Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi

Fréttamynd

Fiorentina þarf ekki að kaupa Albert verði hann dæmdur

Albert Guðmundsson var lánaður frá Genoa til Fiorentina í sumar en í samningi félaganna er ákvæði sem þýðir að Fiorentina þarf að kaupa leikmanninn að tímabilinu loknu. Sú klásúla fellur úr gildi verði Albert dæmdur fyrir kynferðisbrot.

Fótbolti
Fréttamynd

Albert mættur í dómsal

Knattspyrnumaðurinn Albert Guðmundsson er mættur í Héraðsdóm Reykjavíkur, þar sem aðalmeðferð í máli hans fer fram í dag og á morgun. Hann sætir ákæru fyrir nauðgun.

Innlent
Fréttamynd

Albert mætir fyrir dóm á fimmtu­dag

Aðalmeðferð í máli knattspyrnumannsins Alberts Guðmundssonar fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur á fimmtudag og föstudag. Albert kemur til landsins og mun gefa skýrslu fyrir dómi.

Innlent
Fréttamynd

Albert segir um­mæli gamla yfir­mannsins á­fall

Knattspyrnumaðurinn Albert Guðmundsson var kynntur til leiks sem leikmaður Fiorentina á blaðamannafundi í gær. Þar var hann meðal annars spurður út í nauðgunarmálið sem vofir yfir honum, og orð framkvæmdastjóra Genoa sem sagði Albert hafa suðað um að losna frá félaginu.

Fótbolti
Fréttamynd

Albert og Guð­laug hætt saman

Knattspyrnumaðurinn Albert Guðmundsson og Guðlaug Elísa Jóhannsdóttir eru hætt saman eftir níu ára samband. Al­bert er leikmaður Genoa á Ítal­íu og hef­ur spilað með landsliði Íslands.

Lífið
Fréttamynd

Á­kærður fyrir nauðgun

Albert Guðmundsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, hefur verið ákærður fyrir nauðgun með því að hafa haft önnur kynferðismök en samræði við konu án hennar samþykkis. 

Innlent
Fréttamynd

Albert neitaði sök

Ákæra á hendur Alberti Guðmundssyni, landsliðsmanni í knattspyrnu, fyrir kynferðisbrot var þingfest í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur. Albert mætti ekki við þingfestinguna en samkvæmt heimildum Vísis neitaði verjandi hans sök fyrir hans hönd.

Innlent
Fréttamynd

Yfir­lýsing Hags­muna­sam­taka brotaþola og Öfga

Í ljósi nýs sýknudóms sem féll þann 3. júní sl. viljum við hjá Hagsmunasamtökum brotaþola og Félagasamtökunum Öfgum vekja athygli á að umræddur dómur er birtingarmynd þeirra hindrana sem þolendur mæta þegar þau kæra. Við viljum taka það fram að við erum ekki að tala fyrir hönd þolanda né aðstandenda í umræddu máli, heldur einungis að gagnrýna framgöngu réttarkerfisins.

Skoðun
Fréttamynd

Dómurinn segir margt á huldu í máli Kol­beins

Dómur í máli Kolbeins Sigþórssonar hefur verið birtur en hann var sýknaður í Héraðsdómi Reykjanesi í dag af ákæru um nauðgun og kynferðisbrot gegn barni. Í dómnum segir að margt sé á huldu um málið.

Innlent
Fréttamynd

Dómur í máli Kol­beins á mánu­dag

Dómur verður kveðinn upp í máli knattspyrnumannsins Kolbeins Sigþórssonar í Héraðsdómi Reykjaness á mánudag. Hann er ákærður fyrir kynferðisbrot gegn barni.

Innlent
Fréttamynd

Mál Alberts sýni að skýra þurfi reglurnar

Horft var til eldra fordæmis þegar tekin var ákvörðun um að ekki væri heimilt að velja Albert Guðmundsson, leikmann Genóa í knattspyrnu, í næsta landsliðverkefni. Ríkissaksóknari á eftir að taka endanlega ákvörðun í máli hans. Ekki er deilt um túlkun reglna innan stjórnar en ljóst er að skýra verði reglurnar.

