Höfundar- og hugverkaréttur

Fréttamynd

Vitni styðja Jóhann í dómsmálinu

Lögmaður Jóhanns Helgasonar í málinu um hvort lagið You Raise Me Up sé stuldur á laginu Söknuði hefur lagt fyrir dómstólinn í Los Angeles skjöl með yfirlýsingum tiltekinna einstaklinga sem eiga að sýna fram á að Rolf Løvland hafi haft margvísleg tækifæri til að heyra lagið Söknuð áður en hann sendi frá sér You Raise Me Up.

Innlent
Fréttamynd

Prófessor sagður tapa trúverðugleika sínum

Tónlistarprófessor sem gerði samanburðargreiningu á lögunum Söknuði og You Raise Me Up er sagður hafa fórnað trúverðugleikanum með vinnubrögðunum. Þetta kemur fram í andsvörum lögmanns Jóhanns Helgasonar fyrir dómi.

Innlent
Fréttamynd

Réttað í máli Jóhanns í desember 2020

Alríkisdómstóll í Los Angeles hefur nú breytt dagsetningum í málaferlum Jóhanns Helgasonar vegna meints stuldar á laginu Söknuði. Nú er gert ráð fyrir að réttarhöldin sjálf verði ekki fyrr en í desember 2020 í staðinn fyrir í maí það ár.

Innlent
Fréttamynd

Hafnar því að Söknuður byggi á Danny Boy

Jóhann Helgason, tónlistarmaður, hafnar því að lag hans "Söknuður“ sé byggt á írska þjóðlaginu Danny boy eins og lögmenn fyrirtækja, sem Jóhann hefur stefnt vegna líkinda við lagið You Raise Me Up, segja.

Innlent
Fréttamynd

Kínverskur risi í klandri

Bandaríkin standa fyrir samstilltu átaki gegn kínverska tæknirisanum Huawei. Kínverjarnir eru sakaðir um njósnir fyrir hið opinbera, brot á viðskiptaþvingunum og hugverkaþjófnað. Þeir neita þó alfarið sök og stjórnvöld í Kína segja málið einfaldlega pólitískt. Það kemur á versta tíma fyrir Huawei sem tekur nú þátt í 5G-bylgjunni.

Viðskipti erlent