

KKÍ hefur gert nýjan samning við Genius Sports, aðilann sem sér um allt umsýslu-, móta- og tölfræðikerfi sambandsins.
Lið KR í Dominos-deild kvenna hefur styrkt sig með þremur leikmönnum fyrir komandi tímabil.
Orðrómar þess efnis að Kristófer Acox, leikmaður KR í Domino´s-deild karla í körfubolta, sé á leið í Val verða háværari með hverjum deginum.
Haukar hafa fengið Austin Magnús Bracey til liðs við sig en hann kemur frá Val.
Einn nýrra leikmanna Njarðvíkur í Domino´s deild karla er á leið til Íslands og birti áhugaverða mynd úr flugvélinni þar sem hann virðist vera Palli einn í heiminum.
Berglind Gunnarsdóttir, landsliðskona í körfubolta, ræddi við Svövu í Sportpakka kvöldsins um slysið sem hún lenti í upphafi árs. Skyldi það hana eftir lamaða fyrir neðan axlir.
Körfuknattleiksdeild Fjölnis tilkynnti í dag að kvennalið félagsins hefði samið við tvo nýja leikmenn sem munu leika með liðinu í Dominos-deild kvenna á næsta tímabili.
Friðrik Pétur Ragnarsson og Sverrir Þór Sverrisson eiga það sameiginlegt að hafa gert Njarðvíkurlið að Íslandsmeisturum. Þeir snúa líka báðir aftur í þjálfun hjá Njarðvík í vetur.
Pétur Ingvarsson er orðinn aðalþjálfari karlaliðs Breiðabliks í körfubolta á nýjan leik eftir að hafa stigið til hliðar í lok mars.
Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta kemur saman til æfinga um helgina. Danielle Rodriguez hefur bæst í þjálfarateymi landsliðsins.
Vísir fer yfir umdeildustu félagaskipti íslenskrar íþróttasögu.
Rætt var við Jón Arnór Stefánsson – einn besta körfuboltamann Íslandssögunnar – í Sportpakka kvöldsins en skipti hans úr KR yfir í Val voru staðfest í dag.
Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur hefur samið við tvo erlenda leikmenn sem munu leika með liðinu í Domino´s deild karla í vetur.
Jón Arnór Stefánsson gæti mögulega leikið með Val í Domino´s deildinni í körfubolta á næstu leiktíð.
Körfuknattleiksdeild Þórs Akureyrar staðfesti rétt í þessu að félagið væri búið að ráða þjálfara fyrir komandi tímabilí Domino´s deild karla. Sá heitir Andrew Johnson.
Lið Tindastóls er klárt í bátana þó enn séu tveir mánuðir í að Domino´s deild karla fari af stað.
Körfuknattleiksmaðurinn Stanley Robinson, fyrrverandi leikmaður Keflavíkur, er látinn, 32 ára að aldri.
Pepsi Max stúkan tók þrjú málefni til umræðu í lok þáttarins og eitt þeirra var hvort að það væri algjört virðingarleysi fyrir íslenskum knattspyrnudómurum í samanburði við til að mynda íslenska körfuboltadómara.
Álftanes hefur samið við bandaríska körfuboltamanninn Cedrick Bowen um að leika með liðinu í 1. deild karla í vetur. Cedrick snýr því aftur til Íslands eftir þriggja ára fjarveru.
Körfuknattleiksdeild Hauka hefur samið við Bríeti Sif Hinriksdóttur og Elísubeth Ýr Ægisdóttir fyrir komandi leiktíð í Domino's deildinni.
Körfuknattleikssambands Íslands hefur ákveðið að hætta við þátttöku Íslands á Norðurlandamóti yngri landsliða sem fram fer í Finnlandi í byrjun ágúst.
„Þegar ég skrifaði undir minn fyrsta atvinnumannasamning í annarri deildinni í Frakklandi, þá voru ekki margir tilbúnir að stökkva á litla Íslendinginn. Maður er búinn að troða sokk upp í ansi marga held ég, ég á fleiri sokka vonandi í hillunni,“ sagði Martin.
Það er úr nægu að velja á sportrásum Stöðvar 2 í dag. Pepsi Max mörkin, ítalski boltinn, spænski boltinn og PGA-mótaröðin í Golfi er meðal þess sem verður á boðstólnum.
Grindavík hefur samið við Brandon Conley um að leika með liðinu í Domino´s deild karla á næstu leiktíð.
Ísak Örn Baldursson, 16 ára körfuboltaleikmaður, hefur samið við Fjölni og mun leika með liðinu í 1. deild í vetur. Hann kemur til Fjölnis frá uppeldisfélagi sínu Snæfelli.
Gaupi ræddi við Finn Frey Stefánsson, þjálfara Vals í Domino´s deild karla, um nýjan leikmann liðsins og markmið komandi tímabils.
Sigurður Gunnar Þorsteinsson skrifaði í dag undir samning við körfuknattleiksdeild Hattar og er stærsti biti sem félagið hefur fengið á íslenskum markaði, að sögn þjálfara liðsins.
Beinum útsendingu frá íþróttaviðburðum hefur snarfækkað vegna útbreiðslu kórónuveirunnar eins og gefur að skilja. Til að mæta því hafa Stöð 2 Sport og hliðarrásir verið dagskrársettar með nýju dagskrárefni og endursýningum af safnefni til að stytta íþróttaþyrstum stundirnar.
Beinum útsendingu frá íþróttaviðburðum hefur snarfækkað vegna útbreiðslu kórónuveirunnar eins og gefur að skilja. Til að mæta því hafa Stöð 2 Sport og hliðarrásir verið dagskrársettar með nýju dagskrárefni og endursýningum af safnefni til að stytta íþróttaþyrstum stundirnar.
Körfuknattleiksdeild Keflavíkur fer nýstárlegar leiðir í peningasöfnun.