött. Það þýddi meiri boranir á svæðinu eftir jarðgufu.

Skoða tvöföldun á framleiðslugetu kísilversins á Bakka
Stjórnendur kísilversins á Bakka hafa til skoðunar hvort ákjósanlegt sé að tvöfalda framleiðslugetu kísilversins á næstu árum í ljósi batnandi rekstrar og markaðsaðstæðna. Þetta staðfestir Rúnar Sigurpálsson, forstjóri PCC Bakka, í samtali við Innherja.

Benóný Valur leiðir lista Samfylkingarinnar og félagshyggjufólks í Norðurþingi
Benóný Valur Jakobsson mun áfram leiða lista Samfylkingarinnar og félagshyggjufólks í Norðurþingi í komandi sveitarstjórnarkosningum sem fram fara þann 14. maí.

Aldey Unnar leiðir lista Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs og óháðra
Aldey Unnar Traustadóttir, núverandi forseti sveitarstjórnar Norðurþings, leiðir lista Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs og óháðra í Norðurþingi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.

Þótti of ung til að giftast en saumaði sér þá brúðarkjól
„Það var ung stúlka sem vildi gifta sig og var ekki nema sautján ára. Hún þótti aðeins of ung og var sagt að hún yrði að bíða til átján ára aldurs. Þá settist hún bara niður og fór að sauma sér brúðarkjól.“

Fuglahræður við Kópasker breyttust í barnahræður sem sjóða börn í potti
Skrautlegar fuglahræður sem bóndi við Kópasker hóf að koma upp á túni við bæ sinn eru löngu hættar að hafa það hlutverk að fæla burt fugla, en fanga þess í stað athygli ferðamanna og einkum barna.

Bein útsending: Kynnir úthlutun úr Landsáætlun um uppbyggingu innviða
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, mun tilkynna um úthlutun ársins úr Landsáætlun um uppbyggingu innviða á fundi sem streymt verður frá og hefst klukkan 14:30.

Sauðfjárbóndinn segir snilld að hafa kost á annarri vinnu
Stærstu hús sem sést hafa í Kelduhverfi eru risin á jörðinni Lóni vestast í sveitinni. Þar er fyrirtækið Rifós að byggja upp seiðaeldisstöð sem orðin er stærsti vinnustaður sveitarinnar og veitir meðal annars sauðfjárbændum kærkomna búbót meðfram búskapnum.

Kísilverið á Bakka réttum megin við núllið eftir hækkanir á verði kísilmálms
Kísilverið á Bakka skilaði jákvæðri rekstarafkomu í fyrra eftir „uppörvandi frammistöðu“ á síðasta ársfjórðungi. Þetta kemur fram í ársfjórðungsskýrslu þýska félagsins PCC, sem er aðaleigandi kísilversins.

Segir það illa nýtta fjárfestingu að hafa Dettifossveg lokaðan
Hinn nýi Dettifossvegur nýtist atvinnulífi á Norðausturlandi ekki sem skyldi þar sem hann er ekki mokaður á veturna. Fulltrúi fiskeldisfyrirtækis í Öxarfirði, sem þarf að koma afurðum í skip á Austfjörðum í hverri viku, segir það illa nýtta fjárfestingu að hafa veginn lokaðan.

Brýn nauðsyn að Kópasker byggist upp sem samfélag en ekki verbúðir
„Já, nú er uppgangur. Fiskeldisstöðvar að rísa. Það er bara frábært,“ segir Björn Guðmundur Björnsson, kaupmaður á Kópaskeri. „Já, þetta er afar jákvætt. Þetta er afar mikilvæg stoð fyrir þetta þorp hérna. Þetta er bara hrein viðbót,“ segir Björn Víkingur Björnsson, framkvæmdastjóri Fjallalambs á Kópaskeri.

Galdrapresturinn á Skinnastað hlaut viðurnefnið greipaglennir
„Hann var kallaður Jón greipaglennir af því að hann glennti út fingur sína, er sagt vera, þegar hann blessaði yfir söfnuðinn,“ segir sóknarpresturinn og prófasturinn Jón Ármann Gíslason á Skinnastað í Öxarfirði um forvera sinn, séra Jón Einarsson, sem uppi var á árunum 1655 til 1737.

Ullarbændur í Öxarfirði selja lopa beint frá býli
Ung hjón sem áttu sér þann draum að setjast að í sveit ásamt börnum sínum þremur ákváðu að gerast ullarbændur í Öxarfirði og selja lopaband beint frá býli. Svo vel hefur gengið að þau hafa vart undan við framleiðsluna.

Sænskar konur uppgötvuðu Öxarfjörð og fóru svo hvergi
Tvær sænskar konur, sem stofnað hafa heimili í Öxarfirði með íslenskum eiginmönnum, eru meðal viðmælenda í þættinum Um land allt á Stöð 2. Báðar eiga sinn þátt í því að börnum hefur farið fjölgandi í sveitinni.

Hjálmar Bogi leiðir lista Framsóknar og félagshyggju í Norðurþingi
Tillaga uppstillingarnefndar um framboðslista Framsóknar & félagshyggju í Norðurþingi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar var samþykktur samhljóða á fjölmennum félagsfundi hjá Framsóknarfélagi Þingeyinga í dag. Hjálmar Bogi Hafliðason er þar efstur á blaði.