Keflavíkurflugvöllur Sprengja sprakk í Leifsstöð: „Einhvers konar víti“ Minniháttar sprenging varð á salerni í brottfararsal Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar á fjórða tímanum í dag. Einn starfsmaður flugstöðvarinnar hlaut minniháttar áverka en þurfti ekki að leita sér læknisaðstoðar. Innlent 18.7.2024 16:54 Flugi Play seinkað vegna ógnandi tilburða flugdólgs Töf varð á brottför farþegaflugvélar Play frá Kaupmannahöfn til Keflavíkur um ellefuleytið í morgun vegna flugdólgs sem var með ógnandi tilburði í garð flugfreyja. Innlent 16.7.2024 11:55 Rúmlega tuttugu þúsund færri ferðamenn í júní Brottfarir erlendra farþega frá Íslandi í gegnum Keflavíkurflugvöll voru um það bil 212 þúsund í nýliðnum júnímánuði, en það er um 21 þúsund færri brottfariar en mældust í fyrra, eða lækkun um níu prósentustig. Innlent 10.7.2024 12:20 Matvöruverslun rís á nýjum reit við Keflavíkurflugvöll Ný verslun Nettó opnar steinsnar frá Keflavíkurflugvelli. Í síðustu viku var fyrsta skóflustunga tekin við Aðaltorg í Reykjanesbæ. Verslunin verður 1400 fermetrar og að sögn Samkaupa, eigenda Nettó, verður hún öll hin glæsilegasta. Viðskipti innlent 3.7.2024 10:13 Brottfararsalurinn rýmdur vegna grunsamlegrar tösku Ákveðið var að rýma brottfararsalinn á Keflavíkurflugvelli undir miðnætti í nótt vegna grunsamlegrar tösku. Fjölmargir komu að aðgerðum en ekkert óeðlilegt reyndist í töskunni. Innlent 1.7.2024 10:45 Guðrún boðar lokuð búsetuúrræði strax í haust Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra gefur ekki þumlung eftir í útlendingamálunum en hún boðaðar breytingar: Fingrafaraskannar á landamærum, lokuð búsetuúrræði og að umsóknum um hæli á Íslandi verði komið niður í tvö til þrjú hundruð. Innlent 27.6.2024 10:25 Húrra Reykjavík opnar á Keflavíkurflugvelli Húrra Reykjavík, ein þekktasta fataverslun landsins, hefur opnað nýja og glæsilega verslun í brottfararsal Keflavíkurflugvallar. Þetta kemur fram í tilkynningu. Viðskipti innlent 24.6.2024 15:08 Bílastæði við Keflavíkurflugvöll að fyllast Bókanir fyrir bílastæðin við Keflavíkurflugvöll hafa ekki verið fleiri síðan sumarið 2016, þegar íslenska karlalandsliðið var að keppa á EM í knattspyrnu í Frakklandi. Líkur eru á því að bílastæðin gætu orðið uppbókuð í sumar, en ISAVIA hvetur fólk til að huga að samgönguleiðinni á flugvöllinn, þegar flugmiðinn er bókaður. Innlent 20.6.2024 16:05 Neita að borga tjón eftir að hafa mokað snjó yfir bíl Þórir Brynjúlfsson varð fyrir miklu óláni fyrir rúmlega ári síðan, þegar hann kom heim til Íslands eftir að hafa lagt bíl sínum á bílastæði ISAVIA á Keflavíkurflugvelli. Snjó hafði verið mokað upp að og undir bílinn, sem fraus og þrýstist upp í undirvagninn. Bíllinn varð fyrir nokkru tjóni, en ISAVIA og verktakinn sem sá um snjómoksturinn neita að borga tjónið. Innlent 16.6.2024 15:25 Gekk í tvo tíma að flugvellinum til að komast hjá leigubílagjaldi Ástralskur ferðalangur sem heimsótti Ísland nýlega vekur athygli á því að engar almenningssamgöngur ganga frá Reykjanesbæ að Keflavíkurflugvelli á næturnar og þar af leiðandi hafi hún ákveðið að ganga á flugvöllinn, þar sem hún átti bókað morgunflug, í stað þess að borga fyrir leigubíl. Lífið 12.6.2024 19:35 Apollo-geimfarinn sem laumaði íslenskum peningi til tunglsins „Hann var sá af Apollo-geimförunum sem mest var tengdur Íslandi,” segir Húsvíkingurinn Örlygur Hnefill Örlygsson um geimfarann og Íslandsvininn William Anders. Geimfarinn lést í flugslysi við strönd Washington-ríkis