Stéttarfélög

Fréttamynd

Segir Við­skipta­ráð haldið þrá­hyggju

Formaður Bandalags Háskólamanna gefur lítið fyrir nýja úttekt Viðskiptaráðs Íslands á kjörum opinberra starfsmanna. Viðskiptaráð segir opinbera starfsmenn njóta að jafnaði nítján prósent betri kjara en starfsmenn á almennum markaði. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fram­koma SVEIT sé „svívirði­leg at­laga að réttindum launa­fólks“

Stjórn VR fordæmir atlögu atvinnurekenda innan SVEIT, samtökum fyrirtækja á veitingamarkaði, að réttindum og kjörum launafólks á Íslandi. Stjórn VR tekur heilshugar undir gagnrýni Eflingar og SGS á SVEIT og hvatningu um að sniðganga félagið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá VR en stjórn samþykkti ályktun um þetta í gær.

Innlent
Fréttamynd

Efling lætur ekki af að­gerðum á meðan SVEIT endur­skoðar samning

Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir félagið ekki láta af aðgerðum gagnvart fyrirtækjum innan SVEIT, Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði, þótt samtökin ætli að endurskoða kjarasamning sem samtökin gerðu við stéttarfélagið Virðingu. Virðing hafnar því að félagið fremji lögbrot og segist ætla að laga misfellur í samningi. 

Innlent
Fréttamynd

SVEIT endur­skoðar kjara­samning við Virðingu

SVEIT, Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, hafa ákveðið að taka til endurskoðunar kjarasamninga þá sem í gildi eru við stéttarfélagið Virðingu. SVEIT vonast til þess að Efling láti af fyrirhuguðum aðgerðum á meðan endurskoðun stendur. Frá þessu er greint í tilkynningu frá SVEIT.

Innlent
Fréttamynd

Fimmtungur veitinga­staða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT

Fimmtungur allra þeirra fyrirtækja sem Efling stéttarfélag sendi bréf vegna kjarasamnings SVEIT, samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði, við stéttarfélagið Virðingu, hefur sagt sig úr samtökunum. Þá hafa enn fleiri fyrirtæki lýst því að þau muni fylgja kjarasamningum Eflingar og Samtaka atvinnulífsins.

Innlent
Fréttamynd

Birta nöfn og vöru­merki tengd SVEIT í mót­mæla­skyni

Efling stéttarfélag hefur sent erindi á forsvarsfólk 108 veitingastaða á höfuðborgarsvæðinu, sem eru aðilar að SVEIT, samtökum fyrirtækja á veitingamarkaði. Þar er þeim tilkynnt um ýmsar aðgerðir sem Efling mun standa fyrir vegna aðkomu samtakanna að stofnun stéttarfélagsins Virðingar.

Innlent
Fréttamynd

BSRB og BHM taka undir gagn­rýni á stéttar­fé­lagið Virðingu

BHM og BSRB segja stofnun stéttarfélagsins Virðingar ganga gegn grundvallarreglum á vinnumarkaði og taka undir gagnrýni Eflingar, Eflingar-Iðju og Alþýðusambands Íslands á stofnun félagsins. Félagið er stofnað af atvinnurekendum í veitingarekstri, Samtökum fyrirtækja á veitingamarkaði, SVEIT.

Innlent
Fréttamynd

Bauna á SVEIT og kjara­samninga sem standist ekki lög

Í tilkynningu stéttarfélagsins Eflingar er því haldið fram að kjarasamningur sem stéttarfélagið Virðing hefur við SVEIT, samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, gangi gegn ákvæðum fjölda laga og skerði rétt launþega til muna. 

Innlent
Fréttamynd

Fram­tíð Kristjáns Þórðar hjá RSÍ ræðst í janúar

Kristján Þórður Snæbjarnarson, nýkjörinn þingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík og formaður Rafiðnaðarsambands Íslands er kominn í leyfi frá störfum hjá sambandinu fram í janúar. Boðað verður til aukaþings eftir áramót þar sem framtíð Kristján hjá sambandinu skýrist.

Innlent
Fréttamynd

Taka ekki þátt í orð­ræðu og á­tökum Eflingar

SVEIT, samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, hafa ákveðið að taka ekki þátt í „þeirri neikvæðu orðræðu og átökum sem hafa einkennt málflutning Eflingar undanfarin ár í garð veitingareksturs á Íslandi.“ Samtökin hafi ítrekað reynt að semja við Eflingu en hafi nú samið við stéttarfélagið Virðingu til fjögurra ára.

Innlent
Fréttamynd

Segjast ekkert tengjast meintu gervi­stéttarfélagi

Efling hefur sakað atvinnurekendafélagið SVEIT um að reka „gervistéttarfélag“. Formaður Eflingar segir að ráðist sé að öllum mikilvægustu réttindum fólks á vinnumarkaði. SVEIT vísar ásökunum Eflingar á bug. 

