Lögreglan Sýknaður eftir að myndband lögreglu fannst ekki Maður var sýknaður af ákæru fyrir að hafa ekið án ökuréttinda eftir að sönnunargögn lögreglu fóru forgörðum. Myndbandsupptaka lögreglu sem átti að varpa ljósi á málið fannst hvergi við málsmeðferðina og héraðsdómari taldi að vafa, vegna annmarka á rannsókninni, bæri að skýra ákærða í hag. Innlent 26.3.2022 13:54 Af hverju lögreglufræði? Fyrir mig var það áhorf á of marga Criminal minds þætti. Ég meina hver vill ekki vera eins gáfaður og Reid eða jafn grjótharður og JJ! Skoðun 24.3.2022 18:31 Tímasetning heræfingar á Íslandi ekki sögð tengjast Úkraínustríði Herskip frá fimm NATO-ríkjum taka þátt í heræfingunni Norður-Víkingi sem fram fer á Íslandi og í hafinu við landið í fyrri hluta næsta mánaðar. Sérfræðingur um varnarmál telur engar líkur á að æfingin tengist spennu vegna Úkraínustríðsins. Innlent 23.3.2022 22:02 Hver á að gæta varðanna? Á Íslandi sinnir lögreglan því hlutverki að tryggja lög og reglu. Til að hún geti sinnt þessu hlutverki fær hún miklar heimildir meðal annars til valdbeitingar, rannsóknar mála og svo mætti lengi telja. Fyrir vikið er mikilvægt að um störf lögreglunnar ríki bæði traust og sátt og hún ræki störf sín af ábyrgð og kostgæfni. Skoðun 18.3.2022 07:00 Landsréttur vísaði máli Aðalsteins frá og blaðamennirnir verða kallaðir til skýrslutöku Landsréttur vísaði í dag kæru Aðalsteins Kjartanssonar, blaðamanns á Stundinni, gegn embætti lögreglustjórans á Norðurlandi eystra frá héraðsdómi. Héraðsdómur Norðurlands eystra hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að ákvörðun lögreglu um taka skýrslu af Aðalsteini sem sakborningi hafi verið ólögmæt. Innlent 16.3.2022 19:16 Ráðherra skipar starfshóp um réttarstöðu heilbrigðisstarfsfólks „Ég tel nauðsynlegt að taka þessi mál upp að nýju og nýta þá vinnu sem fyrir liggur í þessum efnum,“ segir Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra, sem hefur ákveðið að taka til skoðunar réttarstöðu heilbrigðisstarfsfólks í tengslum við tilkynningar og rannsókn alvarlegra atvika í heilbrigðisþjónustu. Innlent 15.3.2022 12:27 Fær fimmtán milljónir vegna aðgerða lögreglu í fíkniefnamáli Íslenska ríkið hefur verið dæmt til að greiða manni fimmtán milljónir króna í skaðabætur vegna varanlegs miska, tímabundins atvinnutjóns og þjáninga sem hann varð fyrir af völdum aðgerða lögreglu í apríl 2010. Innlent 14.3.2022 11:14 Vissi að lögreglan fylgdist með honum vegna dularfulls leka Maður sem grunaður er um skipulagða glæpastarfsemi segir vinnubrögð lögreglu í máli sínu yfirdrifin og til skammar. Alvarlegur gagnaleki úr lögreglu síðasta sumar kom sér vel fyrir manninn, sem á langan brotaferil að baki. Innlent 13.3.2022 10:00 Vill skerpa heimildir lögreglu til að geta „gripið fyrr inn í atburðarás“ Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur lagt fram frumvarp í samráðsgátt stjórnvalda sem ætlað er að skýra heimildir lögreglu til að grípa til aðgerða í þágu afbrotavarna. Er þar litið til þess sem snýr að afbrotum eða athöfnum sem talin eru geta raskað öryggi borgaranna og ríkisins, afbrot sem tengjast skipulagðri brotastarfsemi og afbrot sem framin eru á netinu, líkt og