á föstudag, níræður að aldri, en vináttubönd hans við Ísland og Íslendinga áttu sér 67 ára sögu. Innlent 9.6.2024 08:12 Fleiri farþegar og betri nýting Flugfélagið Play flutti 146.692 farþega í maí 2024, sem er 14 prósent aukning frá maí á síðasta ári þegar Play flutti 128.847 farþega. Sætanýting hjá félaginu í nýliðnum maí var 86,4 prósent, samanborið við 84,8 prósent í maí í fyrra. Viðskipti innlent 7.6.2024 12:01 Ein og hálf milljón farþega á fyrstu fimm mánuðum ársins Það sem af er ári hefur Icelandair flutt um það bil 1,5 milljón farþega. Er það tíu prósentum fleiri en í fyrra. Eftirspurn eftir ferðum Íslendinga til útlanda heldur áfram að vera sterk en farþegum til Íslands hefur fækkað vegna samkeppni við aðra áfangastaði auk þess sem enn gætir neikvæðra áhrifa alþjóðlegrar fjölmiðlaumfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Viðskipti innlent 6.6.2024 16:01 Innrituðu sig á Akureyri í morgun en fljúga frá Keflavík Um 150 útskriftarnemar úr Menntaskólanum á Akureyri voru búnir að innrita farangur sinn og fara í gegnum öryggisleit á flugvellinum á Akureyri snemma í morgun þegar þeir fengu þær fréttir að flugvélin sem átti að flytja þau myndi ekki fljúga frá Akureyri heldur frá Keflavíkurflugvelli sökum veðurs. Eins og greint hefur verið frá hefur verið gefin út appelsínugul veðurviðvörun fyrir ýmsa landshluta og Akureyri þar á meðal. Innlent 5.6.2024 16:09 Icelandia kolefnisjafnar akstur flugrútunnar Kynnisferðir, sem starfa undir nafninu Icelandia, munu hér eftir kolefnisjafna allan sinn akstur í samstarfi við VAXA Technologies. Um er að ræða akstur bæði flugrútunnar og dagsferða Reykjavík Excursions. Innlent 4.6.2024 17:50 Öfugþróun að minni verðmæti komi af hverjum ferðamanni Ferðaþjónustan er að stefna í öfuga átt miðað við það markmið að hver ferðamaður skili meiri verðmætum í stað stöðugrar fjölgunar ferðamanna. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir aukna markaðssetningu einu leiðina til að snúa þessari öfugþróun við. Viðskipti innlent 4.6.2024 12:22 Svarta sviðsmyndin blasir við ferðaþjónustunni í ár Horfur í ferðaþjónustu hafa snarversnað. Gistinóttum frá áramótum fækkaði um sex prósent og bókanir á hótelum fyrir sumarið eru tíu til fimmtán prósentum færri en á sama tíma í fyrra. Viðskipti innlent 3.6.2024 22:22 Icelandair hefur flug til Halifax á nýjan leik Icelandair hóf flug til Halifax á ný 31. maí síðastliðinn. Fluginu var fagnað bæði á Keflavíkurflugvelli og við komuna til Halifax. Flogið verður til borgarinnar þrisvar í viku fram til fjórtánda október. Icelandair hefur áður flogið til borgarinnar en síðast var flogið þangað árið 2018. Viðskipti innlent 3.6.2024 16:26 Lentu í Minneapolis vegna bilunar Melding um smávægilega bilun kom upp í flugvél Icelandair á leið frá Denver í Bandaríkjunum til Keflavíkur i nótt. Í samræmi við verklag og öryggisstaðla var ákveðið að lenda í Minneapolis og láta flugvirkja skoða vélina áður en haldið væri áfram yfir hafið. Innlent 30.5.2024 10:01 Brosandi þótt aftur sé ekið á flugvél Verzlinga Útskriftarferð nýstúdenta frá Verzlunarskóla Íslands hófst með þeim pirrandi hætti að ekið var á ítalska leiguflugvél þeirra á Keflavíkurflugvelli í morgunsárið. Vonandi reynist fall fararheill. Innan við tvö ár eru síðan ekið var á flugvél Verzlinga á ferðalagi. Innlent 27.5.2024 12:52 Flugferð aflýst eftir að þjónustubíll rakst í flugvél Aflýsa þurfti flugferð útskriftarhóps til Króatíu eftir að þjónustubíll rakst utan í ítalska