ÍL-sjóður „Tryggingastærðfræðingar eru fámennur hópur með mikið áhrifavald“ Sú óvissa sem er uppi um heimildir lífeyrissjóða til að ráðast í tilfærslur á lífeyrisréttindum sjóðsfélaga með hliðsjón af hækkandi lífaldri er „óþolandi,“ að sögn formanns Landssamtaka lífeyrissjóða, og er afleiðing þess að tryggingarstærðfræðingar, sem hafa „mikið áhrifavald,“ gátu ekki komið sér saman um útfærslu á breytingunum. Hann segir lausn varðandi málefni ÍL-sjóðs ekki vera sjáanlega á næstunni þótt „þreifingar“ hafi verið í gangi við ríkið um mögulegt samkomulag. Innherji 8.6.2024 12:15 Sigurður Ingi fjarri góðu gamni Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra er staddur erlendis og kvartaði stjórnarandstaðan sáran undan því að hann væri ekki viðstaddur umræðu um mikilvæg mál svo sem söluna á Íslandsbanka og ÍL-sjóð. Innlent 3.6.2024 16:11 Tólf dómar ÍL-sjóði í hag í dag Íbúðalánasjóður var í dag sýknaður í tólf dómsmálum í Héraðsdómi Reykjavíkur. Öll málin höfðuðu einstaklingar gegn sjóðnum og vildu meina að uppgreiðsluþóknun sjóðsins væri ólögmæt. Innlent 28.2.2024 22:22 Hefja viðræður um uppgjör á skuldabréfum ÍL-sjóðs Fjármála- og efnahagsráðherra, fyrir hönd ÍL-sjóðs og íslenska ríkisins, og fulltrúar átján lífeyrissjóða hafa ákveðið að hefja viðræður um uppgjör á skuldabréfum sjóðsins. Innlent 23.2.2024 18:54 ÍL-sjóður kaupir íbúðabréf að andvirði 26 milljarða Tvö skiptiútboð á vegum ÍL-sjóðs fóru fram í dag þar sem eigendum íbúðabréfaflokkanna HFF34 og HFF44 gafst möguleiki á að skipta bréfunum út fyrir ríkisskuldabréf í eigu ÍL-sjóðs. ÍL-sjóður keypti bréf að andvirði 26 milljarða króna. Viðskipti innlent 8.12.2023 17:57 ÍL-sjóður tapaði 13,2 milljörðum á fyrri hluta árs Afkoma ÍL-sjóð á fyrstu sex mánuðum ársins var neikvæð sem nemur 13,2 milljörðum króna samkvæmt rekstrarreikningi. Eigið fé þann 30. júní 2023 var neikvætt um 243.916 milljónir króna samanborið við neikvætt eigið fé að fjárhæð 230.704 milljónir króna í ársbyrjun. Viðskipti innlent 17.10.2023 14:02 Láta aftur reyna á lögmæti uppgreiðslugjalda ÍL-sjóðs Þrettán mál hafa verið þingfest fyrir Héraðsdómir Reykjavíkur þar sem menn hyggjast láta reyna á uppgreiðslugjald lána Íbúðalánasjóðs (ÍL-sjóðs). Dæmi eru um að fólk hafi þurft að greiða rúm 12 prósent af eftirstöðum láns í uppgreiðslugjald. Innlent 16.6.2023 06:43 Hagsmunaverðir leggjast á sveif með sjóðunum Samtök atvinnulífsins og Samtök fjármálafyrirtækja leggjast gegn áformum Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, um að slíta ÍL-sjóði. Að mati SFF munu útgjöld vegna sjóðsins ekki valda ríkissjóði „teljandi erfiðleikum" í framtíðinni og SA segja áform ráðherra um að slíta sjóðnum geta haft neikvæð áhrif á trúverðugleika ríkissjóðs á fjármálamarkaði. Innherji 24.5.2023 07:45 Hrói höttur ríka fólksins „Gæti sparað 150 milljarða“ sagði í fyrirsögn Moggans í fyrstu frétt af hugmyndum fjármálaráðherra um aðgerðir vegna erfiðrar stöðu gamla Íbúðalánasjóðsins. Ég játa að forvitni mín kviknaði enda hefur Viðreisn kallað eftir að fjármálaráðherra sýni aðhald í fjármálum ríkisins en jafnan án árangurs. Skoðun 15.5.2023 11:32 Á ríkissjóður enga vini? Í umræðum á Alþingi þann 10. maí síðastliðinn sagði fjármálaráðherra Bjarni Benediktsson undrast hvað ríkissjóður Íslands ætti fáa vini. Umræðuefnið