það er orðað. Innlent 9.3.2022 07:42 Hættuástandi lýst yfir á landamærunum vegna fjöldaflótta frá Úkraínu Viðbragðsáætlun Ríkislögreglustjóra hefur verið virkjuð vegna yfirálags á landamærum og hún færð úr óvissustigi yfir á hættustig. Með því eru virkjuð tæki, tól og aðstoð til að taka sem best á móti stærri hópum af fólki í neyð. Innlent 8.3.2022 17:33 „Óásættanlegt að nauðganir séu hluti af skemmtanalífinu“ Nauðganir eiga ekki að vera ásættanlegur hluti af skemmtanalífinu segir ríkislögreglustjóri sem í dag hratt af stað átaki til fækka þeim ásamt dómsmálaráðherra og Neyðarlínunni. Almenningur er hvattur til að taka þátt, vera vakandi og láta vita. Innlent 1.3.2022 19:00 Banna köfun að flakinu í Þingvallavatni til að tryggja sönnunargögn Lögreglustjórinn á Suðurlandi hefur ákveðið að banna köfun í Ölfusvatnsvík frá og með deginum í dag þar sem enn á eftir að ná flaki flugvélarinnar TF-ABB á land. Ekki hefur reynst mögulegt að ná flakinu úr vatninu. Lögregla segist ekki vita til þess að einhver hafi reynt að kafa að flakinu en segist hafa vitneskju um umræðu um slíkt meðal þeirra sem þekkja til köfunar. Innlent 1.3.2022 16:32 Munu kæra ef lögreglan heldur yfirheyrslum til streitu Ritstjóri Kjarnans á ekki von á að lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra muni halda til streitu yfirheyrslum á fjórum blaðamönnum eftir að héraðsdómur kvað upp úr um ólögmæti þess að einn þeirra yrði yfirheyrður með stöðu sakbornings. Hann segist munu kæra ef lögreglan geri slíkt. Innlent 1.3.2022 13:32 Páleyju óheimilt að gera Aðalstein að sakborningi Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur úrskurðað í máli Aðalsteins Kjartanssonar blaðamanns á Stundinni en hann kærði þá ákvörðun lögreglunnar á Norðurlandi eystra að gera hann í sakborningi í máli sem snýr að eitrun og stuldi á síma Páls Steingrímssonar skipstjóra hjá Samherja. Niðurstaða dómarans er að Páleyju Borgþórsdóttur lögreglustjóra hafi verið það óheimilt. Innlent 28.2.2022 14:23 #Metoo-byltingin étur blaðamenn Gott fólk hefur nú ólmast við það áratugum saman að teygja hugtakið „kynferðisbrot” út og suður svo það hefur nánast glatað merkingu sinni. Tilgangurinn er göfugur. Kona sem verður fyrir barðinu á kynlífsfrekju skal fá atvikið viðurkennt sem svívirðilegan glæp. Skoðun 28.2.2022 07:30 Blaðamenn segja greinargerðina einkennast af dylgjum og getgátum Ýmissa grasa kennir í greinargerð Eyþórs Þorbergssonar aðstoðarsaksóknara, þar sem afstaða Páleyjar Borgþórsdóttur lögreglustjóra og lögregluembættisins birtist til rannsóknar á hlut blaðamanna í sakamáli sem snýr að eitrun, símastuldi og svo dreifingu kynferðislegs efnis. Innlent 24.2.2022 22:41 Þær sem fengu niðurfellingu í meðhöndlaramálinu: „Þetta var ógeðslegt ferli“ Konur sem kærðu meðhöndlara fyrir kynferðisbrot gagnrýna það hve fáar ákærur voru gefnar út í málinu en ellefu af fimmtán málum voru felld niður. Konurnar segja óeðlilegt að horft sé á hvert og eitt mál sjálfstætt og að fjöldi kæra hafi ekki áhrif. Um 40 konur hafa leitað til réttargæslumanns vegna meðhöndlarans. Innlent 23.2.2022 19:30 Fjölga á tilkynningum um kynferðisbrot til lögreglu Frá árinu 2010 hefur tilkynningum