Mannréttindi „Hatrið má ekki sigra“ Hinsegin dagar eru gengnir í garð með tilheyrandi lífi, litagleði og sýnileika. Gleðin nær svo ákveðnu hámarki í Reykjavík á morgun þegar Gleðigangan fer fram og margvíslegur hópur hinsegin fólks sameinast í kröfugöngu sem er á sama tíma mikill fögnuður. Lífið 9.8.2024 07:01 Segist niðurlægður með 415 krónur í tímakaup Sakborningur sem hlaut tíu ára fangelsisdóm í umfangsmiklu fíkniefnamáli segir að honum virðist sem það sé ætlun kerfisins að framleiða iðjuleysinga og glæpamenn. Það sé niðurlægjandi að fangar fái 415 krónur í tímakaup fyrir vinnu sína innan veggja fangelsisins. Sú upphæð dugi tæpt fyrir sígarettukaupum, hvað þá klippingu eða sálfræðitímum. Innlent 7.8.2024 10:33 Umfangsmikil fangaskipti gætu verið á næsta leiti Merki eru um umfangsmikil fangaskipti á milli Rússlands og Hvíta-Rússlands annars vegar og Bandaríkjanna, Þýskalands og Slóveníu hins vegar. Hermt er að blaðamaður Wall Street Journal sem Rússar handtóku í fyrra verði hluti af skiptunum. Erlent 1.8.2024 12:21 „Ég hef látið orð út úr mér sem hefðu átt að vera ósögð“ Helgi Magnús Gunnarsson vararríkissaksóknari segist hafa látið út úr sér orð sem hann hefði betur látið ósögð. Þrátt fyrir það segir hann að ekkert sem hann hafi sagt hafi kastað rýrð á störf hans hjá embættinu. Innlent 1.8.2024 11:12 Hermenn sakaðir um að misþyrma palestínskum fanga kynferðislega Til uppþota kom á herstöð þar sem Ísraelsher heldur palestínskum föngum eftir að níu ísraelskir hermenn voru handteknir og sakaðir um að misþyrma föngum kynferðislega. Stuðningsmenn þeirra brutust inn í herstöðina og kröfðust þess að þeim yrði sleppt. Erlent 30.7.2024 13:47 Sakar Maríu um trumpisma Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins svarar fyrir gagnrýni sem hún hefur hlotið vegna ummæla um íslenska femínista í aðsendri grein á Vísi. Þar spyr hún hvort hægrikonur megi ekki ræða ofbeldi „sem berst hingað frá fjarlægari heimshlutum“ og bendlar gagnrýninn femínista við trumpisma. Innlent 20.7.2024 08:52 Femínistar botna ekkert í Diljá Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður fór mikinn í hlaðvarpsviðtali í vikunni og sagði íslenska femínista hræsnara. Þessir sömu femínistar svara Diljá fullum hálsi. Innlent 18.7.2024 13:00 Diljá Mist segir hræsni einkenna íslenska femínista Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins dró ekki af sér í hlaðvarpsþættinum Ein pæling; hún sagði innflytjendur fá „súkkulaðipassa“ hjá íslenskum femínistum í mannréttindamálum. Hún talaði umbúðalaust út um skoðun sína á íslenskum femínistum sem hún telur hræsnara. Innlent 17.7.2024 10:47 Kristrún segir mál sem skekið hafa Samfylkinguna ekki svarthvít Kristrún Frostadóttir segir eðlilegt að ágreiningur eigi sér stað innan breiðfylkingar og stórs flokks líkt og Samfylkingarinnar. Þannig svarar hún gagnrýni innan flokksins sem snýr að hjásetu flokksins við afgreiðslu nýrra útlendingalaga. Innlent 6.7.2024 06:31 Segir Miðflokkinn vilja skreyta sig stolnum fjöðrum Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, lætur Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Miðflokksins ekki eiga neitt inni hjá sér en í kröftugri