Lífið Jólastjarnan Jólastjarnan er skemmtilegur og fræðandi mynddiskur (DVD) fyrir alla fjölskylduna. Þar er að finna 80 mínútur af fjölbreyttu efni sem byggir á boðskap jólanna. Að útgáfunni koma ýmsir lista- og fræðimenn í leikstjórn Gunnars I. Gunnsteinssonar en framleiðandi mynddisksins er Anna María Sigurðardóttir. Bíó og sjónvarp 30.11.2006 11:41 Frumsýning á Ráðskonu Bakkabræðra Laugardaginn 2. desember frumsýnir Leikfélag Hafnarfjarðar gamanleikinn Ráðskona Bakkabræðra eftir norska leikskáldið Oskar Braaten. Leikstjóri er Lárus Vilhjálmsson og taka 12 manns þátt í sýningunni. Bíó og sjónvarp 30.11.2006 11:26 Baggalútsæðið er hafið! Þau stórkostlega merkilegu tíðindi urðu í vikunni að hin elskaða og dáða hljómlistardeild Baggalúts náði með tvær hljómskífur sínar inn á Tónlistann, auk þess að eiga lag á þeirri þriðju. Tónlist 30.11.2006 11:19 Bylgjan með rauða nefið... Föstudagurinn 1. desember er Dagur rauða nefsins. Þá mun UNICEF efna til landssöfnunar til handa börnum sem eiga um sárt að binda í Afríku. Útvarpsstöðin Bylgjan mun einnig leggja sitt af mörkum. Föstudagurinn á Bylgjunni verður helgaður Degi rauða nefsins í einu og öllu. Lífið 30.11.2006 10:48 Heimildamynd um Slavoj Zizek Í kvöld verður tekin til sýninga í ReykjavíkurAkademíunni heimildamyndin ZIZEK! En hún fjallar um heimspekinginn Slavoj Zizek sem er af mörgum talinn eins konar poppstjarna í heimi pólitískrar sálgreiningar. Bíó og sjónvarp 30.11.2006 10:23 25 ára afmæli Gestgjafans Tímaritið Gestgjafinn fagnar 25 ára afmæli um þessar mundir og mun því bjóða landsmönnum til veislu föstudaginn 1. desember. Veislan verður haldin í 9 matvöruverslunum í Reykjavík, á Selfossi og Akureyri og öllum Íslendingum er boðið. Menning 29.11.2006 16:09 Metsöluljóð! Ljóðabók Ingunnar Snædal uppseld Ljóðabókin Guðlausir menn, hugleiðingar um jökulvatn og ást eftir Ingunni Snædal er uppseld hjá forlaginu. Ekki ein einasta bók á lager. Bókin er búin. Einhver eintök eru enn til í bókabúðum, en þau eru ekki mörg og fara líklega fljótt. Menning 29.11.2006 16:00 Jólakort Geðhjálpar 2006 Hið árlega jólakort Geðhjálpar er komið út. Myndin á kortunum í ár er vatnslitamynd eftir Kristinn Jóhannesson sem hefur verið nemandi í samstarfsverkefni Geðhjálpar og Fjölmenntar um menntun- og starfsendurhæfingu fólks með geðraskanir, frá upphafi. Menning 29.11.2006 16:03 SILVER með Védísi Hervöru og Seth Sharp Silver er amerísk/íslenskur tónleikakabarett með Védísi Hervöru og Seth Sharp í fararbroddi. Silver sem er í anda "Aint Misbehavin" og "Smokey Joe´s Cafe" samanstendur af bæði íslenskum og amerískum dægur- og þjóðlagaperlum sem tvinnast saman og segja sögu af von, ást og forvitni. Tónlist 29.11.2006 15:57 Sigur Rós selur ljósmyndir til styrktar UNICEF Á haustdögum ferðaðist hljómsveitin Sigur Rós til Svasílands á vegum Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna á Íslandi til að kynna sér HIV-verkefni samtakanna þar í landi. Menning 29.11.2006 15:54 Ný