var vandi ÍL-sjóðs og þeir möguleikar sem eru í stöðunni. Farið var yfir stöðuna í skýrslu frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu sem kom út í október á síðasta ári. Skoðun 12.5.2023 13:30 Tuttugu lífeyrissjóðir fordæma áform Bjarna varðandi ÍL-sjóð Tuttugu lífeyrissjóðir hafa tekið sig saman og sent frá sér tilkynningu þar sem áform Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra um lagasetningu er varðar slit og uppgjör á ÍL-sjóði eru fordæmt fortakslaust. Viðskipti innlent 12.5.2023 11:39 Bjarni undrast hvað ríkissjóður á fáa vini á Alþingi Fjármálaráðherra undrast hvað ríkissjóður á fáa vini á Alþingi þegar kemur að skuldbindingum ríkisins vegna yfirvofandi gjaldþrots ÍL-sjóðsins sem fóstrar skuldbindingar Íbúðalánasjóðs gagnvart lífeyrissjóðunum. Innlent 10.5.2023 19:40 Fjármálaráðherra stefni trausti og trúverðugleika ríkissjóðs í hættu Þingmaður Viðreisnar segir fjármálaráðherra stefna trausti og trúverðugleika ríkissjóðs í hættu með áformum um setningu laga til að slíta ÍL-sjóði í andstöðu við vilja lífeyrissjóða sem eiga kröfur á sjóðinn. Fjármálaráðherra segir sjóðinn í raun gjaldþrota og nauðsynlegt að verja framtíðarhagsmuni ríkissjóðs. Innlent 10.5.2023 12:23 Sjóðirnir segja „döpur tilþrif“ koma niður á framtíðarverkefnum Landssamtök lífeyrissjóða segja að litið verði til þess hvernig stjórnvöld leysa vanda ÍL-sjóðs þegar kemur að langtímafjármögnun verkefna í framtíðinni og að fulltrúar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hafi þráfaldlega spurt fulltrúa íslenskra lífeyrissjóða um líklegar lyktir málsins. Innherji 9.5.2023 13:01 Sakar stjórnvöld um að tefla trúverðugleika ábyrgðar ríkisins í tvísýnu Með áformum sínum um að boða slit á uppgjöri ÍL-sjóðs með lagasetningu hafa íslensk stjórnvöld skapað óvissu sem á eftir að hafa „neikvæð áhrif á mun fleiri verkefni“ en sem snúa að gamla Íbúðalánasjóði, fullyrðir framkvæmdastjóri Gildis. Að sögn ráðgjafa lífeyrissjóðanna eru engin dæmi um sambærilegar aðgerðir meðal annarra Evrópuríkja nema þar sem um hefur verið að ræða neyðaraðstæður. Innherji 2.5.2023 07:01 Niðurfærsla á íbúðabréfum dró verulega niður afkomu VR í fyrra Rúmlega fimm prósenta neikvæð nafnávöxtun var af um 13 milljarða króna verðbréfasafni VR á síðasta ári sem varð þess valdandi að heildarafkoma stéttarfélagsins var undir núllinu. Þar munaði talsvert um að VR var með um fjórðung allra verðbréfaeigna sinna í íbúðabréfum sem þurfti að færa nokkuð niður að markaðsvirði eftir að stjórnvöld boðuðu síðasta haust að ÍL-sjóður yrði settur í slitameðferð náist ekki samninga við kröfuhafa um uppgreiðslu skulda hans. Innherji 3.4.2023 16:39 Boðaðar ráðstafanir leiði til tug milljarða tjóns Stærstu eigendur skuldabréfa ÍL-sjóðs telja það að ekki vera grundvöllur fyrir samningaviðræðum við fjármálaráðuneytið um uppgjör skuldbindinga sjóðsins. Þeir segja fulltrúa ráðuneytisins ekki hafa komið til móts við kröfur lífeyrissjóðanna. Viðskipti innlent 28.2.2023 11:38 „Skynsamlegt“ að ÍL-sjóður fái að fjárfesta í hlutabréfum og innviðum Það kann að vera skynsamlegt að veita ÍL-sjóði, sem á í dag meira en 500 milljarðar króna í formi innlána og krafna á hendur hinu opinbera, heimild til að fjárfesta allt að 40 prósentum af eignasafni sínu í hlutabréfum og innviðauppbyggingu, að