svargrein um Mannréttindastofu segir hún Sigmund og þá Miðflokksmenn innilega ósamkvæma sjálfum sér. Innlent 5.7.2024 13:25 Sigmundur Davíð þvær hendur sínar af Mannréttindastofnun Íslands Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hefur lítinn sem engan áhuga á því að Hildi Sverrisdóttur, þingflokksformanni Sjálfstæðisflokksins, takist að gera Miðflokkinn ábyrgan fyrir nýrri Mannréttastofnun Íslands. Innlent 4.7.2024 14:24 Segir Sigmund og Bergþór bera sína ábyrgð á Mannréttindastofnun Íslands Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, skynjar falskan tón í óbilgjarnri gagnrýni þeirra Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Miðflokksins og Bergþórs Ólasonar þingmanns en þeir hafa fundið Mannréttindastofnun Íslands, sem samþykkt var við þinglok, flest til foráttu. Innlent 2.7.2024 12:01 Sjálfbærniskólinn opnar: Reglugerðin mun líka hafa áhrif á lítil og meðalstór fyrirtæki „Vissulega nær reglugerðin aðeins til stærri fyrirtækja, með 250 manns eða fleiri og smærri félög tengd almannahagsmunum. Hugmyndafræðin nær hins vegar til allra fyrirtækja, sem þýðir að fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki munu breyttar leikreglur líka hafa áhrif,“ segir Ketill Berg Magnússon, mannauðsstjóri hjá Marel í Norður Evrópu og einn af gestgjöfum Sjálfbærniskólans sem hefst í Opna Háskólanum, Háskóla Reykjavík í haust. Atvinnulíf 26.6.2024 07:00 Vandar um við Sigmund Davíð Henry Alexander Henrysson heimspekingur hefur áhyggjur af því að ný Mannréttindastofnun Íslands, verði flokkspólitískum deilum og glósum að bráð. Innlent 24.6.2024 10:08 Kvöldstund á öldrunarspítalanum Það er að koma kvöldmatur. Gamla fólkið hugsar sér til hreyfings, flestir þurfa a.m.k. að styðjast við göngugrind, en sumir þurfa að auki aðstoð starfsfólks. Skoðun 23.6.2024 13:30 Sigmundur Davíð furðu lostinn yfir nýrri mannréttindastofnun Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins er furðu lostinn vegna mannréttindastofnunar sem samþykkt var í dag á þinginu að koma á koppinn. Innlent 21.6.2024 14:32 Loks eignast Ísland mannréttindastofnun Nú hillir undir samþykkt Alþingis á frumvarpi okkar Vinstri grænna um að setja á fót Mannréttindastofnun Íslands. Um er að ræða nýja stofnun sem heyrir undir Alþingi sem verður sjálfstæð og óháð stofnun með sambærilegum hætti og umboðsmaður Alþingis og ríkisendurskoðandi. Ísland er eitt örfárra ríkja í Evrópu sem ekki hefur sjálfstæða mannréttindastofnun. Nú breytist það sem er mikið fagnaðarefni. Skoðun 20.6.2024 14:31 Yngra fólk á hjúkrunarheimilum upplifir öryggi en saknar félagslífs Leggja þarf áherslu á rétt einstaklingsins til að velja sjálfur hvar hann býr og með hvaða hætti þjónusta við hann er veitt, segir í nýrri skýrslu um yngra fólk á hjúkrunarheimilum. Innlent 20.6.2024 11:06 Loksins Mannréttindastofnun Mannréttindi eru hornsteinn frelsis, friðar, þróunar og réttlætis og þau ber að heiðra og hlú að þeim. Mannréttindi koma ekki að sjálfu sér heldur eru ákvörðun sem þarf að festa í lög, koma inn í kerfi, venja stofnanir við og viðhalda. Skoðun 19.6.2024 15:30 Nöfnum þéttbýliskjarna breytt til að þurrka út menningu Úígúra Yfirvöld í Kína hafa breytt heitum