Norski handboltinn

Fréttamynd

Ís­lendinga­lið Kol­stad byrjar á sigri

Landsliðsmennirnir Sigvaldi Björn Guðjónsson og Janus Daði Smárason byrja tímabilið í Noregi á sigri en þeir gengu í raðir ofurliðs Kolstad í sumar. Liðið lagði Nærbø naumlega í kvöld með tveggja marka mun, lokatölur 29-27.

Handbolti
Fréttamynd

Janus og Sigvaldi fóru á kostum í Evrópusigri Kolstad

Landsliðsmennirnir Janus Daði Smárason og Sigvaldi Björn Guðjónsson áttu báðir frábæran leik er norska verðandi ofurliðið Kolstad vann tveggja marka sigur gegn Drammen í fyrstu umferð undankeppni Evrópudeildarinnar í handbolta í gær, 28-26.

Handbolti
Fréttamynd

Orri og Aron í úrslit

Orri Freyr Þorkelsson og Aron Dagur Pálsson, leikmenn Elverum, eru komnir áfram í úrslitaeinvígið um norska meistaratitilinn í handbolta eftir stórsigur á Nærbø í undanúrslitum, 40-28. Elverum vinnur einvígið samanlagt 3-0.

Handbolti
Fréttamynd

Orri skoraði fimm og Elverum er einum sigri frá úrslitum

Orri Freyr Þorkelsson átti góðan leik er norsku meistararnir í Elverum unnu öruggan tíu marka sigur í undanúrslitum norsku úrslitakeppninnar gegn Nærbø í handbolta í kvöld, 34-24. Elverum hefur nú unnið fyrstu tvær viðureignir liðanna og er því aðeins einum sigri frá úrslitaeinvíginu.

Handbolti
Fréttamynd

Orri og Aron meistarar í miðjum leik

Orri Freyr Þorkelsson og Aron Dagur Pálsson urðu í gærkvöld að sætta sig við tap með norska handboltaliðinu Elverum. Á meðan á leiknum stóð urðu þeir engu að síður deildarmeistarar.

Handbolti
Fréttamynd

„Hún hefur valið rétta foreldra“

Ein af stjörnum norska kvennalandsliðsins á nýafstöðnu heimsmeistaramóti í handbolta var hin 22 ára Henny Reistad. Þórir Hergeirsson, þjálfari Noregs, segir hana einstakan leikmann.

Handbolti