Hælisleitendur

Fréttamynd

Fólk eins og við

Við í Vinstri grænum teljum að fjölbreytileiki sé styrkur hvers samfélags og því eigi íslenskt samfélag að taka þeim fagnandi sem hingað koma, óháð uppruna þeirra eða þeim forsendum sem dvölin byggir á.

Skoðun
Fréttamynd

Þorsteinn nýr formaður Kærunefndar útlendingamála

Þorsteinn Gunnarsson er nýr formaður Kærunefndar útlendingamála að skipan Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra. Þorsteinn tekur við embættinu þann 1. september en hann var valinn úr sjö manna hópi umsækjenda. Hann hefur starfað í fjórtán ár hjá Útlendingastofnun, meðal annars sem settur forstjóri.

Innlent
Fréttamynd

Óléttri konu með smábarn vísað úr landi

Sýrlensk fjölskylda segir að ekkert bíði sín annað en örbirgð og vonleysi á götum Grikklands, eftir að Útlendingastofnun tilkynnti þeim í síðustu viku um að umsókn þeirra um hæli verði ekki tekin til meðferðar. Hjónin óttast um framtíð tveggja ára dóttur sinnar og ófædds barns sem konan ber undir belti.

Innlent
Fréttamynd

„Til skammar fyrir íslensk stjórnvöld“

Mótmælendur fylktu liði frá Austurvelli að lögreglustöðinni á Hverfisgötu í dag og gagnrýndu framferði lögreglu í húsnæði Útlendingastofnunar í síðustu viku. Þar hafi hælisleitendur verið beittir grófu ofbeldi sem sé til skammar fyrir íslensk stjórnvöld.

Innlent
Fréttamynd

Mótmælt á Austurvelli: „Út með Útlendingastofnun“

Baráttukonan Sema Erla Serdar vill að Útlendingastofnun verði lögð niður. Hún segir að í tíð sitjandi ríkisstjórnar hafi málefni flóttamanna og hælisleitenda færst til verri og ómannúðlegri vegar. Þeirri þróun og harðræði við hælisleitendur er mótmælt á Austurvelli í dag. 

Innlent
Fréttamynd

Solaris kvarta til Um­boðs­manns vegna Út­lendinga­stofnunar og lög­reglu

Stjórn Solaris - hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi hefur sent tilkynningu til nefndar um eftirlit með lögreglu um „ámælisverða starfshætti lögreglu, starfsaðferð og framkomu í starfi“ vegna aðgerðar á vegum Útlendingastofnunar og lögregluyfirvalda í húsakynnum stofnunarinnar í Hafnarfirði þriðjudaginn 6. júlí.

Innlent
Fréttamynd

Neituðu tilboði Útlendingastofnunar og óttast framhaldið

Útlendingastofnun boðaði hælisleitendur á fund sinn í morgun og bauð þeim fjármagn til að snúa aftur til heimalands síns. Kúrdar sem voru meðal þeirra hyggjast ekki taka tilboðinu. Þeir óttast framhaldið eftir að tveir palestínskir flóttamenn voru fluttir úr landi með valdi.

Innlent
Fréttamynd

Fluttur á bráða­­deild með á­verka eftir hand­tökuna

Annar Palestínu­mannanna sem lög­regla hand­tók í hús­næði Út­lendinga­stofnunar á þriðju­dags­morgun var fluttur á bráða­deild Land­spítala með á­verka eftir handtökuna, meðal annars á höfði. Hann fullyrðir sjálfur að hann hafi margoft verið sprautaður niður án samþykkis. 

Innlent
Fréttamynd

Segja lög­reglu hafa beitt raf­byssu og eytt mynd­böndum sjónar­votta

Tveir palestínskir flótta­menn voru hand­teknir í mót­töku Út­lendinga­stofnunar í gær eftir að þeir höfðu verið boðaðir þangað til að sækja bólu­setningar­vott­orð sín. Þeir voru fluttir af staðnum með valdi og sendir úr landi í morgun. Sjónar­vottur sakar lög­reglu um að hafa tekið af sér símann og eytt mynd­bandi sem var tekið upp.

