Ítalski boltinn

Fréttamynd

Vilja leyfa auglýsingar frá veðmálafyrirtækjum

Ítalska knattspyrnusambandið, FIGC, hefur farið fram á það við ítölsk stjórnvöld að leyfa auglýsingar frá veðmálafyrirtækjum innan fótboltans þar í landi. Það geti hjálpað ítölskum félagsliðum að vinna sig út úr fjárhagsvandræðum sem kórónuveirufaraldurinn hafi valdið.

Fótbolti
Fréttamynd

Mætti aftur til Ítalíu í dag - framhaldið óljóst

Christian Eriksen, leikmaður Internazionale í Mílanó og danska landsliðsins í fótbolta, sneri aftur til Mílanó í dag. Eriksen hefur verið í fríi frá því að hann fór í hjartastopp í leik Danmerkur og Finnlands á Parken í Kaupmannahöfn á EM í sumar.

Fótbolti
Fréttamynd

Hafnaði Real Madrid því hann elskar Juventus

Massimiliano Allegri sat fyrir svörum á sínum fyrsta blaðamannafundi sem stjóri Juventus í dag. Allegri er að taka við Juventus í annað sinn en hann hafnaði starfi hjá Real Madrid fyrir starf hjá þeim svarthvítu.

Fótbolti
Fréttamynd

Juventus og Arsenal berjast um eina af stjörnum Ítalíu

Ítalski miðjumaðurinn Manuel Locatelli virðist vera á leið til Juventus ef marka má frétt The Guardian. Arsenal hefur einnig mikinn áhuga á leikmanninum en Locatelli vill spila í Meistaradeild Evrópu og því kemur Lundúnaliðið ekki til greina sem stendur.

Fótbolti
Fréttamynd

Hjörtur kominn til Pisa

Varnarmaðurinn Hjörtur Hermannsson, landsliðsmaður í fótbolta, er orðinn leikmaður Pisa á Ítalíu en hann skrifaði undir samning við félagið sem gildir til næstu fjögurra ára.

Fótbolti
Fréttamynd

Þórir Jóhann seldur til Ítalíu

Knattspyrnumaðurinn Þórir Jóhann Helgason ferðast til Lecce á Ítalíu í dag og gengur þar endanlega frá samkomulagi við samnefnt félag sem spilar í næstefstu deild.

Fótbolti
Fréttamynd

Giroud á leið til AC Milan

Olivier Giroud er á leið til AC Milan á Ítalíu samkvæmt heimildum Sky þar í landi. Giroud er 34 ára framherji sem hefur spilað með Chelsea frá árinu 2018.

Enski boltinn