Ungfrúarbók eftir Roger Hargreaves JPV ÚTGÁFA hefur sent frá sér glænýja Ungfrúarbók, Ungfrú Jóla, eftir Roger Hargreaves. Fyrir ein jólin ákveður ungfrú Jóla að hún þurfi að komast í frí. Hún á enn eftir að pakka inn heilmörgum jólagjöfum og biður Jólasveininn og herra Jóla að sjá um það. En verða þeir búnir nógu snemma? Menning 29.11.2006 15:52 Útgáfutónleikar hjá Stebba og Eyfa Útgáfutónleikar Stefáns Hilmarssonar og Eyjólfs Kristjánssonar verða annað kvöld, miðvikudagskvöld, í Borgarleikhúsinu. Um tvenna tónleika verður að ræða og enn eru lausir miðar á seinni tónleikana, sem hefjast kl. 22:00. Tónlist 29.11.2006 15:48 Höfundur Herra Kolberts á leið til landsins Þjóðverjinn David Gieselmann, höfundur leikritsins Herra Kolberts, sem Leikfélag Akureyrar sýnir um þessar mundir er væntanlegur til Íslands þar sem mun sjá uppfærslu LA. Lífið 29.11.2006 14:11 Incubus til Íslands Hr. Örlygi er sönn ánægja að tilkynna um komu Incubus til Íslands og tónleika sveitarinnar í Laugardalshöll 3. mars 2007. Miðasala fyrir tónleikana hefst þriðjudaginn 12. desember. Tónlist 29.11.2006 10:52 Gaman að vera til með Árna Johnsen Árni Johnsen, sem nýlega tryggði sér annað sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, verður með útgáfutónleika næsta föstudag. Tónleikarnir eru í tilefni af nýútkominni plötu hans Gaman að vera til. Innlent 29.11.2006 09:54 Monica Groop á jólatónleikum Mótettukórs Hallgrímskirkju Finnska mezzósópransöngkonan Monica Groop syngur á árlegum jólatónleikum Mótettukórs Hallgrímskirkju 3. og 4. desember nk. Einsöngvarar hafa jafnan sungið með kórnum á þessum tónleikum og að þessu sinni er kórinn svo lánsamur að fá til liðs við sig eina fremstu mezzósópransöngkonu heims um þessar mundir. Tónlist 28.11.2006 13:27 Örfáir miðar eftir á útgáfutónleika Lay Low Tónlisarkonan Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir betur þekkt sem Lay Low heldur útgáfutónleika í kringum frumraun sína "Please Don´t Hate Me" í Fríkirkjunni miðvikudagskveldið 29. nóvember n.k. Tónlist 28.11.2006 13:19 Glæpakvöld Hins íslenska glæpafélags á Grand Rokk Að kvöldi fimmtudagsins 30. nóvember verður enn efnt til mikillar glæpaveislu á efri hæð Grand Rokks en þá munu höfundar fimm nýútkominna glæpasagna stíga á svið og lesa úr verkum sínum við undirleik dauðakántrísveitarinnar Sviðin Jörð. Menning 28.11.2006 12:40 Desyn Masiello á Nasa Flex Music slær upp heljarinnar dansveislu á skemmtistaðnum NASA við Austurvöll þann fyrsta desember. Nú er 6 mánaða bið á enda og súperplötusnúðurinn Desyn Masiello á leið til landsins í fyrsta skiptið!! Tónlist 28.11.2006 11:45 Hátíðarhöld við Háskólann á Akureyri Föstudaginn 1. desember kl. 17.00 verður Íslandsklukkunni, listaverki Kristins E. Hrafnssonar, við Háskólann á Akureyri hringt sex sinnum, einu sinni fyrir hvert ár umfram árið 2000. Menning 28.11.2006 11:04 Málþing í minningu Jörundar Hilmarssonar Íslenska málfræðifélagið og Málvísindastofnun Háskóla Íslands gangast fyrir