Innlent
Fréttamynd

Hvar er afsökunarbeiðnin, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir?

Að kunna að biðjast afsökunar er eiginleiki sem talinn er virðingarverður í siðmenntuðu samfélagi. Fólk sem er öruggt í eigin skinni gengst iðulega við mistökum sínum og biður hlutaðeigandi aðila afsökunar. Þetta er talið svo mikilvægt að reynt er að kenna börnum þessa háttsemi strax á unga aldri.

Skoðun
Fréttamynd

Að sjá fórnarlamb sem fórnarlamb

Munið þið eftir máli Marte Dalelv frá árinu 2013? Marte var norsk, þá 24 ára gömul kona er hún kærði samstarfsmann sinn fyrir nauðgun í Dubai. Hún leitaði til lögreglu og bjóst við því að löggæslukerfið myndi vernda hana og réttindi hennar.

Skoðun
Fréttamynd

Kallar eftir af­sögn dóms­mála­ráð­herra

Skaða- og miskabótamál verður höfðað gegn Útlendingastofnun fyrir að hafa svipt flóttamenn þjónustu og húsnæði. Samkvæmt niðurstöðu kærunefndar útlendingamála var það óheimilt og lögmaður telur að dómsmálaráðherra eigi að segja af sér vegna málsins.

Innlent
Fréttamynd

Lífs­hættu­legt frum­varp dóms­mála­ráð­herra

Haustið 2020 voru fjögur egypsk börn, það elsta 12 ára gamalt, í felum frá íslenska ríkinu sem ætlaði að henda þeim úr landi en fjölskyldan kom hingað í leit að betra lífi. Við njótum þeirra forréttinda að búa í landi þar sem við þurfum ekki að flýja með börnin okkar í skjóli nætur vegna þess að við teljum þau vera í lífshættu muni þau búa hér enn.

Skoðun
Fréttamynd

Að vernda virðu­leika flótta­fólks

Hvernig getur kirkjan aðstoðað flóttafólk - umsækjendur um alþjóðlega vernd (eða hælisleitendur)? Af hverju ætti hún að gera það? Þessar tvær spurningar eru meginleiðarstef okkar sem störfum á vegum kirkjunnar að málefnum flóttafólks.

Skoðun
Fréttamynd

Logi fordæmir danska jafnaðarmenn

Þeir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, voru gestir í Sprengisandi í morgun. Þar tókust þeir á um nýja stefnu danskra stjórnvalda í innflytjendamálum.

Innlent
Fréttamynd

Danskir kratar með rós í hatti

Danska þjóðþingið samþykkti í vikunni lög sem heimila að umsækjendur um alþjóðlega vernd verði sendir til ríkis utan Evrópu þar sem þeir bíða niðurstöðu umsókna sinna. Kosningaloforð danskra jafnaðarmanna frá 2019 um móttökustöð hælisleitenda utan Danmerkur færist nær því að verða að veruleika.

Skoðun
Fréttamynd

Læknir braut lög með því að senda ófríska konu úr landi

Landlæknir hefur úrskurðað um að læknir á vegum Útlendingastofnunar hafi brotið lög og reglur með útgáfu vottorðs um að albönsk kona sem gengin var 36 vikur á leið mætti fara í flug. Þetta segir lögmaður albönsku konunnar sem mun taka málið lengra.

Innlent
Fréttamynd

Hópsýking hjá hælisleitendum

Sjö greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Um er að ræða hópsmit hjá hælisleitendum á höfuðborgarsvæðinu að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis.

Innlent
Fréttamynd

Sigmundur Davíð vill feta flóttamannaleið Dana

Formaður Miðflokksins hvetur íslensk stjórnvöld að fara sömu leið og Danir, sem samþykktu lög í dag sem heimila að hælisleitendur verði vistaðir í öðru landi á meðan þeir bíða niðurstöðu vegna umsókna sinna. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna og Evrópusambandið hafa áhyggjur af stefnu Dana.

Innlent