Erlendar Man. Utd. að valta yfir Aston Villa Topplið Manchester United er að sýna allar sínar bestu hliðar í leik sínum við Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni. Þegar flautað hefur verið til hálfleiks er staðan 3-0, en Ji-Sung Park, Michael Carrick og Cristiano Ronaldo hafa skorað mörkin. Chelsea er einnig yfir gegn Wigan, 1-0, en það var Frank Lampard sem skoraði mark meistaranna. Fótbolti 13.1.2007 15:46 Heiðar byrjar hjá Fulham Heiðar Helguson er í fremstu víglínu hjá Fulham þegar liðið sækir Eggert Magnússon og félaga hjá West Ham heim í ensku úrvalsdeildinni í dag. Nýju mennirnir hjá West Ham. Luis Boa Morte og Nigel Quashie, eru báðir í byrjunarliðinu ásamt Carlos Tevez. Fótbolti 13.1.2007 15:02 Öruggt hjá Liverpool Liverpool vann sannfærandi 3-0 útisigur á Watford í ensku úrvalsdeildinni í dag þar sem framherjarnir Dirk Kuyr og Peter Crouch sáu um að skora mörkin. Sá síðarnefndi skoraði tvívegis. Með sigrinum styrkir Liverpool stöðu sína í þriðja sæti deildarinnar, fjórum stigum á undan Arsenal en fimm stigum á eftir Chelsea. Fótbolti 13.1.2007 14:48 Beckham spilar ekki meira fyrir Real David Beckham hefur spilað sinn síðasta leik fyrir Real Madrid, að því er Fabio Capello, knattspyrnustjóri liðsins, staðfesti nú í morgun. Beckham á hálft ár eftir af samningi sínum við Real og fær að æfa með liðinu - en ekki spila. Fótbolti 13.1.2007 14:14 Liverpool með forystu í hálfleik Liverpool hefur 2-0 forystu gegn Watford á útivelli í hádegisleik enska boltans nú þegar flautað hefur verið til hálfleiks. Peter Crouch og Dirk Kuyt hafa skorað mörk Liverpoool, en knattspyrnustjórinn Rafa Benitez stillir upp einkar sókndjörfu liði í leiknum. Fótbolti 13.1.2007 13:56 Doyle er ekki á förum frá Reading Kevin Doyle, framherji Reading og einn helsti spútnikleikmaður enska boltans í ár, kveðst ekki reiðubúinn að yfirgefa herbúðir nýliðinna í ensku úrvalsdeildinni þrátt fyrir að stærri lið hafi sýnt honum áhuga á síðustu vikum. Doyle hefur slegið í gegn á leiktíðinni og skorað 10 mörk. Fótbolti 13.1.2007 13:10 Federer tapaði í Ástralíu Bandaríkjamaðurinn Andy Roddick gerði sér lítið fyrir og lagði Svisslendinginn Roger Federer af velli í úrslitaviðureign Kooyong-mótsins í Melbourne í Ástralíu sem fram fór í morgun. Roddick vann sannfærandi sigur; 6-2, 3-6 og 6-3, gegn langstigahæsta tennisspilara heims. Sport 13.1.2007 13:08 Allen og Nowitzki stálu senunni Dirk Nowitzki hjá Dallas og Ray Allen hjá Seattle voru menn næturinnar í NBA-boltanum. Nowitzki skoraði 43 stig, það mesta sem hann hefur skorað á leiktíðinni, þegar Dallas lagði Indiana af velli en Allen gerði enn betur og setti niður 54 stig í sigri Seattle á Utah. Allen hefur aldrei skorað meira á sínum ferli. Körfubolti 13.1.2007 12:39 De Villiers kominn í forystu eftir frábæran dag Suður-Afríkumaðurinn Giniel Del Villiers náði í dag forystu í Dakar-rallinu eftir frábæran akstur á sjöundu dagleið þar sem eknir voru 542 kílómetrar í Máritaníu, sem er land í norðvesturhluta Afríku. Sport 12.1.2007 19:03 Clijsters