Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Fréttamynd

Þúsundir streyma í þriðju sprautuna í Laugardalshöll

Bólusetningarátak hófst í Laugardalshöll í morgun og mun fyrsti hluti átaksins standa yfir næstu fjórar vikurnar eða til 8. desember. Þau sem nú hafa fengið boð eru þau sem fyrst fengu bólusetningu í vor, 60 ára og eldri og fólk með undirliggjandi sjúkdóma.

Innlent
Fréttamynd

Getum aflétt hraðar ef örvunarskammtar gefast vel

Fimm voru lagðir inn á Landspítalann vegna Covid-19 í gær. Sóttvarnalæknir segir stöðuna þunga á spítalanum og bindur vonir við að góð mæting í örvunarskammta leiði til betri tíðar. Fjöldabólusetningar hófust aftur í Laugardalshöll í morgun.

Innlent
Fréttamynd

152 greindust innan­lands

152 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 71 af þeim 152 sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 49 prósent. 73 voru utan sóttkvíar, eða 51 prósent. 22 liggja nú inni á Landspítala vegna Covid-19 smits og fjölgar um fimm milli daga.

Innlent
Fréttamynd

Bólu­setningar hefjast aftur í Laugar­dals­höll í dag

Bólusetningarátak hefst í Laugardalshöll í dag og mun fyrsti hluti átaksins standa í fjórar vikur, eða til 8. desember. Bólusett verður frá klukkan tíu til fimmtán mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga og á meðan verður ekki bólusett á Suðurlandsbraut.

Innlent
Fréttamynd

„Þau ráða stemningunni rosalega mikið“

Framkvæmdastjóri viðburðasviðs hjá Senu segir áríðandi að heilbrigðirsáðherra og sóttvarnayfirvöld gefi það út að öruggt sé fyrir fólk að mæta á skipulagða viðburði. Hann segist skynja skrítna stemningur í samfélaginu sem sé til komin vegna orðræðu heilbrigðisyfirvalda. 

Innlent
Fréttamynd

Á byrjunarreit

Eftir 20 mánuði af því að „hlusta á sérfræðingana“ erum við komin aftur á byrjunarreit. Ein illa rekin ríkisstofnun sem ræður ekki við verkefni sín kallar eftir víðtækum frelssisskerðingum sem hola samfélagið að innan og ráðherrarnir bregðast við kallinu.

Skoðun
Fréttamynd

Fólk streymir enn í hrað­próf þrátt fyrir undan­þágu

Ríflega tvö þúsund manns hafa þegar mætt í hraðpróf hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins það sem af er degi. Marta María Arnarsdóttir, verkefnastjóri hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir fólk velja að mæta þrátt fyrir að þurfa ekki að framvísa neikvæðum niðurstöðum á menningarviðburðum um helgina. 

Innlent
Fréttamynd

Hraðpróf óþörf um helgina

Heilbrigðisráðuneytið hefur veitt undanþágu frá reglum um framvísun neikvæðra hraðprófa á menningaviðburðum um helgina þar sem ljóst er að hraðprófsstöðvar anna ekki eftirspurn og auknu álagi.

Innlent
Fréttamynd

Segir ríkið sýna hörku og ó­bil­girni í túlkun sinni

Ríkið hefur neitað að fallast á það að starfsfólk sem sent er í sóttkví meðan það er í orlofi fái að nýta veikindarétt sinn í stað orlofsdaga. Formaður BHM segir niðurstöðuna vonbrigði og óttast að hún dragi úr nauðsynlegri samstöðu á atvinnumarkaði.

Innlent
Fréttamynd

Katrín: „Ég held að það séu bjartari tímar fram­undan“

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir það mikil vonbrigði að við séum komin í þá stöðu að þurfa að herða samkomutakmarkanir enn frekar vegna aukinnar útbreiðslu kórónuveirunnar í samfélaginu. Hún telur þó bjartari tíma vera framundan, sér í lagi nú þegar verið sé ráðast í frekari bólusetningar.

Innlent
Fréttamynd

„Það er mat manna að það skipti máli að sýna sam­stöðu“

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir það mat manna að nú skipti máli að sýna samstöðu þegar kemur að sóttvarnaaðgerðum. „Nú erum við að fara í þriðju bólusetningu og hún á að koma okkur út úr þessu svo við skulum bara sjá hvort það gangi ekki upp.“

Innlent