Fasteignamarkaður

Fréttamynd

Seðlabankinn „full bjartsýnn“ á þróun fasteignaverðs

Efasemdir eru um hvort hertar kröfur Seðlabanka Íslands um veðsetningu og greiðslubyrði lántaka muni hafa afgerandi áhrif á þróun fasteignaverðs. Viðmælendur Innherja benda á að heimilin geti hæglega breytt lánaformi úr óverðtryggðu í verðtryggt til að minnka greiðslubyrðina og þannig dregið úr tilætlaðri virkni aðgerðanna. Auk þess sé framboðsskortur á húsnæði svo alvarlegur að hertar kröfur dugi skammt.

Innherji
Fréttamynd

Bankarnir ekki lánað meira til fyrirtækja í þrjú ár

Verulega er farið að hægja á íbúðalánavexti bankanna um þessar mundir en ný lán þeirra með veði í fasteign námu rúmlega 9,6 milljörðum króna í febrúar og hafa þau ekki aukist minna á einum mánuði frá því í ársbyrjun 2020 áður en faraldurinn hófst. Á sama hafa ný útlán bankanna til atvinnulífsins hins vegar ekki aukist meira í nærri þrjú ár.

Innherji
Fréttamynd

Sérbýli hækkar um 27% milli ára: Stórauka þarf uppbyggingu

Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um ríflega fimmtung milli ára samkvæmt upplýsingum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Meðalverð á fermetra í fjölbýli er rúmlega hundrað og tuttugu þúsund hærra nú en fyrir ári. Forsætisráðherra segir aðgerða þörf hjá ríki og sveitarfélögum.

Innlent
Fréttamynd

Seðlabankastjóri segir að samfellt kaupmáttarskeið sé mögulega komið á enda

Það er „engin ástæða til að örvænta yfir þessari þróun,“ að sögn Ásgeir Jónssonar seðlabankastjóra, þegar hann er spurður út í hækkandi verðbólguvæntingar fjárfesta á skuldabréfamarkaði en þær hafa rokið upp á síðustu vikum, til fimm ára mælast þær núna um 5,5 prósent, og hafa ekki verið hærri frá því eftir fjármálahrunið.

Innherji
Fréttamynd

Kalla eftir róttækum breytingum til að hraða uppbyggingu íbúða

Ef ætlunin er að byggja meira en 3.500 íbúðir á ári til þess að svala árlegri íbúðaþörf þarf grundvallarbreytingu í meðferð skipulagsmála og mikla einföldun á regluverki. Skipulagsferlar, eins og þeir eru í dag, koma í veg fyrir að byggðar verði nægilega margar íbúðir á næstu árum.

Innherji
Fréttamynd

Ásgeir segir framboð, ekki vaxtalækkanir, rót vandans á íbúðamarkaði

Verðhækkanir á fasteignamarkaði má fyrst og fremst rekja til framboðsskorts á húsnæði frekar en peningastefnu Seðlabanka Íslands. Þetta kom fram í máli Ásgeir Jónssonar seðlabankastjóra á fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í gær þar sem hann var spurður um fasteignamarkaðinn og samhengi hans við peningastefnu bankans.

Innherji
Fréttamynd

Hús­næðis­markaður við suðu­mark

Seðlabanki Íslands hækkaði meginvexti sína um 75 punkta þann 9. febrúar sl. líkt og væntingar stóðu til og nú standa vextirnir í 2,75%. Stýrivextir bankans hafa ekki verið hærri síðan fyrir heimsfaraldurinn. Útlánastofnanir hafa brugðist við með hækkun útlánsvaxta og nú eru fastir vextir til þriggja ára á óverðtryggðum lánum á bilinu 4,8-5,7%.

Skoðun
Fréttamynd

Bankarnir ekki lánað minna til íbúðakaupa frá upphafi faraldursins

Hækkandi vextir Seðlabankans, ásamt sögulega litlu framboði fasteigna á höfuðborgarsvæðinu, er farið að hægja verulega á útlánavexti bankanna vegna íbúðakaupa heimilanna. Ný lán þeirra með veði í íbúð námu þannig 13,3 milljörðum króna í janúar á þessu ári og hafa ekki aukist minna í einum mánuði frá því í apríl 2020.

Innherji
Fréttamynd

Nær aldrei bæst við fleiri í­búðir en í fyrra

Mikill fjöldi íbúða bættist við húsnæðisstofn höfuðborgarsvæðisins í fyrra og fjölgar íbúðum í byggingu, að sögn Hagfræðideildar Landsbankans. Þó er óvist hvort framboðsaukningin sé næg miðað við núverandi aðstæður þar sem eftirspurn er mikil.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Betri en Fast­eigna­skatturinn

Það hefur ekki farið framhjá neinum að fasteignaverð í Reykjavík hefur hækkað gífurlega síðustu ár og mánuði. Ungt fólk hefur setið á hakanum því kaupmáttur launa hefur ekki hækkað í sama mæli. Flestir eru sammála að þessi staða sé vandamál en þeim kemur ekki saman um hvernig er best að taka á vandanum. Vilja sumir meina að lækka þurfi útlánsvexti bankanna en aðrir vilja meina að þetta sé bara spurning um að byggja meira.

Skoðun
Fréttamynd

Hvernig á að berjast við verðbólgu?

Verðbólga, eins flókið fyrirbæri og það er, á sér nokkrar grundvallarástæður. Ein af þeim er ósamræmið á milli eftirspurnar eftir ákveðinni vöru m.v. framboð af henni: ef eftirspurn (magn af peningum sem er að eltast við viðkomandi vöru) er mikið meiri en framboðið hefur verðið á henni tilhneigingu til að hækka. Úr verður verðbólga.

Skoðun