málþingi um orðsifjafræði og söguleg málvísindi í minningu dr. Jörundar Hilmarssonar, málfræðings og heiðursræðismanns Litháens á Íslandi, á morgun í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands. Lífið 24.11.2006 16:44 Krónprins Danmerkur á ferð um Ástralíu Friðrik, krónprins Danmerkur, og Mary eiginkona hans eru á ferðalagi um Ástralíu. Mary er fædd á eynni Tasmaníu sem er hluti af Ástralíu. Ástralir telja sig eiga dálítið í dönsku konungfjölskyldunni og hafa fylgst vel með ferð hjónanna um landið. Erlent 24.11.2006 08:49 Evróvisjónævintýri Silvíu Nætur klúður ársins Evróvisjónævintýri Silvíu Nætur var valið klúður ársins, þegar Gullkindin svonefnda var veitt í gærkvöldi. Hún er veitt þeim sem með einhverju móti hafa staðið sig sérlega illa á árinu. Búbbarnir þóttu versti sjónvarpsþátturinn og heiðursverðlaunin, sem er vafasamasti heiðurinn, fékk Árni Johnsen, væntanlega fyrir tæknileg mistök. Innlent 24.11.2006 08:44 Mannakorn með jóladisk Í tilefni af útkomu disksins JÓL MEÐ MANNAKORNUM efnir Sögur útgáfa til tónleika í nokkrum kirkjum víðsvegar um landið. Fyrstu tónleikarnir verða haldnir í Seltjarnarneskirkju 23.nóvember kl. 20.00. Miðaverð á tónleikana er kr. 2.500. Tónlist 21.11.2006 15:01 Vann gjafabréf á Argentínu steikhús Eins og landsmenn hafa án efa tekið eftir fór verðlaunaafhending Eddunnar fram í gær á Nordica hótel. Hér á Vísi gátu landsmenn tekið þátt í kosningunni. Lífið 20.11.2006 16:28 Mýrin sigurvegari Eddunnar Kvikmyndin Mýrin hlaut í kvöld verðlaun Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsverðlauna Eddunnar 2006. Baltasar Kormákur var valinn leikstjóri ársins fyrir Mýrina, Ingvar E. Sigurðsson var valinn leikari ársins fyrir leik sinn í myndinni og Atli Rafn Sigurðsson var valinn leikari ársins í aukahlutverki fyrir Mýrina. Magnúsi Scheving voru afhent heiðursverðlaun og sjónvarpsmaður ársins var valinn Ómar Ragnarsson. Innlent 19.11.2006 21:38 Eru nú hjón Giftingu stjörnuparsins Tom Cruise og Katie Holmes var að ljúka. Talsmaður leikarans Tom Cruise staðfesti þetta nú rétt í þessu. Erlent 18.11.2006 19:23 Sykurmolarnir fylltu Höllina Fullt var út úr dyrum á tónleikum Sykurmolanna í Laugardalshöll í gærkvöldi. Hljómsveitin koma saman á nýjan leik til að minnast þess að tuttugu ár eru liðin frá því fyrsta smáskífa sveitarinnar, afmæli, kom út hinn 17. nóvember 1986. Innlent 18.11.2006 11:16 Útgáfutónleikar Lay Low Nú er komið að útgáfutónleikum plötunnar "Please Don´t Hate Me" og fara þeir fram miðvikudagskveldið 29. nóvember n.k. í Fríkirkjunni í Reykjavík. Forsala hefst laugardaginn 18. nóvember kl. 12:00 í verslunum Skífunnar og á www.midi.is Tónlist 17.11.2006 13:24 Miðasala í Laugardalshöll í dag Enn eru til miðar á 20 ára afmælistónleika Sykurmolanna í kvöld, föstudagskvöldið 17. nóvember, í Laugardalshöll. Miðasala fer fram í verslunum Skífunnar Kringlunni og Smáralind, BT Akureyri, Selfossi og Egilstöðum og á Midi.is. Tónlist 17.11.2006 11:40 « ‹ 78 79 80 81 82 83 84 85 86 … 102 ›
