
Danski handboltinn

Íþróttastjóri GOG staðfestir viðræður við Snorra Stein
Íþróttastjóri danska handknattleiksliðsins GOG staðfesti í viðtali á dönsku sjónvarpsstöðinni TV3 Sport nú í kvöld að hann hafi rætt við Snorra Stein Guðjónsson um að hann taki við þjálfun liðsins.

GOG liggur á að ráða nýjan þjálfara: „Höfum átt í viðræðum“
Kasper Jørgensen, íþróttastjóri dönsku meistaranna GOG í handbolta, segir forsvarsmenn félagsins hafa fast mótaða mynd af kandídötum þegar kemur að ráðningu á næsta þjálfara þess. Snorri Steinn Guðjónsson er orðaður við stöðuna.

GOG gæti stolið Snorra frá HSÍ á síðustu stundu
Forsvarsmenn danska handknattleiksfélagsins GOG hafa sett sig í samband við Snorra Stein Guðjónsson, þjálfara Vals, með það í huga að hann snúi aftur til félagsins og taki við sem þjálfari liðsins.

„Handboltanördinn“ Guðmundur fær sjaldséð hrós frá dönsku pressunni
Íslenski handboltaþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson er búinn að koma Fredericia í undanúrslit um danska meistaratitilinn og þetta afrek hefur ekki farið fram hjá neinum sem fylgjast með danska handboltanum.

Guðmundur vakti björn sem hafði verið sofandi í 43 ár
Mikil gleði ríkir nú í herbúðum danska handboltafélagsins Federicia sem hefur, undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar, tryggt sér sæti í undanúrslitum dönsku úrvalsdeildarinnar.

Aron frábær og Álaborg komið í undanúrslit
Aron Pálmarsson fór mikinn í átta marka sigri Álaborgar á Skjern í dönsku úrvalsdeildinni. Bæði lið eru komin í undanúrslit.

Guðmundur fullviss um að ákvörðun sín hafi verið sú rétta í stöðunni
Guðmundur Guðmundsson, þjálfari Federicia sem spilar í efstu deild Danmerkur í handbolta, segist fullviss um að ákvörðun sín að taka ekki leikhlé á lokaandartökum mikilvægs leiks gegn GOG á dögunum, hafi verið sú rétta í stöðunni.

Segir að Guðmundur fái þá til að trúa því að þeir geti unnið alla
Guðmundur Guðmundsson og lærisveinar hans í Fredericia stigu stórt skref í átt að undanúrslitum um danska meistaratitilinn með því að ná jafntefli á móti GOG.

Íslendingar í eldlínunni í Danmörku
Einar Þorsteinn Ólafsson og Daníel Freyr Andrésson voru í eldlínunni með sínum liðum í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik í dag.

Jafnt í þýðingalitlum Íslendingaslag
Álaborg og Ribe-Esbjerg gerðu 36-36 jafntefli í síðasta leik liðanna í úrslitakeppnisriðli í danska handboltanum í dag. Álaborg var búið að tryggja sér sæti í undanúrslitum fyrir leikinn.

Flensburg lagði Íslendingaliðið og er með í titilbaráttunni
Lið Flensburg er enn með í toppbaráttunni í þýska handboltanum en liðið vann sigur á Íslendingaliðinu Melsungen í kvöld. Þá vann Bergischer sigur á Leipzig í öðrum Íslendingaslag.

Aron öflugur þegar Álaborg tryggði sér sæti í undanúrslitum
Aron Pálmarsson og félagar hans í Álaborg eru komnir í undanúrslit dönsku deildarinnar eftir 28-26 sigur á KIF Kolding í kvöld. Þá vann Holstebro heimasigur á Lemvig og tryggði sæti sitt í deildinni.

Elvar skoraði sex mörk í sigri Ribe-Esbjerg
Íslenski landsliðsmaðurinn í handbolta, Elvar Ásgeirsson, fór fyrir Ribe-Esbjerg í markaskorun er liðið bar sigurorðið af KIF Kolding í dönsku úrvalsdeildinni í dag.

Lærisveinar Guðmundar í góðri stöðu í Danmörku
Lærisveinar Guðmundar Guðmundssonar hjá danska úrvalsdeildarfélaginu Federicia unnu sinn annan leik í röð í dag er liðið tók á móti Skandrborg í úrslitakeppni dönsku deildarinnar.