leiguflugvél í morgun. Ferðaskristofan Indigo segir að útlit sé fyrir að önnur flugvél fáist til þess að flytja hópinn út í dag. Innlent 27.5.2024 09:11 Lestarsamgöngur milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar Í ljósi umræðna um almenningssamgöngur milli höfuðborgarsvæðisins og Keflavíkurflugvallar er rétt að rifja upp frábæra hugmynd um lestarsamgöngur, Lava Express, sem var kynnt með pompi og prakt árið 2016. Skoðun 26.5.2024 11:00 Umtalsverðar breytingar á skipulagi Keflavíkurflugvallar Skipulagsnefnd Keflavíkurflugvallar hefur samþykkt að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Keflavíkurflugvallar. Um er að ræða umtalsverða breytingu á gildandi skipulagi en meginbreytingin felst í að aðlaga núverandi deiliskipulagsáætlun í „átt að nýrri þróunaráætlun Keflavíkurflugvallar eins og eðlilegt þykir“. Innlent 22.5.2024 19:14 Fyrsta flugi Icelandair til Pittsburgh fagnað Fyrsta áætlunarflugi Icelandair til Pittsburgh í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum var fagnað með borðaklippingu, bæði við brottför frá Keflavíkurflugvelli síðdegis í gær og einnig við komuna til Pittsburgh í gærkvöldi. Félagið hefur aldrei áður flogið til Pittsburgh en borgin er sextándi áfangastaður félagsins í Norður-Ameríku og sá tólfti í Bandaríkjunum. Viðskipti 17.5.2024 06:01 Fóru í fyrsta flugið milli Calgary og Keflavíkurflugvallar Kanadíska flugfélagið WestJet fór í dag í sínar fyrstu ferðir milli Calgary í Albertafylki og Keflavíkurflugvallar. Fyrsta fluginu var sérstaklega fagnað í morgun þar sem forstjóri Isavia og framkvæmdastjóri frá WestJet klipptu á borða áður en flogið var frá Keflavíkurflugvelli. Viðskipti innlent 16.5.2024 15:52 Segir að Play sé og verði áfram með höfuðstöðvar á Íslandi Forstjóri Play vill árétta að flugfélagið sé ekki á förum frá Íslandi. Kjarnastarfsemin sé hér á landi og verði það áfram. Í tengslum við stækkunarfasa félagsins séu hins vegar uppi hugmyndir um að tvær til þrjár flugvélar verði staðsettar í öðru landi. Viðskipti innlent 16.5.2024 13:34 Base parking gjaldþrota Bílastæðaþjónustan Base Parking á Keflavíkurflugvelli var úrskurðuð gjaldþrota í Héraðsdómi Reykjaness í síðustu viku. Vefsíðu hennar hefur verið lokað, rúmum tveimur vikum eftir að nafni félagsins var breytt í Siglt í strand ehf. Fyrirtækið hefur ítrekað ratað í fréttir vegna óánægju viðskiptavina með þjónustuna. Viðskipti innlent 15.5.2024 14:29 Flugvél Icelandair þurfti að snúa við Flugvél Icelandair sem lögð var af stað til Glasgow í Skotlandi þurfti að snúa við skömmu eftir brottför. Vélin tók á loft rétt fyrir hálf ellefu í morgun en upp úr ellefu barst boðun um vélarvanda og óskað var eftir því að vélinni yrði snúið við. Innlent 15.5.2024 12:25 Brottfarirnar í apríl nokkuð færri en á síðasta ári Brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru um 137 þúsund í nýliðnum apríl samkvæmt mælingum Ferðamálastofu. Um er að ræða fimm þúsund færri brottfarir en mældust í apríl í fyrra (-3,5 prósent). Ríflega þriðjungur brottfara voru tilkomnar vegna Bandaríkjamanna og Breta. Viðskipti innlent 10.5.2024 13:23 Vildi heimsækja krabbameinssjúka móður sína en vísað úr landi Hvítrússneskum manni sem kom hingað til lands til þess að heimsækja krabbameinssjúka móður sína var vísað til baka úr landi á Keflavíkurflugvelli þar sem lögregla taldi ástæða heimsóknar hans ekki ljósa. Maðurinn var sendur til annarrar borgar en hann kom hingað frá. Innlent 8.5.2024 07:00 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 8 9 … 44 ›