Jólastjarnan Jólastjarnan er skemmtilegur og fræðandi mynddiskur (DVD) fyrir alla fjölskylduna. Þar er að finna 80 mínútur af fjölbreyttu efni sem byggir á boðskap jólanna. Að útgáfunni koma ýmsir lista- og fræðimenn í leikstjórn Gunnars I. Gunnsteinssonar en framleiðandi mynddisksins er Anna María Sigurðardóttir. Bíó og sjónvarp 30.11.2006 11:41
Frumsýning á Ráðskonu Bakkabræðra Laugardaginn 2. desember frumsýnir Leikfélag Hafnarfjarðar gamanleikinn Ráðskona Bakkabræðra eftir norska leikskáldið Oskar Braaten. Leikstjóri er Lárus Vilhjálmsson og taka 12 manns þátt í sýningunni. Bíó og sjónvarp 30.11.2006 11:26
Baggalútsæðið er hafið! Þau stórkostlega merkilegu tíðindi urðu í vikunni að hin elskaða og dáða hljómlistardeild Baggalúts náði með tvær hljómskífur sínar inn á Tónlistann, auk þess að eiga lag á þeirri þriðju. Tónlist 30.11.2006 11:19
Bylgjan með rauða nefið... Föstudagurinn 1. desember er Dagur rauða nefsins. Þá mun UNICEF efna til landssöfnunar til handa börnum sem eiga um sárt að binda í Afríku. Útvarpsstöðin Bylgjan mun einnig leggja sitt af mörkum. Föstudagurinn á Bylgjunni verður helgaður Degi rauða nefsins í einu og öllu. Lífið 30.11.2006 10:48
Heimildamynd um Slavoj Zizek Í kvöld verður tekin til sýninga í ReykjavíkurAkademíunni heimildamyndin ZIZEK! En hún fjallar um heimspekinginn Slavoj Zizek sem er af mörgum talinn eins konar poppstjarna í heimi pólitískrar sálgreiningar. Bíó og sjónvarp 30.11.2006 10:23
25 ára afmæli Gestgjafans Tímaritið Gestgjafinn fagnar 25 ára afmæli um þessar mundir og mun því bjóða landsmönnum til veislu föstudaginn 1. desember. Veislan verður haldin í 9 matvöruverslunum í Reykjavík, á Selfossi og Akureyri og öllum Íslendingum er boðið. Menning 29.11.2006 16:09
Metsöluljóð! Ljóðabók Ingunnar Snædal uppseld Ljóðabókin Guðlausir menn, hugleiðingar um jökulvatn og ást eftir Ingunni Snædal er uppseld hjá forlaginu. Ekki ein einasta bók á lager. Bókin er búin. Einhver eintök eru enn til í bókabúðum, en þau eru ekki mörg og fara líklega fljótt. Menning 29.11.2006 16:00
Jólakort Geðhjálpar 2006 Hið árlega jólakort Geðhjálpar er komið út. Myndin á kortunum í ár er vatnslitamynd eftir Kristinn Jóhannesson sem hefur verið nemandi í samstarfsverkefni Geðhjálpar og Fjölmenntar um menntun- og starfsendurhæfingu fólks með geðraskanir, frá upphafi. Menning 29.11.2006 16:03
SILVER með Védísi Hervöru og Seth Sharp Silver er amerísk/íslenskur tónleikakabarett með Védísi Hervöru og Seth Sharp í fararbroddi. Silver sem er í anda "Aint Misbehavin" og "Smokey Joe´s Cafe" samanstendur af bæði íslenskum og amerískum dægur- og þjóðlagaperlum sem tvinnast saman og segja sögu af von, ást og forvitni. Tónlist 29.11.2006 15:57
Sigur Rós selur ljósmyndir til styrktar UNICEF Á haustdögum ferðaðist hljómsveitin Sigur Rós til Svasílands á vegum Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna á Íslandi til að kynna sér HIV-verkefni samtakanna þar í landi. Menning 29.11.2006 15:54
