Bandaríkin

Fréttamynd

Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli náms­menn frá Banda­ríkjunum

Stjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur fyrirskipað öllum sendirráðum landsins að hætta tímabundið að taka við umsóknum námsmanna um vegabréfsáritanir. Forseti Sambands íslenskra námsmanna erlendis hefur áhyggjur af stöðunni og segir alvarlegt að vegið sé að tjáningarfrelsi þeirra sem hyggja á nám í Bandaríkjunum, og hvetur námsmenn sem fundið hafa fyrir áhrifum þessa til að leita til samtakanna og deila reynslu sinni.

Innlent
Fréttamynd

Stöðva vega­bréfs­á­ritanir náms­manna og rann­saka um­sækj­endur nánar

Bandaríkjastjórn hefur gefið út þau fyrirmæli til allra sendiráða landsins í heiminum að þau hætti að taka við beiðnum frá námsmönnum um vegabréfsáritun til Bandaríkjanna. Þetta er gert til þess að yfirvöld geti undirbúið sig undir nánari skoðun á hverri umsókn, meðal annars með því að fara grannt ofan í saumana á samfélagsmiðlanotkun viðkomandi umsækjanda.

Erlent
Fréttamynd

Geim­far SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug

Starship-geimfarið sem fyrirtækið SpaceX, sem er í eigu Elons Musk, splundraðist 45 mínútum eftir að því var skotið á sporbaug um jörðu í gærkvöld. Geimskotið var það níunda í röð hjá SpaceX sem stefna á að komast til tunglsins og síðan til annarra reikistjarna.

Erlent
Fréttamynd

Springur Starship í þriðja sinn í röð?

Starfsmenn SpaceX munu í kvöld gera tilraun til að skjóta Starship geimfarinu á loft í níunda sinn. Þó nokkrar breytingar hafa verið gerðar á geimfarinu sem ætlað er að bæta líkurnar á því að tilraunaskotið heppnist.

Erlent
Fréttamynd

„Hann er að leika sér að eldinum!“

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður ósáttur við Vladimír Pútín, kollega sinn í Rússlandi, vegna ítrekaðra árása Rússa á borgir og bæi Úkraínu. Þá segist hann íhuga frekari refsiaðgerðir gegn Rússlandi en það hefur hann sagt áður án þess að grípa til aðgerða. Trump taldi að gott samband sitt við Pútín myndi duga til.

Erlent
Fréttamynd

Náðar spilltan fógeta

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti því yfir í gær að hann ætlaði sér að náða fógeta sem dæmdur var í tíu ára fangelsi fyrir mútuþægni og annarskonar spillingu. Forsetinn segir fógetann spillta hafa verið ofsóttan af öfgamönnum í dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna.

Erlent
Fréttamynd

Enginn til ama á há­tíðinni

Amerísku tónlistarverðlaunin, betur þekkt sem AMA, voru haldin með pomp og prakt í Las Vegas í gær. Stórstjörnur skörtuðu sínu allra fínasta pússi og fóru margir óhefðbundnar leiðir í klæðaburði en kúrekaþemað er greinilega ennþá sjóðheitt.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Ís­lensk stúlka í út­skriftar­veislu sem breyttist í mar­tröð

Íslensk móðir búsett í Texas í Bandaríkjunum er hugsi eftir að ungur piltur í blóma lífsins var skotinn til bana í útskriftarveislu um helgina en dóttir hennar var í veislunni. Hún veltir fyrir sér hvað verði til þess að börn og ungt fólk ákveði að vopnast þegar þau haldi úr húsi. Enginn hefur verið handtekinn vegna árásarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Eilish sópaði að sér verð­launum á AMA-hátíðinni

Billie Eilish var stóri sigurvegarinn á AMA-hátíðinni í Las Vegas í gær og vann í öllum sjö flokkunum sem hún var tilnefnd í, þar á meðal fyrir plötu og lag ársins. Beyonce fékk tvenn kántríverðlaun og Eminem vann til verðlauna á hátíðinni í fyrsta sinn í fimmtán ár.

Lífið
Fréttamynd

Kol­féll fyrir New York en sér ís­lenska náttúru í hillingum

„Ef við skoðum ekki gráa svæðið á milli svarts og hvíts verður gjáin manna á milli enn breiðari,“ segir Guðrún Gígja Sigurðardóttir sem var að útskrifast með lögfræðigráðu úr Columbia háskólanum í New York, sem er einn virtasti háskóli í heimi. Hún hefur verið búsett í stórborginni í ár og ræddi við blaðamann um ævintýrin þar.

Lífið
Fréttamynd

Deila enn um „stóra fal­lega“ frum­varpið

Þó fulltrúadeild Bandaríkjaþings hafi nýverið samþykkt, með mjög naumum meirihluta, hið „stóra og fallega“ fjárlagafrumvarp sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, studdi, er framtíð þess þó enn óljós. Það tók miklar samningaviðræður innan þingflokks Repúblikanaflokksins að ná frumvarpinu í gegn, seint um nóttu, en nú hefur Trump gefið öldungadeildarþingmönnum grænt ljós á að gera miklar breytingar á frumvarpinu.