Sprengja sprakk í Leifsstöð: „Einhvers konar víti“ Minniháttar sprenging varð á salerni í brottfararsal Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar á fjórða tímanum í dag. Einn starfsmaður flugstöðvarinnar hlaut minniháttar áverka en þurfti ekki að leita sér læknisaðstoðar. Innlent 18.7.2024 16:54
Flugi Play seinkað vegna ógnandi tilburða flugdólgs Töf varð á brottför farþegaflugvélar Play frá Kaupmannahöfn til Keflavíkur um ellefuleytið í morgun vegna flugdólgs sem var með ógnandi tilburði í garð flugfreyja. Innlent 16.7.2024 11:55
Rúmlega tuttugu þúsund færri ferðamenn í júní Brottfarir erlendra farþega frá Íslandi í gegnum Keflavíkurflugvöll voru um það bil 212 þúsund í nýliðnum júnímánuði, en það er um 21 þúsund færri brottfariar en mældust í fyrra, eða lækkun um níu prósentustig. Innlent 10.7.2024 12:20
Matvöruverslun rís á nýjum reit við Keflavíkurflugvöll Ný verslun Nettó opnar steinsnar frá Keflavíkurflugvelli. Í síðustu viku var fyrsta skóflustunga tekin við Aðaltorg í Reykjanesbæ. Verslunin verður 1400 fermetrar og að sögn Samkaupa, eigenda Nettó, verður hún öll hin glæsilegasta. Viðskipti innlent 3.7.2024 10:13
Brottfararsalurinn rýmdur vegna grunsamlegrar tösku Ákveðið var að rýma brottfararsalinn á Keflavíkurflugvelli undir miðnætti í nótt vegna grunsamlegrar tösku. Fjölmargir komu að aðgerðum en ekkert óeðlilegt reyndist í töskunni. Innlent 1.7.2024 10:45
Guðrún boðar lokuð búsetuúrræði strax í haust Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra gefur ekki þumlung eftir í útlendingamálunum en hún boðaðar breytingar: Fingrafaraskannar á landamærum, lokuð búsetuúrræði og að umsóknum um hæli á Íslandi verði komið niður í tvö til þrjú hundruð. Innlent 27.6.2024 10:25
Húrra Reykjavík opnar á Keflavíkurflugvelli Húrra Reykjavík, ein þekktasta fataverslun landsins, hefur opnað nýja og glæsilega verslun í brottfararsal Keflavíkurflugvallar. Þetta kemur fram í tilkynningu. Viðskipti innlent 24.6.2024 15:08
Bílastæði við Keflavíkurflugvöll að fyllast Bókanir fyrir bílastæðin við Keflavíkurflugvöll hafa ekki verið fleiri síðan sumarið 2016, þegar íslenska karlalandsliðið var að keppa á EM í knattspyrnu í Frakklandi. Líkur eru á því að bílastæðin gætu orðið uppbókuð í sumar, en ISAVIA hvetur fólk til að huga að samgönguleiðinni á flugvöllinn, þegar flugmiðinn er bókaður. Innlent 20.6.2024 16:05
Neita að borga tjón eftir að hafa mokað snjó yfir bíl Þórir Brynjúlfsson varð fyrir miklu óláni fyrir rúmlega ári síðan, þegar hann kom heim til Íslands eftir að hafa lagt bíl sínum á bílastæði ISAVIA á Keflavíkurflugvelli. Snjó hafði verið mokað upp að og undir bílinn, sem fraus og þrýstist upp í undirvagninn. Bíllinn varð fyrir nokkru tjóni, en ISAVIA og verktakinn sem sá um snjómoksturinn neita að borga tjónið. Innlent 16.6.2024 15:25
Gekk í tvo tíma að flugvellinum til að komast hjá leigubílagjaldi Ástralskur ferðalangur sem heimsótti Ísland nýlega vekur athygli á því að engar almenningssamgöngur ganga frá Reykjanesbæ að Keflavíkurflugvelli á næturnar og þar af leiðandi hafi hún ákveðið að ganga á flugvöllinn, þar sem hún átti bókað morgunflug, í stað þess að borga fyrir leigubíl. Lífið 12.6.2024 19:35
Apollo-geimfarinn sem laumaði íslenskum peningi til tunglsins „Hann var sá af Apollo-geimförunum sem mest var tengdur Íslandi,” segir Húsvíkingurinn Örlygur Hnefill Örlygsson um geimfarann og Íslandsvininn William Anders. Geimfarinn lést í flugslysi við strönd Washington-ríkis á föstudag, níræður að aldri, en vináttubönd hans við Ísland og Íslendinga áttu sér 67 ára sögu. Innlent 9.6.2024 08:12