vegna kynferðisofbeldis fjölgað nær stöðugt hjá lögreglu. Fjölgun eða fækkun skráðra kynferðisbrota getur verið vegna raunverulegra breytinga í samfélaginu en einnig vegna ytri þátta sem hafa áhrif á skilgreiningu brota og það hvort þau eru tilkynnt eða ekki. Skoðun 22.2.2022 09:00 Er lögreglan yfir gagnrýni hafin? Ég var einn af þeim fjölmörgu sem saman unnu að því að efla til mótmæla nú um helgina, bæði á Akureyri og í Reykjavík. Mótmælin, bæði sunnan og norðan heiða, fóru fram á friðsælan hátt. Þess vegna þykir mér afskaplega skrýtið að vera einn af þeim sem aðstoðarmaður dómsmálaráðherra sakar um að vega að störfum lögreglu. Skoðun 21.2.2022 12:01 Að beita valdi og múlbinda Þegar blaðamenn eru komnir með stöðu grunaðra hjá lögregluyfirvöldum fyrir það eitt að segja fréttir vakna áleitnar spurningar um stöðu lýðræðisins. Það er erfitt að sjá af þeim upplýsingum sem lögreglan lætur frá sér að þessi för gegn blaðamönnum sem sögðu fréttir af skæruliðadeild Samherja sé til neins annars en að leggja fyrirhöfn og kostnað á blaðamenn, hugsanlega til að vera öðrum víti til varnaðar. Þannig er það hættulegt lýðræðinu og frjálsum fjölmiðlum þegar ríkisvaldið beitir sér með þessum hætti. Blaðamenn sem skrifa gegn stjórnmála- eða peningavaldinu eiga skilið vernd og stuðning frá samfélagi sínu, sú vernd er að hluta til bundin í lög, en hún er ekki nóg ein og sér. Það er því skylda þeirra sem vilja verja lýðræðið að tala gegn þöggun, sérstaklega þegar ríkisvaldið beitir henni. Skoðun 18.2.2022 16:31 Sex sækjast eftir tveimur embættum aðstoðarlögreglustjóra Hulda Elsa Björgvinsdóttir, staðgengill lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu og sviðsstjóri ákærusviðs, og Karl Ingi Vilbergsson, lögreglustjórinn á Vestfjörðum, sækjast eftir lausri stöðu embættis aðstoðarlögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu. Greint er frá þessu á vef dómsmálaráðuneytisins. Innlent 18.2.2022 12:35 Þvertaka fyrir að sérsveitin hafi miðað byssu á íbúa Samskiptastjóri hjá ríkislögreglustjóra þvertekur fyrir að sérsveitarmaður hafi beint vopni að húsráðanda við húsleit í Kórahverfinu í Kópavogi aðfaranótt fimmtudagsins 10. febrúar. Íbúi fullyrti í viðtali á Vísi í gær að sérsveitarmaður hefði miðað á hann vopni. Innlent 17.2.2022 16:06 Vopnleysið kvatt? Reglulega hefur verið rætt um auknar heimildir almennra lögreglumanna til þess að bera vopn síðustu ár, en umræðan hefur jafnan mætt andstöðu almennings. Nú á dögunum hefur umræðan verið tekin upp að nýju vegna atvika sem, eins og ber að skilja, veldur lögreglumönnum áhyggjum um hvort þeir geti tryggt öryggi sitt og almennings. Skoðun 16.2.2022 17:00 Kalla eftir fjölgun lögreglumanna og auknum rannsóknarheimildum Stjórn Landssambands lögreglumanna hefur gefið út ályktun þar sem hún lýsir yfir þungum áhyggjum af öryggi lögreglumanna í kjölfar atvika þar sem skotvopnum hefur verið beitt. Innlent 16.2.2022 07:36 Hefur áhyggjur af því hversu auðvelt sé að flytja inn byssur Stjórn Landssambands lögreglumanna mun funda í dag og ræða vopnaburð og öryggismál lögregluþjóna. Fjölnir Sæmundsson, formaður sambandsins, segir skoðanir skiptar á almennum vopnaburði