Masters-mótið

Scottie Scheffler vann sitt fyrsta risamót
Bandaríkjamaðurinn Scottie Scheffler er sigurvegari Masters. Scheffler var þremur höggum á undan Norður-Íranum Rory McIlroy og fékk því græna jakkann eftirsótta í Augusta í gærkvöldi.

Scheffler leiðir Masters | Lélegasti hringur Tigers frá upphafi
Efsti maður heimslistans í golfi, Scottie Scheffler, er í efsta sæti á Masters-mótinu í golfi eftir þriðja hringinn í gær.

Efsti maður heimslistans með örugga forystu eftir annan dag Masters
Scottie Scheffler, efsti maður heimslistans í golfi, er með fimm högga forystu á Masters-mótinu í golfi þegar allir kylfingar hafa leikið tvo hringi.

„Hefur ekki hugmynd um hversu erfitt þetta hefur verið“
Tiger Woods segir að það sé erfitt fyrir sig að ganga um Augusta-golfvöllinn vegna bílslyssins alvarlega sem hann lenti í fyrir. Hann lék þó vel á fyrsta hring Masters-mótsins í gær.

Sung-Jae Im í forystu eftir fyrsta dag Masters
Suður-kóreski kylfingurinn Sung-Jae Im er í forystu eftir fyrsta dag Masters-mótsins í golfi. Sung-Jae Im lék fyrsta hringinn á 67 höggum, eða fimm höggum undir pari Augusta National-vallarins.

Tiger Woods hársbreidd frá holu í höggi á fyrsta degi endurkomunnar
Masters-mótið í golfi er farið af stað og eru augu flestra á einum besta kylfingi sögunnar, Tiger Woods.

Masters farið af stað á Stöð 2 Golf
Fyrsta risamót ársins í golfi, Masters-mótið, er farið af stað á Stöð 2 Golf.

DeChambeau hunsar ráðleggingar lækna og spilar á Masters
Bandaríski kylfingurinn Bryson DeChambeau ætlar að spila á Masters-mótinu í vikunni þvert á ráðleggingar lækna hans. Hann hefur verið meiddur undanfarnar vikur og er hundrað prósent klár í slaginn.

Tiger með og telur sig geta unnið
Tiger Woods snýr aftur á sitt fyrsta risamót í vikunni, á Masters-mótið í golfi í Georgíufylki, eftir bílslysið alvarlega í febrúar í fyrra sem hefur haldið honum frá keppni.

Fred Couples bjartsýnn á að Tiger Woods spili á Mastersmótinu
Tiger Woods tók annan æfingahring á Augusta National golfvellinum í gær en fyrir hann sagði Tiger opinberlega að hann ætlaði að kanna betur stöðuna á sér áður en hann ákveði að vera með á Mastersmótinu í ár.

Vakti konuna og bað hana um að keyra sig upp á spítala: Hélt ég væri að deyja
Bandaríski atvinnukylfingurinn Bubba Watson hefur sagt frá þeim andlegu erfiðleikum sem hann hefur verið að glíma við síðasta rúma áratuginn. Hann hefur endað margoft inn á sjúkrahúsi.

Rory McIlroy: Yrði stórkostlegt fyrir golfið ef Tiger Woods spilar á Masters
Mikill spenningur er í golfheiminum í aðdraganda Mastersmótsins, fyrsta risamóti ársins, eftir að það fréttist af því að Tiger Woods ætli mögulega að vera með.

Tiger lék á Augusta og gæti snúið aftur á Masters í næstu viku
Það ríkir spenna og eftirvænting í golfheiminum eftir að það sást til Tigers Woods klára 18 holur á Augusta-vellinum þar sem Masters risamótið hefst í næstu viku.

Tiger að íhuga endurkomu: Skráður til leiks á Mastersmótinu
Það virðist sem Tiger Woods, einn albesti kylfingur sögunnar, sé að íhuga endurkomu á golfvöllinn en hann er skráður til leiks á Masters-mótinu sem fram fer á Augusta-vellinum í Georgíu frá 7. til 10. apríl. Woods hefur ekki keppt síðan hann lenti í alvarlegu bílslysi fyrir tæpu ári síðan.

Mickelson missir af fyrsta Mastersmótinu í næstum því þrjá áratugi
Bandaríski kylfingurinn Phil Mickelson verður ekki með á Mastersmótinu í golfi sem fer fram á Augusta National golfvellinum í næsta mánuði.

Fyrrum meistari á Mastersmótinu fékk fangelsisdóm
Argentínumaðurinn Angel Cabrera eyðir næstu árum á bak við lás og slá í heimalandi sínu. Cabrera, sem er orðinn 51 árs gamall, vann á sínum tíma bæði Mastersmótið og Opna bandaríska risamótið.

Matsuyama fékk kveðju frá Tiger: „Þessi sögulegi sigur mun hafa áhrif á allan golfheiminn“
Hideki Matsuyama fékk fjölmargar kveðjur eftir sigurinn á Masters-mótinu í gær, meðal annars frá Tiger Woods og forsætisráðherra Japans.

Telur að sigurinn á Masters gæti aukið vinsældir íþróttarinnar í heimalandinu
Hideki Matsuyama varð í gær fyrsti karlkylfingurinn frá Japan til að vinna risamót í golfi er hann vann hið goðsagnakennda Masters-mót. Hann er einnig fyrsti kylfingurinn frá Asíu sem klæðist græna jakkanum.

Hideki Matsuyama skrifaði nýjan kafla í sögu Masters
Japaninn Hideki Matsuyama varð í kvöld fyrsti Asíumaðurinn til að sigra hið goðsagnakennda Masters mót í golfi.

Svona lítur alþjóðlega golftímabilið út núna
Alþjóðlega golftímabilið 2020 endar á Mastersmótinu í nóvember og þar verður ekkert opna breska í fyrsta síðan í seinni heimsstyrjöldinni.