
Sportpakkinn

Formaðurinn valdi rétta fólkið
Fylkismenn eru bestir á Íslandi í tölvuleiknum Counter-Strike: Global Offensive en þeir unnu FH í gær, 2-0, í úrslitaleik Stórmeistaramóts Vodafone-deildarinnar.

Ætla sér upp á 105 ára afmælinu: „Þór vill spila á meðal þeirra bestu“
Páll Viðar Gíslason, sem tók aftur við Þór í vetur, segir að það sé ekkert annað markmið hjá félaginu en að koma sér aftur upp í deild þeirra bestu, Pepsi Max-deildina.

Atli Viðar: Held að KR-ingar eigi dálítið í land
Atli Viðar Björnsson spáir því að Víkingur hafi betur gegn KR í Meistarakeppni KSÍ í kvöld en hann segir að Íslandsmeistararnir, KR, eigi smá í land og það sé vegna aldurs liðsins.

Bræðurnir spenntir fyrir bikarslagnum á Álftanesi: „Hver veit nema forsetinn láti sjá sig?“
Álftanes mætir Fram í 1. umferð Mjólkurbikarsins á morgun og bræðurnir Arnar Már og Hörður Fannar Björgvinssynir eru spenntir fyrir viðureigninni. Arnar Már þjálfar Álftanes og bróðir hans stendur vaktina í markinu.

Gaupi og Maggi Bö tóku stöðuna á Meistaravöllum: „Til þess var ég fenginn hingað“
Meistarakeppni KSÍ fer fram um helgina er Íslandsmeistarar KR fá bikarmeistara Víkinga í heimsókn en leikið verður á iðagrænum Meistaravöllum.

Hefur orðið fyrir kynþáttafordómum á Íslandi: „Húðliturinn á ekki að segja til um hver gildi okkar eru“
Lovísa Thompson, leikmaður deildarmeistara Vals í handbolta, segist hafa orðið fyrir kynþáttafordómum hér á landi. Ummæli eins og „þú ert bara góð í íþróttum því þú ert svona á litinn“ hafa fallið í návist Lovísu.

Skólinn spilaði stóra rullu í að Hrafnhildur ákvað að koma heim
Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir sem gekk í raðir ÍBV á dögunum segir að metnaðurinn í Eyjum hafi heillað sig og segir að Eyjar séu líkari samfélaginu á Selfossi heldur en til að mynda höfuðborgarsvæðið.

Helena setur ekki neina dagsetningu á endurkomuna
Helena Sverrisdóttir, spilandi aðstoðarþjálfari deildarmeistara Vals í körfubolta, ætlar ekki að setja neina dagsetningu á það hvenær hún ætli sér að snúa aftur á völlinn eftir barnsburð.

„Þurfum að gíra okkur upp og gera betur ef við ætlum að geta eitthvað í sumar“
Íslandsmeistarar KR í fótbolta hafa ekki verið sannfærandi í þeim tveim æfingaleikjum sem liðið hefur spilað eftir kórónuveiruhléið. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, segir að hans menn þurfi að komast aftur upp á tærnar.

Haukur Páll telur að tímabilið í ár verði ólíkt því sem við sáum í fyrra
Haukur Páll Sigurðsson er spenntur fyrir komandi tímabili og segir Valsmenn stefna á toppbaráttu eins og svo mörg önnur lið í deildinni.

Gæti faraldurinn fært íslenskum liðum forskot?
„Við erum komnir með hóp þar sem er góð samkeppni,“ segir Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, sem í vikunni hefur fengið Pétur Viðarsson og Hörð Inga Gunnarsson í leikmannahóp sinn. Hann segir áhrif kórónuveirufaraldursins geta hjálpað íslenskum liðum fari keppni í Evrópukeppnum af stað í sumar.

Emil bíður eftir meiri upplýsingum frá Ítalíu en útilokar ekki að spila með FH
Emil Hallfreðsson hefur enn ekki gert upp hug sinn hvort að hann spili með FH í Pepsi Max-deild karla í sumar en hann segir enn fremur að hann sé samningsbundinn ítalska C-deildarliðinu Padova þangað til í lok júní.

Björn Daníel: Allir hjá félaginu stefna að því sama og það er að vinna deildina á hverju ári
Björn Daníel Sverrisson, fyrirliði FH, segir að stefnan í Hafnarfirði sé að vinna deildina á hverju ári og að félagið stefni ekki að „bara“ enda í þremur efstu sætunum.

Þurfum að hafa kjark og þor til að taka á móti ungum leikmönnum
„Við komum vel út úr þessu og menn eru virkilega hungraðir í að byrja,“ segir Óli Stefán Flóventsson, þjálfari KA í fótbolta, nú þegar það styttist í að hefðbundnar liðsæfingar geti hafist eftir kórónuveiruhléið.