lögreglumanna. Innlent 15.2.2022 06:26 Vill skoða að vopna lögregluna með rafbyssum Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra vill skoða að vopna almenna íslenska lögreglumenn með rafbyssum. Hann segir tölur yfir vélbyssur hér á landi sláandi en 252 sjálfvirk skotvopn voru flutt inn til landsins árið 2020. Innlent 14.2.2022 11:39 Umræðan um ofbeldi hávær og óþægileg en „algjörlega nauðsynleg“ Umræðan um ofbeldi í samfélaginu er „á köflum hávær, jafnvel óþægileg, en algjörlega nauðsynleg,“ segir Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, í pistli á lögregluvefnum. Innlent 11.2.2022 09:21 Lögregla sökuð um að hafa borið púðurleifar á grunaðan í Rauðagerðismálinu Litháískur ríkisborgari hefur kvartað til nefndar um eftirlit með lögreglu og krefst rannsóknar á því hvort lögregla hafi gerst brotleg þegar hann var handtekinn og síðar dæmdur í gæsluvarðahald í kjölfar morðsins í Rauðagerði. Innlent 3.2.2022 07:52 Lögreglan stuðlar að dreifingu amfetamíns — kyndir hún næst undir morðum? Í nýlegri frétt á RÚV má lesa eftirfarandi: „... lögreglan hafi farið í leynilega húsleit á heimili mannsins í desember fyrir þremur árum þar sem hún fann lítra af amfetamínbasa og rúmlega 400 grömm af amfetamíni.“ Skoðun 1.2.2022 14:01 Dæmdur til greiðslu skaðabóta fyrir að brjóta rúðu lögreglubíls Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt mann til greiðslu tæplega 100 þúsund króna í skaðabætur fyrir að hafa brotið rúðu í lögreglubíl í mars á síðasta ári. Manninum var annars ekki gerð sérstök refsing í málinu. Innlent 31.1.2022 09:00 « ‹ 17 18 19 20 21 22 23 24 25 … 39 ›
Sýknaður eftir að myndband lögreglu fannst ekki Maður var sýknaður af ákæru fyrir að hafa ekið án ökuréttinda eftir að sönnunargögn lögreglu fóru forgörðum. Myndbandsupptaka lögreglu sem átti að varpa ljósi á málið fannst hvergi við málsmeðferðina og héraðsdómari taldi að vafa, vegna annmarka á rannsókninni, bæri að skýra ákærða í hag. Innlent 26.3.2022 13:54
Af hverju lögreglufræði? Fyrir mig var það áhorf á of marga Criminal minds þætti. Ég meina hver vill ekki vera eins gáfaður og Reid eða jafn grjótharður og JJ! Skoðun 24.3.2022 18:31
Tímasetning heræfingar á Íslandi ekki sögð tengjast Úkraínustríði Herskip frá fimm NATO-ríkjum taka þátt í heræfingunni Norður-Víkingi sem fram fer á Íslandi og í hafinu við landið í fyrri hluta næsta mánaðar. Sérfræðingur um varnarmál telur engar líkur á að æfingin tengist spennu vegna Úkraínustríðsins. Innlent 23.3.2022 22:02
Hver á að gæta varðanna? Á Íslandi sinnir lögreglan því hlutverki að tryggja lög og reglu. Til að hún geti sinnt þessu hlutverki fær hún miklar heimildir meðal annars til valdbeitingar, rannsóknar mála og svo mætti lengi telja. Fyrir vikið er mikilvægt að um störf lögreglunnar ríki bæði traust og sátt og hún ræki störf sín af ábyrgð og kostgæfni. Skoðun 18.3.2022 07:00
Landsréttur vísaði máli Aðalsteins frá og blaðamennirnir verða kallaðir til skýrslutöku Landsréttur vísaði í dag kæru Aðalsteins Kjartanssonar, blaðamanns á Stundinni, gegn embætti lögreglustjórans á Norðurlandi eystra frá héraðsdómi. Héraðsdómur Norðurlands eystra hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að ákvörðun lögreglu um taka skýrslu af Aðalsteini sem sakborningi hafi verið ólögmæt. Innlent 16.3.2022 19:16