sögn greinanda. Þannig verður eignasafnið vel dreift, áhættufælið og ætti að gefa hærri ávöxtun en það gerir í dag. Innherji 25.1.2023 08:25 ÍL-sjóður gæti fengið auknar fjárfestingaheimildir ef viðræður renna út í sandinn Ef ekki tekst að gera ÍL-sjóð upp með samkomulagi við skuldareigendur eða með slitum gæti sjóðurinn fengið auknar fjárfestingaheimildir svo að takmarka megi það tjón sem hann verður fyrir vegna neikvæðs vaxtamunar. Innherji 24.1.2023 08:50 Segir kúrekastæla Bjarna valda verulegu tjóni Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, hélt því fram á þinginu í dag að engar viðræður stæðu yfir milli fjármálaráðuneytisins og lífeyrissjóðanna um skuldir gamla Íbúðarlánasjóðsins – ÍL-sjóðs. Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra hafi farið með fleipur í þeim efnum. Innlent 9.12.2022 17:05 Sammála niðurstöðu LOGOS varðandi málefni ÍL-sjóðs Róbert R. Spanó, fyrrverandi forseti Mannréttindadómstóls Evrópu, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands og gestaprófessor við lagadeild Oxford háskóla í Bretlandi, staðfestir niðurstöður LOGOS lögmannsþjónustu, varðandi málefni ÍL-sjóðs. Þetta kemur fram í álitsgerð Róberts sem íslenskir lífeyrissjóðir hafa fengið í hendur. Innlent 7.12.2022 20:13 Leggur til að arðgreiðslur banka greiði skuldir ÍL-sjóðs Doktor í fjármálum segir Íslandsbankaskýrsluna vera svarta og að mikilvægt sé umræðan endi ekki í pólitískum skotgröfum. Þá leggur hann til að hagnaður banka í ríkiseigu verði nýttur til að greiða niður skuldir ÍL-sjóðs. Innlent 27.11.2022 14:39 „Staðfestir mjög sterka lagalega stöðu“ Lögfræðiálit um ÍL-sjóð og möguleg slit hans staðfesta sterka lagalega stöðu lífeyrissjóðana gagnvart ríkinu. Áform fjármálaráðherra um gjaldþrot eða sambærileg slit sjóðsins brýtur gegn bæði stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu. Innlent 23.11.2022 21:45 Segja ráðherra bera ábyrgð á ÍL-sjóði Forsvarsmenn lífeyrissjóða landsins segja lagalega stöðu sjóðanna afar sterka vegna fyrirhugaðra slita ÍL-sjóðs. Ábyrgð ríkisins á skuldum ÍL-sjóðs sé skýr. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem send var út eftir að lögfræðiálit frá LOGOS var kynnt forsvarsmönnum sjóðanna í dag. Viðskipti innlent 23.11.2022 16:50 Lífeyrissjóðir fá Arctica Finance sem fjármálaráðgjafa Verðbréfafyrirtækið Arctica Finance verður sérstakur fjárhagslegur ráðgjafi helstu lífeyrissjóðanna sem hafa nú flestir hverjir myndað með sér sameiginlegan vettvang vegna þeirrar stöðu sem upp er komin vegna ÍL-sjóðs. Í þeim hópi er hins vegar ekki Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR), stærsti lífeyrissjóður landsins. Innherji 17.11.2022 11:52 Sameina krafta sína vegna ÍL-sjóðs Flestir lífeyrissjóðir landsins hafa, í ljósi mikilla hagsmuna íslenskra sjóðfélaga, myndað sameiginlegan vettvang vegna þeirrar stöðu sem upp er komin vegna ÍL-sjóðs. Þetta kemur fram í tilkynningu. Viðskipti innlent 11.11.2022 16:41 Ríkið væri ekki að „efna fyllilega loforð“ um ábyrgð með því að slíta ÍL-sjóði Ein ástæða þess að stjórnvöld hafa nú boðað aðgerðir til að leysa upp ÍL-sjóð er að hann stenst ekki skilyrði um að vera sjálfstæð stofnun, samkvæmt Evrópsku hagstofunni, en við það færast skuldbindingar sjóðsins undir ríkisreikning frá og með 2022 sem gæti