Erlendar

Fréttamynd

Man. Utd. að valta yfir Aston Villa

Topplið Manchester United er að sýna allar sínar bestu hliðar í leik sínum við Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni. Þegar flautað hefur verið til hálfleiks er staðan 3-0, en Ji-Sung Park, Michael Carrick og Cristiano Ronaldo hafa skorað mörkin. Chelsea er einnig yfir gegn Wigan, 1-0, en það var Frank Lampard sem skoraði mark meistaranna.

Fótbolti
Fréttamynd

Heiðar byrjar hjá Fulham

Heiðar Helguson er í fremstu víglínu hjá Fulham þegar liðið sækir Eggert Magnússon og félaga hjá West Ham heim í ensku úrvalsdeildinni í dag. Nýju mennirnir hjá West Ham. Luis Boa Morte og Nigel Quashie, eru báðir í byrjunarliðinu ásamt Carlos Tevez.

Fótbolti
Fréttamynd

Öruggt hjá Liverpool

Liverpool vann sannfærandi 3-0 útisigur á Watford í ensku úrvalsdeildinni í dag þar sem framherjarnir Dirk Kuyr og Peter Crouch sáu um að skora mörkin. Sá síðarnefndi skoraði tvívegis. Með sigrinum styrkir Liverpool stöðu sína í þriðja sæti deildarinnar, fjórum stigum á undan Arsenal en fimm stigum á eftir Chelsea.

Fótbolti
Fréttamynd

Beckham spilar ekki meira fyrir Real

David Beckham hefur spilað sinn síðasta leik fyrir Real Madrid, að því er Fabio Capello, knattspyrnustjóri liðsins, staðfesti nú í morgun. Beckham á hálft ár eftir af samningi sínum við Real og fær að æfa með liðinu - en ekki spila.

Fótbolti
Fréttamynd

Liverpool með forystu í hálfleik

Liverpool hefur 2-0 forystu gegn Watford á útivelli í hádegisleik enska boltans nú þegar flautað hefur verið til hálfleiks. Peter Crouch og Dirk Kuyt hafa skorað mörk Liverpoool, en knattspyrnustjórinn Rafa Benitez stillir upp einkar sókndjörfu liði í leiknum.

Fótbolti
Fréttamynd

Doyle er ekki á förum frá Reading

Kevin Doyle, framherji Reading og einn helsti spútnikleikmaður enska boltans í ár, kveðst ekki reiðubúinn að yfirgefa herbúðir nýliðinna í ensku úrvalsdeildinni þrátt fyrir að stærri lið hafi sýnt honum áhuga á síðustu vikum. Doyle hefur slegið í gegn á leiktíðinni og skorað 10 mörk.

Fótbolti
Fréttamynd

Federer tapaði í Ástralíu

Bandaríkjamaðurinn Andy Roddick gerði sér lítið fyrir og lagði Svisslendinginn Roger Federer af velli í úrslitaviðureign Kooyong-mótsins í Melbourne í Ástralíu sem fram fór í morgun. Roddick vann sannfærandi sigur; 6-2, 3-6 og 6-3, gegn langstigahæsta tennisspilara heims.

Sport
Fréttamynd

Allen og Nowitzki stálu senunni

Dirk Nowitzki hjá Dallas og Ray Allen hjá Seattle voru menn næturinnar í NBA-boltanum. Nowitzki skoraði 43 stig, það mesta sem hann hefur skorað á leiktíðinni, þegar Dallas lagði Indiana af velli en Allen gerði enn betur og setti niður 54 stig í sigri Seattle á Utah. Allen hefur aldrei skorað meira á sínum ferli.

Körfubolti
Fréttamynd

De Villiers kominn í forystu eftir frábæran dag

Suður-Afríkumaðurinn Giniel Del Villiers náði í dag forystu í Dakar-rallinu eftir frábæran akstur á sjöundu dagleið þar sem eknir voru 542 kílómetrar í Máritaníu, sem er land í norðvesturhluta Afríku.

Sport
Fréttamynd

Clijsters sigraði í Sidney

Belgíska tenniskonan Kim Clijsters sigraði í annað sinn á fjórum á Sydney mótinu sem er einskonar upphitun fyrir opna ástrlalska meistaramótið sem hefst þann 15. janúar. Clijsters lagði Jelenu Jankovic í æsilegum úrslitaleik 4-6, 7-6 og 6-4, en sú belgíska er þegar búin að tilkynna að þetta verði hennar síðasta keppnisár.