Fleiri farþegar og betri nýting Flugfélagið Play flutti 146.692 farþega í maí 2024, sem er 14 prósent aukning frá maí á síðasta ári þegar Play flutti 128.847 farþega. Sætanýting hjá félaginu í nýliðnum maí var 86,4 prósent, samanborið við 84,8 prósent í maí í fyrra. Viðskipti innlent 7.6.2024 12:01
Ein og hálf milljón farþega á fyrstu fimm mánuðum ársins Það sem af er ári hefur Icelandair flutt um það bil 1,5 milljón farþega. Er það tíu prósentum fleiri en í fyrra. Eftirspurn eftir ferðum Íslendinga til útlanda heldur áfram að vera sterk en farþegum til Íslands hefur fækkað vegna samkeppni við aðra áfangastaði auk þess sem enn gætir neikvæðra áhrifa alþjóðlegrar fjölmiðlaumfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Viðskipti innlent 6.6.2024 16:01
Innrituðu sig á Akureyri í morgun en fljúga frá Keflavík Um 150 útskriftarnemar úr Menntaskólanum á Akureyri voru búnir að innrita farangur sinn og fara í gegnum öryggisleit á flugvellinum á Akureyri snemma í morgun þegar þeir fengu þær fréttir að flugvélin sem átti að flytja þau myndi ekki fljúga frá Akureyri heldur frá Keflavíkurflugvelli sökum veðurs. Eins og greint hefur verið frá hefur verið gefin út appelsínugul veðurviðvörun fyrir ýmsa landshluta og Akureyri þar á meðal. Innlent 5.6.2024 16:09
Icelandia kolefnisjafnar akstur flugrútunnar Kynnisferðir, sem starfa undir nafninu Icelandia, munu hér eftir kolefnisjafna allan sinn akstur í samstarfi við VAXA Technologies. Um er að ræða akstur bæði flugrútunnar og dagsferða Reykjavík Excursions. Innlent 4.6.2024 17:50
Öfugþróun að minni verðmæti komi af hverjum ferðamanni Ferðaþjónustan er að stefna í öfuga átt miðað við það markmið að hver ferðamaður skili meiri verðmætum í stað stöðugrar fjölgunar ferðamanna. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir aukna markaðssetningu einu leiðina til að snúa þessari öfugþróun við. Viðskipti innlent 4.6.2024 12:22
Svarta sviðsmyndin blasir við ferðaþjónustunni í ár Horfur í ferðaþjónustu hafa snarversnað. Gistinóttum frá áramótum fækkaði um sex prósent og bókanir á hótelum fyrir sumarið eru tíu til fimmtán prósentum færri en á sama tíma í fyrra. Viðskipti innlent 3.6.2024 22:22
Icelandair hefur flug til Halifax á nýjan leik Icelandair hóf flug til Halifax á ný 31. maí síðastliðinn. Fluginu var fagnað bæði á Keflavíkurflugvelli og við komuna til Halifax. Flogið verður til borgarinnar þrisvar í viku fram til fjórtánda október. Icelandair hefur áður flogið til borgarinnar en síðast var flogið þangað árið 2018. Viðskipti innlent 3.6.2024 16:26
Lentu í Minneapolis vegna bilunar Melding um smávægilega bilun kom upp í flugvél Icelandair á leið frá Denver í Bandaríkjunum til Keflavíkur i nótt. Í samræmi við verklag og öryggisstaðla var ákveðið að lenda í Minneapolis og láta flugvirkja skoða vélina áður en haldið væri áfram yfir hafið. Innlent 30.5.2024 10:01
Brosandi þótt aftur sé ekið á flugvél Verzlinga Útskriftarferð nýstúdenta frá Verzlunarskóla Íslands hófst með þeim pirrandi hætti að ekið var á ítalska leiguflugvél þeirra á Keflavíkurflugvelli í morgunsárið. Vonandi reynist fall fararheill. Innan við tvö ár eru síðan ekið var á flugvél Verzlinga á ferðalagi. Innlent 27.5.2024 12:52
