Vindorka

Fréttamynd

„Þetta er allt komið í ein­hvern hræri­graut“

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur vísað frá kæru Skeiða- og Gnúpverjahrepps vegna virkjanaleyfis fyrir vindorkuver við Búrfell. Oddviti sveitarfélagsins á erfitt með að skilja niðurstöðu nefndarinnar. 

Innlent
Fréttamynd

Græn vindorka

Á dögunum voru birtar niðurstöður úr könnun þar sem fólk var spurt hvort það væri hlynnt eða andvígt því að afla grænnar orku. Eins og vænta mátti var mikill meirihluti þeirra sem tóku afstöðu í könnuninni hlynntur öflun grænnar orku. Við erum væntanlega flest ef ekki öll sammála um ágæti grænnar orku og stolt af stöðu Íslands sem nýtir nær alfarið vatnsafl og jarðvarma til raforkuframleiðslu og húshitunar.

Skoðun
Fréttamynd

Dansaðu vindur

Á Íslandi er eftirspurnin eftir raforku mikil. Það er jákvætt að atvinnulífið sé svo blómlegt að umframeftirspurn hafi myndast en neikvætt ef stjórnvöld ná ekki að tryggja að af framkvæmdum verði vegna seinagangs í uppbyggingu á raforkukerfinu. Til mikils er að vinna svo hugmyndir og tækifæri renni ekki úr greipum okkar.

Skoðun
Fréttamynd

„Mér finnst“ pólitíkin og vind­myllurnar

Oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps ritaði áhugaverða og upplýsandi grein á visir.is þann 14 september sl. um harmsögu Búrfellslundar í meðförum Alþingis, ríkisstjórnar og ráðherra umhverfis-, orku og loftslagsmála, í kjölfar þess að ráðherrann sakaði sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps um að tefja fyrir grænni orkuöflun með því að leggja inn kæru til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála þar sem þess er krafist að virkjanaleyfið fyrir Búrfellslund verði fellt úr gildi.

Skoðun
Fréttamynd

Virkjanaleyfið kært aftur

Önnur kæra hefur borist úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála vegna veitingar Orkustofnunar á virkjanaleyfi fyrir vindorkuver í Búrfellslundi. Að þessu sinni eru það náttúruverndarsamtökin Náttúrugrið sem kæra.

Innlent
Fréttamynd

Að skapa sér stöðu og heimta pening!

Á forsíðu Morgunblaðsins í dag er því slegið upp að Skeiða- og Gnúpverjahreppur sé að skapa sér stöðu og að sveitarfélagið hafi heimtað greiðslu frá Landsvirkjun til þess að Landsvirkjun fengi að byggja Búrfellslund.

Skoðun
Fréttamynd

Aukinn úr­tölu­tónn í um­ræðum um lofts­lags­vá

Formaður Loftslagsráðs merkir aukinn úrtölutón í umræðum um loftslagsvána og telur hana skýrast af vanmati á umfangi vandans sem mannkyn stendur frammi fyrir. Sérstaklega telur hann að umræða um kolefnisförgunaverkefni hafi farið út af sporinu.

Innlent
Fréttamynd

Að hjóla í manninn!

Nú get ég ekki orða bundist lengur og sé mig knúinn til að leggja orð í belg, slík er orrahríðin. Haraldur Þór Jónsson oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps er gæinn á grillinu hjá ÖLLUM hinum réttlátu, réttsýnu og sanngjörnu.

Skoðun
Fréttamynd

Rangar full­yrðingar for­stjóra Lands­virkjunar – kafli 2

Áfram held ég fjalla um þær rangfærslur sem komu fram í Speglinum á Rás 2, miðvikudaginn 4. september, þegar rætt var rætt við forstjóra Landsvirkjunar um Búrfellslund. Fyrir þá sem sáu ekki greinina mína frá því í gær undir á visir.is, Rangar fullyrðingar forstjóra Landsvirkjunar – kafli 1, þá er um að gera að byrja á því að lesa hana áður en þú heldur áfram.

Skoðun
Fréttamynd

Gæti tafið virkjanaframkvæmdir um tvö ár og skaðað sam­fé­lagið

Forstjóri Landsvirkjunar segir kæru Skeiða- og Gnúpverjahrepps á virkjanaleyfi Búrfellslundar geta tafið framkvæmir um tvö ár og skaðað samfélagið sem þurfi á orkunni að halda. Hreppurinn hafi ekkert með útgáfu framkvæmdaleyfis að gera og hafi ekki nýtt sér ítrekuð tækifæri til athugasemda. 