sigraði í Sidney Belgíska tenniskonan Kim Clijsters sigraði í annað sinn á fjórum á Sydney mótinu sem er einskonar upphitun fyrir opna ástrlalska meistaramótið sem hefst þann 15. janúar. Clijsters lagði Jelenu Jankovic í æsilegum úrslitaleik 4-6, 7-6 og 6-4, en sú belgíska er þegar búin að tilkynna að þetta verði hennar síðasta keppnisár. Sport 12.1.2007 16:58 Enn einn skandallinn hjá Barry Bonds Hafnaboltaleikmaðurinn Barry Bonds hefur nú lent í enn einu hneykslismálinu eftir að dagblaðið New York Daily News greindi frá því að hann hefði fallið á lyfjaprófi eftir amfetamínneyslu. Bonds hefur um árabil verið sakaður um að nota stera, en hann kennir félaga sínum um að hafa gefið sér amfetamín án sinnar vitundar. Sport 11.1.2007 20:59 Engar stórar yfirlýsingar hjá Federer Svissneski tenniskappinn Roger Federer ætlar ekki að gefa út neinar stórar yfirlýsingar fyrir komandi tímabil í tennis og vill ekki gefa það út að hann stefni á að vinna öll risamótin á árinu. Hann komst mjög nálægt því á síðasta ári og allir eru sammála um að hann geti náð að vinna þau öll í ár, enda er Federer einfaldlega besti tennisleikari heimsins í dag. Sport 11.1.2007 19:15 Ullrich á að snúa aftur til æfinga Erik Zabel, fyrrum liðsfélagi hjólreiðakappans Jan Ullrich, segir að honum ætti í það minnsta að vera gert kleift að æfa á meðan ekki þykir fullsannað að hann hafi neytt ólöglegra lyfja. Ullrich var rekinn frá liði T-mobile eftir að rannsókn var hrundið á stað í tengslum við harðar ásakanir um lyfjamisnotkun. Sport 10.1.2007 15:52 Wie á ekki möguleika í karlana Ástralinn Stuart Appleby segir að ungstirnið Michelle Wie eigi ekki möguleika á að keppa á karlamótum og segir allt of snemmt fyrir hana að reyna fyrir sér á þeim vettvangi. Wie tekur þátt í sínu 13. móti um næstu helgi sem fram fer á Havaí. Golf 10.1.2007 15:44 Venus Williams missir af opna ástralska Meiðslakálfurinn Venus Williams getur ekki tekið þátt í opna ástralska meistaramótinu í tennis vegna handameiðsla. Williams er aðeins í 48. sæti á styrkleikalistanum eftir að hafa vermt toppsætið í eina tíð. Stigahæsta tenniskona heims, Justine Henin-Hardenne, getur heldur ekki tekið þátt vegna meiðsla. Sport 10.1.2007 15:40 Sainz eykur forskot sitt Spænski rallökumaðurinn Carlos Sainz hefur nú þriggja og hálfrar mínútu forskot á næsta mann í París-Dakar kappakstrinum þegar eknar hafa verið fimm dagleiðir. Sainz sigraði á fimmtu dagleiðinni þegar ekið var frá Ourzazate til Tan Tan í suðurhluta Marokkó í Afríku. Landi hans Isidre Esteve Pujol er í forystu í vélhjólaflokki. Sport 10.1.2007 15:33 Nadal þurfti að hætta keppni Næstbesti tennisleikari heimsins, Spánverjinn Rafael Nadal, gæti þurft að hætta við þáttöku á opna ástralska meistaramótinu í næstu viku. Nadal þurfti að draga sig úr keppni á upphitunarmóti í Sidney í dag vegna nárameiðsla, en segist vonast til að þurfa ekki að missa af opna ástralska - annað árið í röð. Sport 9.1.2007 15:53 Banaslys í París-Dakar Suður Afrískur vélhjólamaður lét lífið á fjórðu dagleiðinni í París-Dakar rallinu