Flugferð aflýst eftir að þjónustubíll rakst í flugvél Aflýsa þurfti flugferð útskriftarhóps til Króatíu eftir að þjónustubíll rakst utan í ítalska leiguflugvél í morgun. Ferðaskristofan Indigo segir að útlit sé fyrir að önnur flugvél fáist til þess að flytja hópinn út í dag. Innlent 27.5.2024 09:11
Lestarsamgöngur milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar Í ljósi umræðna um almenningssamgöngur milli höfuðborgarsvæðisins og Keflavíkurflugvallar er rétt að rifja upp frábæra hugmynd um lestarsamgöngur, Lava Express, sem var kynnt með pompi og prakt árið 2016. Skoðun 26.5.2024 11:00
Umtalsverðar breytingar á skipulagi Keflavíkurflugvallar Skipulagsnefnd Keflavíkurflugvallar hefur samþykkt að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Keflavíkurflugvallar. Um er að ræða umtalsverða breytingu á gildandi skipulagi en meginbreytingin felst í að aðlaga núverandi deiliskipulagsáætlun í „átt að nýrri þróunaráætlun Keflavíkurflugvallar eins og eðlilegt þykir“. Innlent 22.5.2024 19:14
Fyrsta flugi Icelandair til Pittsburgh fagnað Fyrsta áætlunarflugi Icelandair til Pittsburgh í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum var fagnað með borðaklippingu, bæði við brottför frá Keflavíkurflugvelli síðdegis í gær og einnig við komuna til Pittsburgh í gærkvöldi. Félagið hefur aldrei áður flogið til Pittsburgh en borgin er sextándi áfangastaður félagsins í Norður-Ameríku og sá tólfti í Bandaríkjunum. Viðskipti 17.5.2024 06:01
Fóru í fyrsta flugið milli Calgary og Keflavíkurflugvallar Kanadíska flugfélagið WestJet fór í dag í sínar fyrstu ferðir milli Calgary í Albertafylki og Keflavíkurflugvallar. Fyrsta fluginu var sérstaklega fagnað í morgun þar sem forstjóri Isavia og framkvæmdastjóri frá WestJet klipptu á borða áður en flogið var frá Keflavíkurflugvelli. Viðskipti innlent 16.5.2024 15:52
Segir að Play sé og verði áfram með höfuðstöðvar á Íslandi Forstjóri Play vill árétta að flugfélagið sé ekki á förum frá Íslandi. Kjarnastarfsemin sé hér á landi og verði það áfram. Í tengslum við stækkunarfasa félagsins séu hins vegar uppi hugmyndir um að tvær til þrjár flugvélar verði staðsettar í öðru landi. Viðskipti innlent 16.5.2024 13:34
Base parking gjaldþrota Bílastæðaþjónustan Base Parking á Keflavíkurflugvelli var úrskurðuð gjaldþrota í Héraðsdómi Reykjaness í síðustu viku. Vefsíðu hennar hefur verið lokað, rúmum tveimur vikum eftir að nafni félagsins var breytt í Siglt í strand ehf. Fyrirtækið hefur ítrekað ratað í fréttir vegna óánægju viðskiptavina með þjónustuna. Viðskipti innlent 15.5.2024 14:29
Flugvél Icelandair þurfti að snúa við Flugvél Icelandair sem lögð var af stað til Glasgow í Skotlandi þurfti að snúa við skömmu eftir brottför. Vélin tók á loft rétt fyrir hálf ellefu í morgun en upp úr ellefu barst boðun um vélarvanda og óskað var eftir því að vélinni yrði snúið við. Innlent 15.5.2024 12:25
Brottfarirnar í apríl nokkuð færri en á síðasta ári Brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru um 137 þúsund í nýliðnum apríl samkvæmt mælingum Ferðamálastofu. Um er að ræða fimm þúsund færri brottfarir en mældust í apríl í fyrra (-3,5 prósent). Ríflega þriðjungur brottfara voru tilkomnar vegna Bandaríkjamanna og Breta. Viðskipti innlent 10.5.2024 13:23
Vildi heimsækja krabbameinssjúka móður sína en vísað úr landi Hvítrússneskum manni sem kom hingað til lands til þess að heimsækja krabbameinssjúka móður sína var vísað til baka úr landi á Keflavíkurflugvelli þar sem lögregla taldi ástæða heimsóknar hans ekki ljósa. Maðurinn var sendur til annarrar borgar en hann kom hingað frá. Innlent 8.5.2024 07:00