Innlent
Fréttamynd

Kol­beinn hafi strokið kyn­færi stúlkunnar í­trekað

Ákæran sem Kolbeinn Sigþórsson sætir er fyrir nauðgun og kynferðisbrot gegn barnungri stúlku. Hann er sagður hafa nýtt sér yfirburði sína yfir stúlkunni og dregið niður nærbuxur hennar og strokið kynfæri hennar fram og til baka mörgum sinnum.

Innlent
Fréttamynd

„KSÍ stendur að sjálf­sögðu með þol­endum“

Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, segir stöðuna sem uppi er vegna máls Alberts Guðmundssonar vera langt í frá ákjósanlega. Stjórn sambandsins hafi viljað eyða óvissu í komandi verkefni með ákvörðun sinni þess efnis að Albert klári komandi leiki í umspili um sæti á EM.

Fótbolti
Fréttamynd

Gæti valið Albert að nýju: „Verð að treysta leik­manninum“

Albert Guðmundsson getur að óbreyttu á ný spilað fyrir Íslands hönd þegar liðið mætir Ísrael eftir þrjár vikur, í umspili um sæti á EM í fótbolta. Åge Hareide landsliðsþjálfari segir Albert hafa fullan hug á því að snúa aftur í liðið, eftir hálfs árs fjarveru, í kjölfar þess að kynferðisbrotamál gegn honum var látið niður falla.

Fótbolti
Fréttamynd

Unga konan sem kærði Albert muni eyða ævinni í að vinna úr málinu

Lögmaður konunnar sem kærði knattspyrnumanninn Albert Guðmundsson fyrir kynferðisbrot skoðar nú hvort kæra skuli ákvörðun héraðssaksóknara um að láta málið niður falla til ríkissaksóknara. Málið hafi verið afar erfitt fyrir ungu konuna, sem muni eyða ævinni í að vinna úr því.

Innlent
Fréttamynd

Mál Alberts látið niður falla

Héraðssaksóknari hefur fellt niður kynferðisbrotamál gegn knattspyrnumanninum Alberti Guðmundssyni. Síðasta sumar var hann kærður fyrir kynferðisbrot.

Innlent
Fréttamynd

Varar við aftur­hvarfi KSÍ: „Mikil­­vægara var að verja of­beldis­­menn en brota­þola“

„Það er óbærilegt ef barátta hugrakkra brotaþola gegn ofurefli frægðar og vinsælda verður til lítils og allt verður eins og áður,“ skrifar Drífa Snædal, talskona Stígamóta, í grein á Vísi. Tilefnið er kjör á nýjum formanni Knattspyrnusambands Íslands og ósk um fullvissu þess að sambandið taki ekki skref aftur á bak í jafnréttisbaráttunni, í gamalt far.

Fótbolti
Fréttamynd

KSÍ og kyn­ferðis­of­beldi

Um helgina verður nýr formaður Knattspyrnusambands Íslands kjörinn, eða reyndar ekki svo nýr ef marka má algengar spár um úrslitin. Guðni Bergsson sagði af sér árið 2021 í kjölfar ofbeldismála innan knattspyrnunnar og vanhæfni hans til að taka á þeim. Þegar ofbeldisverk voru afhjúpuð var stokkið í vörn, þolendur eða talsfólk þeirra sagt ljúga og reynt að villa um í umræðunni.

Skoðun
Fréttamynd

Sigurður G. braut persónuverndarlög

Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður braut persónuverndarlög þegar hann birti upplýsingar úr lögregluskýrslu vegna kæru Þórhildar Gyðu Arnarsdóttur á hendur knattspyrnumanninum Kolbeini Sigþórssyni fyrir ofbeldi.

Innlent
Fréttamynd

Bannað að kjósa Albert

Albert Guðmundsson kemur ekki til greina sem knattspyrnumaður ársins hjá KSÍ, vegna kæru fyrir kynferðisbrot sem hann kveðst saklaus af.

Fótbolti