í morgun. Þyrla var send á slysstað en þá var maðurinn þegar látinn. Þetta er fyrsta banaslysið í þessari frægu keppni í ár, en í fyrra létust tvö börn og einn ökumaður í keppninni. Spánverjinn Carlos Sainz hefur enn forystu í bílaflokki. Sport 9.1.2007 15:42 Sainz leiðir enn í París Dakar Spánverjinn Carlos Sainz er með bestan tíma allra keppenda í París Dakar kappakstrinum eftir þrjá daga. Sainz varð annar á þriðju dagleiðinni þar sem ekið var um Nador og Nachidia í Marokkó. Isidre Esteve Pujol frá Spáni er í forystu í vélhjólaflokki. Sport 8.1.2007 16:25 Philadelphia - New York í benni í kvöld Sjónvarpsstöðin Sýn verður með beina útsendingu frá leik Philadelphia Eagles og New York Giants í úrslitakeppni NFL í kvöld klukkan 21:50. Mikill rígur er á milli þessara liða og gaman verður að fylgjast með einvígi leikstjórnendanna Eli Manning hjá New York og Jeff Garcia hjá Philadelphia, en sá síðarnefndi var maðurinn á bak við fimm leikja sigurgöngu Eagles fyrir úrslitakeppnina. Sport 7.1.2007 21:19 Sainz í forystu í Dakar Fyrrum heimsmeistarinn í rallakstri, Spánverjinn Carlos Sainz, hefur forystu að loknum öðrum degi í París-Dakar rallinu sem nú er farið á fullt. Sainz ekur á Volkswagen. Í vélhjólaflokki er það portúgalski ökuþórinn Helder Rodrigues sem hefur forystu. Ekið var frá Portúgal til Malaga á Spáni, en næst verður ekið í Marokkó í Afríku. Sport 7.1.2007 15:15 Nadal féll óvænt úr leik í Chennai Spænski tennisleikarinn Rafael Nadal tapaði óvænt 6-4 og 7-6 fyrir belgíska spilaranum Xavier Malisse í undanúrslitum Chennai mótsins í tennis í dag. Malisse er í 37. sæti á styrkleikalista tennissambandsins og mætir annað hvort Carlos Moya frá Spáni eða Austurríkismanninum Stefan Koubek í úrslitaleik á morgun. Sport 6.1.2007 17:30 Tomlinson bestur í NFL LaDanian Tomlinson hjá San Diego Chargers var í dag valinn verðmætasti leikmaðurinn í NFL deildinni eftir ótrúlegt tímabil þar sem hann sló m.a. metið í snertimörkum með því að skora 31 slíkt. Það var nefnd íþróttafréttamanna sem stóð að valinu og hlaut Tomlinson 44 af 50 atkvæðum. Sport 4.1.2007 16:42 Chambers á enn möguleika á að komast í NFL Spretthlauparinn Dwain Chambers hefur enn ekki gefið upp alla von um að komast að hjá liði í bandarísku ruðningsdeildinni NFL, en hann er í úrtaki 80 evrópskra manna sem hafa tryggt sér sæti í tveggja daga æfingabúðum í Frakklandi í næstu viku. Chambers er fyrrum Evrópumeistari í 100 m hlaupi en keppir væntanlega ekki aftur í hlaupi eftir að hafa fallið á lyfjaprófi. Sport 4.1.2007 14:31 Nadal byrjar árið á sigri Spænski tennisleikarinn Rafael Nadal vann öruggan sigur á Rainer Schuettler á opna Chennai mótinu á Indlandi í dag 6-4 og 6-2, þrátt fyrir að vera nokkuð ryðgaður í byrjun. Nadal keppir einnig í tvíliðaleik á þessu fyrsta móti ársins og mætir heimamanninum Karan Rastogi í næstu umferð. Sport 2.1.2007 17:25 Loeb gefur þjónustu sína í Le Mans kappakstrinum Heimsmeistarinn Sebastien Loeb ætlar ekki að taka krónu fyrir að keppa með franska liðinu Pascarolo Sport í hinum sögufræga Le