Hundar

Fréttamynd

Hundur og hæna elska að fara saman á hestbaki

Hundurinn Dreki er ein af skærustu kvikmyndastjörnunum landsins um þessar mundir því hann leikur stórt hlutverk í myndinni „Á ferð með mömmu“. Þegar Dreki vill hafa það rólegt og njóta lífsins heima hjá sér í sveitinni þá finnst honum skemmtilegast að fara á hestbak með hænunni Svanhvíti.

Innlent
Fréttamynd

Í mál við Lady Gaga eftir að hafa skilað hundunum hennar

Kona sem skilaði hundum söng- og leikkonunnar Lady Gaga eftir að þeim var stolið hefur farið í mál við hana. Gaga lofaði að „spyrja engra spurninga“ yrði hundunum skilað en síðan kom í ljós að konan tengdist þjófnaðnum og var dæmd fyrir aðild sína. 

Erlent
Fréttamynd

Fjallabyggð mátti aflífa Kasper

Ákvörðun Fjallabyggðar um að láta aflífa hundinn Kasper, eftir að hann beit mann, í sumar, var í samræmi við valdheimildir sveitarfélagsins. Eigendur Kaspers vildu að ákvörðun sveitarfélagsins um að aflífa Kasper yrði úrskurðuð ógild.

Innlent
Fréttamynd

Hundurinn Píla sem týndist á jóladag fundinn

Hundurinn Píla skelfdist eftir að flugeldar voru sprengdir skammt frá henni í göngutúr og sleit sig lausa. 36 tímum síðar fannst hún. Ráðgjafi hjá Dýrfinni minnir hundaeigendur á að merkja hunda sína vel.

Innlent
Fréttamynd

Golfkúluhundurinn Kjói á Ísafirði

Hundurinn Kjói á Ísafirði er magnaður þegar kemur að golfi og golfíþróttinni því hann týnir upp í kjaftinn sinn allar golfkúlur, sem eru fyrir utan golfvöllinn í bænum. Hann tekur engar kúlur inn á vellinum, bara kúlurnar fyrir utan og skilar þeim til eiganda síns, sem er með mörg hundruð kúlur, sem Kjói hefur komið með heim.

Innlent
Fréttamynd

Segir hundinn ekki hafa ráðist á neinn

Eigandi hundsins á Akureyri sem fjallað var um á Vísi í gær segir hann ekki hafa bitið neinn heldur einungis hlaupið í átt að stúlku með annan hund í bandi. Hundurinn sé aldrei skilinn einn eftir úti. 

Innlent
Fréttamynd

Andrés mun sjá um hunda drottningarinnar

Andrés prins, annar sonur Elísabetar II, og fyrrverandi eiginkona hans, Sara, munu sjá um Corgi-hunda drottningarinnar, Muick og Sandy, eftir andlát hennar. Hundana fékk drottningin að gjöf frá syni sínum.

Erlent
Fréttamynd

Dolly selur hár­kollur ætlaðar hundum

Ástsæla tónlistarkonan Dolly Parton hefur sett vörumerkið „Doggy Parton“ á laggirnar en merkið selur vörur fyrir hunda. Hluti af ágóðanum frá sölu varningsins mun fara til samtaka sem bjarga dýrum og gefa þeim heimili.

Lífið
Fréttamynd

„Allt við þetta mál er fyrir neðan allar hellur“

Fyrrverandi formaður Dýraverndarsambands Íslands segir fyrir neðan allar hellur að hundur á Siglufirði hafi verið aflífaður innan við tveimur tímum eftir að hann var tekinn frá fjölskyldu sinni. Reglur sveitarfélaga um hvernig haga eigi gæludýramálum séu ekki samræmdar, sem sé miður.

Innlent
Fréttamynd

Í sárum eftir að hundurinn var aflífaður án nokkurs fyrirvara

Hundur fjölskyldu á Siglufirði var aflífaður á föstudaginn, einum og hálfum tíma eftir að hann var tekinn af þeim. Hundurinn var ekki settur í geðmat líkt og Heilbrigðiseftirlitið fer fram á. Fjölskyldan segist ekki hafa fengið að vita að það ætti að aflífa hann fyrr aðgerðin var þegar hafin í öðru bæjarfélagi. 

Innlent
Fréttamynd

Vissi ekki að hundahlaup væri íþrótt

Dýrahjúkrunarfræðingurinn Kolbrún Arna hefur hlaupið með husky-hundunum sínum í mörg ár. Hún segir mikilvægt að vera með rétta búnaðinn svo að bæði hundar og fólk njóti hlaupsins.

Samstarf
Fréttamynd

Hefur engar á­hyggjur af hunda­sjúk­dómi sem getur smitast í menn

Starfandi sótt­varna­læknir segir að bakterían sem grunur leikur á að hafi greinst í hundi hér á landi í fyrsta skipti smitist mjög ó­lík­lega yfir í menn þó hún geti það vissu­lega. Hún hefur ekki á­hyggjur af stöðunni sem Mat­væla­stofnun hafi þegar náð vel utan um.

Innlent
Fréttamynd

Grunur um nýja bakteríu­sýkingu í hundum hér á landi

Matvælastofnun hefur borist tilkynning um grun og Brucella canis bakteríusýkingu í hundi hér á landi. Sýkingin er súna, sem sagt sjúkdómur sem getur smitast á milli dýra og manna. Þetta er í fyrsta sinn sem grunur um Brucella canis kemur upp hér á landi.

Innlent