aukið skuldir ríkissjóðs um 650 milljarða, að mati dósents í fjármálum. Hann telur farsællegast að ná samkomulagi við kröfuhafa um uppgjör ÍL-sjóðs en verði farin sú leið að slíta sjóðnum með sérstakri lagasetningu, sem hann efast um að fjármálaráðherra vilji í raun gera, þá væri ríkið ekki að „efna fyllilega loforð“ um ábyrgð á skuldum hans. Innherji 9.11.2022 18:01 Birta gæti þurft að taka á sig sex milljarða högg við virðislækkun íbúðabréfa Birta gæti orðið fyrir um sex milljarða króna tapi að núvirði ef lífeyrissjóðurinn þarf að færa niður verðmæti íbúðabréfa við tryggingafræðilegt endurmat á eignum sínum vegna áforma fjármálaráðherra um að slíta ÍL-sjóði með sérstakri lagasetningu, náist ekki samkomulag við kröfuhafa um uppgreiðslu bréfanna. Innherji 6.11.2022 15:11 Þegar lækningin er verri en sjúkdómurinn Stjórnvöld hafa vitað af 200 milljarða gati Íbúðalánasjóðs frá 2013 í það minnsta. Þá var tekin ákvörðun um að gera ekki neitt. Þá var ákveðið að þetta yrði vandamál annarrar ríkisstjórnar. Það þýðir að gefin voru út þau skilmerkilegu skilaboð að ríkið hygðist standa sig sem ábyrgðaraðili á útgefnum skuldabréfum sjóðsins. Bréfin hafa síðan gengið kaupum og sölum á markaði. Skoðun 3.11.2022 11:00 Gildi færir niður íbúðabréfin um fimmtán milljarða Gildi lífeyrissjóður hefur fært niður virði skuldabréfa, útgefnum af gamla Íbúðalánasjóðnum, um samtals 14,7 milljarða króna vegna áforma fjármálaráðherra um að slíta ÍL-sjóði með sérstakri lagasetningu, náist ekki samkomulagi við kröfuhafa. Niðurfærslan hefur þegar haft áhrif á greiðslur úr séreignardeild Gildis. Innherji 2.11.2022 13:00 « ‹ 1 2 ›
„Tryggingastærðfræðingar eru fámennur hópur með mikið áhrifavald“ Sú óvissa sem er uppi um heimildir lífeyrissjóða til að ráðast í tilfærslur á lífeyrisréttindum sjóðsfélaga með hliðsjón af hækkandi lífaldri er „óþolandi,“ að sögn formanns Landssamtaka lífeyrissjóða, og er afleiðing þess að tryggingarstærðfræðingar, sem hafa „mikið áhrifavald,“ gátu ekki komið sér saman um útfærslu á breytingunum. Hann segir lausn varðandi málefni ÍL-sjóðs ekki vera sjáanlega á næstunni þótt „þreifingar“ hafi verið í gangi við ríkið um mögulegt samkomulag. Innherji 8.6.2024 12:15
Sigurður Ingi fjarri góðu gamni Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra er staddur erlendis og kvartaði stjórnarandstaðan sáran undan því að hann væri ekki viðstaddur umræðu um mikilvæg mál svo sem söluna á Íslandsbanka og ÍL-sjóð. Innlent 3.6.2024 16:11
Tólf dómar ÍL-sjóði í hag í dag Íbúðalánasjóður var í dag sýknaður í tólf dómsmálum í Héraðsdómi Reykjavíkur. Öll málin höfðuðu einstaklingar gegn sjóðnum og vildu meina að uppgreiðsluþóknun sjóðsins væri ólögmæt. Innlent 28.2.2024 22:22
Hefja viðræður um uppgjör á skuldabréfum ÍL-sjóðs Fjármála- og efnahagsráðherra, fyrir hönd ÍL-sjóðs og íslenska ríkisins, og fulltrúar átján lífeyrissjóða hafa ákveðið að hefja viðræður um uppgjör á skuldabréfum sjóðsins. Innlent 23.2.2024 18:54
ÍL-sjóður kaupir íbúðabréf að andvirði 26 milljarða Tvö skiptiútboð á vegum ÍL-sjóðs fóru fram í dag þar sem eigendum íbúðabréfaflokkanna HFF34 og HFF44 gafst möguleiki á að skipta bréfunum út fyrir ríkisskuldabréf í eigu ÍL-sjóðs. ÍL-sjóður keypti bréf að andvirði 26 milljarða króna. Viðskipti innlent 8.12.2023 17:57