Mans kappakstri á þessu ári, en þetta gerir hann til að styðja við bakið á liðinu sem á í miklum fjárhagserfiðleikum. Sport 2.1.2007 15:58 Garnett fagnaði gamla boltanum með stórleik Tveir leikir fóru fram í deildarkeppninni í NBA í nótt þar sem gamli leðurboltinn var tekinn formlega í notkun á ný. Kevin Garnett hjá Minnesota Timberwolves var einn þeirra sem gagnrýndu boltann sem notaður var í fyrsta sinn í haust og hann hélt upp á endurkomu gamla boltans með góðum leik. Körfubolti 2.1.2007 14:26 15 félög á eftir Beckham? Enska slúðurblaðið News of the World heldur því fram að 15 félög hafi sett sig í samband við umboðsmann David Beckham, með það fyrir augum að fá fyrrum enska landsliðsfyrirliðann til sín nú í janúar. Samningur Beckham við Real Madrid rennur út í sumar og honum er nú frjálst að ræða við önnur lið. Fótbolti 1.1.2007 16:29 Deco vill fara til Englands Portúgalski miðjumaðurinn Deco hjá Barcelona hefur lýst því yfir að hann vilji spili í ensku úrvalsdeildinni í framtíðinni. Deco er samningsbundinn Evrópumeisturunum til ársins 2010 en útilokar ekki að fara til Englands fyrir þann tíma. Enski boltinn 1.1.2007 16:24 Ellilífeyrisþegi hljóp 110 metra á 12,12 sekúndum Tony Bowman vann glæstan sigur í hinu árlega nýrársspretthlaupi ellilífeyrisþega sem fram fór í Musselburgh í Englandi í gær. Hinn 71 árs gamli fyrrverandi ruðningsleikmaður kom í mark á 12,12 sekúndum, sem verður að teljast ótrúlegur tími miðað við aldur. Sport 1.1.2007 16:23 « ‹ 60 61 62 63 64 65 66 67 68 … 264 ›
Man. Utd. að valta yfir Aston Villa Topplið Manchester United er að sýna allar sínar bestu hliðar í leik sínum við Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni. Þegar flautað hefur verið til hálfleiks er staðan 3-0, en Ji-Sung Park, Michael Carrick og Cristiano Ronaldo hafa skorað mörkin. Chelsea er einnig yfir gegn Wigan, 1-0, en það var Frank Lampard sem skoraði mark meistaranna. Fótbolti 13.1.2007 15:46
Heiðar byrjar hjá Fulham Heiðar Helguson er í fremstu víglínu hjá Fulham þegar liðið sækir Eggert Magnússon og félaga hjá West Ham heim í ensku úrvalsdeildinni í dag. Nýju mennirnir hjá West Ham. Luis Boa Morte og Nigel Quashie, eru báðir í byrjunarliðinu ásamt Carlos Tevez. Fótbolti 13.1.2007 15:02
Öruggt hjá Liverpool Liverpool vann sannfærandi 3-0 útisigur á Watford í ensku úrvalsdeildinni í dag þar sem framherjarnir Dirk Kuyr og Peter Crouch sáu um að skora mörkin. Sá síðarnefndi skoraði tvívegis. Með sigrinum styrkir Liverpool stöðu sína í þriðja sæti deildarinnar, fjórum stigum á undan Arsenal en fimm stigum á eftir Chelsea. Fótbolti 13.1.2007 14:48
Beckham spilar ekki meira fyrir Real David Beckham hefur spilað sinn síðasta leik fyrir Real Madrid, að því er Fabio Capello, knattspyrnustjóri liðsins, staðfesti nú í morgun. Beckham á hálft ár eftir af samningi sínum við Real og fær að æfa með liðinu - en ekki spila. Fótbolti 13.1.2007 14:14