Erlent
Fréttamynd

Ástir, losti, fíkn og svik – dauði Mari­lyn Mon­roe

Var Marilyn Monroe, þessi frægasta kvikmyndastjarna heims, myrt? Myrti mafían Marilyn Monre? Eða stóðu Kennedy-bræður kannski að andláti hennar? CIA? Flókið net samsæriskenninga er um dularfullan dauða Marilyn. Mafían, CIA, Kennedy-bræður, ástir, losti, fíkn og svik fléttast saman í víðfeðman sagnavef.

Lífið
Fréttamynd

Frestar fimm­tíu prósenta tollum á Evrópu­sam­bandið

Donald Trump Bandaríkjaforseti segist ætla að fresta gildistöku fimmtíu prósenta tolla á vörur frá Evrópusambandinu fram til níunda júlí næstkomandi. Hann ræddi tollamálin við Ursulu von der Leyen, framkvæmdastjóra Evrópusambandsins símleiðis í kvöld.

Erlent
Fréttamynd

Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump

Viðskiptaráðherra Evrópusambandsins kallar eftir tollasamningi milli sambandsins og Bandaríkjanna sem byggi á virðingu en ekki hótunum. Donald Trump Bandaríkjaforseti hótaði í gær að leggja fimmtíu prósent innflutningstoll á vörur frá Evrópusambandinu. 

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kapp­akstur ársins

Sigursælasta liðið í sögu Indianapolis 500-kappakstursins rak forseta sinn og tvo aðra háttsetta stjórnendur eftir að tveir bílar þess reyndust ólöglegir í tímatökum um síðustu helgi. Eigandi liðsins er jafnframt eigandi kappakstursins og hefur uppákoman vakið upp spurningar um hagsmunaárekstra.

Sport
Fréttamynd

Hvetja Ís­lendinga í Harvard til að hafa sam­band

Samband íslenskra námsmanna erlendis hvetur íslenska nemendur við Harvard háskóla til þess að hafa samband, í kjölfar þess að Bandaríkjastjórn tilkynnti forsvarsmönnum skólans í gær að heimild skólans til þess að taka við nemendum erlendis frá hafi verið felld úr gildi.

Erlent
Fréttamynd

Á spítala eftir sam­farir við 583 menn

Ástralska OnlyFans-stjarnan Annie Knight var lögð inn á sjúkrahús fyrr í vikunni eftir að hafa tekið þátt í kynlífstilraun þar sem hún stundaði samfarir með 583 karlmönnum á aðeins sex klukkustundum. Knight greindi frá líðan sinni á Instagram í gær.

Lífið
Fréttamynd

Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju

Leyniþjónustur Rússlands höfðu um árabil notað Brasilíu sem einskonar verksmiðju fyrir njósnara. Þar tókst rússneskum njósnurum að skapa sér nýtt líf, skjöl til að styðja þennan tilbúna bakgrunn, stofna fyrirtæki, eignast vini og jafnvel maka.

Erlent
Fréttamynd

Ís­lendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög ó­þægi­leg staða“

Íslendingur sem nam við Harvard háskóla og vinnur nú í Bandaríkjunum á hefðbundnum landvistarleyfi fyrir námsmenn, gæti þurft að yfirgefa landið með stuttum fyrirvara. Er það eftir að ríkisstjórn Bandaríkjanna felldi úr gildi landvistarleyfi fyrir nemendur skólans og meinaði skólanum að taka móti nýjum erlendum nemendum.

Erlent
Fréttamynd

Banna er­lendum nem­endum að sækja Harvard

Ríkisstjórn Donalds Trump, tilkynnti forsvarsmönnum Harvard háskólans í dag að heimild skólans til að taka við nemendum erlendis frá hefði verið felld úr gildi. Þessu var hótað í síðasta mánuði en Trump og hans fólk hafa gengið hart fram gegn skólanum og öðrum í Bandaríkjunum.

Erlent
Fréttamynd

Kim „loksins“ út­skrifuð

Raunveruleikastjarnan og athafnakonan Kim Kardashian er útskrifuð eftir sex ár í lögfræðinámi. Kim fagnaði áfanganum með nánustu fjölskyldu og vinum í garðinum heima hjá sér í Beverly Hills í gær.

Lífið
Fréttamynd

Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér

Bandarískur alríkisdómari hefur komist að þeirri niðurstöðu að lögregluþjónar sem fóru húsavillt í útkalli og skutu mann til bana, hafi ekki brotið af sér í starfi. Þrír lögregluþjónar skutu mann sem kom til dyra seint að kvöldi til með skammbyssu í hendinni og skutu einnig að eiginkonu hans.

Erlent