Hugur í KA-mönnum en markmiðin raunhæf
„KA er stórt félag, með góða sögu, en við erum raunhæfir í öllum okkar markmiðum. Aðalmálið er að það sé gott handboltalíf á Akureyri og það er það sem við byggjum að,“ segir Jónatan Magnússon, þjálfari KA í handbolta.

Pálmi segir markmið KR einfalt: „Það er alltaf stefnt á titil hér“
Pálmi Rafn Pálmason segir að KR stefni á titilinn líkt og hvert einasta ár.

Valdís tekjulaus í marga mánuði: „Fell á milli alls staðar í kerfinu“
„Það er erfitt að vera tekjulaus í marga mánuði, og ég sé fram á 5-7 mánuði án tekna núna,“ segir Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur, sem vegna kórónuveirufaraldursins getur ekki leikið á móti erlendis eins og hún ætlaði sér.

Þakklát og spennt yfir því að geta keppt í golfi: „Hugsa að allir séu svolítið ryðgaðir“
Bestu kylfingar Íslands eru þakklátir og spenntir yfir því að geta byrjað að keppa í golfi að nýju á morgun þegar ÍSAM-mótið hefst í Mosfellsbæ. Flestir væru þeir að spila á mótum erlendis þessa dagana ef að kórónuveirufaraldurinn hefði ekki sett allt úr skorðum.

Helgi: Það er enginn að fara selja Gary Martin
Helgi Sigurðsson segir að Gary Martin sé ekki að fara neitt frá Eyjunni.

Krakkarnir eins og beljur á svelli | Sendur í sóttkví út af pabba
Þórður Einarsson, knattspyrnuþjálfari í Þrótti, segir mikla gleði hjá iðkendum félagsins að geta loksins byrjað að æfa á nýjan leik eftir að höftum um samkomubann var létt í gær. Guðjón Guðmundsson leit við í Laugardalnum.

Basti er brattur en viðurkennir verðugt verkefni: „Oft hringt í mig þegar enginn annar vill það“
Sebastian Alexandersson, nýráðinn þjálfari Fram, segir verkefnið verðugt en hann ætlar sér að koma liðinu í úrslitakeppni Olís deildar karla að ári liðnu.

Sértæk þjálfun að ryðja sér til rúms hér á landi: „Ekki hægt að láta 17 ára og 35 ára æfa eins“
Það er ekki hægt að láta 17 ára gutta og 35 ára reynslubolta æfa eins segir Harald Pétursson en hann er að ljúka meistaragráðu í íþróttavísindum.

Andri Heimir spenntur fyrir komandi leiktíð: „Eins og maður sé að koma heim“
Rætt var við Andra Heimi Friðriksson, nýráðinn spilandi aðstoðarþjálfara ÍR, í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld.

Gæti enska úrvalsdeildin farið fram á Íslandi?
Enska úrvalsdeildin skoðar að spila leiki utan Englands til að klára leiktíðina. Kemur Ísland til greina?

Fjarskafallegur Laugardalsvöllur stendur að öllum líkindum auður í allt sumar
Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri Laugardalsvallar, segir Laugardalsvöll í góðu standi en engir viðburðir verða á vellinum næsta mánuðina.

Gerði samning við fimmtán ára Guðjón Val að hann mætti æfa með meistaraflokki færi hann eftir fyrirmælum
Gauti Grétarsson, sem var fyrsti þjálfari Guðjóns Vals Sigurðssonar í meistaraflokki, segir að Guðjón Valur hafi fengið tækifæri hjá Gróttu/KR eftir að allir liðsfélagar hans í 3. flokki hafi hætt.

Sandra: Gaman að taka þetta skref á eigin forsendum
Sandra Erlingsdóttir er á leið til Danmerkur til þess að spila með Álaborg. Þetta var staðfest í morgun en hún segir að þetta hafi komið upp fyrir um tveimur vikum.

„Ekki króna inn á okkar reikning sem ekki er búið að ráðstafa“
„Það er ekki að koma króna ný inn á okkar reikning sem ekki er búið að ráðstafa,“ segir Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, varðandi styrki frá FIFA og UEFA. Styrkirnir berast sambandinu fyrr en ella vegna kórónuveirukrísunnar.

Söndru voru settir afarkostir í landsliðsferð: „Missti fimmtán kíló á einu ári“
Handboltakonan Sandra Erlingsdóttir segir að henni hafi verið settir afarkostir í einni landsliðsferð fyrir tveimur árum síðan. Sandra glímdi við átröskun en þessi einn besti miðjumaður landsins sagði sögu sína í Sportpakkanum í kvöld.

Gunnar tekur við Haukum: „Stelpurnar oft verið flaggskipið“
Gunnar Gunnarsson hefur verið ráðinn þjálfari Hauka í Olís-deild kvenna en þetta var tilkynnt í dag. Gunnar segist spenntur fyrir verkefninu sem framundan er í Hafnarfirði.