KA

Fréttamynd

Akureyringar framlengja við lykilmenn

Rut Jónsdóttir, handknattleikskona ársins 2021, verður áfram í herbúðum KA/Þórs í Olís-deild kvenna næstu tvö árin, en hún skrifaði undir nýjan samning í dag. Þá skrifaði unnusti hennar, Ólafur Gústafsson, einnig undir tveggja ára samning við KA.

Handbolti
Fréttamynd

Andri Snær: Við vitum hvað býr í okkur

„Þetta var frábær sigur hjá okkur. Við vorum mjög ferskar í dag, vörnin var frábær og við fengum góða markvörslu. Svo vorum við einnig ferskar sóknarlegar og fengum framlag frá mörgum leikmönnum þannig þetta var bara glæsilegur sigur,“ sagði Andri Snær Stefánsson þjálfari KA/Þór eftir 28-23 sigur á Val í KA heimilinu í dag. 

Handbolti
Fréttamynd

Feðgar spiluðu saman í efstu deild

KA vann Þrótt Fjarðabyggð 3-0 í efstu deild karla í blaki í gærkvöld en leikurinn var sérstaklega áhugaverður fyrir þær sakir að feðgar léku saman með liði heimamanna í Neskaupstað.

Sport
Fréttamynd

Óðinn í Sviss í þrjú ár

Handknattleiksmaðurinn Óðinn Þór Ríkharðsson mun leika undir stjórn Aðalsteins Eyjólfssonar hjá Kadetten Schaffhausen í Sviss frá og með næstu leiktíð.

Handbolti
Fréttamynd

Óðinn Þór lánaður til Gum­mers­bach

Handknattleiksdeild KA hefur samið við þýska B-deildarfélagið VfL Gummersbach um að lána þeim hornamanninn Óðinn Þór Ríkharðsson út desembermánuð. Þetta kemur fram í tilkynningu sem KA sendi frá sér í dag.

Handbolti
Fréttamynd

Viljum vera ofar í töflunni

Jónatan Magnússon, þjálfari KA var að vonum ánæðgur með sína menn eftir tveggja marka sigur á Gróttu í KA heimilinu í kvöld. Lokatölur 31-29.

Handbolti
Fréttamynd

Umfjöllun og viðtöl: KA - Grótta 31-29 | Heimasigur í spennandi leik

KA vann góðan tveggja marka sigur á Gróttu í hörkuleik er liðin mættust í Olís-deild karla á Akureyri í dag, lokatölur 31-29 heimamönnum í vil. Leikurinn var liður í 11. umferð Olís. Fyrir leikinn höfðu bæði lið unnið þrjá leiki í deild og voru í 9. og 10. sæti deildarinnar og því mikilvægt fyrir bæði lið að ná í tvö stigin sem í boði voru til að halda í við liðin fyrir ofan sig.

Handbolti
Fréttamynd

Heimir kemur inn og minnkar álagið á Jónatani

Heimir Örn Árnason hefur bæst við þjálfarateymi karlaliðs KA í handbolta. Jónatan Magnússon, aðalþjálfari liðsins, hefur verið í hléi frá störfum í vikunni en kveðst áfram verða aðalþjálfari liðsins.

Handbolti