Bandaríkin

Fréttamynd

Neitaði að stöðva aftöku manns með miklar heilaskemmdir

Mike Parson, ríkisstjóri Missouri í Bandaríkjunum, neitaði í gær að fella niður dauðadóm fangans Ernest Johnson. Þúsundir höfðu skrifað undir áskorun um að dauðadómurinn yrði felldur niður, auk þess sem tveir þingmenn hefðu kallað eftir því og einnig páfinn.

Erlent
Fréttamynd

Vann 699 milljónir dala í Power­ball-lottóinu

Stóri potturinn í bandaríska Powerball-lottóinu gekk loksins út í nótt. Þetta var í fyrsta sinn síðan 5. júní síðastliðinn þar sem potturinn gekk út og var hann kominn upp í heilar 699,8 milljónir dala, um 90 milljarða króna.

Erlent
Fréttamynd

Biden segir repúblikana í „rússneskri rúllettu“ með hagkerfið

Repúblikanar á Bandaríkjaþingi bera ábyrgðina á því ef ríkissjóður Bandaríkjanna getur ekki staðið við skuldbindingar sínar síðar í þessum mánuði, að sögn Joes Biden Bandaríkjaforseta. Flokkarnir tveir deila enn hart um svonefnt skuldaþak sem verður að hækka ef Bandaríkin ætla ekki að lenda í sögulegum vanskilum.

Erlent
Fréttamynd

Kafteinn Kirk á leiðinni út í geim

Leikarinn William Shatner verður meðal farþega í næstu geimferð Blue Origin en hann er á leiðinni út í geim þann 12. október næstkomandi. Shatner staðfesti fréttirnar sjálfur á Twitter í dag.

Erlent
Fréttamynd

Trump krefst þess að komast aftur á Twitter

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur höfðað mál gegn Twitter í Texas. Hann krefst þess að verða hleypt aftur inn á samfélagsmiðilinn eftir að hafa verið bannaður þar í kjölfar árásarinnar á þinghúsið í Bandaríkjunum þann 6. janúar.

Erlent
Fréttamynd

Helstu hip-hop-stjörnur heims troða upp í hálfleik Ofurskálarinnar

Einvalalið tónlistarfólks mun sjá um tónleikana í hálfleik á 56. Ofurskálinni sem er hápunktur ársins í amerískum fótbolta. Dr. Dre, Snoop Dogg, Eminem, Mary J. Blige og Kendrick Lamar munu skemmta þeim tugum, ef ekki hundruðum, milljóna áhorfenda sem horfa á Ofurskálina á meðan leikmenn hvíla sig í hálfleik.

Lífið
Fréttamynd

Vínlandskortið reyndist falsað

Allt frá því það var opinberað í Yale háskólanum í Bandaríkjunum árið 1965 hefur vínlandskortið svokallaða verið umdeilt. Kortið átti að vera frá 1440 og sýna meðal annars hluta Norður-Ameríku og það að víkingar hefðu kannað vesturhluta Atlantshafsins.

Erlent
Fréttamynd

Sápu­óperu­stjarnan Michael Tylo er látinn

Bandaríski leikarinn Michael Tylo, sem íslenskir sjónvarpsáhorfendur þekkja meðal annars úr sápuóperunum Leiðarljósi (e. Guiding Light) og Glæstum vonum (e. The Bold and the Beautiful), er látinn, 72 ára að aldri.

Lífið
Fréttamynd

Vonarstjarna repúblikana í kröppum dansi

Ríkisstjóri Suður-Dakóta sem hefur verið talin rísandi stjarna innan Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum er nú í töluverðu klandri eftir að upp komst að hann hefði beitt sér á óeðlilegan hátt í þágu dóttur sinnar.

Erlent
Fréttamynd

Á þriðja tug tegunda bætast við lista út­dauðra dýra

Bandaríkin hafa lýst 23 dýrategundir útdauðar, þar á meðal timburdólinn. Vísindamenn segjast hafa gert allt til að reyna að finna fleiri dýr þessara tegunda en ekkert hafi gengið. Ekkert annað sé því í stöðunni en að lýsa þær útdauðar.

Erlent
Fréttamynd

Kennir stjórn Donald Trump um yfirtöku talíbana í Afganistan

Einn af æðstu hershöfðingjum Bandaríkjahers sagði þingnefnd sem rannsakar nú brottflutning herliðsins frá Afganistan, að yfirtaka landsins af talíbönum og fall stjórnarhersins sé bein afleiðing af samkomulagi sem Trump stjórnin gerði í Doha í febrúar 2020.

Erlent
Fréttamynd

Vara við hörmulegum afleiðingum ef skuldaþakið brestur

Fjármálaráðherra Bandaríkjanna varar við því að það hafi hörmulegar afleiðingar í för með sér samþykki Bandaríkjaþing ekki að hækka svonefnt skuldaþak ríkissjóðs. Enn liggur ekkert samkomulag fyrir um hækkun þaksins eða ný fjárlög sem eiga að taka gildi á föstudag.

Erlent
Fréttamynd

Atlanta-morðinginn lýsir yfir sakleysi

Maður sem hóf skothríð á þremur nuddstofum í Atlanta í Bandaríkjunum og úthverfi borgarinnar í mars segist saklaus gagnvart nýjustu ákærunum gegn honum. Maðurinn skaut átta til bana og þar af sex konur af asískum uppruna.

Erlent
Fréttamynd

NASA horfir lengra út í geim

Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) hafa ákveðið að gera breytingar á starfseminni, sem eiga að stjórna áherslum opinberra geimferða næstu áratugina. Markmiðið er að leggja meiri áherslu á lengri geimferðir og þróun tækni sem þarf til þeirra.

Erlent
Fréttamynd

R&B-stjarnan Andrea Martin er látin

Bandaríski lagasmiðurinn, söngkonan og tónlistarframleiðandinn Andrea Martin er látin, 49 ára að aldri. Greint var frá fráfalli Martin á Instagram-síðu söngkonunnar.

Lífið