ÍL-sjóður tapaði 13,2 milljörðum á fyrri hluta árs Afkoma ÍL-sjóð á fyrstu sex mánuðum ársins var neikvæð sem nemur 13,2 milljörðum króna samkvæmt rekstrarreikningi. Eigið fé þann 30. júní 2023 var neikvætt um 243.916 milljónir króna samanborið við neikvætt eigið fé að fjárhæð 230.704 milljónir króna í ársbyrjun. Viðskipti innlent 17.10.2023 14:02
Láta aftur reyna á lögmæti uppgreiðslugjalda ÍL-sjóðs Þrettán mál hafa verið þingfest fyrir Héraðsdómir Reykjavíkur þar sem menn hyggjast láta reyna á uppgreiðslugjald lána Íbúðalánasjóðs (ÍL-sjóðs). Dæmi eru um að fólk hafi þurft að greiða rúm 12 prósent af eftirstöðum láns í uppgreiðslugjald. Innlent 16.6.2023 06:43
Hagsmunaverðir leggjast á sveif með sjóðunum Samtök atvinnulífsins og Samtök fjármálafyrirtækja leggjast gegn áformum Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, um að slíta ÍL-sjóði. Að mati SFF munu útgjöld vegna sjóðsins ekki valda ríkissjóði „teljandi erfiðleikum" í framtíðinni og SA segja áform ráðherra um að slíta sjóðnum geta haft neikvæð áhrif á trúverðugleika ríkissjóðs á fjármálamarkaði. Innherji 24.5.2023 07:45
Hrói höttur ríka fólksins „Gæti sparað 150 milljarða“ sagði í fyrirsögn Moggans í fyrstu frétt af hugmyndum fjármálaráðherra um aðgerðir vegna erfiðrar stöðu gamla Íbúðalánasjóðsins. Ég játa að forvitni mín kviknaði enda hefur Viðreisn kallað eftir að fjármálaráðherra sýni aðhald í fjármálum ríkisins en jafnan án árangurs. Skoðun 15.5.2023 11:32
Á ríkissjóður enga vini? Í umræðum á Alþingi þann 10. maí síðastliðinn sagði fjármálaráðherra Bjarni Benediktsson undrast hvað ríkissjóður Íslands ætti fáa vini. Umræðuefnið var vandi ÍL-sjóðs og þeir möguleikar sem eru í stöðunni. Farið var yfir stöðuna í skýrslu frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu sem kom út í október á síðasta ári. Skoðun 12.5.2023 13:30
Tuttugu lífeyrissjóðir fordæma áform Bjarna varðandi ÍL-sjóð Tuttugu lífeyrissjóðir hafa tekið sig saman og sent frá sér tilkynningu þar sem áform Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra um lagasetningu er varðar slit og uppgjör á ÍL-sjóði eru fordæmt fortakslaust. Viðskipti innlent 12.5.2023 11:39
Bjarni undrast hvað ríkissjóður á fáa vini á Alþingi Fjármálaráðherra undrast hvað ríkissjóður á fáa vini á Alþingi þegar kemur að skuldbindingum ríkisins vegna yfirvofandi gjaldþrots ÍL-sjóðsins sem fóstrar skuldbindingar Íbúðalánasjóðs gagnvart lífeyrissjóðunum. Innlent 10.5.2023 19:40
Fjármálaráðherra stefni trausti og trúverðugleika ríkissjóðs í hættu Þingmaður Viðreisnar segir fjármálaráðherra stefna trausti og trúverðugleika ríkissjóðs í hættu með áformum um setningu laga til að slíta ÍL-sjóði í andstöðu við vilja lífeyrissjóða sem eiga kröfur á sjóðinn. Fjármálaráðherra segir sjóðinn í raun gjaldþrota og nauðsynlegt að verja framtíðarhagsmuni ríkissjóðs. Innlent 10.5.2023 12:23
Sjóðirnir segja „döpur tilþrif“ koma niður á framtíðarverkefnum Landssamtök lífeyrissjóða segja að litið verði til þess hvernig stjórnvöld leysa vanda ÍL-sjóðs þegar kemur að langtímafjármögnun verkefna í framtíðinni og að fulltrúar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hafi þráfaldlega spurt fulltrúa íslenskra lífeyrissjóða um líklegar lyktir málsins. Innherji 9.5.2023 13:01