hundruð þorpa og bæja Úígúra og fjarlægt úr þeim tilvísanir í sögu, menningu og trú minnihlutahópsins. Breytingarnar eru taldar ná til 630 þéttbýliskjarna og áttu flestar sér stað á árunum 2017-2019. Erlent 19.6.2024 11:25 Þjófar fagna Í dag eru 109 ár liðin frá því að konur fengu kosningarétt í alþingiskosningum á Íslandi. Að konur hafi ekki haft kosningarétt er í tómarúmi rökleysa en rökrétt ef skoðað út frá ríkjandi valdastrúktúrum síðastliðinna árþúsunda, það er feðraveldinu. Konur eiga nefnilega samkvæmt feðraveldinu ekki að sækjast eftir áhrifum eða völdum, ekki einu sinni yfir eigin líkama. Skoðun 19.6.2024 08:01 Samfylkingin ætli ekki að „bara vera með upphrópanir“ Guðmundur Árni Stefánsson varaformaður Samfylkingarinnar segir flokkinn búa sig undir að taka við landsstjórninni. Í því felist að taka afstöðu til allra mála á þeim forsendum að „iðka það sem við segjum og ekki bara vera með upphrópanir og andstöðu verandi í minnihluta“. Innlent 18.6.2024 08:31 Flokkurinn standi ekki lengur með mannréttindum Bæjarfulltrúi í Garðabæ segist hafa sagt sig úr Samfylkingunni vegna áherslna flokksins í útlendingamálum. Hann treystir flokknum ekki lengur í mannréttindamálum. Innlent 17.6.2024 11:52 Merki um stríðsglæpi beggja fylkinga þegar gíslar voru frelsaðir Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna segir að gjörðir bæði Ísraelshers og Hamas-samtakanna þegar Ísraelar frelsuðu fjóra gísla úr haldi um helgina gætu talist stríðsglæpir. Á þriðja hundrað manna féll í hernaðaraðgerðinni. Erlent 11.6.2024 10:11 Efndi til þrælauppboðs í kennslustund Skólayfirvöld í Massachusetts í Bandaríkjunum hafa sent grunnskólakennara í tímabundið launað leyfi eftir að hann efndi til „þrælauppboðs“ í kennslustund. Erlent 3.6.2024 09:04 „Galið! Kosningar eru greinilega ekki fyrir öll!“ Ingvar Örn Arngeirsson segir að betur megi huga að fólki sem glími við áskoranir þegar komi að kosningum. Einhverfur vinur hans treysti sér ekki til að fara inn í kjörklefa og gat af þeim sökum ekki kosið í dag. Innlent 1.6.2024 19:57 „Við útrýmum ekki ofbeldi með hatri“ Ofbeldi gegn konum verður ekki stöðvað með því að ýta undir kynþáttafordóma. Þetta segir palestínsk kona sem óttast að umræða um alvarleg ofbeldisbrot gegn löndu sinni á Íslandi ali á fordómum, frekar en að styðja þolendur og berjast gegn kynbundnu ofbeldi. Innlent 31.5.2024 22:00 Svörtum vísað frá borði þegar kvartað var undan líkamslykt Þrír svartir karlmenn hafa höfðað mál á hendur American Airlines en þeir voru látnir ganga frá borði eftir að kvartað var undan líkamslykt í einni af vélum félagsins. Erlent 30.5.2024 08:04 Ógiltu neitunarvald forseta til að koma fjölmiðlalögum í gegn Stjórnarflokkur Georgíu nýtti aukinn meirihluta sinn á þingi til þess að ógilda neitunarvald sem forseti landsins beitti á umdeild fjölmiðlalög í dag. Tugir þúsunda manna hafa mótmælt lögunum undanfarnar vikur. Erlent 28.5.2024 15:38 „Ég einfaldlega spurði kennarann: Ertu ekki að djóka?!“ Þann 11.maí síðastliðinn, hélt París Anna Bergmann, sextán ára nemandi við Menntaskólann á Akureyri erindi á ráðstefnu félagi Ungra athafnakvenna, UAK. Atvinnulíf 27.5.2024 07:01 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 … 21 ›
