Erlendar

Fréttamynd

Schumacher er fjórum sinnum vinsælli en Alonso

Michael Schumacher, sjöfaldur heimsmeistari í Formúlu 1, er fjórum sinnum vinsælli meðal áhugamanna í greininni en heimsmeistarinn Fernando Alonso. Þetta kemur fram í skoðanakönnun sem Alþjóða Akstursíþróttasambandið lét gera á dögunum.

Formúla 1
Fréttamynd

Yfirtökutal hefur truflandi áhrif á liðið

Alan Pardew segir að endalausar vangaveltur um að gert verði yfirtökutilboð í knattspyrnufélagið West Ham séu farnar að hafa truflandi áhrif á liðið. West Ham hefur gengið afleitlega síðan Argentínumennirnir Javier Mascherano og Carlos Tevez gengu í raðir félagsins á sínum tíma, en síðan hefur aðeins einn sigur unnist.

Enski boltinn
Fréttamynd

Barclays framlengir styrktarsamning

Barclays bankinn hefur framlengt styrktarsamning sinn við ensku úrvalsdeildina til ársins 2010, en þetta er tveggja ára framlenging á gildandi samningi. Þetta mun færa deildinni tæpar 66 milljónir punda í tekjur.

Enski boltinn
Fréttamynd

Sjálfstraust leikmanna vex stöðugt

Arsene Wenger segir að 2-0 sigur Arsenal á Porto í kvöld beri þess merki að sjálfstraust leikmanna sé að vaxa til muna og að liðið sé nú að finna taktinn eftir fremur dapra byrjun á leiktíðinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Mark Saha var frábært

Sir Alex Ferguson sá aðeins það jákvæða við leik sinna manna í sigrinum á Benfica í meistaradeildinni í kvöld og hrósaði frábæru einstaklingsframtaki Louis Saha sem á endanum réði úrslitum í leiknum.

Fótbolti
Fréttamynd

Einstaklingsframtak Saha tryggði United sigur

Franski framherjinn Louis Saha skoraði eina mark leiksins þegar Manchester United náði fram hefndum á Benfica og kom sér í góð mál í riðli sínum með 1-0 sigri. Enska liðið var fjarri sínu besta í leiknum, en Cristiano Ronaldo var maður vallarins og í raun eini maðurinn sem spilaði vel í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Hættið að reyna að vera Roy Keane

Framherjinn Dwight Yorke hefur skorað á félaga sína í liði Sunderland að hætta að reyna að vera Roy Keane á knattspyrnuvellinum með því að tækla í allar áttir eins og óðir menn. Sunderland tapaði sínum fyrsta leik undir stjórn Keane um helgina og þótti Yorke félagar sínir taka full harkalega á andstæðingunum.

Enski boltinn
Fréttamynd

Real í góðum málum

Nú er kominn hálfleikur í viðureignum kvöldsins í meistaradeildinni. Ekkert mark hefur verið skorað í leik Benfica og Manchester United, þar sem gestirnir frá Englandi hafa verið hreint út sagt lélegir. Betur gengur hjá Arsenal, þar sem fyrirliðinn Thierry Henry hefur komið liðinu yfir gegn Porto á Emirates vellinum. Þá hafa þeir Ruud van Nistelrooy, Jose Antonio Reyes og Raul komið Real Madrid í 3-0 gegn Dynamo frá Kænugarði.

Fótbolti
Fréttamynd

CSKA lagði Hamburg

Rússneska liðið CSKA frá Moskvu lagði þýska liðið Hamburg 1-0 í kvöld í fyrsta leiknum sem fram fór í meistaradeildinni. Það var Brasilíumaðurinn Dudu sem skoraði sigurmark CSKA á 59. mínútu og varamaðurinn Benjamin Lauth fékk að líta rauða spjaldið í liði Hamburg aðeins 6 mínútum eftir að honum var skipt inn á. Hamburg hefur því tapað fyrstu tveimur leikjum sínum í G-riðlinum, þar sem liðið leikur ásamt CSKA, Arsenal og Porto.

Fótbolti
Fréttamynd

Tvær breytingar hjá United

Sir Alex Ferguson hefur gert tvær breytingar á liði sínu frá leiknum gegn Reading fyrir einvígið gegn Benfica í Portúgal sem er að hefjast í beinni á Sýn nú klukkan 18:45. John O´Shea og Louis Saha koma inn í liðið á ný og þá er Alan Smith á varamannabekknum og gæti spilað sinn fyrsta leik síðan hann fótbrotnaði illa á síðustu leiktíð.