Sakar stjórnvöld um að tefla trúverðugleika ábyrgðar ríkisins í tvísýnu Með áformum sínum um að boða slit á uppgjöri ÍL-sjóðs með lagasetningu hafa íslensk stjórnvöld skapað óvissu sem á eftir að hafa „neikvæð áhrif á mun fleiri verkefni“ en sem snúa að gamla Íbúðalánasjóði, fullyrðir framkvæmdastjóri Gildis. Að sögn ráðgjafa lífeyrissjóðanna eru engin dæmi um sambærilegar aðgerðir meðal annarra Evrópuríkja nema þar sem um hefur verið að ræða neyðaraðstæður. Innherji 2.5.2023 07:01
Niðurfærsla á íbúðabréfum dró verulega niður afkomu VR í fyrra Rúmlega fimm prósenta neikvæð nafnávöxtun var af um 13 milljarða króna verðbréfasafni VR á síðasta ári sem varð þess valdandi að heildarafkoma stéttarfélagsins var undir núllinu. Þar munaði talsvert um að VR var með um fjórðung allra verðbréfaeigna sinna í íbúðabréfum sem þurfti að færa nokkuð niður að markaðsvirði eftir að stjórnvöld boðuðu síðasta haust að ÍL-sjóður yrði settur í slitameðferð náist ekki samninga við kröfuhafa um uppgreiðslu skulda hans. Innherji 3.4.2023 16:39
Boðaðar ráðstafanir leiði til tug milljarða tjóns Stærstu eigendur skuldabréfa ÍL-sjóðs telja það að ekki vera grundvöllur fyrir samningaviðræðum við fjármálaráðuneytið um uppgjör skuldbindinga sjóðsins. Þeir segja fulltrúa ráðuneytisins ekki hafa komið til móts við kröfur lífeyrissjóðanna. Viðskipti innlent 28.2.2023 11:38
„Skynsamlegt“ að ÍL-sjóður fái að fjárfesta í hlutabréfum og innviðum Það kann að vera skynsamlegt að veita ÍL-sjóði, sem á í dag meira en 500 milljarðar króna í formi innlána og krafna á hendur hinu opinbera, heimild til að fjárfesta allt að 40 prósentum af eignasafni sínu í hlutabréfum og innviðauppbyggingu, að sögn greinanda. Þannig verður eignasafnið vel dreift, áhættufælið og ætti að gefa hærri ávöxtun en það gerir í dag. Innherji 25.1.2023 08:25
ÍL-sjóður gæti fengið auknar fjárfestingaheimildir ef viðræður renna út í sandinn Ef ekki tekst að gera ÍL-sjóð upp með samkomulagi við skuldareigendur eða með slitum gæti sjóðurinn fengið auknar fjárfestingaheimildir svo að takmarka megi það tjón sem hann verður fyrir vegna neikvæðs vaxtamunar. Innherji 24.1.2023 08:50
Segir kúrekastæla Bjarna valda verulegu tjóni Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, hélt því fram á þinginu í dag að engar viðræður stæðu yfir milli fjármálaráðuneytisins og lífeyrissjóðanna um skuldir gamla Íbúðarlánasjóðsins – ÍL-sjóðs. Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra hafi farið með fleipur í þeim efnum. Innlent 9.12.2022 17:05
Sammála niðurstöðu LOGOS varðandi málefni ÍL-sjóðs Róbert R. Spanó, fyrrverandi forseti Mannréttindadómstóls Evrópu, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands og gestaprófessor við lagadeild Oxford háskóla í Bretlandi, staðfestir niðurstöður LOGOS lögmannsþjónustu, varðandi málefni ÍL-sjóðs. Þetta kemur fram í álitsgerð Róberts sem íslenskir lífeyrissjóðir hafa fengið í hendur. Innlent 7.12.2022 20:13
Leggur til að arðgreiðslur banka greiði skuldir ÍL-sjóðs Doktor í fjármálum segir Íslandsbankaskýrsluna vera svarta og að mikilvægt sé umræðan endi ekki í pólitískum skotgröfum. Þá leggur hann til að hagnaður banka í ríkiseigu verði nýttur til að greiða niður skuldir ÍL-sjóðs. Innlent 27.11.2022 14:39