„Hatrið má ekki sigra“ Hinsegin dagar eru gengnir í garð með tilheyrandi lífi, litagleði og sýnileika. Gleðin nær svo ákveðnu hámarki í Reykjavík á morgun þegar Gleðigangan fer fram og margvíslegur hópur hinsegin fólks sameinast í kröfugöngu sem er á sama tíma mikill fögnuður. Lífið 9.8.2024 07:01
Segist niðurlægður með 415 krónur í tímakaup Sakborningur sem hlaut tíu ára fangelsisdóm í umfangsmiklu fíkniefnamáli segir að honum virðist sem það sé ætlun kerfisins að framleiða iðjuleysinga og glæpamenn. Það sé niðurlægjandi að fangar fái 415 krónur í tímakaup fyrir vinnu sína innan veggja fangelsisins. Sú upphæð dugi tæpt fyrir sígarettukaupum, hvað þá klippingu eða sálfræðitímum. Innlent 7.8.2024 10:33
Umfangsmikil fangaskipti gætu verið á næsta leiti Merki eru um umfangsmikil fangaskipti á milli Rússlands og Hvíta-Rússlands annars vegar og Bandaríkjanna, Þýskalands og Slóveníu hins vegar. Hermt er að blaðamaður Wall Street Journal sem Rússar handtóku í fyrra verði hluti af skiptunum. Erlent 1.8.2024 12:21
„Ég hef látið orð út úr mér sem hefðu átt að vera ósögð“ Helgi Magnús Gunnarsson vararríkissaksóknari segist hafa látið út úr sér orð sem hann hefði betur látið ósögð. Þrátt fyrir það segir hann að ekkert sem hann hafi sagt hafi kastað rýrð á störf hans hjá embættinu. Innlent 1.8.2024 11:12
Hermenn sakaðir um að misþyrma palestínskum fanga kynferðislega Til uppþota kom á herstöð þar sem Ísraelsher heldur palestínskum föngum eftir að níu ísraelskir hermenn voru handteknir og sakaðir um að misþyrma föngum kynferðislega. Stuðningsmenn þeirra brutust inn í herstöðina og kröfðust þess að þeim yrði sleppt. Erlent 30.7.2024 13:47
Sakar Maríu um trumpisma Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins svarar fyrir gagnrýni sem hún hefur hlotið vegna ummæla um íslenska femínista í aðsendri grein á Vísi. Þar spyr hún hvort hægrikonur megi ekki ræða ofbeldi „sem berst hingað frá fjarlægari heimshlutum“ og bendlar gagnrýninn femínista við trumpisma. Innlent 20.7.2024 08:52
Femínistar botna ekkert í Diljá Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður fór mikinn í hlaðvarpsviðtali í vikunni og sagði íslenska femínista hræsnara. Þessir sömu femínistar svara Diljá fullum hálsi. Innlent 18.7.2024 13:00
Diljá Mist segir hræsni einkenna íslenska femínista Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins dró ekki af sér í hlaðvarpsþættinum Ein pæling; hún sagði innflytjendur fá „súkkulaðipassa“ hjá íslenskum femínistum í mannréttindamálum. Hún talaði umbúðalaust út um skoðun sína á íslenskum femínistum sem hún telur hræsnara. Innlent 17.7.2024 10:47
Kristrún segir mál sem skekið hafa Samfylkinguna ekki svarthvít Kristrún Frostadóttir segir eðlilegt að ágreiningur eigi sér stað innan breiðfylkingar og stórs flokks líkt og Samfylkingarinnar. Þannig svarar hún gagnrýni innan flokksins sem snýr að hjásetu flokksins við afgreiðslu nýrra útlendingalaga. Innlent 6.7.2024 06:31
Segir Miðflokkinn vilja skreyta sig stolnum fjöðrum Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, lætur Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Miðflokksins ekki eiga neitt inni hjá sér en í kröftugri svargrein um Mannréttindastofu segir hún Sigmund og þá Miðflokksmenn innilega ósamkvæma sjálfum sér. Innlent 5.7.2024 13:25