Liverpool með forystu í hálfleik Liverpool hefur 2-0 forystu gegn Watford á útivelli í hádegisleik enska boltans nú þegar flautað hefur verið til hálfleiks. Peter Crouch og Dirk Kuyt hafa skorað mörk Liverpoool, en knattspyrnustjórinn Rafa Benitez stillir upp einkar sókndjörfu liði í leiknum. Fótbolti 13.1.2007 13:56
Doyle er ekki á förum frá Reading Kevin Doyle, framherji Reading og einn helsti spútnikleikmaður enska boltans í ár, kveðst ekki reiðubúinn að yfirgefa herbúðir nýliðinna í ensku úrvalsdeildinni þrátt fyrir að stærri lið hafi sýnt honum áhuga á síðustu vikum. Doyle hefur slegið í gegn á leiktíðinni og skorað 10 mörk. Fótbolti 13.1.2007 13:10
Federer tapaði í Ástralíu Bandaríkjamaðurinn Andy Roddick gerði sér lítið fyrir og lagði Svisslendinginn Roger Federer af velli í úrslitaviðureign Kooyong-mótsins í Melbourne í Ástralíu sem fram fór í morgun. Roddick vann sannfærandi sigur; 6-2, 3-6 og 6-3, gegn langstigahæsta tennisspilara heims. Sport 13.1.2007 13:08
Allen og Nowitzki stálu senunni Dirk Nowitzki hjá Dallas og Ray Allen hjá Seattle voru menn næturinnar í NBA-boltanum. Nowitzki skoraði 43 stig, það mesta sem hann hefur skorað á leiktíðinni, þegar Dallas lagði Indiana af velli en Allen gerði enn betur og setti niður 54 stig í sigri Seattle á Utah. Allen hefur aldrei skorað meira á sínum ferli. Körfubolti 13.1.2007 12:39
De Villiers kominn í forystu eftir frábæran dag Suður-Afríkumaðurinn Giniel Del Villiers náði í dag forystu í Dakar-rallinu eftir frábæran akstur á sjöundu dagleið þar sem eknir voru 542 kílómetrar í Máritaníu, sem er land í norðvesturhluta Afríku. Sport 12.1.2007 19:03
Clijsters sigraði í Sidney Belgíska tenniskonan Kim Clijsters sigraði í annað sinn á fjórum á Sydney mótinu sem er einskonar upphitun fyrir opna ástrlalska meistaramótið sem hefst þann 15. janúar. Clijsters lagði Jelenu Jankovic í æsilegum úrslitaleik 4-6, 7-6 og 6-4, en sú belgíska er þegar búin að tilkynna að þetta verði hennar síðasta keppnisár. Sport 12.1.2007 16:58
Enn einn skandallinn hjá Barry Bonds Hafnaboltaleikmaðurinn Barry Bonds hefur nú lent í enn einu hneykslismálinu eftir að dagblaðið New York Daily News greindi frá því að hann hefði fallið á lyfjaprófi eftir amfetamínneyslu. Bonds hefur um árabil verið sakaður um að nota stera, en hann kennir félaga sínum um að hafa gefið sér amfetamín án sinnar vitundar. Sport 11.1.2007 20:59
Engar stórar yfirlýsingar hjá Federer Svissneski tenniskappinn Roger Federer ætlar ekki að gefa út neinar stórar yfirlýsingar fyrir komandi tímabil í tennis og vill ekki gefa það út að hann stefni á að vinna öll risamótin á árinu. Hann komst mjög nálægt því á síðasta ári og allir eru sammála um að hann geti náð að vinna þau öll í ár, enda er Federer einfaldlega besti tennisleikari heimsins í dag. Sport 11.1.2007 19:15
Ullrich á að snúa aftur til æfinga Erik Zabel, fyrrum liðsfélagi hjólreiðakappans Jan Ullrich, segir að honum ætti í það minnsta að vera gert kleift að æfa á meðan ekki þykir fullsannað að hann hafi neytt ólöglegra lyfja. Ullrich var rekinn frá liði T-mobile eftir að rannsókn var hrundið á stað í tengslum við harðar ásakanir um lyfjamisnotkun. Sport 10.1.2007 15:52