Sport
Fréttamynd

Enn einn skandallinn hjá Barry Bonds

Hafnaboltaleikmaðurinn Barry Bonds hefur nú lent í enn einu hneykslismálinu eftir að dagblaðið New York Daily News greindi frá því að hann hefði fallið á lyfjaprófi eftir amfetamínneyslu. Bonds hefur um árabil verið sakaður um að nota stera, en hann kennir félaga sínum um að hafa gefið sér amfetamín án sinnar vitundar.

Sport
Fréttamynd

Engar stórar yfirlýsingar hjá Federer

Svissneski tenniskappinn Roger Federer ætlar ekki að gefa út neinar stórar yfirlýsingar fyrir komandi tímabil í tennis og vill ekki gefa það út að hann stefni á að vinna öll risamótin á árinu. Hann komst mjög nálægt því á síðasta ári og allir eru sammála um að hann geti náð að vinna þau öll í ár, enda er Federer einfaldlega besti tennisleikari heimsins í dag.

Sport
Fréttamynd

Ullrich á að snúa aftur til æfinga

Erik Zabel, fyrrum liðsfélagi hjólreiðakappans Jan Ullrich, segir að honum ætti í það minnsta að vera gert kleift að æfa á meðan ekki þykir fullsannað að hann hafi neytt ólöglegra lyfja. Ullrich var rekinn frá liði T-mobile eftir að rannsókn var hrundið á stað í tengslum við harðar ásakanir um lyfjamisnotkun.

Sport
Fréttamynd

Wie á ekki möguleika í karlana

Ástralinn Stuart Appleby segir að ungstirnið Michelle Wie eigi ekki möguleika á að keppa á karlamótum og segir allt of snemmt fyrir hana að reyna fyrir sér á þeim vettvangi. Wie tekur þátt í sínu 13. móti um næstu helgi sem fram fer á Havaí.

Golf
Fréttamynd

Venus Williams missir af opna ástralska

Meiðslakálfurinn Venus Williams getur ekki tekið þátt í opna ástralska meistaramótinu í tennis vegna handameiðsla. Williams er aðeins í 48. sæti á styrkleikalistanum eftir að hafa vermt toppsætið í eina tíð. Stigahæsta tenniskona heims, Justine Henin-Hardenne, getur heldur ekki tekið þátt vegna meiðsla.

Sport
Fréttamynd

Sainz eykur forskot sitt

Spænski rallökumaðurinn Carlos Sainz hefur nú þriggja og hálfrar mínútu forskot á næsta mann í París-Dakar kappakstrinum þegar eknar hafa verið fimm dagleiðir. Sainz sigraði á fimmtu dagleiðinni þegar ekið var frá Ourzazate til Tan Tan í suðurhluta Marokkó í Afríku. Landi hans Isidre Esteve Pujol er í forystu í vélhjólaflokki.

Sport
Fréttamynd

Nadal þurfti að hætta keppni

Næstbesti tennisleikari heimsins, Spánverjinn Rafael Nadal, gæti þurft að hætta við þáttöku á opna ástralska meistaramótinu í næstu viku. Nadal þurfti að draga sig úr keppni á upphitunarmóti í Sidney í dag vegna nárameiðsla, en segist vonast til að þurfa ekki að missa af opna ástralska - annað árið í röð.

Sport
Fréttamynd

Banaslys í París-Dakar

Suður Afrískur vélhjólamaður lét lífið á fjórðu dagleiðinni í París-Dakar rallinu í morgun. Þyrla var send á slysstað en þá var maðurinn þegar látinn. Þetta er fyrsta banaslysið í þessari frægu keppni í ár, en í fyrra létust tvö börn og einn ökumaður í keppninni. Spánverjinn Carlos Sainz hefur enn forystu í bílaflokki.

Sport
Fréttamynd

Sainz leiðir enn í París Dakar

Spánverjinn Carlos Sainz er með bestan tíma allra keppenda í París Dakar kappakstrinum eftir þrjá daga. Sainz varð annar á þriðju dagleiðinni þar sem ekið var um Nador og Nachidia í Marokkó. Isidre Esteve Pujol frá Spáni er í forystu í vélhjólaflokki.

Sport
Fréttamynd

Philadelphia - New York í benni í kvöld

Sjónvarpsstöðin Sýn verður með beina útsendingu frá leik Philadelphia Eagles og New York Giants í úrslitakeppni NFL í kvöld klukkan 21:50. Mikill rígur er á milli þessara liða og gaman verður að fylgjast með einvígi leikstjórnendanna Eli Manning hjá New York og Jeff Garcia hjá Philadelphia, en sá síðarnefndi var maðurinn á bak við fimm leikja sigurgöngu Eagles fyrir úrslitakeppnina.

Sport
Fréttamynd

Sainz í forystu í Dakar

Fyrrum heimsmeistarinn í rallakstri, Spánverjinn Carlos Sainz, hefur forystu að loknum öðrum degi í París-Dakar rallinu sem nú er farið á fullt. Sainz ekur á Volkswagen. Í vélhjólaflokki er það portúgalski ökuþórinn Helder Rodrigues sem hefur forystu. Ekið var frá Portúgal til Malaga á Spáni, en næst verður ekið í Marokkó í Afríku.

Sport
Fréttamynd

Nadal féll óvænt úr leik í Chennai

Spænski tennisleikarinn Rafael Nadal tapaði óvænt 6-4 og 7-6 fyrir belgíska spilaranum Xavier Malisse í undanúrslitum Chennai mótsins í tennis í dag. Malisse er í 37. sæti á styrkleikalista tennissambandsins og mætir annað hvort Carlos Moya frá Spáni eða Austurríkismanninum Stefan Koubek í úrslitaleik á morgun.

Sport
Fréttamynd

Tomlinson bestur í NFL

LaDanian Tomlinson hjá San Diego Chargers var í dag valinn verðmætasti leikmaðurinn í NFL deildinni eftir ótrúlegt tímabil þar sem hann sló m.a. metið í snertimörkum með því að skora 31 slíkt. Það var nefnd íþróttafréttamanna sem stóð að valinu og hlaut Tomlinson 44 af 50 atkvæðum.

Sport
Fréttamynd

Chambers á enn möguleika á að komast í NFL

Spretthlauparinn Dwain Chambers hefur enn ekki gefið upp alla von um að komast að hjá liði í bandarísku ruðningsdeildinni NFL, en hann er í úrtaki 80 evrópskra manna sem hafa tryggt sér sæti í tveggja daga æfingabúðum í Frakklandi í næstu viku. Chambers er fyrrum Evrópumeistari í 100 m hlaupi en keppir væntanlega ekki aftur í hlaupi eftir að hafa fallið á lyfjaprófi.

Sport
Fréttamynd

Nadal byrjar árið á sigri

Spænski tennisleikarinn Rafael Nadal vann öruggan sigur á Rainer Schuettler á opna Chennai mótinu á Indlandi í dag 6-4 og 6-2, þrátt fyrir að vera nokkuð ryðgaður í byrjun. Nadal keppir einnig í tvíliðaleik á þessu fyrsta móti ársins og mætir heimamanninum Karan Rastogi í næstu umferð.

Sport
Fréttamynd

Loeb gefur þjónustu sína í Le Mans kappakstrinum

Heimsmeistarinn Sebastien Loeb ætlar ekki að taka krónu fyrir að keppa með franska liðinu Pascarolo Sport í hinum sögufræga Le Mans kappakstri á þessu ári, en þetta gerir hann til að styðja við bakið á liðinu sem á í miklum fjárhagserfiðleikum.

Sport
Fréttamynd

Garnett fagnaði gamla boltanum með stórleik

Tveir leikir fóru fram í deildarkeppninni í NBA í nótt þar sem gamli leðurboltinn var tekinn formlega í notkun á ný. Kevin Garnett hjá Minnesota Timberwolves var einn þeirra sem gagnrýndu boltann sem notaður var í fyrsta sinn í haust og hann hélt upp á endurkomu gamla boltans með góðum leik.

Körfubolti
Fréttamynd

15 félög á eftir Beckham?

Enska slúðurblaðið News of the World heldur því fram að 15 félög hafi sett sig í samband við umboðsmann David Beckham, með það fyrir augum að fá fyrrum enska landsliðsfyrirliðann til sín nú í janúar. Samningur Beckham við Real Madrid rennur út í sumar og honum er nú frjálst að ræða við önnur lið.

Fótbolti
Fréttamynd

Deco vill fara til Englands

Portúgalski miðjumaðurinn Deco hjá Barcelona hefur lýst því yfir að hann vilji spili í ensku úrvalsdeildinni í framtíðinni. Deco er samningsbundinn Evrópumeisturunum til ársins 2010 en útilokar ekki að fara til Englands fyrir þann tíma.

Enski boltinn
Fréttamynd

Ellilífeyrisþegi hljóp 110 metra á 12,12 sekúndum

Tony Bowman vann glæstan sigur í hinu árlega nýrársspretthlaupi ellilífeyrisþega sem fram fór í Musselburgh í Englandi í gær. Hinn 71 árs gamli fyrrverandi ruðningsleikmaður kom í mark á 12,12 sekúndum, sem verður að teljast ótrúlegur tími miðað við aldur.

Sport