Sigmundur Davíð þvær hendur sínar af Mannréttindastofnun Íslands Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hefur lítinn sem engan áhuga á því að Hildi Sverrisdóttur, þingflokksformanni Sjálfstæðisflokksins, takist að gera Miðflokkinn ábyrgan fyrir nýrri Mannréttastofnun Íslands. Innlent 4.7.2024 14:24
Segir Sigmund og Bergþór bera sína ábyrgð á Mannréttindastofnun Íslands Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, skynjar falskan tón í óbilgjarnri gagnrýni þeirra Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Miðflokksins og Bergþórs Ólasonar þingmanns en þeir hafa fundið Mannréttindastofnun Íslands, sem samþykkt var við þinglok, flest til foráttu. Innlent 2.7.2024 12:01
Sjálfbærniskólinn opnar: Reglugerðin mun líka hafa áhrif á lítil og meðalstór fyrirtæki „Vissulega nær reglugerðin aðeins til stærri fyrirtækja, með 250 manns eða fleiri og smærri félög tengd almannahagsmunum. Hugmyndafræðin nær hins vegar til allra fyrirtækja, sem þýðir að fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki munu breyttar leikreglur líka hafa áhrif,“ segir Ketill Berg Magnússon, mannauðsstjóri hjá Marel í Norður Evrópu og einn af gestgjöfum Sjálfbærniskólans sem hefst í Opna Háskólanum, Háskóla Reykjavík í haust. Atvinnulíf 26.6.2024 07:00
Vandar um við Sigmund Davíð Henry Alexander Henrysson heimspekingur hefur áhyggjur af því að ný Mannréttindastofnun Íslands, verði flokkspólitískum deilum og glósum að bráð. Innlent 24.6.2024 10:08
Kvöldstund á öldrunarspítalanum Það er að koma kvöldmatur. Gamla fólkið hugsar sér til hreyfings, flestir þurfa a.m.k. að styðjast við göngugrind, en sumir þurfa að auki aðstoð starfsfólks. Skoðun 23.6.2024 13:30
Sigmundur Davíð furðu lostinn yfir nýrri mannréttindastofnun Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins er furðu lostinn vegna mannréttindastofnunar sem samþykkt var í dag á þinginu að koma á koppinn. Innlent 21.6.2024 14:32
Loks eignast Ísland mannréttindastofnun Nú hillir undir samþykkt Alþingis á frumvarpi okkar Vinstri grænna um að setja á fót Mannréttindastofnun Íslands. Um er að ræða nýja stofnun sem heyrir undir Alþingi sem verður sjálfstæð og óháð stofnun með sambærilegum hætti og umboðsmaður Alþingis og ríkisendurskoðandi. Ísland er eitt örfárra ríkja í Evrópu sem ekki hefur sjálfstæða mannréttindastofnun. Nú breytist það sem er mikið fagnaðarefni. Skoðun 20.6.2024 14:31
Yngra fólk á hjúkrunarheimilum upplifir öryggi en saknar félagslífs Leggja þarf áherslu á rétt einstaklingsins til að velja sjálfur hvar hann býr og með hvaða hætti þjónusta við hann er veitt, segir í nýrri skýrslu um yngra fólk á hjúkrunarheimilum. Innlent 20.6.2024 11:06
Loksins Mannréttindastofnun Mannréttindi eru hornsteinn frelsis, friðar, þróunar og réttlætis og þau ber að heiðra og hlú að þeim. Mannréttindi koma ekki að sjálfu sér heldur eru ákvörðun sem þarf að festa í lög, koma inn í kerfi, venja stofnanir við og viðhalda. Skoðun 19.6.2024 15:30
