Landslið kvenna í fótbolta

Fréttamynd

Dagný skýtur föstum skotum á KSÍ

Dagný Brynjarsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, gagnrýnir Knattspyrnusamband Ísland í færslu á Instagram í dag og segir að hún og Glódís Perla Viggósdóttir bíði enn eftir viðurkenningu fyrir að hafa spilað 100 landsleiki á meðan leikmenn karlalandsliðsins hafi fengið sínar.

Fótbolti
Fréttamynd

Þorsteinn velur æfingahóp

Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, hefur valið 29 leikmenn í æfingahóp sem kemur saman til æfinga í nóvember. Aðeins eru leikmenn úr félagsliðum hér á landi í hópnum.

Fótbolti
Fréttamynd

Utan vallar: Lið í hlekkjum hugarfarsins

Klárum þetta augljósa fyrst. Stéphanie Frappart dómari óð í villu og svíma í umspilsleik Portúgals og Íslands á þriðjudaginn og kom sér vel fyrir á listanum yfir óvini íslenska ríkisins. En galin frammistaða hennar tók líka athyglina frá slakri spilamennsku Íslands meðan enn var jafnt í liðum. Og spilamennska sem er þessi er ekki einsdæmi hjá íslenska liðinu.

Fótbolti
Fréttamynd

Skroppið til Portúgal í bjór og sól en engan farseðil á HM

Það eru tuttugu klukkustundir síðan vekjaraklukkan hringdi í vesturbæ Reykjavíkur. 183 Íslendingar sitja á flugvellinum í Porto og bíða eftir því að komast aftur á klakann. Síðasti bjórinn teygaður. D-vítamínsöfnun dagsins er lokið. Hið daglega amstur er handan við hornið. HM draumurinn er úti. Þetta hefði alls ekki þurft að enda svona.

Lífið
Fréttamynd

Skýrsla Sindra: Þið tókuð af okkur HM

Það var líkt og að sár grátur fyrirliðans Söru Bjarkar Gunnarsdóttur, sitjandi í miðjuhringnum á Estádio da Mata Real, bergmálaði um leikvanginn og yfirgnæfði fagnaðaróp Portúgala í kvöld. Svo bersýnileg voru vonbrigðin. HM-draumurinn var úti og það með eins ósanngjörnum hætti og hugsast getur.

Fótbolti
Fréttamynd

Portúgal komst ekki á HM

Þrátt fyrir sigurinn gegn Íslandi í kvöld er portúgalska kvennalandsliðið í fótbolta síður en svo komið með öruggt sæti á HM í Eyjaálfu næsta sumar.

Fótbolti
Fréttamynd

Myndasyrpa: Sorg í Portúgal

Draumur Íslands um sæti á HM kvenna í fótbolta á næsta ári varð að martröð þegar liðið tapaði 4-1 fyrir Portúgal í umspili ytra í kvöld. Tilfinningarnar voru miklar í leikslok.

Fótbolti
Fréttamynd

„Í rauninni erum við bara rændar þessu“

Glódís Perla Viggósdóttir var afar ósátt við Stéphanie Frappart, dómara leiks Íslands og Portúgals í umspili um sæti á HM. Portúgal vann 4-1 eftir framlengdan leik en Ísland var manni færri stóran hluta leiksins.

Fótbolti
Fréttamynd

Sara Björk hrædd um að þurfa að kveðja HM-drauminn endanlega

Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði Íslands, var að vonum sár og svekkt eftir tap liðsins fyrir Portúgal í umspili um sæti á HM 2023 í Portúgal í kvöld. Næsta heimsmeistaramót er ekki fyrr en árið 2027 og kveðst Sara Björk hrædd um að draumur hennar um að spila á heimsmeistaramóti sé úti.

Fótbolti
Fréttamynd

Þorsteinn Halldórsson: „Þetta er aldrei rautt“

Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, var eðlilega súr og svekktur eftir 4-1 tap liðsins gegn Portúgal í framlengdum umspilsleik um laust sæti á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi næsta sumar.

Fótbolti
Fréttamynd

Einkunnir Íslands: Glódís Perla stóð upp úr

Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mátti þola 4-1 tap er liðið heimsótti Portúgal í framlengdum umspilsleik um laust sæti á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi næsta sumar. Íslenska liðið þurfti að spila stóran hluta leiksins manni færri og hélt út í venjulegum leiktíma, en missti heimakonur fram úr sér í framlengingunni.

Fótbolti
Fréttamynd

Áhugi heimamanna við frostmark en McDonalds borgarar glöddu

„Borgarar fyrir alla,“ kallaði Ingimar Elí Hlynsson, fararstjóri Icelandair, þegar hann steig út úr leigubíl á torgi nokkru í Pacos de Ferreira með poka fullan af ostborgurum frá McDonald's. Kærkomið fyrir svanga stuðningsmenn í bæ sem virðist ekki hafa átt von á einum né neinum í tengslum við stórleik í fótbolta.

Sport
Fréttamynd

Sara Björk er leikfær og verður í byrjunarliðinu í kvöld

Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur náð sér af veikindum sem hrjáðu hana og hún verður með íslenska liðinu í leiknum mikilvæga á móti Portúgal í dag en í boði er sæti á heimsmeistaramótinu í Ástralíu og Nýja-Sjálandi á næsta ári.

Fótbolti
Fréttamynd

Pallborðið: HM-sæti undir í Portúgal

Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta getur tryggt sér sæti á HM í fyrsta sinn með sigri á Portúgal í umspili í dag. Leikið er á Estádio da Mata Real í Pacos de Ferreira í Portúgal og hefst leikurinn klukkan 17:00.

Fótbolti
Fréttamynd

„Höfum aldrei nálgast leik þannig“

Landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson og hans teymi telja sig hafa fundið leiðir til að sækja í gegnum portúgalska liðið í dag. Þorsteinn hefur engan áhuga á því að liggja í vörn allan leikinn.

Fótbolti
Fréttamynd

Stuðnings­sveitin lent í Porto

Flugvél stuðningssveitar íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta lenti á flugvellinum í Porto í Portúgal um klukkan 11 í morgun. Mikil stemmning er í hópnum nú þegar um fimm tímar eru í leik.

Fótbolti
Fréttamynd

Ekkert rætt eða æft fyrir vítakeppni

Ef að svo fer að úrslitin í leik Portúgals og Íslands í dag ráðast í vítaspyrnukeppni mun Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari hafa hraðar hendur og ákveða hvaða fimm leikmönnum sé best treystandi til að taka víti íslenska liðsins.

Fótbolti