Fótbolti
Fréttamynd

Martröðin heldur áfram hjá Delaney

Meiðslakálfurinn Mark Delaney hjá Aston Villa þarf enn að bíða eftir því að geta unnið sér sæti í liðinu eftir að í ljós kom að hann þarf að fara í annan hnéuppskurðinn á skömmum tíma. Delaney gat lítið sem ekkert spilað með Villa á síðustu leiktíð, en spilaði landsleik fyrir Wales í síðasta mánuði. Það vildi ekki betur til en að nú þarf kappinn í uppskurð á ný.

Enski boltinn
Fréttamynd

Á von á stórleik frá Rooney og Ronaldo

Alex Ferguson á von á stórleik frá þeim Cristiano Ronaldo og Wayne Rooney í meistaradeildinni í kvöld þegar Manchester United sækir Benfica heim, en leikurinn verður sýndur beint á Sýn og hefst útsending klukkan 18:30.

Fótbolti
Fréttamynd

Ég verð að dreifa álaginu

Rafa Benitez hefur nú enn á ný þurft að bera hendur fyrir höfuð sér vegna sífelldra breytinga sem hann gerir á byrjunarliði Liverpool, en ljóst þykir að hann muni stokka upp í hópnum fyrir leikinn gegn Galatasaray annað kvöld og verður það 93. leikurinn í röð þar sem Liverpool teflir fram breyttu byrjunarliði.

Fótbolti
Fréttamynd

Landsliðsferlillinn virðist vera búinn

Ruud Van Nistelrooy segir það skrítna tilfinningu að tala um feril sinn sem landsliðsmaður í þátíð, en hann á alls ekki von á því að fá að spila annan landsleik undir stjórn núverandi landsliðsþjálfara, Marco Van Basten.

Sport
Fréttamynd

Benfica - Man Utd í beinni á Sýn í kvöld

Það verður mikið um dýrðir á sjónvarpsstöðinni Sýn í kvöld eins og venjulega þegar spilað er í meistaradeild Evrópu. Aðalleikur kvöldsins verður viðureign Benfica og Manchester United sem sýndur er á Sýn, en auk þess verða leikir Arsenal - Porto og Real Madrid og Dynamo Kiev sýndir beint á aukarásum Sýnar klukkan 18:30.

Fótbolti
Fréttamynd

Spike Lee leikstýrir auglýsingu fyrir Dwyane Wade

Kvikmyndaleikstjórinn og körfuboltaáhugamaðurinn Spike Lee hefur nú lokið tökum á nýjustu auglýsingaherferð fyrir nýja Converse-skó sem Dwyane Wade hjá Miami Heat mun nota á næsta tímabili. Wade var kjörinn verðmætasti leikmaður lokaúrslitanna í NBA í sumar þegar lið Miami vann meistaratitilinn.

Körfubolti
Fréttamynd

Renault segir pressuna mikla á Schumacher

Pat Symonds, yfirmaður tæknimála hjá Renault, segir að Fernando Alonso standist pressu betur en Michael Schumacher og telur meistaralið Renault eiga betri möguleika til að ná góðum árangir um næstu helgi þegar keppt verður í Kína.

Formúla 1
Fréttamynd

Umboðsmaður Cole settur í bann og sektaður

Jonathan Barnett, umboðsmaður Ashley Cole hjá Chelsea, hefur verið settur í 18 mánaða bann, þar af 9 skilorðsbundna, fyrir þátt sinn í því þegar Chelsea ræddi ólöglega við leikmanninn þegar hann var samningsbundinn Arsenal á sínum tíma. Cole og Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, hafa þegar tekið út refsingu sína vegna þessa. Barnett var auk þessa gert að greiða 100 þúsund punda sekt.

Enski boltinn
Fréttamynd

Newcastle að landa Waterreus

Enska úrvalsdeildarfélagið Newcastle er nú við það að landa til sín fyrrum landsliðsmarkverði Hollendinga, Ronald Waterreus, sem áður lék m.a. með Celtic og Manchester City. Waterreus er 36 ára gamall og verður ætlað að vera varamarkvörður Steve Harper sem fyllir skarð Shay Given eftir að sá þurfti í uppskurð á dögunum.

Enski boltinn
Fréttamynd

Meistaradeildin er óklárað verkefni

Arsene Wenger segir hungur í velgengni í meistaradeildinni svo mikið að það yrði ekki nóg fyrir sig að vinna keppnina þrjú ár í röð. Arsenal krækti í silfurverðlaun á síðustu leiktíð, en það er fjarri því að nægja Wenger. Arsenal mætir Porto í keppninni í kvöld og verður leikurinn í beinni á Sýn Extra klukkan 18:30.

Fótbolti
Fréttamynd

Bayern komst í efsta sætið

Bayern München komst á topp þýsku úrvalsdeildarinnar í gær með því að leggja i Alemannia Aachen 2-1. Gestirnir komust yfir í leiknum en svo skoruðu Claudio Pizarro og Mark van Bommel og tryggðu Bayern stigin þrjú.

Fótbolti
Fréttamynd

Þáttur BBC var eintómar nornaveiðar

Arsene Wenger hefur ekki mikið álit á vinnubrögðum manna í sjónvarpsþættinum Panorama sem sýndur var á BBC í vikunni og gerði allt vitlaust í ensku knattspyrnunni. Wenger líkir ásetningi framleiðandanna við nornaveiðar.

Enski boltinn
Fréttamynd

Skorar á áhorfendur að hylla Woodgate

Gareth Southgate hefur nú enn og aftur skorað á stuðningsmenn Middlesbrough að taka vel og hressilega á móti varnarmanninum Jonathan Woodgate þegar hann spilar sinn fyrsta heimaleik fyrir félagið á morgun.

Enski boltinn
Fréttamynd

Wayne Rooney er enn ekki kominn í leikform

Aðstoðarknattspyrnustjóri Manchester United segir að framherjinn Wayne Rooney þurfi fleiri leiki til að ná sínu besta formi með liðinu, en hann var sem kunnugt er lengi frá keppni vegna fótbrots í sumar. Rooney hefur ekki náð sér á strik það sem af er leiktíðinni með Manchester United og Queiroz segir hann aðeins þurfa nokkra leiki til viðbótar til að ná sínu besta.

Enski boltinn
Fréttamynd

Grönholm með forystu

Finninn Marcus Grönholm á Ford hefur nauma sex sekúndna forystu á franska heimsmeistarann Sebastien Loeb á Citroen þegar fyrsta keppnisdeginum í Kýpurrallinu er lokið. Finninn Mikko Hirvonen á Ford er í þriðja sætinu, en hann hefur verið í mikilli sókn á síðustu misserum.

Sport
Fréttamynd

Verðum að taka hart á Chelsea

Chris Coleman gerir sér fulla grein fyrir því að hans menn í Fulham eiga erfitt verkefni fyrir höndum á morgun þegar liðið mætir Englandsmeisturum Chelsea í úrvalsdeildinni. Fulham náði að vinna Chelsea 1-0 á heimavelli sínum í fyrra og það var fyrsti sigur liðsins á grönnum sínum í 27 ár.

Enski boltinn
Fréttamynd

Evrópumenn í forystu

Lið Evrópu hefur nauma forystu gegn liði Bandaríkjanna eftir fyrstu umferð í Ryder bikarnum sem fram fer á Írlandi. Evrópa hefur eins vinnings forskot eftir fjórleikinn og hefur 2,5 vinninga gegn 1,5 hjá Bandaríkjamönnum. Mótið vekur jafnan gríðarlega athygli og á meðal stuðningsmanna bandaríska liðsins á Írlandi eru George Bush eldri og körfuboltastjarnan Michael Jordan.

Golf
Fréttamynd

Sigurhrina Bandaríkjamanna stöðvuð

Kvennalið Bandaríkjanna fetaði í fótspor karlaliðsins í dag þegar liðið tapaði óvænt fyrir Rússum 75-68 í undanúrslitum á HM. Bandaríska liðið var tvöfaldur heimsmeistari og Ólympíumeistari fyrir leikinn og hafði liðið unnið 26 leiki í röð á HM, en síðasta tap þeirra var gegn Brasilíu á HM árið 1994. Það verða því lið Rússlands og Ástralíu sem leika til úrslita um helgina, en mótið fer fram í Brasilíu.

Körfubolti
Fréttamynd

Kemur Bellamy til varnar

Rafa Benitez hefur nú komið framherja sínum Craig Bellamy til varnar eftir að aðstoðarstjóri Newcastle klagaði hann fyrir kjaftbrúk eftir leik Liverpool og Newcastle í ensku úrvalsdeildinni á miðvikudagskvöldið. Terry McDermott kallaði Bellamy strigakjaft og sagði að hann væri byrjaður með sömu stæla hjá Liverpool og hefðu gert hann útlægan hjá Newcastle á sínum tíma.

Enski boltinn