Misjafnt gengi Íslendingaliðanna
Íslendingaliðin Álaborg og Ribe-Esbjerg áttu misjöfnu gengi að fagna í úrslitakeppni danska handboltans í dag.

Elvar hetjan í ótrúlegri endurkomu Ribe-Esbjerg gegn Álaborg
Aron Pálmarsson og samherjar hans í Álaborg naga sig eflaust í handarbökin eftir ótrúlegt hrun liðsins gegn Ribe-Esbjerg þegar liðin mættust í úrslitakeppni dönsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik í kvöld.

Elín Jóna spilaði í stóru tapi
Elín Jóna Þorsteindóttir og samherjar hennar í Ringköbing máttu þola ellefu marka tap þegar liðið tók á móti Ikast í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik í kvöld.

Lærisveinar Gumma Gumm tryggðu sér úrslitakeppnissæti
Guðmundur Guðmundsson og lærisveinar hans í Fredericia eru búnir að tryggja sér sæti í úrslitakeppni dönsku úrvalsdeildarinnar eftir fjögurra marka sigur gegn Íslendingaliði Ribe-Esbjerg í kvöld, 33-29.

Kveðja „íslenska múrinn“ með miklum trega en Elín fer til Álaborgar
Elín Jóna Þorsteinsdóttir, landsliðsmarkvörður í handbolta, hefur ákveðið að söðla um í Danmörku þrátt fyrir mikinn áhuga Ringköbing á að halda henni í sínum röðum.

Aron meiddist á læri í sigri helgarinnar
Svo virðist sem landsliðsfyrirliðinn Aron Pálmarsson hafi meiðst á læri um helgina þegar Álaborg vann öruggan sigur á Mors-Thy í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta.

Aron, Bjarki Már og Óðinn Þór allir markahæstir
Landsliðsmennirnir Aron Pálmarsson, Bjarki Már Elísson og Óðinn Þór Ríkharðsson áttu mjög góða leiki fyrir félagslið sín í kvöld. Voru þeir allir markahæstir í góðum sigrum.

Andrea markahæst í stórsigri toppliðsins
Íslenska landsliðskonan Andrea Jacobsen átti góðan leik þegar lið hennar, Álaborg, vann öruggan sigur í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag.

Búinn að vinna alla leikina eftir vonbrigðin með Íslandi á HM
Danska liðið Fredericia er heldur betur að njóta góðs að því að íslenski þjálfari liðsins hefur ýmislegt að sanna eftir erfitt heimsmeistaramót.

Frábær leikur Arons dugði ekki gegn lærisveinum Guðmundar
Aron Pálmarsson átti frábæran leik fyrir Álaborg þegar liðið mátti þola eins marks tap á útivelli gegn lærisveinum Guðmundar Guðmundssonar í Fredericia, lokatölur 29-28.

Lærisveinar Halldórs án sigurs í sjö leikjum í röð
Danska úrvalsdeildarfélagið TTH Holstebro mátti þola þriggja marka tap er liðið heimsótti SønderjyskE í kvöld, 33-30. Þetta var fyrsti leikur félagsins eftir að Halldór Jóhann Sigfússon tók við sem aðalþjálfari liðsins, en hann hafði hingað til gengt stöðu aðstoðarþjálfara.

Botnar ekkert í býttunum hjá Halldóri
Halldór Jóhann Sigfússon er orðinn aðalþjálfari danska handboltaliðsins TTH Holstebro, eftir að hafa verið aðstoðarþjálfari liðsins. Það vekur hins vegar furðu sumra að maðurinn sem Halldór tekur við af, Sören Hansen, fer í starf Halldórs sem aðstoðarþjálfari.

Tap hjá Ribe-Esbjerg gegn meisturunum
Dönsku meistararnir í GOG unnu öruggan sigur á Ribe-Esbjerg í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik í dag. Þrír Íslendingar leik með Ribe-Esbjerg.

Elín Jóna öflug í sigri
Nokkrar íslenskar handboltakonur voru í eldlínunni í evrópskum handbolta í dag.

Guðmundur stýrði Frederecia til sigurs í fyrsta leiknum eftir að hann hætti með landsliðið
Guðmundur Guðmundsson stýrði Frederecia til stórsigurs í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik í dag.

Auðvelt hjá Álaborg gegn Sönderjyske
Aron Pálmarsson átti fínan leik fyrir Álaborg sem lagði Sönderjyske auðveldlega í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik í kvöld.