Wie á ekki möguleika í karlana Ástralinn Stuart Appleby segir að ungstirnið Michelle Wie eigi ekki möguleika á að keppa á karlamótum og segir allt of snemmt fyrir hana að reyna fyrir sér á þeim vettvangi. Wie tekur þátt í sínu 13. móti um næstu helgi sem fram fer á Havaí. Golf 10.1.2007 15:44
Venus Williams missir af opna ástralska Meiðslakálfurinn Venus Williams getur ekki tekið þátt í opna ástralska meistaramótinu í tennis vegna handameiðsla. Williams er aðeins í 48. sæti á styrkleikalistanum eftir að hafa vermt toppsætið í eina tíð. Stigahæsta tenniskona heims, Justine Henin-Hardenne, getur heldur ekki tekið þátt vegna meiðsla. Sport 10.1.2007 15:40
Sainz eykur forskot sitt Spænski rallökumaðurinn Carlos Sainz hefur nú þriggja og hálfrar mínútu forskot á næsta mann í París-Dakar kappakstrinum þegar eknar hafa verið fimm dagleiðir. Sainz sigraði á fimmtu dagleiðinni þegar ekið var frá Ourzazate til Tan Tan í suðurhluta Marokkó í Afríku. Landi hans Isidre Esteve Pujol er í forystu í vélhjólaflokki. Sport 10.1.2007 15:33
Nadal þurfti að hætta keppni Næstbesti tennisleikari heimsins, Spánverjinn Rafael Nadal, gæti þurft að hætta við þáttöku á opna ástralska meistaramótinu í næstu viku. Nadal þurfti að draga sig úr keppni á upphitunarmóti í Sidney í dag vegna nárameiðsla, en segist vonast til að þurfa ekki að missa af opna ástralska - annað árið í röð. Sport 9.1.2007 15:53
Banaslys í París-Dakar Suður Afrískur vélhjólamaður lét lífið á fjórðu dagleiðinni í París-Dakar rallinu í morgun. Þyrla var send á slysstað en þá var maðurinn þegar látinn. Þetta er fyrsta banaslysið í þessari frægu keppni í ár, en í fyrra létust tvö börn og einn ökumaður í keppninni. Spánverjinn Carlos Sainz hefur enn forystu í bílaflokki. Sport 9.1.2007 15:42
Sainz leiðir enn í París Dakar Spánverjinn Carlos Sainz er með bestan tíma allra keppenda í París Dakar kappakstrinum eftir þrjá daga. Sainz varð annar á þriðju dagleiðinni þar sem ekið var um Nador og Nachidia í Marokkó. Isidre Esteve Pujol frá Spáni er í forystu í vélhjólaflokki. Sport 8.1.2007 16:25
Philadelphia - New York í benni í kvöld Sjónvarpsstöðin Sýn verður með beina útsendingu frá leik Philadelphia Eagles og New York Giants í úrslitakeppni NFL í kvöld klukkan 21:50. Mikill rígur er á milli þessara liða og gaman verður að fylgjast með einvígi leikstjórnendanna Eli Manning hjá New York og Jeff Garcia hjá Philadelphia, en sá síðarnefndi var maðurinn á bak við fimm leikja sigurgöngu Eagles fyrir úrslitakeppnina. Sport 7.1.2007 21:19
Sainz í forystu í Dakar Fyrrum heimsmeistarinn í rallakstri, Spánverjinn Carlos Sainz, hefur forystu að loknum öðrum degi í París-Dakar rallinu sem nú er farið á fullt. Sainz ekur á Volkswagen. Í vélhjólaflokki er það portúgalski ökuþórinn Helder Rodrigues sem hefur forystu. Ekið var frá Portúgal til Malaga á Spáni, en næst verður ekið í Marokkó í Afríku. Sport 7.1.2007 15:15
