Landsvirkjun

Fréttamynd

Raf­orku­notkun gagna­vera minnkað mikið

Landsvirkjun hefur dregið verulega úr sölu til gagnavera vegna þröngrar stöðu í raforkukerfinu en sala fyrirtækisins til gagnavera nemur nú aðeins þriðjungi af því sem hún var árið 2022.

Skoðun
Fréttamynd

Raf­orka til gagna­vera snar­minnkað

Gagnaver notuðu sextíu prósent minni raforku á þessu ári en í fyrra. Landsvirkjun hefur dregið úr sölu til gagnavera vegna þröngrar stöðu í raforkukerfinu en notkunin hefur einnig dregist saman þar sem rafmyntagröftur er á hraðri útleið.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Að sinna orku­þörf al­mennings

Við erum í vanda á orkumarkaði og sumir láta eins og sá vandi komi öllum að óvörum. Við hjá Landsvirkjun höfum þó ítrekað varað við því árum saman að við yrðum að tryggja orku fyrir ört vaxandi samfélag okkar, ef ekki ætti illa að fara. Reyndar hefur Landvirkjun átt góða bandamenn í þessari baráttu í Landsneti, Orkustofnun og Samorku, sem öll sáu að sá dagur myndi renna upp að orkuvinnslugetan héldi ekki í við eftirspurnina.

Skoðun
Fréttamynd

Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi al­mennings?

Síðastliðin ár hefur raforkuöryggi verið mikið í umræðunni. Lág lónstaða, umframeftirspurn og hækkandi verð á heildsölumarkaði gefa skýr merki um að það sé raforkuskortur. Kallað hefur verið eftir því að hér þurfi að virkja meira til að tryggja raforkuöryggi til framtíðar.

Skoðun
Fréttamynd

Engar for­sendur fyrir því að raf­orku­verð til heimila „stökk­breytist“ næstu tvö árin

Sölufyrirtæki með raforku hafa nú þegar keypt að stórum hluta allrar þeirrar orku sem þarf til að mæta eftirspurn almennra notenda til næstu tveggja ára og miðað við meðalverðið í þeim viðskiptum eru engar forsendur fyrir því, að mati Landsvirkjunar, að raforkuverð eigi eftir að „stökkbreytast“ á því tímabili. Sérfræðingar orkufyrirtækisins vekja athygli á því að rafmyntagröftur er á „hraðri útleið“ á Íslandi og vegna þessa hefur raforkunotkun gagnavera minnkað um meira en helming á skömmum tíma.

Innherji
Fréttamynd

Orkan og álið

Liðna helgi var umfjöllun á Sprengisandi um hækkað raforkuverð, raforkuskort og forgangsorku til almennings. Í framhaldi af þeirri umfjöllun er rétt að eftirfarandi komi fram.

Skoðun
Fréttamynd

Orku­skipti fyrir betri heim

Orkuskiptin gegna lykilhlutverki við að uppfylla skuldbindingar okkar Íslendinga um samdrátt í losun. Stjórnvöld þurfa að halda vel á spilum á næstu árum svo hægt verði að afla nægilegrar orku til orkuskipta og draga um leið úr losun.

Skoðun
Fréttamynd

Ærin verk­efni næstu ár

Landsvirkjun hefur nú hafist handa við gerð Hvammsvirkjunar í Þjórsá og byggingu vindorkuversins Búrfellslundar við Vaðöldu. Miklar framkvæmdir verða í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi næstu árin og íbúar nágrannasveitarfélaga þeirra verða einnig varir við ýmsar framkvæmdir og flutninga.

Skoðun
Fréttamynd

Góður granni, gulli betri!

Landsvirkjun vill vera góður granni. Orkufyrirtæki þjóðarinnar kappkostar að eiga traust og gott samstarf við alla nágranna aflstöðva sinna á ýmsum sviðum og alveg sérstaklega til að draga úr neikvæðum áhrifum starfseminnar. Keppikefli okkar er að skapa aukna velsæld í nærsamfélagi virkjana okkar, sem og á Íslandi öllu.

Skoðun
Fréttamynd

Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum

Landsvirkjun hefur ákveðið að fresta skerðingum á raforku til stórnotenda á norður- og austurhluta landsins til áramóta hið minnsta. Ástæðan er sögð batnandi staða miðlunarlóna eftir hlýindin og úrkomuna undanfarið, sem leitt hafi til þess að niðurdráttur hafi stöðvast tímabundið í öllum lónum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð

Raforkuverð til heimila og almennra fyrirtækja er lágt og stöðugt. Lykillinn að því er samningar sem gilda langt fram í tímann. Þeir skapa fyrirsjáanleika í verði til almennings og draga úr áhrifum af skammtíma verðsveiflum.

Skoðun
Fréttamynd

Raf­orku­verð á heildsölu­markaði gæti hækkað um 25 prósent um­fram verð­lag

Útlit er fyrir að sölufyrirtæki með raforku þurfi að óbreyttu að kaupa mánaðarblokkir í auknum mæli á mun hærra verði en áður samhliða því að eftirspurnin eykst meira en framboð og spurningin er aðeins hversu mikið af því muni skila sér í verðhækkunum til heimilanna, að mati sérfræðinga EFLU. Þeir telja „litlar sem engar horfur“ á að það muni rýmkast um á raforkumarkaði á allra næstu árum og áætla að verðhækkanir á heildsölumarkaði á árinu 2025 verði á bilinu um 10 til 25 prósent umfram verðbólgu.

Innherji
Fréttamynd

Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Græn­lands fram­undan

Fjármálaráðherrar Danmerkur og Grænlands hafa kynnt samkomulag þess efnis að danska ríkið ábyrgist 95 prósent af lánsfjármögnun tveggja nýrra vatnsaflsvirkjana á Grænlandi upp á sextíu milljarða íslenskra króna. Samkomulagið um lánsábyrgð Dana greiðir leiðina að mestu virkjanaframkvæmdum í sögu þessa næsta nágrannalands Íslendinga.

Erlent
Fréttamynd

Ferða­þjónusta og orku­vinnsla fara vel saman

Ekkert rennir stoðum undir þær fullyrðingar að orkuvinnsla vinni gegn hagsmunum ferðaþjónustunnar. Öðru nær, yfirgnæfandi meirihluti ferðafólks hefur ekkert á móti því að sjá mannvirki og önnur ummerki um græna orkuvinnslu Íslendinga.

Skoðun