Ný Ungfrúarbók eftir Roger Hargreaves JPV ÚTGÁFA hefur sent frá sér glænýja Ungfrúarbók, Ungfrú Jóla, eftir Roger Hargreaves. Fyrir ein jólin ákveður ungfrú Jóla að hún þurfi að komast í frí. Hún á enn eftir að pakka inn heilmörgum jólagjöfum og biður Jólasveininn og herra Jóla að sjá um það. En verða þeir búnir nógu snemma? Menning 29.11.2006 15:52
Útgáfutónleikar hjá Stebba og Eyfa Útgáfutónleikar Stefáns Hilmarssonar og Eyjólfs Kristjánssonar verða annað kvöld, miðvikudagskvöld, í Borgarleikhúsinu. Um tvenna tónleika verður að ræða og enn eru lausir miðar á seinni tónleikana, sem hefjast kl. 22:00. Tónlist 29.11.2006 15:48
Höfundur Herra Kolberts á leið til landsins Þjóðverjinn David Gieselmann, höfundur leikritsins Herra Kolberts, sem Leikfélag Akureyrar sýnir um þessar mundir er væntanlegur til Íslands þar sem mun sjá uppfærslu LA. Lífið 29.11.2006 14:11
Incubus til Íslands Hr. Örlygi er sönn ánægja að tilkynna um komu Incubus til Íslands og tónleika sveitarinnar í Laugardalshöll 3. mars 2007. Miðasala fyrir tónleikana hefst þriðjudaginn 12. desember. Tónlist 29.11.2006 10:52
Gaman að vera til með Árna Johnsen Árni Johnsen, sem nýlega tryggði sér annað sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, verður með útgáfutónleika næsta föstudag. Tónleikarnir eru í tilefni af nýútkominni plötu hans Gaman að vera til. Innlent 29.11.2006 09:54
Monica Groop á jólatónleikum Mótettukórs Hallgrímskirkju Finnska mezzósópransöngkonan Monica Groop syngur á árlegum jólatónleikum Mótettukórs Hallgrímskirkju 3. og 4. desember nk. Einsöngvarar hafa jafnan sungið með kórnum á þessum tónleikum og að þessu sinni er kórinn svo lánsamur að fá til liðs við sig eina fremstu mezzósópransöngkonu heims um þessar mundir. Tónlist 28.11.2006 13:27
Örfáir miðar eftir á útgáfutónleika Lay Low Tónlisarkonan Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir betur þekkt sem Lay Low heldur útgáfutónleika í kringum frumraun sína "Please Don´t Hate Me" í Fríkirkjunni miðvikudagskveldið 29. nóvember n.k. Tónlist 28.11.2006 13:19
Glæpakvöld Hins íslenska glæpafélags á Grand Rokk Að kvöldi fimmtudagsins 30. nóvember verður enn efnt til mikillar glæpaveislu á efri hæð Grand Rokks en þá munu höfundar fimm nýútkominna glæpasagna stíga á svið og lesa úr verkum sínum við undirleik dauðakántrísveitarinnar Sviðin Jörð. Menning 28.11.2006 12:40
Desyn Masiello á Nasa Flex Music slær upp heljarinnar dansveislu á skemmtistaðnum NASA við Austurvöll þann fyrsta desember. Nú er 6 mánaða bið á enda og súperplötusnúðurinn Desyn Masiello á leið til landsins í fyrsta skiptið!! Tónlist 28.11.2006 11:45
Hátíðarhöld við Háskólann á Akureyri Föstudaginn 1. desember kl. 17.00 verður Íslandsklukkunni, listaverki Kristins E. Hrafnssonar, við Háskólann á Akureyri hringt sex sinnum, einu sinni fyrir hvert ár umfram árið 2000. Menning 28.11.2006 11:04