Innlent
Fréttamynd

Vara við „gervi­stéttarfélagi“ og „svika­myllu“

Stéttarfélagið Efling hefur sent frá sér tilkynningu þar sem varað er við félaginu Virðingu, sem sagt er „gervistéttarfélag“. Félagið sé raunar svikamylla, rekin af atvinnurekendum í því skyni að skerða laun og réttindi starfsfólks.

Innlent
Fréttamynd

Fé­lag á­huga­manna um lög­gæslu

Lögreglumenn eru búnir að vera kjarasamningslausir í 8 mánuði, þeir felldu kjarasamning í júní með miklum meirihluta. Lögreglumenn hafa ekki haft verkfallsrétt síðan 1986.

Skoðun
Fréttamynd

Kennara­verk­falli frestað

Verkfalli kennara hefur verið frestað um tvo mánuði. Innanhússtillaga Ríkissáttasemjara þess efnis var samþykkt um klukkan 15. 

Innlent
Fréttamynd

Fá­keppni og al­manna­hags­munir

Almenningur á Íslandi hefur lengi mátt þola fákeppni og afleiðingarnar eru flestum kunnar. Hér á landi er tæpast unnt að tala um eðlilega samkeppni á mörgum grunnsviðum samfélagsins; við nefnum hér rekstur matvöruverslana, bankaþjónustu, tryggingar og eldsneytisverð.

Skoðun
Fréttamynd

Fóturinn tekinn af vegna tann­pínu

Eftir því sem stjórnmálaflokkarnir sýna meira á spilin í aðdraganda Alþingiskosninga er erfitt að verjast þeirri hugsun að þjóðin hafi leitað til læknis með svæsna tannpínu og áformað sé að takast á við það með því að höggva af henni fótinn.

Skoðun
Fréttamynd

Bar­átta í ára­tugi fyrir auknu starfsnámi

Árin mín í stéttarfélagsstörfum voru um margt merkileg en þar voru til staðar angar af stuttu starfsnámi sem í minni tíð var síðan eflt og sífellt bætt ofan á. Þegar síðan 5 stéttarfélög sameinuðust 1998 -1999 þá kom í minn hlut að leiða starfsmenntun innan hins nýja stéttarfélags, Eflingar. Búnar voru til ótal nýjar stuttar starfsmenntabrautir sem unnið var að í samvinnu við vinnuveitendur og svo sveitafélögin. Síðar komu svo starfsgreinaráðin sem ætlað var að þróa eftir þörfum námsleiðir á framhaldsskólastigi. Þar hófst nýr kafli og merkilegur því sótt var til Norðurlanda um reynslu og gekk það vel.

Skoðun
Fréttamynd

Húsnæðiskreppan krefst lausna ekki um­ræðu

Það er óhætt að segja að það ríki neyðarástand á húsnæðismarkaði. Vaxandi fjöldi heimila er að sligast undan vaxtakostnaði og þúsundir leigjenda eru á biðlistum eftir íbúð hjá óhagnaðardrifnum leigufélögum til að flýja íþyngjandi leiguverð.

Skoðun
Fréttamynd

Sam­fé­lag á kross­götum

Framan af í kosningabaráttunni snerist umræðan einkum um efnahagsmálin og því ákváðum við hjá ASÍ og BSRB að efna til kosningafundar með forystufólki stjórnmálaflokkanna í vikunni til að ræða áherslur þeirra varðandi húsnæðismál, verð á matvöru, félagslegum innviðum á borð við heilbrigðis- og menntakerfi og jöfnuð.

Skoðun
Fréttamynd

Hvar eru fram­bjóðendurnir?

Að undanförnu hefur verið fjallað um þá alvarlegu stöðu sem blasir við háskólamenntuðum á landinu. Í dag hafa stéttarfélög þúsunda háskólamenntaðra starfsmanna og hið opinbera enn ekki náð samningum sín á milli.

Skoðun
Fréttamynd

Bein út­sending: Sam­félag á kross­götum

ASÍ og BSRB taka á móti formönnum flokka í framboði til alþingiskosninga á opnum fundi á Hilton Nordica milli klukkan 17 og 19 í dag. Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinu streymi í spilaranum að neðan.

Innlent
Fréttamynd

„Ein­kenni­legt að vera með örhóp í verk­falli“

Jón Pétur Zimsen, aðstoðarskólastjóri Réttarholtsskóla og frambjóðandi á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður, segir einkennilegt að kennarar velji að vera með „örhóp“ í verkfalli nema að markmiðið sé að draga deiluna á langinn.

Innlent
Fréttamynd

Bjarni segir vinnu­markaðslöggjöfina vera í „á­kveðnum ó­göngum“

Umbætur á vinnumarkaðsmódelinu myndu leiða af sér stöðugleika í ríkisfjármálunum, að sögn framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins. Forsætisráðherra telur of langt gengið þegar stéttarfélög geta tekið einstaka vinnustaði „í gíslingu“ og vill sjá breytingar á valdheimildum ríkissáttasemjara á meðan formaður Samfylkingarinnar er opin fyrir skrefum í þá átt í sátt við verkalýðshreyfinguna.

Innherji