Ráðherra skipar starfshóp um réttarstöðu heilbrigðisstarfsfólks „Ég tel nauðsynlegt að taka þessi mál upp að nýju og nýta þá vinnu sem fyrir liggur í þessum efnum,“ segir Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra, sem hefur ákveðið að taka til skoðunar réttarstöðu heilbrigðisstarfsfólks í tengslum við tilkynningar og rannsókn alvarlegra atvika í heilbrigðisþjónustu. Innlent 15.3.2022 12:27
Fær fimmtán milljónir vegna aðgerða lögreglu í fíkniefnamáli Íslenska ríkið hefur verið dæmt til að greiða manni fimmtán milljónir króna í skaðabætur vegna varanlegs miska, tímabundins atvinnutjóns og þjáninga sem hann varð fyrir af völdum aðgerða lögreglu í apríl 2010. Innlent 14.3.2022 11:14
Vissi að lögreglan fylgdist með honum vegna dularfulls leka Maður sem grunaður er um skipulagða glæpastarfsemi segir vinnubrögð lögreglu í máli sínu yfirdrifin og til skammar. Alvarlegur gagnaleki úr lögreglu síðasta sumar kom sér vel fyrir manninn, sem á langan brotaferil að baki. Innlent 13.3.2022 10:00
Vill skerpa heimildir lögreglu til að geta „gripið fyrr inn í atburðarás“ Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur lagt fram frumvarp í samráðsgátt stjórnvalda sem ætlað er að skýra heimildir lögreglu til að grípa til aðgerða í þágu afbrotavarna. Er þar litið til þess sem snýr að afbrotum eða athöfnum sem talin eru geta raskað öryggi borgaranna og ríkisins, afbrot sem tengjast skipulagðri brotastarfsemi og afbrot sem framin eru á netinu, líkt og það er orðað. Innlent 9.3.2022 07:42
Hættuástandi lýst yfir á landamærunum vegna fjöldaflótta frá Úkraínu Viðbragðsáætlun Ríkislögreglustjóra hefur verið virkjuð vegna yfirálags á landamærum og hún færð úr óvissustigi yfir á hættustig. Með því eru virkjuð tæki, tól og aðstoð til að taka sem best á móti stærri hópum af fólki í neyð. Innlent 8.3.2022 17:33
„Óásættanlegt að nauðganir séu hluti af skemmtanalífinu“ Nauðganir eiga ekki að vera ásættanlegur hluti af skemmtanalífinu segir ríkislögreglustjóri sem í dag hratt af stað átaki til fækka þeim ásamt dómsmálaráðherra og Neyðarlínunni. Almenningur er hvattur til að taka þátt, vera vakandi og láta vita. Innlent 1.3.2022 19:00
Banna köfun að flakinu í Þingvallavatni til að tryggja sönnunargögn Lögreglustjórinn á Suðurlandi hefur ákveðið að banna köfun í Ölfusvatnsvík frá og með deginum í dag þar sem enn á eftir að ná flaki flugvélarinnar TF-ABB á land. Ekki hefur reynst mögulegt að ná flakinu úr vatninu. Lögregla segist ekki vita til þess að einhver hafi reynt að kafa að flakinu en segist hafa vitneskju um umræðu um slíkt meðal þeirra sem þekkja til köfunar. Innlent 1.3.2022 16:32
Munu kæra ef lögreglan heldur yfirheyrslum til streitu Ritstjóri Kjarnans á ekki von á að lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra muni halda til streitu yfirheyrslum á fjórum blaðamönnum eftir að héraðsdómur kvað upp úr um ólögmæti þess að einn þeirra yrði yfirheyrður með stöðu sakbornings. Hann segist munu kæra ef lögreglan geri slíkt. Innlent 1.3.2022 13:32
Páleyju óheimilt að gera Aðalstein að sakborningi Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur úrskurðað í máli Aðalsteins Kjartanssonar blaðamanns á Stundinni en hann kærði þá ákvörðun lögreglunnar á Norðurlandi eystra að gera hann í sakborningi í máli sem snýr að eitrun og stuldi á síma Páls Steingrímssonar skipstjóra hjá Samherja. Niðurstaða dómarans er að Páleyju Borgþórsdóttur lögreglustjóra hafi verið það óheimilt. Innlent 28.2.2022 14:23
#Metoo-byltingin étur blaðamenn Gott fólk hefur nú ólmast við það áratugum saman að teygja hugtakið „kynferðisbrot” út og suður svo það hefur nánast glatað merkingu sinni. Tilgangurinn er göfugur. Kona sem verður fyrir barðinu á kynlífsfrekju skal fá atvikið viðurkennt sem svívirðilegan glæp. Skoðun 28.2.2022 07:30
Blaðamenn segja greinargerðina einkennast af dylgjum og getgátum Ýmissa grasa kennir í greinargerð Eyþórs Þorbergssonar aðstoðarsaksóknara, þar sem afstaða Páleyjar Borgþórsdóttur lögreglustjóra og lögregluembættisins birtist til rannsóknar á hlut blaðamanna í sakamáli sem snýr að eitrun, símastuldi og svo dreifingu kynferðislegs efnis. Innlent 24.2.2022 22:41
Þær sem fengu niðurfellingu í meðhöndlaramálinu: „Þetta var ógeðslegt ferli“ Konur sem kærðu meðhöndlara fyrir kynferðisbrot gagnrýna það hve fáar ákærur voru gefnar út í málinu en ellefu af fimmtán málum voru felld niður. Konurnar segja óeðlilegt að horft sé á hvert og eitt mál sjálfstætt og að fjöldi kæra hafi ekki áhrif. Um 40 konur hafa leitað til réttargæslumanns vegna meðhöndlarans. Innlent 23.2.2022 19:30
Fjölga á tilkynningum um kynferðisbrot til lögreglu Frá árinu 2010 hefur tilkynningum vegna kynferðisofbeldis fjölgað nær stöðugt hjá lögreglu. Fjölgun eða fækkun skráðra kynferðisbrota getur verið vegna raunverulegra breytinga í samfélaginu en einnig vegna ytri þátta sem hafa áhrif á skilgreiningu brota og það hvort þau eru tilkynnt eða ekki. Skoðun 22.2.2022 09:00
Er lögreglan yfir gagnrýni hafin? Ég var einn af þeim fjölmörgu sem saman unnu að því að efla til mótmæla nú um helgina, bæði á Akureyri og í Reykjavík. Mótmælin, bæði sunnan og norðan heiða, fóru fram á friðsælan hátt. Þess vegna þykir mér afskaplega skrýtið að vera einn af þeim sem aðstoðarmaður dómsmálaráðherra sakar um að vega að störfum lögreglu. Skoðun 21.2.2022 12:01
Að beita valdi og múlbinda Þegar blaðamenn eru komnir með stöðu grunaðra hjá lögregluyfirvöldum fyrir það eitt að segja fréttir vakna áleitnar spurningar um stöðu lýðræðisins. Það er erfitt að sjá af þeim upplýsingum sem lögreglan lætur frá sér að þessi för gegn blaðamönnum sem sögðu fréttir af skæruliðadeild Samherja sé til neins annars en að leggja fyrirhöfn og kostnað á blaðamenn, hugsanlega til að vera öðrum víti til varnaðar. Þannig er það hættulegt lýðræðinu og frjálsum fjölmiðlum þegar ríkisvaldið beitir sér með þessum hætti. Blaðamenn sem skrifa gegn stjórnmála- eða peningavaldinu eiga skilið vernd og stuðning frá samfélagi sínu, sú vernd er að hluta til bundin í lög, en hún er ekki nóg ein og sér. Það er því skylda þeirra sem vilja verja lýðræðið að tala gegn þöggun, sérstaklega þegar ríkisvaldið beitir henni. Skoðun 18.2.2022 16:31
Sex sækjast eftir tveimur embættum aðstoðarlögreglustjóra Hulda Elsa Björgvinsdóttir, staðgengill lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu og sviðsstjóri ákærusviðs, og Karl Ingi Vilbergsson, lögreglustjórinn á Vestfjörðum, sækjast eftir lausri stöðu embættis aðstoðarlögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu. Greint er frá þessu á vef dómsmálaráðuneytisins. Innlent 18.2.2022 12:35
Þvertaka fyrir að sérsveitin hafi miðað byssu á íbúa Samskiptastjóri hjá ríkislögreglustjóra þvertekur fyrir að sérsveitarmaður hafi beint vopni að húsráðanda við húsleit í Kórahverfinu í Kópavogi aðfaranótt fimmtudagsins 10. febrúar. Íbúi fullyrti í viðtali á Vísi í gær að sérsveitarmaður hefði miðað á hann vopni. Innlent 17.2.2022 16:06
Vopnleysið kvatt? Reglulega hefur verið rætt um auknar heimildir almennra lögreglumanna til þess að bera vopn síðustu ár, en umræðan hefur jafnan mætt andstöðu almennings. Nú á dögunum hefur umræðan verið tekin upp að nýju vegna atvika sem, eins og ber að skilja, veldur lögreglumönnum áhyggjum um hvort þeir geti tryggt öryggi sitt og almennings. Skoðun 16.2.2022 17:00
Kalla eftir fjölgun lögreglumanna og auknum rannsóknarheimildum Stjórn Landssambands lögreglumanna hefur gefið út ályktun þar sem hún lýsir yfir þungum áhyggjum af öryggi lögreglumanna í kjölfar atvika þar sem skotvopnum hefur verið beitt. Innlent 16.2.2022 07:36
Hefur áhyggjur af því hversu auðvelt sé að flytja inn byssur Stjórn Landssambands lögreglumanna mun funda í dag og ræða vopnaburð og öryggismál lögregluþjóna. Fjölnir Sæmundsson, formaður sambandsins, segir skoðanir skiptar á almennum vopnaburði lögreglumanna. Innlent 15.2.2022 06:26
Vill skoða að vopna lögregluna með rafbyssum Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra vill skoða að vopna almenna íslenska lögreglumenn með rafbyssum. Hann segir tölur yfir vélbyssur hér á landi sláandi en 252 sjálfvirk skotvopn voru flutt inn til landsins árið 2020. Innlent 14.2.2022 11:39
Umræðan um ofbeldi hávær og óþægileg en „algjörlega nauðsynleg“ Umræðan um ofbeldi í samfélaginu er „á köflum hávær, jafnvel óþægileg, en algjörlega nauðsynleg,“ segir Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, í pistli á lögregluvefnum. Innlent 11.2.2022 09:21
Lögregla sökuð um að hafa borið púðurleifar á grunaðan í Rauðagerðismálinu Litháískur ríkisborgari hefur kvartað til nefndar um eftirlit með lögreglu og krefst rannsóknar á því hvort lögregla hafi gerst brotleg þegar hann var handtekinn og síðar dæmdur í gæsluvarðahald í kjölfar morðsins í Rauðagerði. Innlent 3.2.2022 07:52
Lögreglan stuðlar að dreifingu amfetamíns — kyndir hún næst undir morðum? Í nýlegri frétt á RÚV má lesa eftirfarandi: „... lögreglan hafi farið í leynilega húsleit á heimili mannsins í desember fyrir þremur árum þar sem hún fann lítra af amfetamínbasa og rúmlega 400 grömm af amfetamíni.“ Skoðun 1.2.2022 14:01
Dæmdur til greiðslu skaðabóta fyrir að brjóta rúðu lögreglubíls Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt mann til greiðslu tæplega 100 þúsund króna í skaðabætur fyrir að hafa brotið rúðu í lögreglubíl í mars á síðasta ári. Manninum var annars ekki gerð sérstök refsing í málinu. Innlent 31.1.2022 09:00