Nöfnum þéttbýliskjarna breytt til að þurrka út menningu Úígúra Yfirvöld í Kína hafa breytt heitum hundruð þorpa og bæja Úígúra og fjarlægt úr þeim tilvísanir í sögu, menningu og trú minnihlutahópsins. Breytingarnar eru taldar ná til 630 þéttbýliskjarna og áttu flestar sér stað á árunum 2017-2019. Erlent 19.6.2024 11:25
Þjófar fagna Í dag eru 109 ár liðin frá því að konur fengu kosningarétt í alþingiskosningum á Íslandi. Að konur hafi ekki haft kosningarétt er í tómarúmi rökleysa en rökrétt ef skoðað út frá ríkjandi valdastrúktúrum síðastliðinna árþúsunda, það er feðraveldinu. Konur eiga nefnilega samkvæmt feðraveldinu ekki að sækjast eftir áhrifum eða völdum, ekki einu sinni yfir eigin líkama. Skoðun 19.6.2024 08:01
Samfylkingin ætli ekki að „bara vera með upphrópanir“ Guðmundur Árni Stefánsson varaformaður Samfylkingarinnar segir flokkinn búa sig undir að taka við landsstjórninni. Í því felist að taka afstöðu til allra mála á þeim forsendum að „iðka það sem við segjum og ekki bara vera með upphrópanir og andstöðu verandi í minnihluta“. Innlent 18.6.2024 08:31
Flokkurinn standi ekki lengur með mannréttindum Bæjarfulltrúi í Garðabæ segist hafa sagt sig úr Samfylkingunni vegna áherslna flokksins í útlendingamálum. Hann treystir flokknum ekki lengur í mannréttindamálum. Innlent 17.6.2024 11:52
Merki um stríðsglæpi beggja fylkinga þegar gíslar voru frelsaðir Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna segir að gjörðir bæði Ísraelshers og Hamas-samtakanna þegar Ísraelar frelsuðu fjóra gísla úr haldi um helgina gætu talist stríðsglæpir. Á þriðja hundrað manna féll í hernaðaraðgerðinni. Erlent 11.6.2024 10:11
Efndi til þrælauppboðs í kennslustund Skólayfirvöld í Massachusetts í Bandaríkjunum hafa sent grunnskólakennara í tímabundið launað leyfi eftir að hann efndi til „þrælauppboðs“ í kennslustund. Erlent 3.6.2024 09:04
„Galið! Kosningar eru greinilega ekki fyrir öll!“ Ingvar Örn Arngeirsson segir að betur megi huga að fólki sem glími við áskoranir þegar komi að kosningum. Einhverfur vinur hans treysti sér ekki til að fara inn í kjörklefa og gat af þeim sökum ekki kosið í dag. Innlent 1.6.2024 19:57
„Við útrýmum ekki ofbeldi með hatri“ Ofbeldi gegn konum verður ekki stöðvað með því að ýta undir kynþáttafordóma. Þetta segir palestínsk kona sem óttast að umræða um alvarleg ofbeldisbrot gegn löndu sinni á Íslandi ali á fordómum, frekar en að styðja þolendur og berjast gegn kynbundnu ofbeldi. Innlent 31.5.2024 22:00
Svörtum vísað frá borði þegar kvartað var undan líkamslykt Þrír svartir karlmenn hafa höfðað mál á hendur American Airlines en þeir voru látnir ganga frá borði eftir að kvartað var undan líkamslykt í einni af vélum félagsins. Erlent 30.5.2024 08:04
Ógiltu neitunarvald forseta til að koma fjölmiðlalögum í gegn Stjórnarflokkur Georgíu nýtti aukinn meirihluta sinn á þingi til þess að ógilda neitunarvald sem forseti landsins beitti á umdeild fjölmiðlalög í dag. Tugir þúsunda manna hafa mótmælt lögunum undanfarnar vikur. Erlent 28.5.2024 15:38
„Ég einfaldlega spurði kennarann: Ertu ekki að djóka?!“ Þann 11.maí síðastliðinn, hélt París Anna Bergmann, sextán ára nemandi við Menntaskólann á Akureyri erindi á ráðstefnu félagi Ungra athafnakvenna, UAK. Atvinnulíf 27.5.2024 07:01