Innlent
Fréttamynd

Meiri­hluti vill að hið opin­bera nýti vindinn

Mikill meirihluti þjóðarinnar telur mikilvægt að vindorkuframleiðsla sé í höndum opinberra aðila, samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Helmingur þjóðarinnra er hlynntur fyrirhugaðri vindorkuframleiðslu í Búrfellslundi. 

Innlent
Fréttamynd

Vindorka: Þraut­reynd og umhverfisvæn

Rafmagnsframleiðsla með vindi er þrautreynd og örugg leið til að framleiða rafmagn á umhverfisvænan og árangursríkan hátt. Í nágrannalöndum okkar stendur vindorka undir stórum hluta raforkuþarfar og áform eru um að hraða uppbyggingu hennar í nágrannalöndum okkar til að tryggja aukið framboð, raforkuöryggi og ná loftslagsmarkmiðum stjórnvalda í hverju landi fyrir sig.

Skoðun
Fréttamynd

Spaðar

Um Breiðafjörð, Dali og Vestur Húnavatnssýslu stendur til að ræna fólk útsýni yfir ósnortinn fjallarhing með vindmylluskógi. Skógurinn mun teygja sig upp í 830 m hæð þar sem meðalhæð fjalla er 400-600 m. Um alla fyrirsjáanlega framtíð. Í þágu góðs málstaðar, auðvitað.

Skoðun
Fréttamynd

Haraldur baunar á for­stjóra Lands­virkjunar

Haraldur Þór Jónsson, oddviti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi er ósammála fullyrðingum Harðar Arnarsonar, forstjóra Landsvirkjunar, um umfangsmikið samráð við hagaðila tilætlaðs vindorkuvers í Búrfellslundi við Vaðöldu. Haraldur vænir Landsvirkjun um vindasöm vinnubrögð í stað vandasamra.

Innlent
Fréttamynd

Vandaður að­dragandi vindorku­vers

Undirbúningur að byggingu Búrfellslundar, vindorkuvers Landsvirkjunar við Vaðöldu, hefur staðið á annan áratug. Á þeim tíma hafa aðstæður allar verið rannsakaðar ítarlega, Alþingi fjallað margoft um virkjunarkostinn, hann farið í gegnum mat á umhverfisáhrifum.

Skoðun
Fréttamynd

Áttar sig ekki á á­kalli for­manns VG

Umverfis-, orku- og loftslagsráðherra segist ekki átta sig á ákalli formanns VG um að gengið verði lengra í stefnumörkun í vindorkumálum. Stefnumörkun í málaflokknum hafi verið í undirbúningi mjög lengi og nú sé kominn tími til að framkvæma.

Innlent
Fréttamynd

Að virkja upp í loft

Landsvirkjun stefnir nú á að reisa þrjátíu 150 metra háar vindmyllur í svonefndum Búrfellslundi, við inngang hálendisins á Sprengisandsleið þar sem þúsundir Íslendinga og erlendra ferðamanna halda á hverju ári upp á Sprengisand, inn í Landmannalaugar og upp í Veiðivötn.

Skoðun
Fréttamynd

Tryggja þurfi að vindorkan haldist í höndum þjóðarinnar

Formaður Vinstri grænna kallar eftir því að umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra leggi fram stefnumörkun um vindorkumál á haustþingi. Hann telur að gera þurfi breytingar á tillögum sem lagðar voru fram á síðasta þingi. Tryggja þurfi að auðlindin haldist í höndum þjóðarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Stíga annað stórt skref að virkjun við Búr­fell

Samningur er í höfn milli Landsvirkjunar og íslenska ríkisins um lands- og vindorkuréttindi vegna Búrfellslundar. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkur samningur er gerður en Búrfellslundur liggur innan þjóðlendu. Gildistími samningsins er 35 ár með möguleika á framlengingu um 15 ár.

Innlent
Fréttamynd

Enginn vindmyllugarður án bættra vega

Mikil innviðauppbygging þarf að fara fram ef áætlanir um uppbyggingu vindorkuvers í Dalabyggð eiga að ganga eftir. Verkið mun kosta minnst 40 milljarða og talið er að það muni taka minnst fimmtán ár fyrir verkið til að borga sig.

Innlent