Málþing í minningu Jörundar Hilmarssonar Íslenska málfræðifélagið og Málvísindastofnun Háskóla Íslands gangast fyrir málþingi um orðsifjafræði og söguleg málvísindi í minningu dr. Jörundar Hilmarssonar, málfræðings og heiðursræðismanns Litháens á Íslandi, á morgun í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands. Lífið 24.11.2006 16:44
Krónprins Danmerkur á ferð um Ástralíu Friðrik, krónprins Danmerkur, og Mary eiginkona hans eru á ferðalagi um Ástralíu. Mary er fædd á eynni Tasmaníu sem er hluti af Ástralíu. Ástralir telja sig eiga dálítið í dönsku konungfjölskyldunni og hafa fylgst vel með ferð hjónanna um landið. Erlent 24.11.2006 08:49
Evróvisjónævintýri Silvíu Nætur klúður ársins Evróvisjónævintýri Silvíu Nætur var valið klúður ársins, þegar Gullkindin svonefnda var veitt í gærkvöldi. Hún er veitt þeim sem með einhverju móti hafa staðið sig sérlega illa á árinu. Búbbarnir þóttu versti sjónvarpsþátturinn og heiðursverðlaunin, sem er vafasamasti heiðurinn, fékk Árni Johnsen, væntanlega fyrir tæknileg mistök. Innlent 24.11.2006 08:44
Mannakorn með jóladisk Í tilefni af útkomu disksins JÓL MEÐ MANNAKORNUM efnir Sögur útgáfa til tónleika í nokkrum kirkjum víðsvegar um landið. Fyrstu tónleikarnir verða haldnir í Seltjarnarneskirkju 23.nóvember kl. 20.00. Miðaverð á tónleikana er kr. 2.500. Tónlist 21.11.2006 15:01
Vann gjafabréf á Argentínu steikhús Eins og landsmenn hafa án efa tekið eftir fór verðlaunaafhending Eddunnar fram í gær á Nordica hótel. Hér á Vísi gátu landsmenn tekið þátt í kosningunni. Lífið 20.11.2006 16:28
Mýrin sigurvegari Eddunnar Kvikmyndin Mýrin hlaut í kvöld verðlaun Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsverðlauna Eddunnar 2006. Baltasar Kormákur var valinn leikstjóri ársins fyrir Mýrina, Ingvar E. Sigurðsson var valinn leikari ársins fyrir leik sinn í myndinni og Atli Rafn Sigurðsson var valinn leikari ársins í aukahlutverki fyrir Mýrina. Magnúsi Scheving voru afhent heiðursverðlaun og sjónvarpsmaður ársins var valinn Ómar Ragnarsson. Innlent 19.11.2006 21:38
Eru nú hjón Giftingu stjörnuparsins Tom Cruise og Katie Holmes var að ljúka. Talsmaður leikarans Tom Cruise staðfesti þetta nú rétt í þessu. Erlent 18.11.2006 19:23
Sykurmolarnir fylltu Höllina Fullt var út úr dyrum á tónleikum Sykurmolanna í Laugardalshöll í gærkvöldi. Hljómsveitin koma saman á nýjan leik til að minnast þess að tuttugu ár eru liðin frá því fyrsta smáskífa sveitarinnar, afmæli, kom út hinn 17. nóvember 1986. Innlent 18.11.2006 11:16
Útgáfutónleikar Lay Low Nú er komið að útgáfutónleikum plötunnar "Please Don´t Hate Me" og fara þeir fram miðvikudagskveldið 29. nóvember n.k. í Fríkirkjunni í Reykjavík. Forsala hefst laugardaginn 18. nóvember kl. 12:00 í verslunum Skífunnar og á www.midi.is Tónlist 17.11.2006 13:24
Miðasala í Laugardalshöll í dag Enn eru til miðar á 20 ára afmælistónleika Sykurmolanna í kvöld, föstudagskvöldið 17. nóvember, í Laugardalshöll. Miðasala fer fram í verslunum Skífunnar Kringlunni og Smáralind, BT Akureyri, Selfossi og Egilstöðum og á Midi.is. Tónlist 17.11.2006 11:40