Íslendingar erlendis

Fréttamynd

Við­skila í London eftir að hafa hent vega­bréfinu í ruslið

Íslensk kona á leið til Ástralíu með syni sína tvo lenti í einni stærstu martröð ferðalangsins þegar vegabréf eldri sonarins endaði í ruslinu á flugvelli í Lundúnum. Þau rótuðu í tunnunni en þá var vegabréfið horfið. Leiðir skildu, móðirin og yngri sonurinn flugu áfram en sá eldri varð eftir með síma, hleðslutæki og einbeittan vilja til að endurheimta vegabréfið.

Ferðalög
Fréttamynd

Halda Orra og Sporting engin bönd

Orri Freyr Þorkelsson og félagar hans í liði Sporting Lissabon eru með örugga forystu á toppi portúgölsku úrvalsdeildarinnar í handbolta. Liðið hefur enn ekki tapað leik.

Handbolti
Fréttamynd

„Góður vetrar­dagur hér er 23 gráður“

Elma Hlín Valgeirsdóttir hefur verið búsett í Gold Coast á austurströnd Ástralíu undanfarið eitt og hálft ár og starfað sem au pair. Lífið hinum megin á hnettinum, þar sem sólin skín meira og minna alla daga ársins, er töluvert ólíkara en hér á Fróni. Elma hefur reglulega birt myndskeið á TikTok sem vakið hafa athygli en þar hefur hún meðal annars sagt frá menningarmismuninum á Ástralíu og Íslandi. Og sá munur er talsverður.

Lífið
Fréttamynd

Ís­lendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og á­rásin var gerð

Íslenskur nemandi við Brown-háskóla hefði mætt í kennslustund í kvöld í sömu skólastofu og mannskæð skotárás var framin í gær, en hún sækir flesta sína tíma í umræddri stofu. Öll kennsla og lokapróf hafa nú verið felld niður vegna árásarinnar. Hún segir samfélagið í Providence í áfalli og lýsir flótta vinar síns af háskólasvæðinu eftir að hafa heyrt skothvelli frá stofunni.

Innlent
Fréttamynd

Sig­mundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, verður meðal þátttakenda í pallborðsumræðum ásamt öðrum fulltrúum evrópskra hægri-íhaldsflokka í Róm á Ítalíu í kvöld. Í pallborðinu verður einnig Kemi Badenoch, leiðtogi breska Íhaldsflokksins, auk annarra, en Giorgia Meloni, forsætisráðherra Ítalíu og leiðtogi Bræðralags Ítalíu, er gestgjafi viðburðarins.

Innlent
Fréttamynd

Abba skilar 350 milljörðum í kassann

Sýningin ABBA Voyage hefur algjörlega slegið í gegn í Bretlandi og hefur fólk komið hvaðan af úr heiminum til að sjá hana. Þessi einstaka tónleikaupplifun sem sýnir svokallaða „ABBA-tara“ eða stafræna holdgervinga af meðlimum sænsku sveitarinnar flytja sín stærstu lög hefur skilað rúmum tveimur milljörðum punda út í breska efnahagskerfið. 

Tónlist
Fréttamynd

Þrír Geirar skírðir í Jóns­húsi

Bræðurnir Hjalti Geir, Árni Geir og Tryggvi Geir voru allir þrír skírðir af séra Sigfúsi Kristjánssyni í Jónshúsi í Kaupmannahöfn sunnudaginn 7. desember síðastliðinn. Foreldrarnir Klara og Geir voru kát með Geirana sína þrjá.

Lífið
Fréttamynd

Lífið gjör­breytt

Guðmundur Felix Grétarsson, sem missti báða handleggi árið 1998 og fékk ágrædda handleggi árið 2021, segir árangurinn verulegan. Hann geti nú sjálfur keyrt bíl með höndunum, geti verið einn heima og fínhreyfingar séu í þróun. Hann segir læknana ekki endilega búist við því að hann myndi geta hreyft meira en olnbogann eftir aðgerðina.

Innlent
Fréttamynd

Fótboltastelpan sem endaði í kristnum há­skóla í suður­ríkjunum

Þegar Júlía Dagbjört Styrmisdóttir setti stefnuna á háskólanám á fótboltastyrk átti hún allra síst von á því að enda í suðuríkjum Bandaríkjanna. Hún átti heldur ekki von á því að enda í kristnum háskóla, þar sem messur og trúarlegar samkomur eru fastur hluti af háskólalífinu. Og hún átti allra síst von á því að finna ástina í lífi sínu. Það varð engu að síður raunin.

Lífið
Fréttamynd

„Ég sem faðir er ekkert eðli­lega stoltur af honum“

Jóhannes Karl Guðjónsson, fyrrum landsliðsmaður í fótbolta og þjálfari FH, segir son sinn, Ísak Bergmann Jóhannesson, vera að uppskera vegna gríðarmikillar vinnu er hann brillerar í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta, sem og með íslenska landsliðinu.

Fótbolti
Fréttamynd

Ís­lensk raunveruleikastjarna í Sví­þjóð: „Þetta var fokking erfitt, sér­stak­lega fyrir líkamann“

Ágúst Örn Helgason keppir í nýjustu seríu sænska Survivor. Tökurnar í Filippseyjum reyndu á líkamlega og horaðist Ágúst um tólf kíló. Pínan setti í samhengi hvað Ágúst elskar heitt unnustu sína, vinnu og heimili. Hann keppti fyrir tveimur árum í ástarþáttunum Married at First Sight og er því tvöföld raunveruleikastjarna í Svíþjóð.

Lífið
Fréttamynd

Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Ís­landi

Dorrit Moussaieff fyrrverandi forsetafrú var rænd á dögunum þar sem hún var á göngu um London. Hún slasaðist lítillega og hvetur Íslendinga til að fara varlega í borginni, ræningjarnir sluppu en hefðu að mati Dorritar aldrei sloppið á Íslandi.

Innlent
Fréttamynd

Ís­lendingur gekk ber­serks­gang í Horsens

Íslenskur karlmaður um tvítugt var handtekinn á aðfaranótt laugardags í Horsens í Danmörku eftir að hann gekk berserksgang í miðbænum. Maðurinn reyndi meðal annars að bíta lögregluþjón.

Innlent
Fréttamynd

Sögu­legur dagur

Í dag fögnum við merkum áfanga í samskiptum Íslands og Spánar við opnun sendiráðs Íslands í Madrid.

Skoðun