Nadal féll óvænt úr leik í Chennai Spænski tennisleikarinn Rafael Nadal tapaði óvænt 6-4 og 7-6 fyrir belgíska spilaranum Xavier Malisse í undanúrslitum Chennai mótsins í tennis í dag. Malisse er í 37. sæti á styrkleikalista tennissambandsins og mætir annað hvort Carlos Moya frá Spáni eða Austurríkismanninum Stefan Koubek í úrslitaleik á morgun. Sport 6.1.2007 17:30
Tomlinson bestur í NFL LaDanian Tomlinson hjá San Diego Chargers var í dag valinn verðmætasti leikmaðurinn í NFL deildinni eftir ótrúlegt tímabil þar sem hann sló m.a. metið í snertimörkum með því að skora 31 slíkt. Það var nefnd íþróttafréttamanna sem stóð að valinu og hlaut Tomlinson 44 af 50 atkvæðum. Sport 4.1.2007 16:42
Chambers á enn möguleika á að komast í NFL Spretthlauparinn Dwain Chambers hefur enn ekki gefið upp alla von um að komast að hjá liði í bandarísku ruðningsdeildinni NFL, en hann er í úrtaki 80 evrópskra manna sem hafa tryggt sér sæti í tveggja daga æfingabúðum í Frakklandi í næstu viku. Chambers er fyrrum Evrópumeistari í 100 m hlaupi en keppir væntanlega ekki aftur í hlaupi eftir að hafa fallið á lyfjaprófi. Sport 4.1.2007 14:31
Nadal byrjar árið á sigri Spænski tennisleikarinn Rafael Nadal vann öruggan sigur á Rainer Schuettler á opna Chennai mótinu á Indlandi í dag 6-4 og 6-2, þrátt fyrir að vera nokkuð ryðgaður í byrjun. Nadal keppir einnig í tvíliðaleik á þessu fyrsta móti ársins og mætir heimamanninum Karan Rastogi í næstu umferð. Sport 2.1.2007 17:25
Loeb gefur þjónustu sína í Le Mans kappakstrinum Heimsmeistarinn Sebastien Loeb ætlar ekki að taka krónu fyrir að keppa með franska liðinu Pascarolo Sport í hinum sögufræga Le Mans kappakstri á þessu ári, en þetta gerir hann til að styðja við bakið á liðinu sem á í miklum fjárhagserfiðleikum. Sport 2.1.2007 15:58
Garnett fagnaði gamla boltanum með stórleik Tveir leikir fóru fram í deildarkeppninni í NBA í nótt þar sem gamli leðurboltinn var tekinn formlega í notkun á ný. Kevin Garnett hjá Minnesota Timberwolves var einn þeirra sem gagnrýndu boltann sem notaður var í fyrsta sinn í haust og hann hélt upp á endurkomu gamla boltans með góðum leik. Körfubolti 2.1.2007 14:26
15 félög á eftir Beckham? Enska slúðurblaðið News of the World heldur því fram að 15 félög hafi sett sig í samband við umboðsmann David Beckham, með það fyrir augum að fá fyrrum enska landsliðsfyrirliðann til sín nú í janúar. Samningur Beckham við Real Madrid rennur út í sumar og honum er nú frjálst að ræða við önnur lið. Fótbolti 1.1.2007 16:29
Deco vill fara til Englands Portúgalski miðjumaðurinn Deco hjá Barcelona hefur lýst því yfir að hann vilji spili í ensku úrvalsdeildinni í framtíðinni. Deco er samningsbundinn Evrópumeisturunum til ársins 2010 en útilokar ekki að fara til Englands fyrir þann tíma. Enski boltinn 1.1.2007 16:24
Ellilífeyrisþegi hljóp 110 metra á 12,12 sekúndum Tony Bowman vann glæstan sigur í hinu árlega nýrársspretthlaupi ellilífeyrisþega sem fram fór í Musselburgh í Englandi í gær. Hinn 71 árs gamli fyrrverandi ruðningsleikmaður kom í mark á 12,12 sekúndum, sem verður að teljast ótrúlegur tími miðað við aldur. Sport 1.1.2007 16:23
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti