Besta deild karla

Fréttamynd

„Mér var vel tekið og fyrir það er ég of­­boðs­­lega þakk­látur“

Davíð Smári Lamu­de, þjálfari fót­bolta­liðs Vestra sem á dögunum tryggði sér sæti í Bestu deild karla í fyrsta sinn í sögu fé­lagsins, segist aldrei hafa órað fyrir því að hann myndi stýra liði á Laugar­dals­velli í jafn stórum og mikil­vægum leik og úr­slita­leikur Vestra og Aftur­eldingar í um­spili Lengju­deildarinnar á dögunum var. Hann er þakk­látur Vest­firðingum fyrir góðar mót­tökur á hans fyrsta tíma­bili sem þjálfari Vestra.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Samúel klökkur eftir af­rek Vestra: „Þetta er bara geggjað fólk“

Samúel Samúels­son, prímu­s­mótorinn á bak við knatt­spyrnu­deild Vestra, var hrærður í við­tali eftir að Vestri hafði tryggt sér sæti í efstu deild í fót­bolta í fyrsta skipti í sögunni með 1-0 sigri á Aftur­eldingu í úr­slita­leik í um­spili Lengju­deildarinnar. Hann þakkar öllu því fólki sem stendur að baki liðinu fyrir sitt fram­lag.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Hver tekur við KR?

Knattspyrnudeild KR tilkynnti í gær að Rúnar Kristinsson mun ekki stýra liðinu áfram en hann hefur verið við stjórnvölin frá 2017. En hver tekur við af goðsögninni í Vesturbænum? Vísir hefur tekið saman lista af kandídötum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Rúnar Kristinsson ekki áfram með KR

KR tilkynnti nú rétt í þessu að félagið muni ekki endurnýja samningi sinn við Rúnar Kristinsson sem rennur út núna um mánaðarmótin. Rúnar hefur stýrt liði KR síðan 2017 og undir hans stjórn hefur KR unnið þrjá Íslandsmeistaratitla og þrjá bikarmeistaratitla.

Fótbolti
Fréttamynd

Missti af leik vegna barneigna

Pétur Bjarnason var ekki í leikmannahópi Fylkis þegar þeir gerðu 2-2 jafntefli við HK í neðri hluta Bestu deildarinnar í gær. Leikmaðurinn hafði komið við sögu í öllum nema einum leik Fylkis á þessu tímabili og spurningar vöknuðu um ástæðu fjarverunnar. 

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Fer fögrum orðum um Arnar og býður hann vel­kominn: „Sigur­vilji í æðum hans“

Guð­jón Þórðar­son, einn sigur­sælasti þjálfari ís­lenskrar fót­bolta­sögu, fer fögrum orðum um sveitunga sinn Arnar Gunn­laugs­son, þjálfarann titla­óða sem á dögunum jafnaði met Guð­jóns. Arnar sé ekki eins og margir, kaþólskari en páfinn þegar kemur að boltanum og afar vel til þess búinn að taka skrefið út í heim í þjálfun.

Íslenski boltinn