Fótbolti

Fréttamynd

Kolbeinn skoraði og Hjörtur byrjaði

Kolbeinn Þórðarson og Hjörtur Hermannsson byrjuðu báðir í sigurleikjum fyrir lið sín í kvöld. Lommel, lið Kolbeins, lagði varalið Standard Liegé og Hjörtur var í hjarta varnarinnar fyrir Pisa í ítölsku B-deildinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Markvörðurinn laminn til blóðs með tunnu - myndskeið

Það fór allt úr böndunum í nágrannaslag Melbourne-liðanna Melbourne City og Melbourne Victory í efstu deild karla í fótbolta í nótt. Stuðningsmaður Melbourne Victory lamdi meðal annars markvörð Melbourne City, Thomas Glover, í höfuðið en leikurinn var flautaður af í kjölfarið af ólátum stuðningsmanna liðanna.  

Fótbolti
Fréttamynd

Vara­ne og Kona­té að glíma við veikindi

Þátttaka frönsku miðvarðanna Raphaël Varane og Ibrahima Konaté í úrslitaleik HM í fótbolta sem fram fer á sunnudag er í hættu. Báðir eru að glíma við veikindi en margir af leikmönnum franska liðsins hafa verið veikir að undanförnu.

Fótbolti
Fréttamynd

Nökkvi í fyrsta sinn í landsliðinu

Nökkvi Þeyr Þórisson, leikmaður Beerschot í Belgíu, er í fyrsta sinn í íslenska landsliðshópnum í fótbolta sem mætir Eistlandi og Svíþjóð í tveimur vináttulandsleikjum á Algarve í byrjun næsta árs.

Fótbolti
Fréttamynd

Lyon vann í London | Miedema mögu­lega illa meidd

Evrópumeistarar Lyon fóru til Lundúna í kvöld og sóttu þrjú stig í greipar Arsenal. Til að bæta gráu ofan á svart þá fór hollenska markamaskínan Vivianne Miedema illa meidd af velli. Óvíst er hversu lengi hún verður frá.

Fótbolti
Fréttamynd

Blésu af æfingar yngri barna vegna kuldans

Knattspyrnuæfingum yngri flokka var aflýst hjá Þrótti í Reykjavík vegna kuldans í dag. Yfirþjálfari segir að búast megi við að gripið verði til frekari slíkra ráðstafana vegna veðurs á morgun.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta var okkar leið og hún svín­virkaði“

Birkir Már Sævarsson var sóknarþenkjandi bakvörður áður en það komst í tísku. Hann reynir að taka hvern leik eins og hann kemur, sama hvort það sé gegn Leikni R. í Breiðholti eða Lionel Messi og félögum í Argentínu.

Fótbolti
Fréttamynd

Frakkland í úrslit á nýjan leik

Ríkjandi heimsmeistarar Frakklands eru komnir í úrslit heimsmeistaramótsins í fótbolta sem nú fer fram í Katar. Frakkland lagði spútniklið Marokkó 2-0 í undanúrslitum.

Fótbolti
Fréttamynd

Frá Reykja­vík til Rabat: Hvernig Víkinga­klappið endaði á HM í Katar

Þó Ísland hafi ekki verið meðal þeirra þjóða sem komust á heimsmeistaramótið í fótbolta sem fram fer í Katar þá komst einkennismerki Tólfunnar, stuðningsmannasveitar Íslands, þangað. Stuðningsfólk Marokkó, sem komið er alla leið í undanúrslit, hefur nefnilega verið duglegt að taka Víkingaklappið í Katar.

Fótbolti
Fréttamynd

Lék eftir frægt box-fagn Roon­ey

JuJu Smith-Schuster, leikmaður Kansas City Chiefs í NFL-deildinni, virðist mikill aðdáandi Waynes Rooney ef marka má fagn Smith-Schuster í sigri Chiefs á Denver Broncos um liðna helgi.

Sport