Bandaríkin

Fréttamynd

Þjóðaröryggisráðgjafi Trump smitaður af Covid-19

Robert O‘Brien, þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, greindist smitaður af Covid-19, sjúkdómnum sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur. Hann er nánasti ráðgjafi Trump sem hefur smitast af veirunni til þessa.

Erlent
Fréttamynd

Á fallanda fæti

Það er átakanlegt að horfa upp á heimsveldi svamla ráðalaust í ólgusjó alþjóðastjórnmála en beinlínis sársaukafullt þegar um er að ræða ríki sem í 70 ár hefur haft forystu fyrir lýðræðisríkjum í heiminum. Á sama tíma fylgist umheimurinn áhyggjufullur með rísandi veldi í austri sem virðist hafa vaxandi getu og metnað til að láta að sér kveða víðar en í sínu nánasta nágrenni.

Skoðun
Fréttamynd

Aukin harka í mótmælum í Bandaríkjunum

Til ákafra átaka kom á milli mótmælenda og lögreglumanna í Portland í Bandaríkjunum í nótt. Aukin harka færðist í mótmæli sem hafa geisað vegna lögregluofbeldis og kerfislægrar kynþáttahyggju víðar í Bandaríkjunum um helgina

Erlent
Fréttamynd

Vilja sendiherrann sinn burt

Bandaríkjamenn á Íslandi vilja margir losna við sendiherra sinn sem situr í lokuðu sendiráði og vill fá að bera byssu á Íslandi.

Innlent
Fréttamynd

Sendiherrann vill bera byssu á Íslandi

Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, vill fá að bera byssu hér á landi og vill aukna öryggisgæslu. Hann er sagður hafa verið „vænisjúkur“ um öryggi sitt síðan hann kom til lands í fyrra.

Innlent
Fréttamynd

Sjónvarpsmaðurinn Regis Philbin látinn

Bandaríski sjónvarpsmaðurinn Regis Philbin er látinn 88 ár að aldri. Philbin sem kom víða að í skemmtanabransanum lést á heimili sínu í morgun af völdum hjartaáfalls.

Erlent
Fréttamynd

Boðar um­fangs­miklar að­gerðir á grunni vafa­samrar lög­skýringar

Meiriháttar aðgerðir í innflytjenda- og heilbrigðismálum er á meðal þess sem Donald Trump Bandaríkjaforsetu hefur boðað á grundvelli túlkunar á hæstaréttarúrskurði frá því fyrr í sumar. Lögspekingar segja túlkunina, sem færði forseta stórauknar valdheimildir, ekki standast stjórnarskrá.

Erlent
Fréttamynd

Hvetja Bandaríkjastjórn til þess að hafa hemil á lögreglunni

Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna hvatti Bandaríkjastjórn til þess að tryggja að lögreglu- og öryggissveitir beiti mótmælendur og blaðamenn ekki valdi í ósamræmi við tilefni eða handtaki þá ólöglega. Bandarískur dómari skipaði alríkislögreglumönnum í Portland að láta blaða- og eftirlitsmenn í friði í mótmælum sem geisa þar.

Erlent
Fréttamynd

Chauvin ákærður fyrir skattsvik

Derek Chauvin, fyrrverandi lögreglumaðurinn sem olli dauða George Floyd þegar hann kraup á hálsi hans í hátt í níu mínútur, hefur verið ákærður fyrir skattaundanskot.

Erlent
Fréttamynd

Alríkislögregla skaut táragasi á borgarstjóra Portland

Borgarstjóri Portland í Oregon í Bandaríkjunum var í hópi mótmælenda sem löggæsluliðar alríkisstjórnarinnar skutu táragasi á í gærkvöldi. Mótmælin beindust að veru ómerktra og þungvopnaðra alríkislögreglumanna í felulitum í borginni.

Erlent
Fréttamynd

Kim tjáir sig um andleg veikindi Kanye

Athafnakonan, fyrirsætan og leikkonan Kim Kardashian West hefur nú tjáð sig opinberlega um andleg veikindi eiginmanns síns, rapparans og tískumógúlsins Kanye West.

Erlent