„Staðfestir mjög sterka lagalega stöðu“ Lögfræðiálit um ÍL-sjóð og möguleg slit hans staðfesta sterka lagalega stöðu lífeyrissjóðana gagnvart ríkinu. Áform fjármálaráðherra um gjaldþrot eða sambærileg slit sjóðsins brýtur gegn bæði stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu. Innlent 23.11.2022 21:45
Segja ráðherra bera ábyrgð á ÍL-sjóði Forsvarsmenn lífeyrissjóða landsins segja lagalega stöðu sjóðanna afar sterka vegna fyrirhugaðra slita ÍL-sjóðs. Ábyrgð ríkisins á skuldum ÍL-sjóðs sé skýr. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem send var út eftir að lögfræðiálit frá LOGOS var kynnt forsvarsmönnum sjóðanna í dag. Viðskipti innlent 23.11.2022 16:50
Lífeyrissjóðir fá Arctica Finance sem fjármálaráðgjafa Verðbréfafyrirtækið Arctica Finance verður sérstakur fjárhagslegur ráðgjafi helstu lífeyrissjóðanna sem hafa nú flestir hverjir myndað með sér sameiginlegan vettvang vegna þeirrar stöðu sem upp er komin vegna ÍL-sjóðs. Í þeim hópi er hins vegar ekki Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR), stærsti lífeyrissjóður landsins. Innherji 17.11.2022 11:52
Sameina krafta sína vegna ÍL-sjóðs Flestir lífeyrissjóðir landsins hafa, í ljósi mikilla hagsmuna íslenskra sjóðfélaga, myndað sameiginlegan vettvang vegna þeirrar stöðu sem upp er komin vegna ÍL-sjóðs. Þetta kemur fram í tilkynningu. Viðskipti innlent 11.11.2022 16:41
Ríkið væri ekki að „efna fyllilega loforð“ um ábyrgð með því að slíta ÍL-sjóði Ein ástæða þess að stjórnvöld hafa nú boðað aðgerðir til að leysa upp ÍL-sjóð er að hann stenst ekki skilyrði um að vera sjálfstæð stofnun, samkvæmt Evrópsku hagstofunni, en við það færast skuldbindingar sjóðsins undir ríkisreikning frá og með 2022 sem gæti aukið skuldir ríkissjóðs um 650 milljarða, að mati dósents í fjármálum. Hann telur farsællegast að ná samkomulagi við kröfuhafa um uppgjör ÍL-sjóðs en verði farin sú leið að slíta sjóðnum með sérstakri lagasetningu, sem hann efast um að fjármálaráðherra vilji í raun gera, þá væri ríkið ekki að „efna fyllilega loforð“ um ábyrgð á skuldum hans. Innherji 9.11.2022 18:01
Birta gæti þurft að taka á sig sex milljarða högg við virðislækkun íbúðabréfa Birta gæti orðið fyrir um sex milljarða króna tapi að núvirði ef lífeyrissjóðurinn þarf að færa niður verðmæti íbúðabréfa við tryggingafræðilegt endurmat á eignum sínum vegna áforma fjármálaráðherra um að slíta ÍL-sjóði með sérstakri lagasetningu, náist ekki samkomulag við kröfuhafa um uppgreiðslu bréfanna. Innherji 6.11.2022 15:11
Þegar lækningin er verri en sjúkdómurinn Stjórnvöld hafa vitað af 200 milljarða gati Íbúðalánasjóðs frá 2013 í það minnsta. Þá var tekin ákvörðun um að gera ekki neitt. Þá var ákveðið að þetta yrði vandamál annarrar ríkisstjórnar. Það þýðir að gefin voru út þau skilmerkilegu skilaboð að ríkið hygðist standa sig sem ábyrgðaraðili á útgefnum skuldabréfum sjóðsins. Bréfin hafa síðan gengið kaupum og sölum á markaði. Skoðun 3.11.2022 11:00
Gildi færir niður íbúðabréfin um fimmtán milljarða Gildi lífeyrissjóður hefur fært niður virði skuldabréfa, útgefnum af gamla Íbúðalánasjóðnum, um samtals 14,7 milljarða króna vegna áforma fjármálaráðherra um að slíta ÍL-sjóði með sérstakri lagasetningu, náist ekki samkomulagi við kröfuhafa. Niðurfærslan hefur þegar haft áhrif á greiðslur úr séreignardeild Gildis. Innherji 2.11.2022 13:00
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent